Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 4L * L J A Kolkrabbinn að ákveða hveriir mennta sig? „Þaö er Kolkrabbinn í þessu þjóðfélagi sem á að fara að ákveða hverjir það eru sem eiga að mennta sig. Hér er verið að kveða upp dauðadóm yfír mörgu ung- menni í þessu landi hvað mennt- un snertir." Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hjá Stúdentaráði um breytingar á lögum um Lánasjóðinn, í Alþýðu- blaðinu. Skeyti en ekki rök „Því miður hefur veiðigjalds- málið verið eitt þeirra mála þar sem meira er skipst á skeytum en rökum." Dr. Þorkell Helgason ráðuneytis- stjóri, í Degi-Timanum. Ummæli Hrikalega mjúkur „Einhverjir hafa orðið skelkað- ir við að sjá þetta, hefur fundist maðurinn orðinn allhrikalega mjúkur.“ Þorlákur Kristinsson (Tolli) myndlistarmaður, sem nú málar blómamyndir, í Degi-Tímanum. íslenska sjónvarpið „Sjónvarpið íslenska minnir á foreldri sem gefur baminu sínu einn poka af karamellum á dag, i trausti þess að næringuna fengi það annars staðar frá.“ Pétur Gunnarsson rithöfundur, í DV. Komið körlum til góða „Tonn á móti tonni veiðar hafa komið mörgum karlinum tO góða.“ Arthur Bogason, form. Landssam- bands smábátaeigenda, í Degi- Tímanum. Gosbrunnar eru mjög misstórir og er mikill munur á krafti vatnsins. Hæsta gosið í gosbrunni Sá gosbmnnur í heiminum sem dregur hæst veitir vatni sínu yfir Fountain Hills, eða Brannhöfða í Arizona í Bandaríkjunum. Gos- brannur þessi kostaði eina og hálfa milljón dollara. Þegar þrjár 600 hestafla dælur brunnsins ganga á fullu er þrýstingurinn sem svarar 26,3 kg/cm2 og vatns- hraðinn í stútnum 75 km/klst. Þegar þessi kraftur er þeytast 26.500 lítrar vatns á mínútu 170 Blessuð veröldin metra í loft upp og vegur vatns- súlan rúm átta tonn. Lengsti hafnargarðurinn Lengsti hafnargarður í heimi er Quai Hermann du Pasquier í Le Havre í Frakklandi, rúmlega 1500 metrar. Þar sem garðurinn er hluti af lokuðu hólfi stendur sjór- inn alltaf jafnhátt upp með hon- um, með 10 metra dýpi til hvorrar handar. Stærstu öskuhaugamir Reclamation Plant no. 1 í Fresh Kills á Staten Island í New York er heimsins stærsta sorpfyllingar- stöð. Fyrstu fjóra mánuðina sem stöðin starfaði árið 1974 tók hún við 457 þúsund tonnrnn af sorpi úr New York-borg. Kólnandi veður Á Grænlands- sundi er 977 mb lægð sem grynn- ist en yfir Norð- ursjó er 1040 mb hæð. Heldur vax- andi 1000 mb lægð langt suðsuðvest- ur í hafi hreyfist allhratt norðnorð- austur og fer hún yfir landið aust- anvert í dag. í dag verður suðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu um landið austanvert en vestan til verð- ur suðvestlæg átt með éljum. Síð- degis verður ákveðnari vestan- og suðvestanátt og kólnandi veður. Jafnframt styttir upp suðaustan- og austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestanátt, kaldi eða stinnings- kaldi og él. Hiti verður yfir frost- marki. Sólarlag í Reykjavík: 19.14 Sólarupprás á morgun: 8.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.34 Árdegisflóð á morgun: 7.56 Veðrið í dag Veörið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami Paris Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg rigning 8 rigning 7 skúr á síð. kls. 7 alskýjaö 7 rigning 4 rigning 6 alskýjaö 5 rigning 5 þokumóöa 8 rigning 3 þokumóða 10 léttskýjaö 10 hálfskýjaö 9 alskýjaö 7 þokumóöa 11 heiöskýrt 19 alskýjað 1 léttskýjaö 12 léttskýjaö 9 alskýjaö 11 alskýjað 12 léttskýjaö 12 léttskýjaö 18 léttskýjaö 19 léttskýjaö 15 heiöskýrt 19 alskýjað 4 léttskýjað 16 á síó. kls. -23 heiðskýrt 10 heiöskýrt -13 Hulda Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar: Suðurnesjamenn eru alls ekki hættir að lesa bækur DV, Suðurnesjum: „Bókasöfn úti i heimi taka yfir- leitt mikinn þátt i alls konar tóm- stundastarfi og í endur- og sjálfs- menntun almennra lánþega. Þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum upp á námskeið í ritun. Það er ekki annað hægt að segja en að það sé full þörf á svona námskeiði. Undir- tektir eru það góðar að við munum örugglega reyna að halda áfram og bjóða árlega einhver ný námskeið í tómstundum fólks. Við fengum hugmyndina í bandarísku bóka- safnstímariti. Við ætlum aö ná til fólks sem er að bauka heima hjá sér við skrif eða eitthvað sem er tengt tómstundum þess,“ segir Hulda Þorkelsdóttir, forstöðumað- ur