Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 JD"V" Dagur í lífi Jóns Arnars Magnússonar bronsverðlaunahafa á HM í París: Hefði getað migið fyrir þrjá eða fjóra „Það er sunnudagur og ég er kom- inn á fætur hálfsex. Dríf mig í morg- unmat með Gísla Sigurðssyni þjálf- ara. Lagt er á ráðin fyrir daginn. Á keppnisstaðinn er ég mættur einum og hálfum tima fyrir fyrstu grein, 60 metra grindarhlaup. Hita upp í skemmtigarði fyrir utan Bercy- höllin í mjög góðu veðri, líkt og á ís- lenskum sumardegi. Nú skyldi maður ekki detta Þegar inn í höllina er komið rifj- ast upp þegar ég hálf datt í grindar- hlaupinu í Stokkhólmi í fyrra. Hlaupið byrjar kl. 10.40 og nú skyldi maður ekki detta aftur, gera þetta eins vel og hægt er, sem og tekst. Sekúndubæting frá því í Stokk- hólmi. Grindarhlaupið tekur fljótt af og við förum beint yfir í stangar- stökkskeppnina. Hún byrjar um kl. hálftólf. Þarna finnst manni þetta að verða létt og leikandi, bara tvær greinar eftir og allt í góðum gír. Eftir að yfir 4,40 og 4,60 metra er komið er spenning- urinn orðinn svo mikill að and- lega hliðin klikkar þegar stökkva á yfir 4,70 metra. Eftir á að hyggja hefði maður þurft að skipta um stöng. Fjögurra tíma bið Þama er klukkan orðin hálftvö og við tekur fjögurra tíma bið í síðustu greinina, 1000 metra hlaupið. Svo langur tími er slæm- ur þótt hvíld geti verið kærkomin, meira svigrúm er til að hugsa ein- hverja vitleysu og stressa sig upp. Tíminn er notaður til að sofa í einn og hálfan tíma á dýnu í hvíld- arherhergi í höllinni. Þetta er draumlaus og góður svefn því ég sé fram á bætingu, bara hversu mikia. spummgm og líklega aldrei verið jafn fljótur að skila af mér. Hefði getað migið fyrir þrjá eða fjóra. Við tekur lokahóf heimsmeist- aramótsins fyrir þúsund manns á stóra hóteli skammt frá höllinni. Skipulagningin þar fer því miður úrskeiðis. Menn fá misjafnlega mikið að borða og eitt og annað klikkar! Tærnar upp í loft Þaðan er farið um kvöldið á hót- elið, aðeins kíkt á sjónvarpið og síðan gengið til náða, sofnaður um ellefuleytið. Fólk heldur að maður sé uppveðraður á lokahófi eftir svona mót en það er ekki mikið eftir af þreki í svoleiðis lagað. Best að leggjast með tærnar upp í loft. Maður steinsofnar og að baki er minn stærsti dagur á íþrótta- mannsferlinum.“ Að duga eða drepast Eftir að stangarstökkinu lýkur koma sjöþrautakappamir inn úr höllinni og ég geri mér ljóst að það er að duga eða drepast fyrir mig í lokagreininni. Hlaupið byrj- ar rúmlega fimm og tekur rosa- lega á. Sannast enn og aftur að það skiptir sköpum, keppni þeirra bestu er orðin það jöfn. Þungu fargi er létt af mér korter yfir fimm. Næst er það þjóðsöng- urinn Þeir Erki Nool og Zmelik draga mig með sér til að hlaupa sigur- hring þrátt fyrir að ég viti ekki um loka- stöðuna. Hefði svo sannarlega komið skringi- lega út hefði ég lent í fjórða sætinu! Næst er að stíga á verð- launapall og taka bronspen- ingnum. Góð tilfinning að sjá fán- ann dreginn upp í rjáfur, vantar bara þjóðsönginn en hann von- andi kemur. Eftir þetta er farið beint í lyfja- próf. Geng- ur mjög vel Jón Arnar með bronspeninginn sem hann hiaut í sjöþraut á HM í frjálsum íþróttum innanhúss í París um síðustu helgi .DV-mynd ÆMK Finnur þú fimm breytingar? 402 MuvKkim atd@ Þetta er mjög fallegt af yður en hér á fæðingardeildinni sjóðum við sjálf vatn þegar við þurfum á því að halda. Nafn: ______________________________________________________________ Heimili:----------------------------------------------------------- MtSMkldU 81 d® Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu getraun reyndust vera: Hrafnhildur Björg Þórdís Jónsdóttir Oddnýjarbraut 5 Heiðmörk 4 245 Sandgerði 810 Hveragerði Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikmn liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP-vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðranum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 402 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.