Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 JLlV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEiNSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslöa: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Leyndarhjúpur yfir einokun Póstur & sími er sama emokimarstofhunin og hún var, áður en henni var breytt í hlutafélag. Einkavæðing- in á þeim bæ felst eingöngu í að bæta kjör helztu yfir- manna stofnunarinnar svo langt út af kortinu, að þau eru orðin að viðkvæmasta ríkisleyndarmáli landsins. Póstur & sími mun haga sér hér eftir sem hingað til. Stofnunin mun rukka fyrir afhotagjald af síma, sem enn hefur ekki verið settur upp. Hún mun tregðast við að draga úr rofum og stytta rof á intemetsambandi milli landa. Hún getur áfram hagað sér sem henni þóknast. Stofnunin mun áfram nota einokunaraðstöðu sína til að stunda óheiðarlega samkeppni. Hún mun áfram loka símanum hjá þeim, sem skulda henni intemetþjónustu, á sama tíma og aðrir aðilar, sem bjóða intemetþjónustu, verða að rukka fyrir þjónustuna á venjulegan hátt. Breytt eignarhaldsform á Pósti & sími er þáttur í hinu islenzk-rússneska afbrigði einkavæðingar, sem almennt er kölluð einkavinavæðing hér á landi. Hún felst í að af- henda völdum aðilum einokunaraðstöðu og misnotkun- araðstöðu, sem áður var á vegum ríkisins. Dæmi um íslenzka einkavinavæðingu eru Bifreiðaeft- irlit ríkisins, Síldarverksmiðjur ríkisins og Lyfjaverzlun ríkisins, allt stofnanir, sem afhentar voru völdum einka- aðilum á undirverði. Það sama verður reynt að gera við hlutafélögin um Póst & síma og ríkisbankana. Einkavinavæðing getur falizt í að gefa forstjórum stofnanir, svo sem algengast hefur verið í Rússlandi. Hún getur falizt í að takmarka aðgang að útboði með margvíslegum hætti eða binda hann við innlenda aðila. Hún getur falizt í að taka ekki lægsta tilboði í hlutafé. Einkavinavæðingin fellur mjög vel að hagkerfi kol- krabbans. Það felst í, að atvinnurekstur er á hverju sviði í höndum eins, tveggja eða þriggja fyrirtækja, sem hafa samráð sín í milli um að haga málum á þann veg, að samkeppni verði ekki til að raska ró forstjóranna. Þannig eru tvö og hálft félag í olíuverzlun. Þannig eru tvö félög í tryggingum. Þannig er eitt og hálft félag í kaupskipaútgerð. Þannig er eitt og hálft félag í flugi. Allt eru þetta fyrirtæki, sem byggja afkomu sína á skorti á samkeppni, rétt eins og einkavæddu ríkisfyrirtækin. Langvinn fáokun gerir fyrirtækjum af þessu tagi kleift að safna digrum sjóðum, sem nota má, þegar einokunar- fyrirtæki ríkisins eru seld. Þannig myndast hringur samtengdra fyrirtækja og einstaklinga, sem lifa fremur á aðstöðu sinni en á frjálsri markaðssamkeppni. íslenzka kolkrabbakerfið kemur í veg fyrir, að við höf- um sama gagn af markaðshagkerfinu og aðrar vestræn- ar þjóðir, þar sem samkeppni fyrirtækja er mun harðari og ríkir á mun víðtækari sviðum en hér á landi. Alþjóð- leg markaðslögmál gilda því ekki hér á landi. Að grunni byggist sérstaðan á því, hvað menn láta bjóða sér á hverjum stað. íslendingar láta valta yfir sig möglunarlítið og halda tryggð við ofsækjendur sína. ís- lendingar mótmæla því ekki, þegar einkavinavæðing er stunduð undir fögru yfirskini einkavæðingar. Þess vegna kemst samgönguráðherra upp með