Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Fólk í fréttum Jón Ásgeirsson Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld og dósent við KHÍ, Flókagötu 56, Reykjavík, hlaut Menningarverð- laun DV í tónlist fyrir óperuna Galdra-Loft en menningarverðlaun- in voru afhent í nítjánda sinn á fimmtudaginn var. Starfsferill Jón fæddist á ísafírði 11.10. 1928. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955, stundaði framhaldsnám í tón- smíðum við Royal Scottish Aca- demy í Glasgow 1955-56, lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1961 og stund- aði tónsmíðanám við Guildhall School of Music í London 1965. Jón stofhaði og var söngstjóri Liljukórsins um árabil, var söng- stjóri Karlakórs Keflavlkur 1971-73, Karlakórsins Fóstbræðra 1973^-74, stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Is- lands við flutning verka hans, skólastjóri Tónlistarskólans í Nes- kaupstað 1956-58, kennari við Lækj- arskóla í Hafnarfirði 1959-64, við KÍ frá 1962, við Söngskólann í Reykja- vík frá 1976, lektor við KHÍ frá 1976 og er dósent þar frá 1986 auk þess að vera stundakennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Jón er félagi í Tónskáldafélagi ís- lands frá 1960, var formað- ur þess 1968-71 og hefur verið tónlistargagnrýnandi á Movgunblaðinu frá 1970. Meðal tónsmíða Jóns eru óperurnar Þrymskviða og Galdra-Loftur, ballettinn Blindingsleikur, hljóm- sveitarverkin Þjóðvísa, Lilja, Fornir dansar og Sjö- strengjaljóð, kammerverk, kvintett og oktett fyrir blásara, kórverkið Tíminn og vatnið, og fjöldi smærri kórverka, einsöngslaga og raddsetninga á íslenskum þjóðlög- um. Þá þýddi hann ritverkið Saga vestrænnar tónlistar eftir Ch. Head- ington 1987. ~H Jón Ásgeirsson. býli með Agnesi Krist- jónsdóttur dansara en börn hans og Nancyar Gunnarsdóttur eru Gunnar, Anna Elísabet og Hlín; Guðrún Jó- hanna, f. 1.5. 1966, í söngnámi í London. Hálfsystkini Jóns, sam- mæðra: Jónina Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1910, d. 19.9.1919; Grett- ir Guðmundsson, f. 30.9. 1912, d. 11.10. 1967; Bragi Magnússon, f. fyrrv. lögregluþjónn á Magnús Kristján Magn- Fjölskylda Eiginkona Jóns er Elísabet Þor- geirsdóftir, f. 12.12. 1931, húsmóðir. Hún er dóttir Þorgeirs Elísar Þor- geirssonar sjómanns og Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Elísabetar eru Þor- geir, f. 5.10. 1955, arkitekt í Reykja- vík, en sambýliskona hans er Hild- ur Þráinsdóttir iðjuþjálfi en sonur hennar og stjúpsonur Þorgeirs er Þráinn; Arnþór, f. 20.8. 1957, selló- leikari í Reykjavík og starfrækir tölvufyrirtækið Miðheima, í sam- 14.1. 1917, Siglufirði; ússon, f. 22.2.1919, starfsmaður FAO í Chile; Guðmundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978, skrifari hjá Eimskipafélagi íslands í Reykjavík; Kjartan Ásgeirsson, f. 8.6. 1922, sjó- maður í Garði; Guðmundur Skúla- son, f. 22.7. 1921, trésmiður á ísa- firði; Áslaug Skúladóttir, f. 1.8.1924, sendiráðsfulltrúi í Stokkhólmi. Foreldrar Jóns voru Skúli Skúla- son, f. 10.7. 1888, d. 19.4. 1957, kaup- maður á ísafirði, og Jóhanna Amal- ía Jónsdóttir, f. 7.10. 1885, d. 23.8. 