Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 Sími 564 3535 Tilbot) I 12" pizza m/ 2 áleggstegundum Frí heimsending Tilbob II 16" pizza m/B áleggsteg- undum og 2 I Coke Frí heimsending Sími 564 3535 Nýbýlavegi 14 Tilbob III 18" pizza m/ 3 áleggstegundum 12" hvítauks- eba Margaritupizzu, hvítlauksolíu og 2 I Coke Kr. 1.700 Haukur Jónasson fær mjög alvarlega áminningu frá Landlæknisembættinu: Hef líklega seilst yfir á gráa svæðið - segir landlæknir sem ávísaði á lyf fyrir sjúklinga Hauks „Við höfum sent Hauki mjög alvar- lega áminningu og heilbrigðisráð- herra fær afrit af því bréfi,“ segir Ólafur Ólafsson landlæknir um af- greiðslu Landlæknisembættisins á málum Hauks Jónassonar læknis en það hefur verið til meðferðar hjá embættinu nú í nokkrar vikur. Haukur átti að fá bréfið nú í morgun. Mál Hauks komust í hámæli í byrjun febrúar þegar óformleg kvörtun barst til landlæknis þess efnis að Haukur væri að vísa hóp- um fólks af vinnustööum í rándýrar blóðprufur án þess að fullnægjandi rök bentu til þess að það væri nauð- synlegt. Það var orðað svo í viðtali við DV að ónauðsynlegar rannsókn- ir á fullfrísku fólki væri vond lækn- isfræði. Samkvæmt heimildum DV hafði Haukur Jónasson tvívegis gerst brotlegur við Tryggingastofnun og verið dæmdur fyrir. í framhaldi af því var hann settur af samningi við Tryggingastofnun. Eins og sagt hefur verið frá í DV hefur Haukur takmarkað lækna- leyfi og getur ekki ávísað á ávana- bindandi lyf og svefn- og róandi lyf. Ástæðan mun vera sú að hann hafi ávísað ómælt á þessi lyf á sínum tíma. Samkvæmt heimildum DV hafa læknar skrifað upp á lyfseðla fyrir Hauk og lánað þar með læknanúm- er sín. HP nefndi Ólaf Ólafsson landlækni í þessu sambandi í blað- inu í fyrradag. „í 20.' grein læknalaga stendur að læknir sem ekki hafi leyfi til að ávísa á tiltekin lyf megi að höfðu samráði við landlækni semja við annan lækni um að annast nauð- synlegar ávísanir slíkra lyfja. Læknir getur vitaskuld ekki lánað nafn sitt eða númer en verður að gefa lyfjaávisun í eigin nafni. Skil- yrði er að hann þekki sjúklinginn," segir landlæknir. Ólafur segir að þetta sé algerlega löglegt athæfi „en vera má að ég hafi seilst aðeins inn á gráa svæðið í þessu sambandi," segir Ólafur Ólafsson, um það að hann hafi ávísað á lyf fyrir sjúk- linga Hauks Jónassonar. -sv ILæknir sýknad- ur í fóstureyð- ingarmáli Héraðsdómur Vesturlands hefúr sýknað lækni frá Akra- nesi af ákæru þar sem honum var gefíð að sök að hafa fram- kvæmt ólögmæta fóstureyðingu á konu sem gengin var með rúmlega 14 vikur. I Dómurinn tók að verulegu í: leyti mið af persónulegum og | félagslegum aðstæöum konunn- ar sem hún gerði skýra grein I fyrir í umsókn sinni um fóstur- I eyðingu. Einnig var vísað til j þess að felagsráðgjafí, sem um j áraraðir hefúr fengist við að I meta umsóknir um föstureyð- i ingar af félagslegum ástæðum I samþykkti hana. Meðal annars samkvæmt | þessu taldi dómurinn að þess vegna yrði því ekki slegið fóstu ; að umræddur læknir hafl gerst j- brotlegur viö lög. -Ótt Hestamenn í Félagi tamningamanna ætla a& sýna flugaskeiö og glæsitölt á Reykjavíkurtjörn í dag til aö kynna sýn- ingu sem ver&ur í Reiöhöllinni í Víöidal um næstu helgi. Skemmtunin hefst klukkan 14.00. Nóg er tii af sælgæti, pyls- um og gosi fyrir börnin. DV-mynd E.