Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVKUDAGUR 5. MARS 1997 Spurningin Lesendur Vilt þú aö ríkiö láti fullkanna hvort hér sé olíu aö finna? Ingvar Hilmarsson, starfsmaður Bón- og þvottastöðvarinnar: Já, alveg eins. Snæbjöm Guðbjartsson, verk- taki: Að sjálfsögðu. Aðalheiður Jónatansdóttir hús- móðir: Ég held að hér sé enga olíu aö finna. Gísli Jökull Gíslason nemi: Nei, eiginlega efast ég um olíu sé að finna í svona nýju landi. Svo er það dýrt. Stefán Amgrímsson markaðs- stjóri: Nei, það verður of dýrt. Við höfum nóg af öðrum orkugjöfum. Kristján Jóhannesson markaðs- fulltrúi: Að sjálfsögðu. Happdrættisþjoð- in heimtar sitt Guðlaugur Jónsson skrifar: Það er nú kannski engin furða þótt íslendingar, ein mesta happ- drættisþjóð á Vesturlöndum, heimti sinn vinning og engar refjar. Hversu oft höfum við sem þjóð ekki hreppt vinninginn? Við höfum oft- ast nær verið að fá einhvem vinn- ing, ekki bara í öllum happadrátt- unum og lottóunum heldur líka á al- þjóðlega vísu. Það var t.d. ekkert sjálfgefið að við ynnum svo stórt í útfærslu landhelginnar sem raun ber vitni nú. Það er líka með ólík- indum hve stóran skerf við íslend- ingar höfum hlotið æ ofan í æ vegna varnarsamstarfs okkar við Banda- ríkin. Það er ekki hægt að segja að ís- lenska þjóðin sé á einhveiju nástrái þegar litið er til umsvifa hins opin- bera í verklegum framkvæmdum, í samgöngumálum, í orkumálum og tækniuppbyggingu af ýmsu tagi, svo sem í fjarskiptamálum. Gleymum ekki hugbúnaðarstarfsemi eða bankastarfseminni, sem hefur sprungið út eins og túlípanar í vermireit. Og það jafnt í opinbera geiranum sem hinum ríkisrekna. - Allt eru þetta umsvif sem verða ókunnugum mönnum lítt skiljanleg hjá svona lítilli þjóð. Ef þeir þekktu svo umsvif landsmanna sjálfra inn- byrðis yrðu þeir enn meira undr- andi. Það er t.d. ekkert leyndarmál að íslendingar eru einhver happdrætt- isglaðasta þjóð sem um getur - um það hefur einmitt verið birt könn- un fyrir ekki löngu. En það er mik- il alvara á bak við þá staðreynd að vera mikil happdrættisþjóð. Það er ekki jafn saklaust og að menn kaupi einn eða tvo happdrættis- miða á mánuði. Happdrættishugs- uninni fylgir meiri stórhugur. Menn reikna með að stór vinningur hljóti að koma einhvem allra næstu daga. Og á það er spilað. Það er spilað á þessa hugsun í daglegu lífi allflestra íslendinga. í matvörubúðunum, í fjárfestingum og sólarferðum eða einfaldlega óvæntum og óundirbúnum ferðalög- um nánast hvenær ársins sem er. Skuldunum (því engin laun, hversu há sem þau kunna að vera) er svo velt áfram, þvi happdrættisvinning- urinn hlýtur að vera í nánd. - Samningaviðræður um kaup og kjör, sem nú standa yfir, eru einmitt byggðar á þessum hugsun- arhætti. Beðið eftir óvæntum vinn- ingi. Með „útspili" ríkisins (og það er einmitt kallað þessu nafni af samningamönnunum). Gerist það ekki er mikil vá fyrir dyrum, þvi þjóðin hefur ekki lengur efni á að spila með í landshappdrættinu; vinna, kaupa, skulda. Happdrættis- þjóðin heimtar því sitt án tafar og án vifilengja. Lélegur tækniútbúnaður Oliufelagsins Kristinn Snæland skrifar: Sú xmdarlega staða blasir við viðskiptavinum Olíufélagsins hf. að sjálfsafgreiðsluverð stöðva þeirra gildir aðeins á meðan við- komandi bensínstöð er opin. Elds- neytisverðið er sem sé tveimur krónum lægra með sjálfsafgreiðslu á dagvinnutíma en hækkar í sama verð og þjónustuverðið er eftir að stöðin lokar. Hið rökrétta væri að sjálfsögðu að tankarnir með hærra verðinu, þjónustuverðinu, lækkuðu þá er þjónustu lýkur og sjálfsafgreiðsla kemur á alla tankana. Ég, sem er reyndar aðili að rekstri einnar bensínstöðvar Olíufélagsins, hef harkað af mér þessa ósvinnu í verðlagningunni hjá mínu félagi og reyndar vonað að eftir að mínir menn, og einnig ég, heföum kvart- að við höfuðstöðvamar yrði þetta lagfært. Það hefur hins vegar ekki gerst og okkur, sem reynum að skipta við eigin stöð, er aðeins sagt að ekki sé hægt aö stilla dælumar þannig að verðið lækki á dým dæl- unum eftir lokun. - Ef svo er þá er dælubúnaður og viðkomandi tæknibúnaður Olíufélagsins óheyrilega lélegur. Þessi lélegi tæknibúnaður eða þverúð þjónustudeildar félagsins er þegar búin að hrekja fjölda fé- laga minna frá viðskiptum við eig- in stöð. Það þykir mér