1963, ljósmóðir. Ætt Skúli var sonur Skúla Krisrjáns, úrsmiðs á ísafirði, Eiríkssonar á Brúnum, mornónatrúboða Ólafsson- ar, b. í Hlíð undir Eyjafjöllum, Sig- urðssonar. Móðir Eirlks var Helga Eiriksdóttir á Murnavöllum Er- lendssonar. Móðir Skúla Kristjáns var Rúnhildur Runólfsdóttir, skálds á Skaganesi, Sigurðssonar, prests á Ólafsvöllum, Ögmundssonar. Jóhanna Amalía var systir Þóru, móður Þráins Löve, fyrrv. aðstoðar- rektors KHÍ. Hún var dóttir Jóns, b. á Horni i Mosdal, Þórðarsonar, b. á Kistufelli, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríður Þorvaldsdóttir, b. á StóraKroppi, bróður Jóns, langafa Jóns Björnssonar, kaupmanns I Borgarnesi, föður Selmu, forstöðu- manns Listasafns íslands. Systir Þorvalds var Ástríður, langamma Guðrúnar, móður Guðmundar Arn- laugssonar rektors. Þorvaldur var sonur Jóns, ættfóður Deildartungu- ættarinnar, Þorvaldssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Finnsdóttir, hreppstjóra í Miðvogi, Narfasonar. Móðir Finns var Guðlaug Sigurðar- dóttir. Móðir Guðlaugar var Guðríð- ur Björnsdóttir, systir Snorra á Húsafelli. Móðir Jóhönnu var Benónía I Tjaldanesi Ólafssonar á Laugabóli Guðlaugssonar. Móðir Benóníu var Þuríður ívarsdóttir í Hokinsdal. Afmæli Jón Vilhelm Ákason Jón Vilhelm Ákason, Krókatúni 20, Akranesi, er áttræður í dag. Starfsferill Jón Vilhelm fæddist á Djúpavogi og ólst þar upp. Hann var þar í barnaskóla, stundaði sjómennsku á smábátum, stundaði verkamanna- vinnu hjá breska hernum og var vélstjóri og fiskmatsmaður hjá Bú- landstindi á Djúpavogi. Jón Vilhelm flutti til Akraness 1959 og hefur átt þar heima siðan. Þar var hann verkstjóri hjá Fiski- veri hf. og síðan hjá Þórði Óskars- syni. Hann var síðan skipaður yfir- fiskmatsmaður á Vesturlandi og hefur gegnt því starfi í átján ár. Jón Vilhelm hefur verið félagi í Rotaryklúbbi Akraness, hefur sung- ið og starfað með Kirkjukór Akra- nesskirkju og starfar í Félagi eldri borgara á Akranesi. Fjölskylda Jón Vilhelm kvæntist 12.12. 1942 Höllu Jónsdóttur, f. 8.5. 1924, verk- stjóra og húsmóður. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar, verkamanns á Djúpavogi, og Ragnhildar Antoní- usardóttur húsmóður. Börn Jóns Vilhelms og Höllu eru Hanna Jónsdóttir, f. 7.7. 1943, heilsugæsluljósmóðir á Akranesi, gift Ingólfi Hrólfssyni og eiga þau tvö börn; Alda, f. 7.7. 1943, hús- freyja í Fossárdal í Djúpavogi, gift Eyþór Guðmundssyni og eiga þau fjögur börn; Axel, f. 28.9. 1945, lagerstjóri á Akranesi, kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau þrjú börn; Áki, f. 19.5. 1948, bakara- meistari á Akranesi, kvæntur Bryndísi Tryggvadóttur og eiga þau fjögur börn; Jó- hann, f. 31.3. 1950, skrif- stofustjóri á Akureyri, kvæntur Sigríði Jóns- dóttur og eiga þau tvö börn; Áslaug Ragna, f. 28.8. 1951, nú látin, hús- móðir á Akranesi, var gift Smára Jón Vilhelm Akason. Guðmundssyni og eru börn þeirra tvö. Tvær dætur og einn sonur Jóns Vilhelms og Höllu, létust í bernsku. Alsystkini Jóns Vilhelms eru Jóhanna, látin; Rögn- valdur, látinn; Erlingur, látinn; Kristjana, látin; Ottó; Hlífar; Vilborg; Álf- heiður; Pálína; Fjóla; Sig- mar Bjarni; Þórbjörg, og Sigurrós. Foreldrar Jóns Vilhelms: Áki Kristjánsson, bræðslustjóri á Djúpavogi, og Áslaug Jónsdóttir húsmóðir. Jón Vilhelm og Halla dvelja á Hótel Örk á afmælisdaginn. Erna Smith Erna Smith, fyrrv. kaupmaður, Háteigs- vegi 52, Reykjavik, er sextug í dag. Starfsferill Erna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Eiríksgötuna. Hún hóf störf hjá Al- þýðubrauðgerðinni, stundaði síðan versl- unarstörf hjá Mjólk- ursamsölunni um árabil en stofhsetti Erna Smith. svo sjálf verslun og hefur ver- ið kaupkona síðan. Fjölskylda Erna giftist 5.3. 