Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 DV lönd stuttar fréttir Handtökuskipun Yflrvöld í Taílandi hafa gefiö út handtökuskipun á Adnan Khashoggi, sem eitt sinn var einn af ríkustu mönnum i heimi, fyrir meint fjársvik gegn banka. í stað móður Teresu Systir Nirmala tók í gær við reglunni sem móðir Teresa stofnaði 1948. Móðir Teresa kvaðst þó ætla að halda áfram störfum I þágu fá- tækra og sjúkra. Nirmala, sem er 63 ára, fæddist mn í hindúska yfirstéttarfjöl- skyldu og læröi stjórnmálafræði. Skipta ekki um skoðun Múslímar, sem eru við völd í Tyrklandi, ætla ekki að láta af þeirri ætlun sinni að auka þátt trúarinnar í opinberu lifi þrátt fyrir kröfúr hersins um hið gagnstæða. Mótmæla atvinnuleysi Hundruð reiðra byggingar- verkamanna í Þýskalandi ruddu burt vegatálmum og köstuðu grjóti og flöskum að skúrum fyr- ir verkamenn við þinghúsið í Berlín. Voru byggingaverka- mennimir að mótmæla atvinnu- leysi í grein sinni. 86 taldir af írönsk herflugvél meö 86 menn um borð hrapaði í fjallahéraði í norðausturhluta Irans í gær. Milljón rósir Nainu Jeltsín, forsetafrú Rúss- lands, bárust yfir milljón rósir á 65 ára afmælisdegi sínum í gær. Dó af sterku kebab írani, sem skóflaði í sig fimm sterkum kebabskömmtum á ein- um af þekktustu veitingastöðun- um í Ankara i Tyrklandi, lést af völdum magablæðingar á leið á sjúki-ahús. Karólína berhöfðuð Karólína prinsessa af Mónakó, sem dulið hefur höfuð sitt I marga mán- uði með slæðum og höttum vegna hárleysis, birtist allt í einu í ráð- húsinu í Lyon í Frakklandi ber- höfðuð og stutt- hærð. Prinsessan, sem var í heimsókn hjá borgarstjóranum, var talin hafa misst hár sitt vegna taugasjúkdóms. Lausn í sjónmáli Forsætisráðherra Kína, Li Peng, sagði í gær að óvissunni vegna máls landflótta hug- myndafræðings frá N-Kóreu, sem leitaði hælis í sendiráði S- Kóreu í Peking, yrði brátt eytt. Reuter Albanskir uppreisnarmenn: Hlutabréfamarkaður: Erfitt í Evrópu Gengi hlutabréfa og skuldabréfa lækkaði á mörkuðum Evrópu á meðan dollarinn styrktist á fimmtu- dag. Lækkun varð í Wall Street upp á um 50 punkta á meðan evrópsku markaðirnir áttu í vandræðum, mest þó þýsku kauphallirnar. Lækkunin varð mest í Frankfurt þar sem gengi DAX-40 lækkaði um 1,92% en á það var bent af kaupa- héðnum að lækkunin væri vart mjög alvarleg þar sem DAX-40 hefði hækkað um 20% á tíu vikum. Lækk- un varð bæði í Tokyo og Hong Kong. Verð á sykri stendur nokkuð í stað en kaffið hækkar milli vikna, fer úr 1.597 doflurum tonnið og í 1.735 doflara. Hráolían tók einhvem skjálfta- kipp niður á við í vikunni en það stóð ekki lengi. Ástæðan mun hafa verið sú að menn vora ekki búnir að selja allt sem þeir höfðu áætlað að framleiða í mars. Reuter Skutu að þyrlum Vésturlandabúa Bandaríski herinn gerði hlé á flutningum bandarískra þegna með þyrlum frá Tirana í Albaníu í gær eftir að uppreisnarmenn skutu að tveimur þyrlum án þess þó að hæfa þær. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði skot- árásinni hafa verið svarað. Þýsk yfirvöld sendu þyrlur til að bjarga Þjóðverjum og öðrum Evrópu- búum. Uppreisnarmenn skutu að þyrlunum og særðist einn þeirra er þýskir hermenn svöruðu árásinni. Hundruð Albana flúðu til Ítalíu í gær á ryðguðum herskipum, fiski- skipum og skemmtiferðaskipum. Að minnsta kosti 16 bátar albanska sjó- hersins, sem smiðaðir voru fyrir ára- tugum af Kínverjum, sigldu í gær inn í ítalskar hafnir með liðhlaupa úr hernum og óbreytta borgara. ítalskir sjóliðsforingjar sögðu skip Albana í svo slæmu ástandi að óskiljanlegt væri hvernig þau hefðu haldist á floti. Meðal flóttamannanna var fyrrum varnarmálaráðherra Albaníu, Safet Zhulali, sem var látinn víkja er Sali Berisha Albaníuforseti samþykkti þjóðstjórn í vikunni. Sonur forsetans og dóttir flúðu til Ítalíu í fylgd iíf- varða á fimmtudaginn. Franz Vranitzky, fyrrum kanslari Austurrríkis og sáttasemjari Evr- ópusambandsins, ræddi í gær við fulltrúa uppreisnarmanna um borð í ítölsku herskipi á Adriahafi að lokn- um fundi með Bashkim Fino forsæt- isráðherra. Albanskir ráðamenn tjáðu Vranitzky að þeir gætu ekki einir stillt til friðar í landinu. Vran- itzky sagði það einnig vera skoðun sína að erlendar ríkisstjórnir yrðu að senda hermenn eða lögreglulið til Albaníu. Reuter Albanckir