slæm þróun og ráðlegg Olíufélagsmönnum að breyta þessu viðskiptavinum í vil. Töpuð verðmæti í járnblendinu - samningamenn á sokkaleistunum Skipti eignaraöildin okkur svona óskaplega miklu máli? Hallgrímur skrifar: Einhverjir munu sjálfsagt gleðj- ast við það að áform um stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga runnu út í sandinn. En mikiU skaði var það fyrir ís- lenskt þjóðarbú. Virkjimaráform renna líka að einhverju leyti út í sandinn, sem aftur þýðir minni framkvæmdir og minni atvinnu á komandi árum. Auðvitað verður alltaf einhver að beygja sig, og það hefðum við átt að gera í sambandi við samningana við Norðmenn um eignaraðild. Við þetta töpum við tvennu: stækkun og meiri umsvifum verksmiðjunn- ar og nýjum virkjunum á vegum Landsvirkjunar. Hér er um að ræða efnahagslegt áfall sem á eftir að koma fram vítt og breitt í þjóðfélaginu. Við verð- um uppiskroppa með raforku til stóriðju mun fyrr en ella. Allt fyrir að vera að karpa um eitthvað 100 milljóna eignaraðild við Norð- menn. Ég veit ekki hvort ríkisvald- ið stjórnar samningamönnum okk- ar á fundum um svona mál. Hitt er ljóst að við eigum ekki slynga samningamenn sem kunna að gefa eftir þegar það á við og herða róð- urinn þegar þurfa þykir. - Mér er nær að halda að þeh fáu samninga- menn sem við metum á alþjóðlegan mælikvarða séu meha og minna á sokkaleistunum þegar til kastanna kemur. DV Hámenningu frá athafnamönnum Gunnar skrifar: Fyrst þarf aö plægja akurinn. Það gildir alls staðar. Þótt menn- ingarforsprakkar nútímans hér á landi telji að heilmikil menn- ing spretti af norrænu samstarfi og felist í samnorrænum verð- launaveitingum er staðreyndin sú að það eru athafhamennimir, hinh verklegu plógfarar, sem ryðja brautina. Það eru ekki þeir sem nota Flugleiðafarrými til Noðurlanda eins og SVR sem koma heim með þekkinguna eða verkkunnáttuna. Ekki þeh sem óskapast út í gallabuxnatískuna há Ameríku. Öll okkar menning hér á landi byggist upp á verk- þekkingu og tækni. Ekki frá Norðurlöndum heldur Ameríku. Frelsið í síld- arsmuguna Hjörleifur hringdi: Eins og menn muna voru ekki allh með gleðisvip þegar sjávar- útvegsráðherra gaf veiðar í síld- arsmuguna hjálsar. Kvótaeigend- ur í síld og flehu urðu verulega reiðir og muna þessa ákvörðun ráðherrans síöar meh. En hverj- ir eiga svona mikilla hagsmima aö gæta. Það skyldu þó ekki vera einhverjir meðal okkar æðstu ráðamanna. Væri grannt skoðað kæmi í ljós nokkuð þessu til sönnunar. Já, hverjir eru stórir í kvóta í stjórnsýslunni? Láglaunin í Dan- mörku Soffía skrifar: Ég krefst þess að verkalýðsfé- lögin hér láti fara frá sér yfirlýs- ingu þar sem þau segja skoðun sína á því að danskar stúlkur í stórmörkuðum þar í landi séu með þetta frá 135 þúsund krón- um á mánuði. Hér erum við að reyna að semja um 70 þúsund krónur - á tveimur eða þremur árrnn! Eru ráðamenn í stéttarfé- lögunmn heilbrigðh á geði að vera að ræða um þessa forsmán? Ég krefst umræðu um þetta án tafar og einnig umræðu um hvers vegna tekjuskattinn má ekki lækka verulega. Hér sýður upp úr komist þetta ekki upp á boröið shax. Tvö númer á öll- um bílum Ámi Valur hringdi: Ég er mjög ósammála Erni í lesendabréfi í DV sl. mánudag en hann sagði það nægja að hafa eitt númer á bifreiðum hér á landi. Ég tel að tvö númer eigi að vera á öllum bílum hér. í fyrsta lagi er þaö lögbrot að hafa ekki tvö númer á bílum, og það verð- ur ekki afnumið nema með laga- breytingu. Annað kemur til. Það geta verið þær aðstæður að menn nái eingöngu að sjá fram- númer bíls sem t.d. stingur af há slysstað og oft eru aftumúmerin lítt sjáanleg vegna óhreininda. Bílnúmer eru því nauðsynleg bæði að framan og aftan. Gróska er and- vana fædd M.G.H. skrifar: Allt bendir nú til þess að Gróska, þessi vinstri nýbóla sem enn einu sinni birtist hér undir nýju nafni, myndi ekki breyta af- stöðu kjósenda þótt kosiö væri nú. Og áreiðanlega enn síður því lengra sem líður. Ég húi því ekki að A-flokkamir hafi nokkra burði til að sameinast. Því efth því sem annar þeirra eflist er fomsta hans lítt líkleg til að vilja ræða samvinnu eöa sameiningu. Litlu flokksbrotin Kvennalisti og Þjóðvaki era nú varla á kortinu, og einhver „gróska" því andvana fædd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.