Bókasafns Reykjanesbæjar. Hulda segir að aðaláherslan á þessu námskeiði sé lögð á skapandi skrif, að aðstoða fólk við að yrkja ljóð, smásögur, leikþætti og svo framvegis. „Þetta er i raun ein- staklingskennsla og getur kennar- inn sinnt hverjum og einum mjög mikið. Það er í raun hver og einn þátttakandi sem ræður svolítið ferðinni. Við erum með mjög góðan kennara, Guðbjörgu Aðalbergsdótt- Hulda Þorkelsdóttir Maður dagsins ur, sem er íslenskukennari i Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Við teljum okkur ekki vera í samkeppni við skólana, þessi námskeið okkar gefa engin réttindi." Hulda er menntaður bókasafns- fræðingur frá Háskóla íslands og útskrifaðist 1973. Hún vann fyrst á Bókasafhi Keflavíkur og síöan 110 ár á Bókasafni Myllubakkaskóla og önnur 10 ár á Bókasafni Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hulda hefur ver- ið forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar frá júní 1992. Mér líkar starfið mjög vel, þaö er mjög krefjandi og gefandi. Aukning á fjölbreytni þjónustunnar eykst alltaf og við bjóðum upp á aðgang að tölvum og Interneti. Útlánin hafa aukist og eru í dag 10 eintök á hvern íbúa Reykjanesbæjar sem þykir mjög gott. Þetta segir okkur að Suðumesjamenn eru ekki hætt- ir að lesa bækur þrátt fyrir að margir hafi áhyggjur af minnkandi bókalestri bæði á íslandi og úti í hinum stóra heimi. Ástæðan er meira úrval af alls konar afþrey- ingarefni fyrir fólk til að verja tóm- stundum sínum.“ Hulda á sér nokkur áhugamál fyrir utan lestur bóka. „Ég hef mik- inn áhuga á hestamennsku, íþrótt- um og fyrst og fremst sem áhorf- andi. Þá hef ég áhuga á skólamál- um en ég er í skólanefnd Reykja- nesbæjar. Einnig hef ég áhuga á kvikmyndum.“ Eiginmaður Huldu er Hörður Ragnarsson og eiga þau tvo drengi sem hafa náð langt í körfúknatt- leik, Brynjar 26 ára og Hjört 24 ára. -ÆMK Myndgátan Nábítur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnoröi. Átta liða úrslitin í körfunni Það var mikið um að vera í íþróttum um helgina og margir spennandi leikir í knattíþrótt- um. Nú er lokið deildákeppninni í körfubolta og átta efstu liðin í Úrvalsdeildinni farin að leika í átta liða úrslitum. í gærkvöld voru tveir leikir og í kvöld verða aðrir tveir. í Keflavík tekur efsta lið deildarinnar, Keflavík, á móti ÍR, sem var í áttunda sæti og sjálfsagt eru margir þeirra skoð- unar að þama verði um að ræöa íþróttir leik kattarins að músinni, enda Keflvíkingar með feykisterkt lið og skemmst að minnast að þeir skoruðu 149 stig í síðasta leik sínum. Það verður sjálfsagt ekki fyrr en í leiknum á heimavelli ÍR-inga sem þeir eiga einhverja möguleika á sigri. Hinn leikur- inn fer fram í Hafnarfirði, Hauk- ar leika gegn Njarðvík og þar verður örugglega barist fram á síðustu stundu, enda liðin nokk- uð áþekk að styrkleika. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Kvennalandslið okkar í fót- bolta er á faraldsfæti um þessar mundir og leikur í dag landsleik gegn Dönum í Danmörku. Bridge Það er ekki oft í sveitakeppni sem slemma stendur á annan vænginn og doblað game á hinn vænginn í sama spilinu. Það gerðist þó í' sveitakeppni í Danmörku á dög- unum. Sagnir gengu þannig á öðra borðanna, norður gjafari og AV á hættu: 4 Á73 M qq 4 Á10763 4 973 * D64 4» Á1065 ♦ KD9 4 Á65 4 KG109852 V K84 4 854 * — Norður Austur Suður Vestur pass 1 * 4 4 dobl p/h Austur ákvað að opna á einu laufi í krafti skiptingarinnar, þrátt fyrir að eitthvað vantaði á punktastyrk- leikann og suður stökk eðlilega í 4 spaða. Vestur sleikti út um með öll þess spil og sá fjögurra stafa tölu í hillingum. Hann hóf vömina á því að spila út tíguldrottningu, sagnhafi drap á ás og spilaði hjarta á kóng- inn. Vestur drap á ásinn og lagði niður tígulkóng og þar með var æv- intýrið búið. Sagnhafi var ekki í vandræðum með að finna spaða- drottninguna og fékk 10 slagi, 8 á tromp og 2 á tígul. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: Norður Austur Suöur Vestur pass pass 4 4 dobl pass 5 * pass pass 5 4 6 4 p/h Heldur ólík þróun miðað við það sem sást á hinu borðinu. Það var eðlilega lán fyrir AV að hjartakóng- ur skyldi liggja fyrir svíningu og eini gjafaslagurinn var á tígulásinn. Þessi stóra sveifia, 1370 + 590 var upp á 18 impa. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.