Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 50
62 afmæli LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 T^V Haukur Pjetursson mælingaverk- fræðingur, Sólvallagötu 22, Reykja- vík, er áttatíu ára i dag. Starfsferill Haukur fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi ffá MR 1936 og prófi í landmæl- ingaverkfræði frá Den kgl. Veter- incer og landbohojskole í Kaup- mannahöfn 1941. Haukur var verkfræðingur við mælingarstofnun O. Budts í Kaup- mannahöfn 1941-43, við Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn 1943-46 og tók þá m.a. þátt í leiðangri til Grænlands, var deildarverkfræðing- ur hjá bæjarverkfræðingi í Reykja- vík á árunum 1947-54 og 1956-61 við mælinga- og kortagerðardeild, rak sjálfstæða verkfræðistofu í Reykja- vík 1954, stofnaði, ásamt öðrum, Forverk hf. 1956, fyrirtæki sem er sérhæft í kortagerð og myndmæling- um, stofnaði ásamt öðrum Bikarbox hf. 1960 og eftir það rak hann ásamt fleirum verkfræðistofuna Forverk ehf. Haukur var prófdómari við verk- fræðideild HÍ 1951-60. Hann sat í stjórn Verkfræðingafélags íslands 1960-62, í stjórn FÍB 1960-70 og 1971-73 og var formaður Félags ráð- gjafaverkfræðinga 1969-71. Hann var gerður að heiðursfélaga FÍB árið 1978. Fjölskylda Haukur kvæntist 2.10. 1943 Jytte Lis 0strup, f. 14.5. 1917, kennara og bókhaldara. Hún er dóttir L.C. 0strup, skylmingameistara og íþróttakennara í Kaup- mannahöfn, og konu hans, Mörtu Mariu, f. Rasmussen. Börn Hauks og Jytte Lis eru Björg, f. 2.6. 1949, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavik, gift Rúnari Sigfússyni raf- magnsverkfræðingi og eiga þau þrjú böm, Einar Þorbjörn, Mörtu Margréti og Sigrúnu Birnu; Inga, f. 23.9. 1953, búsett í Reykjavík, gift Jóni E. Egilssyni sendiherra og eiga þau fjögur börn, Egil Hauk, Björn Egg- ert, Ingibjörgu Eddu og Arnór Kon- ----- ráð; Björn Óli, f. 11.5. 1961, rekstrarverkfræð- ingur í Reykjavík. Systkini Hauks eru Ragnheiður Pétursdótt- ir, f. 13.8. 1913, kennari í Reykjavík; Örn Bjart- marz Pétursson, f. 23.12. 1927, tannlæknir og pró- fessor, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Kristínu Bjartmarz og eiga þau þrjú böm, Hönnu, Helgu og Hjördísi. Foreldrar Hauks voru Pétur Leifsson, f. 6.4. 1886, d. 17.12. 1961, ljós- myndari í Reykjavík, og Steinunn Bjartmarsdóttir, f. 10.10.1883, d. 22.5. 1972, kennari. Haukur Pjetursson. Vel sótt námskeið hjá Skákskóla íslands í vetur: | Til hamingju með afmælið IB.mars 90 ára____________________ 1 Pétur Hafsteinn Björnsson, Skriðulandi, Engihliðarhreppi. 80 ára Hulda Vilhjálmsdóttir, Víkurbraut 1, Mýrdalshreppi. Guðrún Sveinbjarnardóttir, Höfðavegi 20, Vestmannaeyj- um. 75 ára Valgerður Einarsdóttir, Núpi 1, Vestur- Eyjafjalla hreppi. Adolf Bjarnason, Vesturl.br., Arnarholti, Reykjavík. 70 ára Guðný Pétursdóttir, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Bragi R. Friðriksson, Faxatúni 29, Garðabæ. Hemmi Gunn lagði stórmeistarann - Jón G. Viðarsson með AM-áfanga á skákmóti TR í vor lýkur sjöunda starfsári Skákskóla íslands, sem stofnaður var með lögum frá Alþingi í maí 1990. íslensku stórmeistararnir era fastráðnir kennarar við skólann og sinna kennslu í framhaldsdeildum, þar sem efnilegustu skákmönnum okkar er boðin ókeypis skólavist. Einnig er boðið upp á skákkennslu í almennum deildum