Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Sviðsljós Urðu ástfangin í snjónum Þær eru skemmtilegar tilviljan- irnar hjá henni Whoopi Goldberg, enda skemmtileg leikkona. Þannig er að á síðustu árum hef- ur hún aðeins orðið ástfangin áf hvítum mönnum. Þar skal fyrstan telja Ted „Staupastein" Danson þótt annar hvítingi hafi komið á undan og nú er það Frank leikari Langella. Whoopi segist þó hafa verið með svörtum lika, svo og gæjum frá Puerto Rico. Þótt snjórinn sé kaldur við- komu getur hann nú samt kveikt eldheitt ástarbál. Það gerðist við tökur stórmyndarinnar um Smillu, Lesið í snjóinn sem Bille August gerði eftir sögu Peters Heegs. Fólkið, sem varð fyrir örv- um Amors, eru þau Julia Ormond og Gabriel Byme. Á fundi með fréttamönnum um daginn tókst þeim að hemja lúkumar á sér þótt freistingin væri óneitanlega mikil. Whoopi skotin í hvítum Fyrrum ástmaður Fergie kann sér ekki hóf í ástarleit: Johnny tásuga býður stúlku ólöglegt ástarlyf Tásugan frá Texas er ekki af baki dottin. Johnny Bryan, sem fékk viðumefnið eftir sogæfmgar með hinni rauðhærðu hertoga- ynju, Fergie, var svo aðgangsharð- ur við nítján ára gamla upprenn- andi ástralska leikkonu, Crystal Atkins, að hún varð að flýja að heiman í snarhasti. Johnny var sí- vælandi utan í stúlkimni og vildi fá að sænga með henni, hann bauð henni meira að segja ólöglegt ást- arlyf, segir í bresku slúðurblöðun- um. „Johnny heldur að hann geti fengið allar konur sem hann girn- ist bara af því að hann svaf hjá Fergie," segir Crystal og er greini- lega ekki mjög skemmt, hvað þá að hún sé hrifin af millanum. Johnny og Crystal hafa samt sést nokkrum sinnum saman á al- mannafæri, meðal annars á rán- dýrum veitingastöðum í Los Ang- eles. Stúlkan segist hafa látið und- an og farið út með Johnny af því að hann var sífellt að nauða í henni að vera nú með sér. „Hann var alltaf að grobba sig af ástarævintýrinu með Fergie og hvað henni hefði þótt gott að láta kyssa á sér tærnar,“ segir Crystal og bætir við að Johnny Bryan þurfi bara á læknishjálp að halda. „Ég v£ir að verða ein tauga- hrúga.“ Dalton að verða pabbi í fyrsta sinn Timothy Dalton er farinn að ró- ast, ef marka má erlend slúðurblöð. Þau segja kappann, sem er orðinn fimmtugur, eiga von á fyrsta bami sínu i ágúst. Bamsmóðir hans heit- ir Oksana Grigorieva og er 25 ára. Þau kynntust í fyrra. Oksana er rússnesk og þykir það svolítið skondið því í hlutverki Ja- mes Bond í myndunum Licence To Kill og The Living Daylights var Ti- mothy einn helsti fjandmaður Rússa! „Þetta hlýtur að vera glasnost," er haft eftir einum vina kvikmyndaleikarans. Timothy hefur átt fjölda vin- kvenna gegnum árin og meðal þeirra er Vanessa Redgrave. Hún er sögð vera búin að koma sér upp nýj- um kærasta sem er breski leikarinn David Harewood. Hann er 31 árs og 29 árum yngri en Vanessa. Oksana Grigorieva og Timothy Dalton. Italska fyrirsætan Carla Bruni sýnir hér ásamt tékknesku fyrirsætunni Evu Herzigovu haust- og vetrartískuna á tískusýningu í Míianó um helgina. Simamynd Reuter St. Petersburg beach, Florida Olar Otti DV og Flugleiða? Heppinn áskrifandi DV hlýtur vinning á midvikudag FLUGLEIÐIR Arnold Schwarzenegger. Schwarzenegger kominn í eftirlitið Stórkallar efns og Amold Schwarzenegger þurfa að geta bmgðið sér í allra kvikinda líki. Og ekki bara á hvíta tjaldinu. Amold kom óvænt á Planet Hollywood veit- ingastaðinn í Toronto í Kanada um helgina til að ganga úr skugga um að þar væri allt í himnalagi daginn fyrir opinvera vígslu hans. Amold á hlut í staðnum, eins og kunnugt er. Allt reyndist fyrsta flokks. Útvarpsstöð ein hafði pata af ferðalagi kappans og gat varað að- dáendur hans við sem komu margir og urðu ekki fyrir vonbrigðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.