Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Page 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Fólk í fréttum Jón Ásgeirsson Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld og dósent viö KHÍ, Flókagötu 56, Reykjavík, hlaut Menningarverö- laun DV í tónlist fyrir óperuna Galdra-Loft en menningarverðlaun- in voru afhent í nítjánda sinn á fimmtudaginn var. Starfsferill Jón fæddist á ísafirði 11.10. 1928. Hann lauk lokaprófi í tónsmíöum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955, stundaði framhaldsnám i tón- smíðum við Royal Scottish Aca- demy í Glasgow 1955-56, lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1961 og stund- aði tónsmíðanám við Guildhall School of Music í London 1965. Jón stofnaði og var söngstjóri Liljukórsins um árabil, var söng- stjóri Karlakórs Keflavikur 1971-73, Karlakórsins Fóstbræðra 1973-74, stjórnaöi Sinfóníuhljómsveit ís- lands við flutning verka hans, skólastjóri Tónlistarskólans i Nes- kaupstað 1956-58, kennari við Lækj- arskóla í Hafnarfirði 1959-64, við KÍ frá 1962, við Söngskólann í Reykja- vik frá 1976, lektor við KHÍ frá 1976 og er dósent þar frá 1986 auk þess að vera stundakennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Jón er félagi i Tónskáldafélagi ís- lands frá 1960, var formað- ur þess 1968-71 og hefur verið tónlistargagnrýnandi á Movgunblaðinu frá 1970. Meðal tónsmíða Jóns eru óperumar Þrymskviða og Galdra-Loftur, ballettinn Blindingsleikur, hljóm- sveitarverkin Þjóðvísa, Lilja, Fomir dansar og Sjö- strengjaljóð, kammerverk, kvintett og oktett fyrir blásara, kórverkið Tíminn og vatnið, og fjöldi smærri kórverka, einsöngslaga og raddsetninga á íslenskum þjóðlög- um. Þá þýddi hann ritverkið Saga vestrænnar tónlistar eftir Ch. Head- ington 1987. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Elísabet Þor- geirsdóttir, f. 12.12. 1931, húsmóðir. Hún er dóttir Þorgeirs Elísar Þor- geirssonar sjómanns og Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóður. Böm Jóns og Elísabetar eru Þor- geir, f. 5.10. 1955, arkitekt í Reykja- vík, en sambýliskona hans er Hild- ur Þráinsdóttir iðjuþjálfi en sonur hennar og stjúpsonur Þorgeirs er Þráinn; Amþór, f. 20.8. 1957, selló- leikari í Reykjavík og starfrækir tölvufyrirtækið Miðheima, í sam- býli með Agnesi Krist- jónsdóttur dansara en böm hans og Nancyar Gunnarsdóttur eru Gunnar, Anna Elísabet og Hlín; Guðrún Jó- hanna, f. 1.5. 1966, í söngnámi í London. Hálfsystkini Jóns, sam- mæðra: Jónína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1910, d. 19.9. 1919; Grett- ir Guðmundsson, f. 30.9. 1912, d. 11.10. 1967; Bragi Magnússon, f. 14.1. 1917, fyrrv. lögregluþjónn á Siglufirði; Magnús Kristján Magn- ússon, f. 22.2.1919, starfsmaður FAO í Chile; Guðmundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978, skrifari hjá Eimskipafélagi íslands í Reykjavík; Kjartan Ásgeirsson, f. 8.6. 1922, sjó- maður í Garði; Guðmundur Skúla- son, f. 22.7. 1921, trésmiður á ísa- firði; Áslaug Skúladóttir, f. 1.8.1924, sendiráðsfulltrúi í Stokkhólmi. Foreldrar Jóns vora Skúli Skúla- son, f. 10.7. 1888, d. 19.4. 1957, kaup- maður á ísafirði, og Jóhanna Amal- ía Jónsdóttir, f. 7.10. 1885, d. 23.8. 