Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 JjV sérstæð sakamál Snemma beygist krókurinn Salza-dalurinn í Austurrlki er einn sá fallegasti í landinu, enda er hann að mestu ósnortinn. Þar má enn sjá emi svífa þöndum vængj- um, og bimir veiða í Salza-ánni sem fellur eftir endiiöngum daln- um. í hlíðunum stökkva fótvissar gemsur klett af kletti, og sé haldið að efstu tindum má stundum sjá steingeitur, en biðin eftir þeim get- ur orðið löng og krafist mikillar þolinmæöi. Þolinmæði og mikill áhugi á nátt- úrunni vom meðal eiginleika Wolf- gangs Ott kvikmyndatökumanns, en sérgrein hans var náttúrulífsmynd- ir. Hann var þrjátíu og átta ára er hér var komið sögu, og Salza-dalur- inn aðalvettvangur hans. Klukku- Karin Muller. stundum saman læddist hann með myndavélar um dalinn, og hann uppskar ríkulega. Myndir hans þóttu einstakar og jafnvel nálgast fullkomnun, og sumarið 1995 var frægð hans orðin mikil. Þegar aust- urríska sjónvarpið sýndi þær sátu milljónir áhorfenda við tæki sín, og erlendar sjónvarpsstöðvar keyptu þær óséðar. Nóg var að nafnið Wolf- gang Ott kæmi fram. Efnaður í byrjun þessa áratugar átti Ott allverulega fjárhæð í banka, og hafði sest að i vel búnu einbýlishúsi í Liesing, einu úthverfa Vínarborg- ar. Á neðri hæðinni var íbúð, en á þeirri efri vel búin vinnustofa þar sem hann gat unnið að klippingu og hljóðsetningu mynda sinna. Ott vann alltaf einn, og oft var hann dögum saman í Salza-dal. Þá bjó hann í hvítum húsvagni, sem hann lagði yfirleitt langt frá alfara- leið, og var ljóst að hann gerði sér far um að verða ekki fyrir ónæði. Það voru þó ekki bara fáséð dýr og fallegt umhverfið sem vöktu áihuga hans. Stúlkur voru ofarlega á lista yfir áhugamál hans. En þær fóru aldrei sjálfviljugar með honum í dalinn. Engum var ljóst hvaöa hneigðir leyndust með Ott fyrr en sumarið 1995, þegar margt fór úrskeiðis, svo að segja samtímis. Það byrjaði með því að hann kom að húsvagninum sínum eftir að hafa verið að taka myndir í nokkra tíma. Hann bjóst við að finna síðasta fómardýr sitt, hina tuttugu og þriggja ára Gerdu, bundna í honum, en svo var ekki. Henni hafði tekist að losa sig og var á bak og burt. Honum var brugðið. Sagði sögu sína Eftir því sem Ott sagði siðar hélt hann þó ró sinni. Hann sagðist hafa gert sér ljóst að konur sem væri nauðgað færu sjaldan til lögreglunn- ar, af því að þær skömmuðust sín. En kærðu þær væru frásagnir þeirra venjulega svo ruglingslegar að lítið væri á þeim að byggja. Færi hins vegar nú svo að Gerda segði skipulega frá kæmi fullyrðing á móti fullyrðingu, og hvom yrði þá trúað, henni eða honum, frægum náttúrulífskvikmyndatökumanni? Gerda fór til lögreglunnar, og frá- sögn hennar af nítján klukkustunda misþyrmingum og nauðgunum var hvorki ruglingsleg né sundurlaus. Hún skýrði nákvæmlega frá hvern- ig allt hafði gengið til, og sagði að á húsvagninum stæði skrifað „AUSTRO-TV“. Þegar Ott sneri heim úr Salza- dalnum og kom að húsi sínu við Hochstrasse 7 beið lögreglan hans. Og lögregluþjónarnir tveir sem handtóku hann virtust annaðhvort ekki þekkja þennan fræga þátta- gerðarmann eða þeim stóð alveg á sama um hvem þeir vom að færa á lögreglustöðina. Nafnið Wolfgang Ott hafði ekki nein áhrif á fram- göngu þeirra. Röð hvarfa Með aðstoð duglegs lögmanns kynni Ott að hafa getað fengið sýkn- un fyrir rétti, eða þá í versta lagi vægan dóm. En hann hafði ekki heppnina með sér. Tveim dögum eftir handtöku hans fann göngu- maður nakið konulík í Salza-daln- um. Það reyndist vera af Sonju Svec, tuttugu og þriggja ára banka- starfsmanni, sem hafði verið saknað um hríð. Líkið bar með sér að það hafði borist með ánni og skollið á klettum, en hávaðar em á kaflanum nokkru fyrir ofan þann stað sem það fannst á. Hefðu hendumar ekki verið bundnar á bak aftur og fætiuriir reyrðir saman hefði mátt halda að unga konan hefði dottið í ána, en ekki verið myrt. Lögreglan spurði Ott nú hvort hann hefði þekkt Sonju Svec. Hann neitaði að hafa þekkt til hennar eða geta gefið nokkra skýringu á örlög- um hennar. Líkskoðun leiddi í ljós aö hinni látnu hafði verið kynferðis- lega misboðið skömmu áður en hún lést, og að auki greindust á hálsin- um för sem sýndu að fléttuðu reipi hafði verið brugðið um háls hennar og hún kæfð. Ólíklegt þótti að tveir kynferðisaf- brotamenn hefðu verið á ferð í hin- um ósnortna Salza-dal með svo skömmu millibili. Var ákveðið að gera húsleit hjá Ott og kom þá í Ijós kyrkingartæki, reipi með tveimur handfóngum. Kom mynstur reipis- ins heim og saman við fórin á hálsi líksins. Þáttur kattarins Við