Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 33
JLlV LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Svartar skýrslur um ofbeldi meðal barna í Bandaríkjunum: utlond 45 n * k Á hverjum sólarhring falla sextán börn fyrir byssukúlum í Bandaríkj- unum. Tíundu hverja sekúndu er tilkynnt um misnotkun eða van- rækslu á hami í Bandaríkjunum og á hverjum sólarhring deyja þrjú börn vegna misnotkunar eða van- rækslu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Barnavemdarsjóður í Washing- ton birti nú í vikunni. Árið 1993 lét 5721 bandarískt bam lífið af völdum skotsára. Tíðni morða með skotvopnum á börnum undir 15 ára aldri í Bandaríkjunum er 12 sinnum hærri en í 25 öðrum iðnríkjum samanlagt. Tíðni morðanna er ekki bara hæst í Bandaríkjunum heldur hækkar hún geigvænlega. Eitt af fimm undir fátæktarmörkum Niðurstöður skýrslunnar sýna jafnframt að eitt af hverjum fimm bömum í Bandaríkjunum lifir und- ir opinberum fátæktarmörkum. Nær tíu milljónir bama hafa engar sjúkratryggingar. Á hverjum degi fremja sex böm sjálfsmorð. í könnun bandarískrar stofnunar, sem hefur eftirlit með sjúkdómum og forvömum, er sömu niðurstöður að finna. Þar segir að Bandaríkin séu efst á blaði yfir 26 ríkustu þjóð- ir heims þegar um er að ræða morð á bömum, sjálfsmorð barna og dauða bama tengdan skotvopnum. Sjálfsmorðtíðni 14 ára bama og yngri er tvöfalt hærri í Bandaríkj- unum en í öðrum iðnríkjum, sam- kvæmt könnun stofnunarinnar. Ofbeldisaldan bundin við Bandaríkin Niðurstöðumar sýna að ofbeldis- aldan, sem á undanfomum árum hefur náö til æ yngri bama, er nær eingöngu bundin við Bandaríkin. Þar hefur glæpum meðal unglinga fjölgað miklu hraðar en meðal full- orðinna. Margar stjómir þeirra ríkja, sem þátt tóku í könnun- inni, til- kynntu að hjá þeim væri ekki um nein morð að ræða meðal barna undir 15 ára aldri. Stofnunin gaf engar skýringar á miklu fleiri morðum meðal bama í Bandaríkj- unum. Nokkrir af- brotafræð- ingar telja að hin gífurlega aukning á of- beldi meðal ungs fólks sé meðal annars vegna aukins fjölda barna sem er eftir- litslaus eða er á annan hátt í hættu. Etienne Kmg, faraldursfræðing- urinn sem stýröi könnuninni, segir að nokkrir rannsóknaraðilar hafi gefið i skyn að hin háa tíðni dauðs- falla af völdum ofbeldis meðal bandarískra bama kunni að tengj- ast litlum fjárframlögum til félags- legrar aðstoðar í Bandaríkjunum. Aðrir telja að aukinn fjöldi útivinn- andi kvenna, há skilnaðartíðni og það hversu þjóðfélagið sættir sig við ofbeldi eigi þátt í fjölda glæpa með- al unglinga í Bandaríkjunum. Eftirlitsmenn með skotvopnum em þeirrar skoðunar að mikinn hluta vandamálanna megi rekja til þess að á bandarískum heimilum rannsóknar- stofnunar um stefnumótun í byssueign, geyma margir skotvopn sín hlaðin. Hann getur þess að al- mennt sé mik- ið ofbeldi í Bandaríkjun- um. Þegar skotvopn séu innan seiling- ar geti það haft í för með sér harmleiki sem hægt sé að af- stýra. Erfitt að breyta djúpstæð- um ástæðum Krug segir að erfitt sé að breyta djúp- stæðum ástæð- um ofbeldis í samfélaginu og nefnir í því sambandi kynþáttahatur, fá- tækt og ójöfn tækifæri. „Það er miklu auðveldara að breyta hönnun á byssu til að börn geti ekki hleypt af eða aðgangi að skammbyssum heldur en að ráðast á stærstu og erf- iöustu vandamálin í bandarísku samfélagi.“ í skýrslu Bamavemdarsjóðsins kemur fram að misnotkun eða van- ræksla á bömum hafði aukist um 25 prósent árið 1995 miðað við áriö 1990. Höfundar skýrslunnar óttast að ný lög um breytingar á velferðar- kerfinu auki fjárhagsáhyggjur fjöi- skyldna sem hafi í för með sér aukna hættu fyrir böm. Eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum iifir undir opinberum fátæktarmörk- um. Tíu milljónir bandarískra barna hafa engar sjúkratryggingar. Erlent fréttaljós á laugardegi era yfir 200 milljónir skammbyssna. Sú skoðun kemur einnig fram í skýrslu Bamavemdarsjóðsins. í skýrslu hans er bent á að 1993 hafi dauðsföll meðal bama af völdum skotvopna