Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Sandkorn Fréttir Lokað vegna jarðarfarar Fyrirtæki sýna stundum látnum starfsmönmun viröingu meö því aö loka fyrirtæk- inu meðan á jarðarfór hins látna stendur. Þetta er fall- egur siöur sem I ■ ber að hafa í Æ heiöri. Hvort I hann er sérís- I lenskur skal I ósagt látiö. Þó I er hæpiö aö I þetta tiðkist úti í hinum stóra heimi hjá milljónaþjóðunum. En auglýsing um lokun fyrirtækja vegna jarðar- farar getur litiö broslega út eftir því hvaöa fyrirtæki á í hlut. Þaö geröist á dögunum að starfsmaöur Kirkju- garöa Reykjavíkur féll frá. Þegar hann var jarðaður birtist svohljóö- andi auglýsing: „Lokað vegna jarð- arfarar. Kirkjugaröar Reykjavíkur!“ Adam og Eva Um fátt er nú meira rætt um heim allan en fréttimar af klónun kindar í Skotlandi og því að hægt sé aö klóna fólk. Þykir flestum tilhugsunin óhugnanleg. Samstarfskona Sandkornsrit- ara sagði að fólk ætti ekki að láta sér bregða vegna þessa og því siður aö hrylla viö tilhugsuninni um að fólk veröi klónað. Hún benti nefnilega á að samkvæmt frásögn Gamla testamentisins væru konur klónaðar. Þar segir að eftir aö Drottinn hafði skapað Adam hafi hann tekið rifbein úr síðu hans og búið Evu tO úr því. Þetta sé í raun ekkert annað en klónun og því sé hún jafngömul mannkyninu í aug- um þeirra sem trúa á sköpunarsög- una. Límmiðarnir í bókinni Þeim varð aldeilis á í messunni eru nokkrar sögur af séra Svavari Jóns- syni, presti á Akureyri. Ein sagan segir frá því að Jón, faöir séra Svavars, vann á sinum tima í Akureyrar-ap- óteki. Kom Svavar þar stundum við, sennilega til að betla smá- aura eða hinn margfræga apótekaralakkris. Á tíu ára afmælisdaginn sinn birtist Svavar í apótekinu ásamt nokkrum félögum sínum og fékk strákur að skoða sig um fyrir innan afgreiðslu- borðið í tilefni dagsins. Þar gerðist hann fremur fmgralangur og stakk í vasa sinn nokkrum áprentuðum límmiðum svo að lítið bar á. Þegar heimsókn Svavars í apótekið lauk arkaði hann með félögum inn í Kjörbúð Bjama og límdi einn miða á hvem pylsupakka sem hann sá. Það var ekki fyrr en seinna um dag- inn sem starfsmenn verslunarinnar áttuðu sig á því hvers vegna enginn pylsupakki hafði selst. Á miðunum, sem Svavar límdi á pylsupakkana, stóð: „Stingist í endaþarm." Hafði hann komist yfir límmiða sem ætl- aðir vom fyrir endaþarmsstíla. Orðin ríma aldrei saman í héraðsfréttablaðinu Austra eru stundum góðir vísnaþættir. í ein- um slíkum á dögunum er sagt frá því þegar Óttar Einarsson skólastjóri hugðist kasta fram vísu en átti i ein- hverju basli um stund. Þó er ljóst að andinn var nær en hann hugði því honum hraut af munni. Við að eiga vart er gaman vinur minn. Orðin ríma aldrei saman andskotinn. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Dagsbrún og Framsókn: Verkfall hafnar- verkamanna hefst í dag - verkfall bensínafgreiðslufólks á sunnudag í dag, miðvikudaginn 12. mars, hefst boðað verkfall hafharverka- manna í Verkamannafélaginu Dags- brún og Verkakvennafélaginu Framsókn. Þar með lokast sú lífæð sem Reykjavíkurhöfn er. Ekkert skip verður fermt eða affermt með- an á verkfallinu stendur. Ekki verð- ur heldur um neina vöruafgreiðslu að ræða hjá skipafélögunum Eim- skip og Samskip. Takist samningar ekki fyrir næstu helgi hefst verkfall bensínaf- greiðslufólks í Dagsbrún. Svæði Dagsbrúnar í þessu tilfelli nær frá og með Kópavogi, Reykjavík, Sel- tjamarnesi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós að Hvalíjarðarbotni. í aust- urátt nær svæðið upp undir Litlu kaffistofuna. Hreppamörk Árnes- sýslu og Gullbringusýslu era um það bil 2 kílómetrum fyrir neðan Litlu kaffistofúna í átt að Reykjavík. Meðan birgðir endast geta menn Kj arasamningar: BSRB vísar deilunni til sáttasemjara Aðildarfélög BSRB hafa ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Þessi ákvörðun var tekin á sameiginlegum fundi stjómar BSRB og formanna aðildar- félaganna. Enn hefur ekki náðst samkomu- lag í tengslum við aðkomuna að kjarasamningunum en þar er deilt um vald stjórnenda ríkisfyrirtækja til að ákveða laun einstakra starfs- manna. Aðildarfélögin segja að það sé forsenda þess að viðræður viö samninganefnd ríkisins geti hafist að samkomulag verði um þetta mál. -S.dór Keflavíkurflugvöllur: Rússnesk flutningavél hætt komin DV, Suðurnesjum: Ekki munaði miklu að Hla færi þegar rússnesk flutningavél af gerðinni IL-76 fékk sviptivind á sig - líklega sterkan hliðarvind - þeg- ar hún reyndi lendingu á Keflavík- urflugvelli á sunnudagsmorgun, 9. mars. Flugmaðurinn missti nær stjóm á flugvélinni, sem rann út í brautarjaðarinn, en náði á ótrúleg- an hátt að rífa vélina upp og ná hæð á ný. Vélin lenti skömmu síð- ar á annarri flugbraut. Að sögn sjónarvotta leit þetta um tíma mjög illa út og menn bjuggust við hinu versta. Fór bet- ur en á horfðist. Menn frá loft- ferðaeftirlitinu skoðuðu vélina og reyndist hún óskemmd. Flugbraut- in var eins og að sumarlagi og bremsuskilyrði góð. Hins vegar voru 6-7 vindstig og suðvestan éljagangur. Um borð var 12 manna áhöfh. Flugvélin var á leið til Bandaríkj- anna á vegum rússneskra stjórn- valda en millilenti hér. Ferðin var farin til að sækja hjálpargögn sem bandarísk yfirvöld láta Rússum í té vegna Tsjernobyl-slyssins. -ÆMK afgreitt sig með bensin á sjálfsölum bensínstöðvanna. Ekki verður bætt á tankana þegar þeir tæmast meðan á verkfalli bensínafgreiðslufólks stendur. -S.dór afwm ■heimilistæki standa undir nafni! BR ÆÐURNIR VISA EURO og VISA raðgreiöslur Lágmúla 8 • Sími 533 2800 -fetiframar Umboðsmenn: Reykjavík: Hagkaup. Byggt & Búiö, Kringlunni.Magasín. BYKO. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði.Versun Einars Stefánssonar, Búðardal. Heimahornið, Stykkishólmi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Noröurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauöárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson.Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Höfn. Suöurland: Mosf’ell, Hellu. Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.