1955 Stefáni Sigurjónssyni, f. 8.7. 1931, d. 23.9. 1991, pípulagningar- meistara. Hann var sonur Sig- urjóns Kjartanssonar, f. 10.10. 1900, d. 12.4. 1983, og Gunn- laugar Gísladóttur, f. 9.7.1905, d. 25.6. 1983. Dóttir Ernu og Stefáns er Svanhvít Stefánsdóttir, f. 27.7. 1954, gift Þór Tómasi Bjarna- syni og er dóttir Svanhvítar Erna Stefanía Gunnarsdóttir, f. 11.12.1971 en hennar dóttir er Thelma Rós Hin- riksdóttir, f. 15.10.1993. Sysfkini Ernu eru Kristján Smith, f. 8.7. 1942, kvænfur Hrefnu Ólafíu Arnkelsdóttur; Sigurbjörg Smifh, f. 10.11. 1944, gift Ólafi S. Guðmunds- syni; Axel Smith, £ 1.10.1949, d. 30.4. 1988, var kvæntur Ástu Egilsdóttur. Foreldrar Ernu voru Axel Ólafur Smith, f. 12.2. 1910, d. 20.11. 1974, pípulagningarmeistari 1 Reykjavík, og Svanhvít Smith, f. 18.10. 1915, d. 30.10. 1993, húsmóðir. Ætt Foreldrar Axels voru Kristján og Karólína Smith, bæði ættuð frá Nor- egi. Foreldrar Svanhvitar voru Helgi Bachmann, ættaður frá Miðey í Landeyjum, og Jóna Guðrún Jóns- dóttir, ættuð úr Loðmundarfirði. Erna tekur á móti vinum og ætt- ingjum í sal Meistarasambands byggingarmanna að Skipholti 70, Reykjavik, laugardaginn 15.3. nk., eftir kl. 18.00. |j|Staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Tll hamingju með afmælið 4. mars 75 ára________________ Þorgerður Magnúsdóttir, Víðilundi 7, Akureyri. Hallfríður Brynjólfsdóttir, Berjarima 16, Reykjavík. 70ára Sigurður Hilmar Sigurðs- son, Goðabyggð 15, Akureyri. Kristján Björgvinsson, Hjallavegi 7, Reyðarfirði. Ólafur Andrés Andrésson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 60 ára_______________ Kristján Jónasson, Rifkeísstöðum II A, Eyjafjarð- arsveit. Valdimar Óskarsson, Víðiteigi 10 A, Mosfellsbæ. Gunnar G. Kvaran, Grímshaga 5, Reykjavík. 50 ára_______________ Hugrún Valdimarsdóttir, Kvíarhöli, Ölfushreppi. Bergljót Gunnarsdóttir, Tjarnarlundi 9 G, Akureyri. Ágústa Gísladótttr, Túngötu 10, Suðureyri. Maður hennar er Magnús S. Jónsson. Þau taka á móti gestum í kvöld eftir kl. 20.00. Kristján Schmidt, Hjallabyggð 1, Suðureyri. Arne Jörgen Rosdahl, Suðurmýri 28, Seltjarnarnesi. 40 ára_______________ Ásmundur B. Gústafsson, Rauðagerði 72, Reykjavlk. Smári Sigurðsson, Hjarðarlundi 4, Akureyri. Bjarni Þórarinsson, Háagerði 35, Reykjavík. Emil Þór Eyjólfsson, Stuðlabergi 8, Hafnarfirði. Sigurður Skúlason, Tjarnarlandi, Ljósavatns- hreppi. Freyja Tryggvadóttir, Blómvangi 9, Hafharfírði. Sigurlína Steinsdóttir, Fróðengi 8, Reykjavik. Anna Þorsteinsdóttir, Hörgsholti 37, Hafharfirði. Dian Valur Dentchev, Njálsgötu 32, Reykjavík. Halldóra Svava Sigfúsdótt- ir, Arnartanga 11, Mosfellsbæ. Matthildur H. Benedikts- dóttir, Bakkastíg 13, Bolungarvík. TTrval ^^^0/J Zímarit fyrir alla Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752 oWtmil///)/^ Smáauglýsingar ^a ^xSsS&L 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.