rannsókn þessa máls sannað- ist enn einu sinni að sjaldan er ein báran stök. Á heimili Otts fannst rauðleitur persneskur köttur. Nokkru eftir hvarf Sonju Svec höföu foreldrar hennar tilkynnt að úr íbúð hennar hefði horfið allnokk- urt fé og persneskur köttur. Mynd af Sonju meö kisuna varð til þess að foreldrar Sonju voru boðaðir á lög- reglustöðina, og kom þá í ljós að um sama kött var að ræða. Er hér var komið varð Ott að við- urkenna sekt sína, og kom þá í ljós hver afstaða hans var til hug- takanna lífs og dauða. Maðurinn sem bar svo litla virðingu fyrir mannslífum var náttúruunnandi og dýravinur. Haföi hann tekið köttinn með sér af heimili Sonju til þess að koma í veg fyrir að hann yrði þar hungri og þorsta að bráð. Þegar þessi játning lá fyrir vaknaði þegar grunur um að Ott væri sekur um fleiri morð. Árin á undan höfðu nokkrar stúlkur horfið í eða við Salza-dal. Ein af þeim var Karin Múller, nítján ára. Hún var ljóshærð, og hvarf spor- laust. Vitni hafa greint frá því að nokkrum dögmn áður en hún hvarf hafi hún sést með Ott. Liggur lík hennar einhvers staðar á botni Salza-árinnar? Rann- sóknarlögreglan telur að svo geti verið, þvi hún er þeirrar skoöunar að Ott hafi myrt hana. Annar líkfundur Haustið 1995 fannst lík Helgu Vasold, þrjátíu og fjögurra ára, í Salza-ánni. Réttarlæknum hefur ekki tekist að sýna fram á að hún hafi verið myrt og henni kastað í ána, svo sá möguleiki er fyrir hendi að hún hafi framið sjálfsvíg. Það þykir þó heldur ótrúlegt, og þykir það benda til að Ott hafi átt hlut að máli að löggæslu- maður setti sekt- armiða á hús- vagn sem lagt hafði verið ólög- lega nærri þeim stað sem lík Helgu fannst á um svipað leyti og hún hvarf. Minnist maður- inn þess sérstak- lega að á vagnin- um stóð „AUSTRO-TV". Þá er þess að geta að beðið er með nokkurri eft- irvæntingu nið- urstöðu rann- sóknar á því hvort Ott kunni að tengjast nauðgun og morði á Hann- elore Fuhrmann, en lík hennar fannst nærri því svæði sem Ott lagði leið sína á. Ransóknin er hins vegar flókin, og kann aö taka nokkum tíma. Þegar fyrir lá að Ott hafði gerst sekur um nauðganir og morð var farið að kanna hvað gæti hafa vald- ið þessari afbrigðilegu hegðun hans. Var nú farið að kanna fortíð hans og kom þá ýmislegt í ljós sem heföi get- að orðið mönnum víti til vamaðar. Löng afbrotaskrá Tíu ára gamall var Ott staðinn að röð kynferðislegra árása á skóla- systur sínar. Um jólin 1971, þegar hann var 14 ára, réðst hann svo á stúlku á sama aldri og hugðist neyða hana til samræðis, en tókst það ekki. Kom hann þá fyrir dóm- ara í annað sinn, en slapp viö refs- ingu vegna „andlegs vanþroska ákærða", eins og það var orðað. For- eldrar hans komu honum þó í skóla Helda Vasold. fyrir böm með hegöunarvaldamál. En tveimm ámm síðar var Ott á ný leiddur fyrir dómara. Þá var honum gefið að sök að hafa ætlað að beita að minnsta kosti tíu stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Talið var rétt að leita umsagnar réttargeðlæknis, og komst hann, Otto Schiller, að ákveðinni niðurstöðu um Ott. „Wolfgang Ott er of veiklundaður og feiminn til að geta umgengist stúlkur á eðlilegan hátt,“ sagði Schiller læknir. „Hann getur aðeins komist í tengsl við þær með þvf að ráðast á þær og beita valdi. Árásim- ar sem hann hefur gert eiga ekkert skylt við andlegan vanþroska, held- ur afbrigðilega þróun kynhvatar.“ Dómurinn Schiller réttarlæknir sagði enn fremur: „Mín skoðun er sú að þessi afbrigðilega þróun kynhvatar (hans) muni einkenna hegðun hans þegar hann verður fullorðinn. Mér þykir því ljóst að við höfum hér mann sem fremja muni kynferðis- glæpi verði honum ekki þegar kom- ið í meðferð." Síðan bætti Schiller því við að á annan hátt yrði ekki komist hjá verri afbrotum. Af einhverjum ástæðum sá dóm- arinn ekki ástæðu til að taka mark á þessari aðvörun réttarlæknisins. Ott var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, og fylgdi dóminum kvöð um sálgæslu. Eftir að Ott fékk frelsi hlýddi hann um hríð fyrirmælum dómar- ans um sálgæslu, en hætti svo að leita eftir henni, án þess að nokkur skipti sér af því. Sú vanræksla er nú talin hafa getað kostað allmargar stúlkur lífið því fleiri stúlknahvörf í eða við Salza- dal á undanfornum árum eru óupplýst. Morðmálið kom fyrir rétt í fyrra- haust. Þar var sekt Otts metin svo að hann skyldi fá ævilangt fangelsi. Jafnframt er haldið áfram rannsókn á því hvort og þá hve mörg manns- hvörf hinn sakfelldi kunni að hafa á samviskunni. Wolfgang Ott. Sonja Svec. Kyrkingartækiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.