1963, ljósmóðir. Ætt Skúli var sonur Skúla Kristjáns, úrsmiðs á ísafirði, Eiríkssonar á Brúnum, mornónatrúboða Ólafsson- ar, b. í Hlíð undir Eyjafiöllum, Sig- urðssonar. Móðir Eiríks var Helga Eiriksdóttir á Murnavöllum Er- lendssonar. Móðir Skúla Kristjáns var Rúnhildur Runólfsdóttir, skálds á Skaganesi, Sigurðssonar, prests á Ólafsvöllum, Ögmundssonar. Jóhanna Amalia var systir Þóra, móður Þráins Löve, fyrrv. aðstoðar- rektors KHÍ. Hún var dóttir Jóns, b. á Homi í Mosdal, Þórðarsonar, b. á Kistufelli, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríður Þorvaldsdóttir, b. á StóraKroppi, bróður Jóns, langafa Jóns Bjömssonar, kaupmanns í Borgamesi, foður Selmu, forstöðu- manns Listasafns íslands. Systir Þorvalds var Ástríður, langamma Guðrúnar, móður Guðmundar Am- laugssonar rektors. Þorvaldur var sonur Jóns, ættfoður Deildartungu- ættarinnar, Þorvaldssonar. Móðir Guðriðar var Guðrún Finnsdóttir, hreppstjóra í Miðvogi, Narfasonar. Móðir Finns var Guðlaug Sigurðar- dóttir. Móðir Guðlaugar var Guðríð- ur Bjömsdóttir, systir Snorra á Húsafelli. Móðir Jóhönnu var Benónía í Tialdanesi Ólafssonar á Laugabóli Guðlaugssonar. Móðir Benóníu var Þuríður ívarsdóttir í Hokinsdal. Jón Ásgeirsson. Afmæli Jón Vilhelm Ákason Jón Vilhelm Ákason, Krókatúni 20, Akranesi, er áttræður í dag. Starfsferill Jón Vilhelm fæddist á Djúpavogi og ólst þar upp. Hann var þar í barnaskóla, stundaði sjómennsku á smábátum, stundaði verkamanna- vinnu hjá breska hemum og var vélstjóri og fiskmatsmaður hjá Bú- landstindi á Djúpavogi. Jón Vilhelm Qutti til Akraness 1959 og hefur átt þar heima síðan. Þar var hann verkstjóri hjá Fiski- veri hf. og síðan hjá Þórði Óskars- syni. Hann var síðan skipaður yfir- fiskmatsmaður á Vesturlandi og hefur gegnt því starfi í átján ár. Jón Vilhelm hefur verið félagi í Rotaryklúbbi Akraness, hefur sung- ið og starfað með Kirkjukór Akra- nesskirkju og starfar í Félagi eldri borgara á Akranesi. Fjölskylda Jón Vilhelm kvæntist 12.12. 1942 Höllu Jónsdóttur, f. 8.5. 1924, verk- stjóra og húsmóður. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar, verkamanns á Djúpavogi, og Ragnhildar Antoní- usardóttur húsmóður. Börn Jóns Vilhelms og Höllu era Hanna Jónsdóttir, f. 7.7. 1943, heilsugæsluljósmóðir á Akranesi, gift Ingólfi Hrólfssyni og eiga þau tvö böm; Alda, f. 7.7. 1943, hús- freyja í Fossárdal í Djúpavogi, gift Eyþór Guðmundssyni og eiga þau fiögur böm; Axel, f. 28.9. 1945, lagerstjóri á Akranesi, kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau þrjú böm; Áki, f. 19.5. 1948, bakara- meistari á Akranesi, kvæntur Bryndísi Tryggvadóttur og eiga þau fiögur böm; Jó- hann, f. 31.3. 1950, skrif- stofustjóri á Akureyri, kvæntur Sigríði Jóns- dóttur og eiga þau tvö börn; Áslaug Ragna, f. 28.8. 