verið nær tvöfalt fleiri en tíu áram áður. Skotvopn er að finna á nær helm- ingi allra bandarískra heimila, af þeim er mikill fjöldi skammbyssna. Að sögn Stephens Terets, forstjóra Rannsókn stofnunarinnar, sem hefur eftirlit með sjúkdómum og forvömum, var gerð til að kanna hvort mikil aukning dauðsfalla af völdum ofbeldis í Bandaríkjunum frá 1950 væri sambærileg við það sem átt hefði sér stað annars staðar. Embættismenn könnuðu tíðni dauðsfalla bama undir 15 ára aldri meðal stærstu iðnríkjanna. Þau vora valin þar sem þau vora talin hæfust til samanburðar. Niðurstöður rannsóknarinnar vora þær að dauðsfóllum meðal bama af völdum lungnabólgu, inflú- ensu, krabbameins og annarra sjúk- dóma fækkaði frá 1950. Morð meðal bama urðu þrefalt fleiri og sjálfs- morð fjórfölduðust. Drengir í meiri hættu en stúlkur Árið 1993 létust 2872 böm 14 ára og yngri af völdum ofbeldis á þeim stöðum þar sem könnunin var gerð. í 1994 tilfellanna var um morð að ræða. Drengir vora í meiri hættu að verða myrtir en stúlkur. 1464 morð- anna, eða 73 prósent, vora framin í Bandaríkjunum. Nær 600 ung böm frömdu sjálfs- morð árið 1994, 54 prósent þeirra vora bandarísk. Fjöldi þeirra sem framdi sjálfsmorð á annan hátt en að skjóta sig var svipaður í Banda- ríkjunum og í öðram ríkjum. Auk Bandaríkjanna var könnun- in gerð í Austurríki, Ástralíu, Belg- íu, Danmörku, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Hong Kong, írlandi, ísrael, Ítalíu, Japan, Kanada, Kúveit, Nýja Sjálandi, Norður-írlandi, Noregi, Skotlandi, Singapore, Spáni, Sviss, Sviþjóð, Taívan, Wales og Þýsklandi. Byggt á Reuter og Herald Tribune Enskur landsliðsþjálfari missti son sinn úr alsæluneyslu: Pabbi, ég elska þig - sagði sonurinn og ók fram af klettabrún „Pabbi, ég elska þig, og segðu mömmu að ég elski hana líka mjög mikið,“ sagði Mich- ael Sexton, 31 árs, við föður sinn, Dave Sexton, skömmu áður en hann framdi sjálfs- morð með því að aka bíl sínum fram af Mett- um við útsýnisstað í Dover. Michael hafði tekið of stóran skammt af alsælutöflum og verið illa haldinn af þunglyndi og ímyndun- arveiki í nokkur ár. Dave Sexton ætti að vera knattspymuunn- endum kunnur því hann er fyrrum fram- kvæmdastjóri Chelsea og nú aðstoðarþjálfari U-21 landsliðs Englands í knattspymu. Hann er vitanlega þekktur í Bretlandi enda hefur þetta mál vakið miUa athygli í þarlendum fjölmiðlum og spumingar um alsæluneyslu. Michael stundaði félagsfræði og heim- speki í skóla þegar vandræðin skullu á um jólin 1991. Þá innbyrti hann sína fyrstu al- sælutöflu. Upp frá því varð hann þunglynd- ur og fékk reglulega æðisköst. Árið 1994 reyndi hann að fremja sjálfsmorð með því að háma í sig verkjalyf. Litlu munaði að til- raunin tækist og lá hann átta vikur á spítala í gjörgæslu. Falsvonir Eftir þetta flutti Michael til foreldra sinna. Vonir stóðu til að hann væri að ná sér en það reyndust falsvonir. Dag einn í lok síð- asta árs kom Dave heim að loknu keppnis- ferðalagi með liði sínu. Michael hafði þá fengið kast og farið til systur sinnar í Howe í Sussex. Dave fór þangað og þá var Micheal mjög langt niðri. Sagði hann föður sínum að hann vildi fara út í búð og kaupa sér síga- rettu og kók, aka til Dover og keyra þar fram af Mettum. Dave fékk son sig á að koma heim til Kenilworth í Warwick-skíri og ók á eftir honum þangað. „Ég leyfði honum að aka þangað sem hann vildi,“ sagði Dave við vitnaleiðslur því á leiðinni stoppuðu þeir i Dover, á útsýnis- staðnum Capel le Feme. „Ég hélt að við gætum spjallað saman um stund og haldið síðan áfram heim. Hann vildi lítið tala og þegar hann fór aftur inn í bílinn sá ég að hann var staðráðinn í að drepa sig,“ sagði Dave sem gat ekki stöðvað son sinn i að aka fram af Mettabrúninni. Vitni vora að atburðinum sem staöfestu að Michael hefði farið yfir í sinn bíl, eftir að hafa kvatt föður sinn, og gefið í fram af bíla- stæðinu. Dave Sexton á yngri árum þegar hann stjórn- aöi m.a. Chelsea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.