ói. Verkfall bensínafgreiðslufólks boðað á morgun: Birgðir sjálfsalanna endast bara í 3-4 daga - birgðaflutningar til Suðurnesja og Árnes- og Rangárvallasýslna stöðvast Frí heimsending Hvítlauksbrauö 12" kr. 300 Hvítlauksbrauð 16" kr. 400 Franskar kr. 150 Cocktailsósa Kr. 60 Hvítlauksolía Kr. 60 2 I Coke Kr. 200 Takt'ana heim 16" pizza m/ 2 áleggstegundum Verkamannafélagið Dagsbrún hefur boðað verkfall olíu- og bensín- afgreiðslufólks frá og með miðnætti annað kvöld takist samningar ekki fyrir þann tíma. Komi til verkfalls stöðvast öll olíu- og bensínafgreiðsla og einnig útkeyrsla á þessum vör- um frá birgðastöðvum. „Sjálfsafgreiðslutankar verða opnir en það er afskaplega erfitt að segja til um hvað birgðir endast lengi á þeim. Ég myndi slá á 3 til 4 daga. En svo verður að gera ráð fyr- ir því að þeir bili og þá er ekkert hægt að gera viö meðan verkfall stendur,“ sagði Óskar Óskarsson hjá Olíufélaginu Esso í samtali við DV. Hann benti þó á að þetta gæti far- ið nokkuð eftir því hve fólk verður duglegt við að fylla á bíla sína áður en til verkfalls kemur verði af því. Óskar sagði að allur akstur á bensíni á tanka á Suðurnesjum og í Árnes- og Rangárvallasýslu fari fram frá Reykjavík og því muni sú afgreiðsla stöðvast. Aftur á móti er birgðastöð á Akranesi sem afgreitt er frá upp allan Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. Yfirráðasvæði Dagsbrúnar nær yfir Kópavog, Seltjamarnes, Reykja- vík, Mosfellsbæ, Kjalames og Kjós að Botnsá í Hvalfirði. í austurátt nær svæðið upp undir Litlu kaffi- stofuna en þ£ir ætti að vera hægt að fá bensín afgreitt meðan birgðir endast komi til verkfalls og eins í Hveragerði og á Selfossi. -S.dór Fyrrum gjaldkeri Nathans & Olsens fær 2 ára fangelsi og á að greiða 25 milljónir í skaðabætur: Sérlega styrkur og einbeittur brotavilji - hús, bíll, fellihýsi og laun dragast frá samtals 32 milljóna Qárdrætti Ceriö verösamanburö Sími 564 3535 Þuríður Sævarsdóttir, 32 ára, fyrr- um gjaldkeri Nathans & Olsens hf., sem að sögn framkvæmdastjóra naut á sinum tíma mikils trausts hjá fyr- irtækinu, var í fyrradag dæmd í 2 ára fangelsi fyrir aö hafa í starfi sínu dregið sér 32 milljónir króna frá fyr- irtækinu og hagnýtt sér og fjölskyldu sinni á fjögurra og hálfs árs tímabili. Hún var einnig dæmd til að greiða Nathan & Olsen 25 milljóna króna bótakröfu en þá hefúr eignarhlutur Þuríðar í fasteign í Kópavogi, Toyotabíl, fellihýsi og óuppgerð laun - samtals um 7 milljónir króna verið dregnar frá þeirri heildarupphæð sem hún dró sér. Þuríður viðurkenndi brot sín ský- laust. Hún hefur hins vegar ekki get- að gefið neinar viðhlítandi skýringar á fjárdrætti sínum en hann komst hæst í um 10 milijónir króna á einu ári, árið 1994. Hún viðurkenndi að hafa lifað hátt og sagði eiginmann sinn hafa verið atvinnulausan og hún hafði séð honum fyrir eyðslufé en hún gat reyndar ekki upplýst um hve mikið það var. Þuríður kvaðst alfarið hafa séð um fjármál heimilis- ins. Þuriður hóf störf hjá Nathan & 01- sen árið 1984 og var hún gjaldkeri frá árinu 1992. Fjárdrátturinn hófst þá sama ár. Samhliða gjaldkerastarfinu sinnti Þuríður starfi bókhaldara og naut að sögn framkvæmdastjóra, sem kom fyrir dóm, mikils trausts. Löggiltur endurskoðandi sagðist telja að aðferðir Þuríðar til að dylja fjárdráttinn, að verulegu leyti með færslum án gildra fylgiskjala, séu meginskýring þess að fjárdrátturinn gat orðið svo umfangsmikill og lang- vinnur og raun bar vitni. í dómi Sverris Einarssonar hér- aðsdómara segir að refsing ákærðu verði ákveðin með hliðsjón af þvi að brot hennar hafi verið sérlega stór- felld, ítrekuð og kerfisbundin auk þess að þau hafi staðiö yfir í fjögur og hálft ár. Þetta sýni fram á sérlega styrkan og einbeittan brotavilja. Þá sé um háar fjárhæðir að ræða og ákærða hafi brotið trúnað við vinnu- veitanda sinn. Að þessu virtu þótti ekki ástæða til að skilyrða neitt af refsingunni þrátt fyrir hreinan sa- karferil Þuríðar og skýlausa játn- ingu. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.