Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEiNSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tónninn er sleginn Ef nýgerðir kjarasamningar flæða meira eða minna um allt þjóðfélagið, hefur almenningur loksins fengið að taka þátt í góðærinu. Með samningunum er búið að bylta lægstu launum í þjóðfélaginu og efna til umtalsverðrar aukningar á almennum kaupmætti á næstu árum. Ríkisstjómin hefur fyrir sitt leyti ákveðið að liðka fyr- ir samningum, einkum með því að lækka álagningarpró- sentu tekjuskatts á samningstímanum úr tæplega 42% í tæplega 38%, hækka skattleysismörk ahnennings og hækka álag á raunverulegar hátekjur úr 5% í 7%. Ríkissjóður mun fá sumt af tekjuskattslækkuninni til baka í formi virðisaukaskatts af aukinni útgjaldagetu al- mennings. Það, sem á vantar til að halda hallalausum rekstri ríkisbúskaparins, verða stjómvöld að spara með því að draga saman seglin á ýmsum sviðum. Mikilvægast af öllu þessu er, að samningarnir og stjómvaldsaðgerðimar eiga ekki að þurfa að leiða til verðbólgu. Vinnuveitendur og ríkisstjóm hafa raunar með undiirskriftum og yfirlýsingum tekið ábyrgð á því, að festa haldizt áfram í þjóðfélaginu næstu árin. Erfiðasti þátturinn verður vafalaust viðskiptajöfhuð- ur þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Með aukinni kaup- getu almennings má búast við, að ásókn aukist í innflutt- ar vörur og þjónustu. Við þessu verður að bregðast, einkum með auknum útflutningi á vörum og þjónustu. Ferlið hefur verið markað í kjarasamningunum. Tvö stéttarsambönd og eitt stórt félag hafa samið til þriggja ára um miklar hækkanir lágmarkslauna og 12-14% al- menna kauphækkun í þremur áföngum, sem á að fela í sér 8-10% aukningu kaupmáttar á samningstímanum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur braut ísinn með tímamótasamningi við Félag íslenzkra stórkaupmanna. Nú hefur það samið við Vinnuveitendasambandið á sömu nótum. Og í hópinn hafa bætzt Rafiðnaðarsambandið og Landssamband iðnverkafólks, fjölmenn samtök. Þótt forustumenn ýmissa annarra stéttarfélaga segist vera ósáttir við þessa samninga, er ljóst, að tónninn hef- ur verið sleginn og aðrir munu fylgja á eftir. Dagsbrún í Reykjavík og nokkur félög í Verkamannasambandinu munu verða tregust, en eiga fárra kosta völ. Búast má við, að áhugi Dagsbrúnarmanna á langvinn- um verkföllum minnki, þegar þeir átta sig á, hversu lít- Hs virði það er, sem forustumenn þeirra leggja mesta áherzlu á, í samanburði við það, sem þegar hefur náðst. Helzt eru það rauðu kaupmáttarstrikin, sem enn vantar. Kjarasamningamir og stjórnaryfirlýsingin fela í sér svo einfold og auðskHin atriði, að erfitt verður að halda löngum dampi á verkfóUum út á andstöðu við aukið svigrúm á dagvinnuthna og önnur hliðstæð atriði, sem blikna í samanburði við sjálfan kaupmáttinn. Þjóðfélagið verður mun réttlátara, þegar lágmarkslaun lyftast upp í 65.000-70.000 krónur hjá hinum allra lægst launuðu og lágmarkslaun sumra stétta lyftast aUa leið í 95.000-100.000 krónur. Þessi mikla lyfting lægstu launa er siðferðHegur hornsteinn nýju kjarasamninganna. Sumir forustumenn i Alþýðusambandinu eru dálítið móðgaðir út af því, að einstök stéttarfélög og eitt lands- samband hafa tekið frumkvæðið úr höndum þeirra. Samt er við því að búast, að þeir sjái ljósið og fylgi í humátt á eftir því. Flestum samningum mun því ljúka fljótt. Niðurstaðan er ekki sjónhverfing, þar sem aUir eru fyrst og fremst að gabba sjálfa sig. MálsaðHar hafa leyst hnútinn að þessu sinni. Það er minnisstætt afrek. Jónas Kristjánsson fetrr" ■—j—:—j ‘-j-j -~r ; j ——- ; 766 Raforkusala Landsvirkjunar til Járnblendisins 766 millj. T milljónum króna - ' I 500; 400 600 ' Jm I Æk 500 V' 400 300 200 100 Tekjur GWst. 0 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Flest bendir til þess að landsmenn hafi þurft aö greiða með Járnblendinu á Grundartanga, segir Jóhann Rúnar. Raforkusala Landsvirkjunar: Hvar er metnaður fjölmiðla? Sorglegt hefur ver- ið að horfa upp á það hvernig stjórnmála- menn og forsvars- menn ríkisfyrirtækja hafa anað áfram í orku- og stóriðjumál- um og að því er virð- ist án mikillar fyrir- hyggju. En flest bendir til þess að landsmenn hafl þurft að greiða með Járn- blendinu á Grundar- tanga; að tilvera þess hafi verið byrði á ís- lensku efnahagslífi og íslenskum heimil- um. Útreikningar eða skoöanakönnun Þessi vitneskja fæst ekki með skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar um hvort landsmenn telji Járnblendið mikilvægan þátt í atvinnuuppbygg- ingu hér á landi eða ekki. Þessi vit- neskja getur varla verið hagfræði- legri. Hún liggur einfaldlega í þeim hagstærðum sem varða stofnkostnað og rekstur Járn- blendisins og kaup þess á raforku frá