flóttamenn við komuna til ítölsku hafnarborgarinnar Brindisi í gær. Símamynd Reuter Clinton ætlar á fund Jeltsíns þrátt fyrir meiðsl á hné Bill Clinton Bandarikjaforseti sagði í gær að leiðtogafundi sínum og Borís Jeltsins Rússlandsforseta, sem fram á að fara í næstu viku, yrði ekki frestað þrátt fyrir hné- meiðsl sem hann hlaut aðfaranótt föstudags. Sin framan á hægra hné forsetans slitnaði er hann hrasaði i tröppum á heimili ástralska golfleikarans Gregs Normans í Flórída. Clinton var á leið í gestahíbýli á lóð Normans þegar slysið varð. Forset- inn hafði ráðgert að leika golf um helgina. í staðinn var hann fluttur á sjúkrahús í Flórída og síðan til Was- hington þar sem gera átti á honum aðgerð. Læknar greindu frá því í gær að forsetinn myndi þurfa að styðjast við hækjur í nokkrar vikur. Clinton borinn í hjólastól út í her- flugvéi. Símamynd Reuter Aðstoðarmenn Clintons eru ekki jafn vissir og hann sjálfúr um að hann geti hitt Rússlandsforseta í Helsinki í Finnlandi í næstu viku. Segja þeir það fara eftir því hvemig forsetanum líð- ur eftir skurðaðgerðina. Verði af Finnlandsferðinni og ná- ist ekki samkomulag um stækkun Atlantshafsbandalagsins í austur geta forsetamir tveir að minnsta kosti rætt um líðan sína. Það var nefhilega vegna hægs bata Jeltsíns eftir hjartaaðgerð og lungnabólgu sem ákveðið var að halda leiðtoga- fundinn í Helsinki í Finnlandi en ekki í Bandaríkjunum eins og fyrir- hugað var. Hillary Clinton hafði ráðgert að leggja upp í tveggja vikna Afríku- ferð í dag en hún kvaðst i gær ætla að sjá hversu alvarlega eiginmaður hennar væri slasaður áður en hún ákvæði hvort hún frestaði ferðinni. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 250 273,3 D J F M Reyna að bjarga físki- stofnum í Norðursjó Fulltrúar Evrópusambands- ins og sjávarútvegs- og um- hverfisráðherrar ríkja við Norð- m-sjó samþykktu í Bergen í gær ýmsar ályktan- ir til að reyna að bjarga fiski- stofnum sem eru í hættu vegna ofveiði. Emma Bon- ino, sem fer með sjávarútvegsmál hjá Evr- ópusambandinu, og Ritt Bjer- regaard, sem fer með umhverf- ismál, lýstu báðar yfir ánægju sinni með ráðstefnuna í Bergen. Fulltrúi grænfriðunga benti á að þorskstofninn í Norðursjó væri i bráðri hættu og að lítið yrði kannski eftir til að fylgjast með þegar ástandið væri ein- ungis skoðað annað hvert ár. Fleiri dauðsföll verði áfengis- sala frjáls Sænsku sérfræðingarnir í áfengismálum, Hákan Leifman og Anders Romelsjö, skrifa í kjallaragrein í Dagens Nyheter að áfengisneysla í Svíþjóð auk- ist um 16 prósent verði einka- sala rikisins á áfengi afnumin eins og Evrópusambandið fer fram á. Verði verðið á áfengi jafn lágt og það er í Danmörku og Þýskalandi getur neyslan tvöfaldast. Dauðsföllum af völdum sjúk- dóma tengdum áfengisneyslu myndi fjölga um að minnsta kosti 20 prósent, samkvæmt mati sérfræðinganna. Þeir telja jafnframt að sjálfsmorðum, morðum, misþyrmingum og banaslysum í umferðinni geti fjölgaö um 10 prósent. Myrti fyrrum eiginkonu í réttarsal Þýskur lögreglumaður skaut til bana fyrrverandi eiginkonu sína og særöi alvarlega lög- mann hennar í réttarsal í Frankfurt í gær. Hjónin fyrrver- andi greindi á um framfærslufé. Að sögn konu, er sá lögreglu- manninn leiddan úr réttarsaln- um, virtist eins og honum væri létt viö það að hafa komið í verk því sem hann ætlaði sér. Lögreglumaðurinn skaut átta skotum á konu sína fyrrverandi og lögmann hennar áður en hann gafst upp. Lebed varar við borgarastyrjöld I Rússlandi Alexander Lebed, fyrrum ör- yggismálastjóri Kremlar, hvatti í gær rússnesku stjómina til að segja af sér. Hann varaði jafii- framt við því að mótmælaaðgerð- ir, sem skipu- lagðar væru um allt land síðar í þessum mánuði, gætu leitt til sams konar stjórnleysis og er í Albaníu. Lebed lét þessi orð falla á fyrsta þingi nýs flokks síns. Samtök óháðra verkalýðsfé- laga hafa hótað sólarhringsverk- falli tfl að mótmæla því að laun hafa ekki verið greidd og stefnu stjórnvalda í félagsmálum. Lebed nýtur mikilla vinsælda í skoðanakönnunum en flokkur hans er enn lítill. Að sögn Lebeds eru flokksfélagar nú 10 þúsund en helsti stjómarand- stöðuflokkurinn, Kommúnista- flokkurinn, segir sína félaga skipta hundruðum þúsunda. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.