að bregða leyndarhjúp yfir kjör helztu forstjóra Pósts & síma, rétt eins og helztu stjórnmálaflokkarnir komast upp með að bregða leyndarhjúp yfir, hvemig hagsmuna- aðilar fjármagna stjómmálaflokka í ágóðaskyni. Einkavinavæðing byggist eins og önnur séríslenzk spilling á því, að íslenzkir kjósendur hafa þær einar áhyggjur af spillingu að komast ekki í hana sjálfir. Jónas Kristjánsson Uppgjör við kalda stríðið Undanfarið hafa orðið nokkrar umræður um það í Danmörku, að sannast hafi við athugun á skjöl- um kommúnistastjömarinnar í Austur-Þýskalandi, hve óhugnan- leg áform voru uppi um árásir herja kommúnistaríkjanna á Dan- mörku. Við, sem stóðum í því á áttunda og níunda áratugnum, að rök- styðja nauðsyn vamarviðbúnaðar Vesturlanda, vorum oft sakaðir um að beita Rússagrýlunni fyrir okkur. Það er draga upp allt of dökka mynd af stefnu og raun- verulegum áformum Sovétríkj- anna og fylgiríkja þeirra. Vom það ekki sist talsmenn sósíalisma og aðrir forystumenn Alþýðu- bandalagsins, sem beittu þessum einföldunum í rökræðum. Nú er komið í ljós við rann- sóknir danskra sérfræðinga á austur-þýskum skjölum, að alls ekki var gengið of langt með varn- aðarorðum um hættuna, ef friður- inn slitnaði. Skjölin sýna svart á hvítu, að árásaráformin voru í raun háskalegri en lýst var af tals- mönnum öflugra vestrænna vama. Liggur nú ljósar fyrir en áður, hve svonefndar friðarhreyf- ingar byggðu málflutning sinn á röngum forsendum. Á sínum tíma var rætt um „nytsama sakleysingja", þegar rætt var um vestræna formælend- ur sovéskra stjómarhátta. Hug- takið á ekki síður við um þá, sem mæltu með andvaraleysi Vestur- landa í varnarmálum. Uppljóstranir Svía Leif Leifland var á sínum tíma meðal æðstu embættismanna sænska utanríkisráöuneytisins. Hann hefur nú ritað endurminn- ingar sínar. Þar segist hann með- al annars hafa fundið bandarísk skjöl, sem sýni, að haustið 1973 hafi Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lagt að íslenskum Erlend tíðindi Björn Bjarnason starfsbróður sínum, Ólafi Jóhann- essyni, að slíta ekki varnarsam- starfi við Bandaríkin. Vinstri sfjóm Ólafs (1971-1974) hafði á stefnuskrá sinni að koma varnar- liðinu úr landi og vom ráðagerðir um það komnar á nokkurn rek- spöl veturinn 1973-1974. Eðlilegt er, að þessi uppljóstrun um afskipti Palme veki nokkra at- hygli, því að hún samrýmist illa almennt neikvæðri afstöðu hans til Bandaríkjanna. Hins vegar kemur það ekki neinum á óvart, sem þekkti til öryggismála Norð- urlanda á þessum tíma, að forsæt- isráöherra Svíþjóðar vildi ekki vamarlaust ísland og valdatóma- rúm á Norður-Atlantshafi. Er þetta í góðu samræmi við það, sem talsmenn vamarsamstarfsins við Bandarikin héldu fram í um- ræöum hér á landi á þessum tíma. Hér er ekki tekin nein afstaða til þess, hvort forsætisráðherram Svíþjóðar og íslands fór eitthvað á milli um þessi mál. Öll rök hníga hins vegar að því, þótt ekki hafi verið rætt um málið í ríkisstjórn íslands eða opinberlega á þeim tíma. Hitt er víst, að Ólafur Jó- hannesson var eftir fyrstu forsæt- isráöherratíð sína ekki talsmaður vamarleysis íslands. Eftir alþing- iskosningar sumarið 1974 og stjómarmyndun Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, með Framsóknarflokknum var horfið frá öllum