1951, nú látin, hús- móðir á Akranesi, var gift Smára Guðmundssyni og era böm þeirra tvö. Tvær dætur og einn sonur Jóns Vilhelms og Höllu, létust í bernsku. Alsystkini Jóns Vilhelms eru Jóhanna, látin; Rögn- valdur, látinn; Erlingur, látinn; Kristjana, látin; Ottó; Hlífar; Vilborg; Álf- heiður; Pálína; Fjóla; Sig- mar Bjarni; Þórbjörg, og Sigurrós. Foreldrar Jóns Vilhelms: Áki Kristjánsson, bræðslustjóri á Djúpavogi, og Áslaug Jónsdóttir húsmóðir. Jón Vilhelm og Halla dvelja á Hótel Örk á afmælisdaginn. Jón Vilhelm Ákason. Erna Smith Ema Smith, fyrrv. kaupmaður, Háteigs- vegi 52, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Ema fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Eiriksgötuna. Hún hóf störf hjá Al- þýðubrauðgerðinni, stundaði síðan versl- unarstörf hjá Mjólk- ursamsölunni um árabil en stofnsetti Erna Smith. svo sjálf verslun og hefur ver- ið kaupkona síðan. Fjölskylda Ema giftist 5.3. 1955 Stefáni Sigurjónssyni, f. 8.7. 1931, d. 23.9. 1991, pípulagningar- meistara. Hann var sonur Sig- urjóns Kjartanssonar, f. 10.10. 1900, d. 12.4. 1983, og Gunn- laugar Gísladóttur, f. 9.7.1905, d. 25.6. 1983. Dóttir Ernu og Stefáns er Svanhvít Stefánsdóttir, f. 27.7. 1954, gift Þór Tómasi Bjarna- syni og er dóttir Svanhvítar Ema Stefanía Gunnarsdóttir, f. 11.12.1971 en hennar dóttir er Thelma Rós Hin- riksdóttir, f. 15.10. 1993. Systkini Emu era Kristján Smith, f. 8.7. 1942, kvæntur Hrefnu Ólafíu Arnkelsdóttur; Sigurbjörg Smith, f. 10.11. 1944, gift Ólafi S. Guðmunds- syni; Axel Smith, f. 1.10.1949, d. 30.4. 1988, var kvæntur Ástu Egilsdóttur. Foreldrar Emu voru Axel Ólafur Smith, f. 12.2. 1910, d. 20.11. 1974, pípulagningarmeistari í Reykjavík, og Svanhvít Smith, f. 18.10. 1915, d. 30.10. 1993, húsmóöir. Ætt Foreldrar Axels vora Kristján og Karólína Smith, bæði ættuð frá Nor- egi. Foreldrar Svanhvítar voru Helgi Bachmann, ættaður ffá Miðey i Landeyjum, og Jóna Guðrún Jóns- dóttir, ættuð úr Loðmundarfirði. Ema tekur á móti vinum og ætt- ingjum í sal Meistarasambands byggingarmanna að Skipholti 70, Reykjavík, laugardaginn 15.3. nk., eftir kl. 18.00. Tll hamingju með afmælið 4. mars 75 ára Þorgerður Magnúsdóttir, Víðilundi 7, Akureyri. Hallfríður Brynjólfsdóttir, Berjarima 16, Reykjavík. 70 ára Sigurður Hilmar Sigurðs- son, Goðabyggð 15, Akureyri. Kristján Björgvinsson, Hjallavegi 7, Reyðarfirði. Ólafur Andrés Andrésson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 60 ára Kristján Jónasson, Rifkelsstöðum II A, Eyjafiarð- arsveit. Valdimar Óskarsson, Víðiteigi 10 A, Mosfellsbæ. Gunnar G. Kvaran, Grímshaga 5, Reykjavík. 50 ára Hugrún Valdimarsdóttir, Kvíarhóli, Ölfushreppi. Bergljót Gunnarsdóttir, Tjamarlundi 9 G, Akureyri. Ágústa Gísladóttir, Túngötu 10, Suðureyri. Maður hennar er Magnús S. Jónsson. Þau taka á móti gestum í kvöld eftir kl. 20.00. Kristján Schmidt, Hjallabyggð 1, Suðureyri. Ame Jörgen Rosdahl, Suðurmýri 28, Seltjamarnesi. 40 ára Ásmundur B. Gústafsson, Rauðagerði 72, Reykjavík. Smári Sigurðsson, Hjarðarlundi 4, Akureyri. Bjami Þórarinsson, Háagerði 35, Reykjavík. Emil Þór EyjóÚsson, Stuðlabergi 8, Hafnarfirði. Sigurður Skúlason, Tjarnarlandi, Ljósavatns- hreppi. Freyja Tryggvadóttir, Blómvangi 9, Hafnarfirði. Sigurlina Steinsdóttir, Fróðengi 8, Reykjavík. Anna Þorsteinsdóttir, Hörgsholti 37, Hafnarfirði. Dian Valur Dentchev, Njálsgötu 32, Reykjavík. Halldóra Svava Sigfúsdótt- ir, Amartanga 11, Mosfellsbæ. Matthildur H. Benedikts- dóttir, Bakkastíg 13, Bolungarvík. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur oW mil/i Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.