Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 24
56 MIÐVHOJDAGUR 12. MARS 1997 Sviðsljós Nafn á nýja Bond-mynd Nú hefur loksins veriö ákveðiö nafn á nýju kvikmyndina um James Bond, ofurnjósnara henn- ar hátignar, sem tökur hefjast á norðvestur af Lundúnum í næsta mánuöi. Tomorrow never Dies á myndin að heita, dæmigerður Bondmyndartitill. Eins og síðast verður Pierce Brosnan í hlut- verki Bonds en Jonathan Pryce leikur erkibófann. Leikstjóri verður Roger Spottiswoode. Flett ofan af gömlu leyndarmáli Kryddstúlkunnar Geri: Fimm tíma bólbylta með pólskum nektardansara Hún Geri Halliwell kann svo sannarlega að krydda ástarlífið. Hvemig má líka annað vera þar sem hún er ein af Kryddstúlkunum, umtöluðustu og vinsælustu kvenna- poppsveit sögunnar? Og kryddið hennar var íturvaxinn pólskur nektardansari með ítalskt skímar- nafn, Emilio Kosinski. Geri bauð Emilio inn á herbergi til sín en hann var varla byrjaður að rífa af sér spjarimar þegar hún var komin á evuklæðin og fór ekk- ert í launkofa með eftir hverju hún var á höttunum. Og hún fékk ná- kvæmlega það sem hún vildi, tryllta ástarleiki sem stóðu í fimm heilar klukkustundir. Aumingja Emilio var móður og másandi á eftir og vissi varla hvað hann hét. Geri finnst gaman aö sýna á sér brjóstin. „Geri var svo tryllt og kappsfull. Hún öskraði nafn mitt án afláts og svitinn bogaði af mér alla nóttina,“ segir Emilio í viðtali við æsiblaðið News of the World þegar hann rifj- ar upp ástarfundinn. „Þannig gekk þetta klukkustundum saman. Hún vildi ekki hætta.“ Emilio segir að Geri hafi fljótlega tekið stjómina í sínar hendur. Hún hafi verið svo kröfuhörð að hann hafi ekki átt annarra kosta völ. „Hún var sífellt að tönnlast á því að hún þyrfti einhvem sem gæti fullnægt henni og að ég væri hann,“ segir Emilio. Það vom ekki góð tíð- indi fyrir hinn manninn í lifi stúlk- unnar, spænska plötusnúðinn Ric- ardo Terradillos. Geri, sem nú er orðin 24 ára, hitti Ricardo þegar hún var aðeins átján ára, saklaus dansari á diskóteki í Magaluf á Mallorca. Þegar Ricardo komst á snoðir um að stúlkan hefði ekki enn glatað meydómnum var hann ekki seinn á sér að bæta úr þvi. Hann hefur siðan gortað af því við alla þá sem heyra vilja að hann hafi kennt Kryddstúlkunni að elska. Það sem elsku Ricardo vissi þó ekki var að eftir fimm klukku- stunda byltur í bólinu með honum laumaðist Geri á fund Emilios og byltist með honum í fimm tíma til viðbótar. Núna, mörgum árum síðar, legg- ur Emilio stund á nám í tannlækn- ingum og lætur sig dreyma um að hitta hina ástríðufullu Geri enn einu sinni. Belgíski tískuhönnuðurinn Dirk Bikkembergs á heiöurinn af þessum kjól sem sýndur var í París núna í vikunni þar sem veriö er að kynna næstu haust- og vetrartísku. Símamynd Reuter Matur og kö Miðvikudaginn 19. mars mun aukablað um maf og kökur fylgja DV. BlaSiS verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur matartilbúningi fyrir páskana. Meðal efnis verða uppskriftir að kökum, brauðréttum, ostaréttum og hátíöarmatseðill fyrir páskana. Sagt verður frá páskasiðum o.fl. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Guðna Geir auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5722. Umsjón efnis er í höndum Ingibjargar Oðinsdóttur, í síma 567-6993. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 14. mars. Ralph Fiennes: Elskar Francescu sem er 18 árum eldri Ralph Fiennes, aðalleikarinn í The English Patient, og leikkonan Francesca Annis, sem léku mæðg- in i Hamlet á Broadway fyrir tveimur árum, fara nú ekki leng- ur leynt með ástarsamband sitt. Ralph, sem er 34 ára, yfirgaf konuna sina, Alex Kingston, sem lék í Moll Flanders, til að geta ver- ið með Francescu sem er orðin 52 ára. Francesca yfirgaf eiginmann sinn og fóður þriggja bama sinna, ljósmyndarann Patrick Wiseman. Ralph og Francesca búa í London en eru enn ekki farin að búa saman. Sharon leikur sérfræðing Kynbomban fyrrverandi Shar- on Stone kemur til meö að leika einn af mörgum sérfræðingum sem verða uppistaðan í væntan- legum vísindatrylli sem gera á eftir sögu Michaels Crichtons, Sphere. Þar segir frá fúndi fljúg- andi furðuhlutar sem virðist hafa legið á hafsbotni í 300 ár. Dustin Hoflman og Samuel L. Jackson leika önnur stór hlut- verk. Leikkonan Frances McDormand: Tekur lífinu með ró eins og löggan Marge Kvikmyndaleikkonan Frances McDormand, sem kölluð er Fran, er Frances McDormand í hlutverki Marge Gunderson í Fargo. Simamynd Reuter sögð taka lífinu með ró álveg eins og lögreglukonan Marge Gunderson sem hún leikur í myndinni Fargo. Reynd- ar var hlutverkið skrifað fyrir hana og það gerðu eiginmaður hennar og mágur, Joel og Ethan Coen. Fran tókst svo vel upp að hún var útnefhd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. „Margir leikarar eru sér þess mjög meðvitandi hverjir þeir eru og eyða miklum tima í að láta alla vita af því. Það myndi Fran aldrei gera,“ segir Bruce Beresford um Fran en hann leikstýrði henni í Paradise Road. Fargo var ekki eina hlutverk Fran í fyrra heldur lék hún líka ruglaðan fótboltafíkil 1 myndinni Lone Star og hún var í litlum hlutverkum i Primal Fear og Palookaville. Fran segir hlut- verkið í Lone Star eitt það besta sem hún hefur fengið.' „Það skiptir ekki máli hvort hlutverkið er stórt heldur hvort það er áhugavert," segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.