Landsvirkjun. Allar þessar stærð- ir liggja fyrir og eru einfaldar í út- reikningum. Það er í raun enginn eðlismun- ur á íslenskum og sovéskum ríkis- fyrirtækjum. Þau gera það sem þeim sýnist. Arðsemi og hag- kvæmni í framleiðslu er aukaat- riði. Öll fjárfesting og allur rekst- ur verður greiddur á endanum hvort sem það er af einokunar- verði eða skattpeningum. Metnaöur fjölmiöla En það sem veldur vonbrigðum er að ekki skuli vera fag- mannlegar að málum staðið. Að við skulum búa í umhverfi sem er svona metnaðarlaust og ónákvæmt varð- andi almannahags- muni. í einkarekstri hætta menn eigin peningum og kapp- kosta því að vanda mjög vinnubrögðin. Hér er hins vegar ver- ið að spila með al- mannafé, um framtíð- ar skattlagningu og hag komandi kyn- slóða. Hvers vegna er ekki gerð úttekt á 18 ára starfsemi Járnblendifé- lagsins og viðskiptum þess við Landsvirkjun? Hefur hún verið byrði á íslensku efnahagslífi eða ekki? Svona úttekt kostar eflaust innan við 100 þúsund krónur, því allar stærðir liggja fyrir. Hvar er metnaður íslenskra fjölmiðla sem hafa það meginhlutverk að veita meðal annars stjórnmálamönnum aðhald? Er hugsunarhátturinn ef til vill: ríkið borgar en ekki við? En hvað er ríkið annað en við? Raforkusala Landsvirkjunar í meðfylgjandi töflu má lesa ýmsar hagstærðir varðandi raf- orkusölu Landsvirkjunar til Járn- blendisins á tímabilinu 1979 til 1995. Fram koma upplýsingar um fjölda gigawattsstunda, greiðslur í US millum og tekjur af raforku- sölu hvers árs. Uppsafnaðar tekjur Landsvirkjunar af Járnblendinu eru 6 milljarður króna á þessu tímabili á verðlagi 1995, en sú fjár- hæð dugar fyrir vaxtagreiðslum af 7 milljarða virkjanafjárfestingu sé miðað við 5,5% raunvexti. Á blaðsíðu 30 i ársskýrslu Landsvirkjunar 1995 kemur fram að meðalvextir af skuldum fyrir- tækisins á árunum 1987-1995 séu 5,5% umfram verðstuðul fyrirtæk- isins. í sömu skýrslu á bls. 26 kem- ur fram að óafskrifaður stofn- kostnaður Landsvirkjunar sé um 130 milljarðar króna og á bls. 15 að heHdarraforkuframleiðsla ársins 1995 hafi verið 4.650 gígawatts- stundir. Jámblendið er að kaupa i kring- um 10% af mögulegri framleiðslu- getu Landsvirkjunar á þessu tíma- bili að meðaltali. Tíu prósent af 130 miUjörðum króna eru 13 miHj- arðar en ekki 7 miUjarður króna. Hver borgar vextina af mismunin- um? Hver borgar sjálfan stofn- kostnaðinn og hver borgar rekstr- arkostnaðinn? Verkefni fyrir metnaðarfuUa fjölmiðla. Að síðustu skora ég á Lands- virkjun, fyrirtæki landsmanna, að koma sér upp heimasíðu þar sem aUar opinbera upplýsingar um rekstur og fjárfestingu liðinna ára- tuga eru birtar. Þannig veitir hún sjálfri sér aðhald og upplýsir eig- endur sína. Jóhann Rúnar Björgvinsson Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræöingur „Það er í raun enginn eðlismun- ur á íslenskum og sovéskum rík- isfyrirtækjum. Þau gera það sem þeim sýnist. Arðsemi og hag- kvæmni í framleiðslu er aukaat- riði.u Skoðanir annarra Þjálfun, agi og skipulögð vinnubrögð „Það er hægt að draga almenna lærdóma af þyrlu- kaupunum, hve lengi þau drógust og hve vel hefur gengið eftir að LÍF kom. Við eigum ekki að gera of lifiar kröfur til okkar sjálfra. Við erum feit þjóð, rík og vel haldin. Krafan um auknar veUystingar má ekki vera svo ágeng að við vanrækjum sjálfsagðar varúðarráðstafanir, tímum ekki að búa okkur undir varnir gegn náttúruhamforum eða slysum og látum eins og allt verði aUtaf í lagi. Snjóflóðin mannskæðu sýndu að við vorum vanbúin ... Þá getum við líka dregið lærdóm af því hvað þjálfun, agi og skipulögð vinnubrögð skipta miklu.“ Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 11. mars. Samkennd hjá Dagsbrún „Þetta algera sambandsleysi við formenn annarra landssambanda er mjög slæmt. Það er lágmarkið að fara yfir þetta með þeim sem verið er í samstarfi við áður en skrifað er undir. Hingað hafa komið hátt á fjórða hundrað manns í dag og maður finnur réttláta reiði hjá fólki yfir að verið sé að reyna að bjóða því þessa hluti. Ég hef ekki áður fundið jafnalmenna samkennd innan félagsins." Halldór Björnsson, form. Dagsbrúnar, í Mbl. 11. mars. Engin fyrirgefning „Mér er minnisstætt hvað umræðan um þyrlu- kaupin var hörð. Fólk hefur verið að hringja í mig og rifja upp umræðurnar, nú eftir að DísarfeUið fórst... Rimman um þyrlukaupin var fyrst og fremst við Davíð Oddsson forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hann gaf út loforð sem hann stóð ekki við og fleira og fleira. Það er ekkert laun- ungarmál að mér var gert ómögulegt að starfa innan flokksins vegna þessa máls. Ég tók hart á honum í þessu máli og mér var ekki fyrirgefið." Ingi Björn Albertsson, fyrrv. alþm., í Alþbl. 11. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.