áformum um riftun vamarsamningsins við Bandaríkin. Engin kjarnorkuvopn Eitt af þvi, sem vekur athygli við lestur austur-þýsku hemaðar- skjalanna, er, hve fljótt ætlunin var að grípa til kjamorkuvopna, ef til átaka kæmi. Engir þóttust þó vera meira á móti kjamorku- kvopnum en opinberir talsmenn ríkisstjóma kommúnista, hvar- vetna í Evrópu. Eins og jafnan þegar rætt er um samskipti íslands og Bandaríkj- anna í öryggismálum í norrænum blöðum, er dylgjað um kjamorku- vopn á íslandi. Leif Leifland segir ekkert um, að slík vopn hafi verið eða væru hér á landi, enda er hon- um annt um virðingu sína og að frásögn hans sé ekki unnt að ve- fengja vegna órökstuddra fullyrð- inga. Mikilsvert hlutverk Gögnin um afstöðuna á tímum kalda striðisins, sem hér hafa ver- ið rædd, sýna svo ekki verður um villst hve mikilvægu hlutverki ís- land hafði að gegna í öryggismál- um Norðurlandanna og á Norður- Atlantshafi. Þau sýna einnig, að margir kusu að segja eitt opinberlega en gera annað, þegar öryggismálin vora til umræðu. Sérkennilegust var afstaða þeirra, sem vildu í verki fylgja ábyrgri stefnu í vam- armálum en þóknast í orði blekk- ingum friðarhreyfinganna. Hermenn hins sáluga Austur-Þýskalands þramma um götur Berlfnar á áttunda áratugnum íoðanir annarra ■'T" Uffe og borgaraleg ríkisstjórn „Ekki er lengur augljóst að takist að koma á lagg- irnar sterkri stjórn Venstre og ihaldsmanna undir forastu Uffes Ellemanns-Jensens, sem yrði óháð litlu miöflokkunum. Forsætisráðherraefni borgaraflokk- anna neyöist þess vegna til að leita til miðflokkanna um samvinnu. Miödemókratar og Kristilegi þjóðar- flokkurinn era alveg tilvaldir, það er ef þeim tekst að koma mönnum inn á þing. Miklu erfiðara verður að þóknast radíkölum. Marianne Jelved hefur þegar svarið jafnaðarmönnum hollustu sina út þessa öld. Hugmyndir hennar og Mogens Lykketofts fjánnála- ráðherra um efnahagsstefnu stjómarinnar fara sam- an, en radíkalar hafa áður breytt um stefnu. Úr forystugrein Jyllands-Posten 11. mars. Jeltsín hjarnar við „Ekki eru margar vikur síðan flestir sfjómmála- skýrendur vora búnir að jarða hann (Borís Jeltsín Rússlandsforseta), eða litu í það minnsta svo á að póli- tísku hlutverki hans væri lokið. Nú lítur út fyrir að það sé hann sem móti aftur stefnuna í Moskvu og að hann ætli sér að blása nýju lífi í lamaða rikisstjórn landsins og ríkiskerfið sem fer stöðugt versnandi. Hvort hann haldi það úr, bæði líkamlega og pólitískt, er svo annað mál.“ Úr forystugrein Politikcn 12. mars. Anne Enger óumdeildur leiðtogi „Sem stendur e r Anne Enger Lahnstein óumdeild- ur leiötogi Miðflokksins og sjálfstæðislínan er grand- vallarstefha flokksins. Það er því ekki búist við nein- um byltingarkenndum breytingum á landsfundi flokksins í Sandefjord um helgina, og varla nokkrum nýmælum heldur. Fyrir þingkosningarnar í haust mun Miðflokkurinn fylkja sér um kjörorðið um að maður geri ekki breytingar á sigurliði. En við nánari skoðun má koma auga á bæði hreyfíngar og andstæð- ur í flokknum, einnig fyrir kosningamar. Anne En- ger Lahnstein hefur kannski á réttu að standa þegar hún „þröngvar ekki stefhu upp á grasrótina sem hún er ekki sammála“. Úr forystugrein Aftenposten 13. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.