skólans þar sem bömum allt niður í 6-7 ára ald- ur er veitt leiðsögn og þjálfun. Helgi Ólafsson, stórmeistari, var ráðinn skólastjóri Skákskólans í haust og hafa námskeið verið vel sótt af öllum aldursflokkum. Yfir 120 nemendur tóku þátt í fyrri nám- skeiðum skólans í janúar og febrúar og um 100 þátttakendur sitja þau námskeið sem nú standa yfir. Að jafnaði er kennt einu sinni í viku, sex vikur í senn. Skólinn hefur að- setur í Faxafeni 12 en í tíð Helga hefur jafnframt verið bryddað upp á farandkennslu í Kópavogi, Hafnar- firði og á Selfossi. i janúar sóttu þrjátíu efnilegir unglingar nám- skeið skólans á Akureyri, undir leiðsögn Helga og Þrastar Þórhalls- sonar. Einnig hefur Skákskólinn haft milligöngu um skákkennslu í skólunum og nú hefur skákáfangi við Menntaskólann við Hamrahlíð verið endurvakinn. Oft hefúr verið erfitt að fá eldri og reyndari skákmenn til þess að setjast á skólabekk en svo virðist sem hörðustu skákáhugamenn vilji heldur tefla sjálfir en láta messa yfir sér. Viðbrögð við auglýsingu Skákskólans í janúar um „fullorð- insfræðslu" urðu þó góð. Tólf valin- kunnir skákáhugamenn sóttu nám- skeið sem skólastjórinn stýrði sjálf- ur og féll í mjög góðan jarðveg. Kennt var á fimmtudagskvöldum, námsefnið var einkum brögð og brellur í byrjunum og var farið í saumana á eitraðum vopnum, eins og „íslenska bragðinu" og „kóngs- bragði" svo eitthvað sé nefnt. Guð- mundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands, hélt erindi eitt kvöldið um einvígið sögufræga milli Fischers og Spasskís, sem nú á 25 ára afmæli og auðvitað var boðið upp á kaffi og meðlæti meðan á fræðslunni - og skemmtuninni stóð. Meðal þátttakenda á námskeiðinu vora Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Jónas Sen, pianóleikarar, Hrafn Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri, og Hermann Gunnarsson, sjónvarps- stjarna með meira, svo einungis fá- einir séu nefndir. Þegar Helgi tefldi klukkufjöltefli við hópinn komst hann að því að þetta var harðsnúið liö. Níu lágu í valnum en Þorsteinn Gauti og Bjarni Jónatansson gerðu jafntefli við stórmeistarann. Her- mann gerði sér hins vegar lítið fyr- ir og vann Helga, eftir ævintýralega skák. Hermann hefur haft umsjón með atskákmótum í Sjónvarpinu og m.a. íslandsmótinu í atskák, þar sem Helgi Ólafsson hefur sigrað tvö síð- ustu ár. Þótt Hermann hafi oft látið gáfulegar athugasemdir falla í þess- um þáttum er ekki á allra vitorði hversu sleipur hann er sjálfur við skákborðið. Skák þeirra Helga var tefld í 19. aldar stíl, með mannsfórn- um og tilheyrandi. Stórmeistarinn beitti kóngsbragði en tefldi af full- mikilli léttúð - fórnaði tveimur létt- um mönnum fyrir óljós færi. Her- mann svaraði fullum hálsi með því að fóma drottningunni og óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu. Und- ir lokin var það svo stórmeistarinn sem lék sig í mát. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Hermann Gunnarsson Kóngsbragð. 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. Bc4 d6 5. 0-0 Bg7 6. d4 Bg4 7. g3 Bh3 Algengasti leikmátinn var 6. - h6 og treysta stöðuna. Stórmeistarinn hyggst refsa fyrir biskupsleikina tvo með dæmigerðri fórn i þessari byrjun. 8. Bxf7+ Kxf7 9. Rxg5+ Dxg5 10. Hxf4+ Rf6 11. Rc3 Kg6!? 12. Hf5 Dxf5 Svartur gat leikið 12. - Dg4, því að ef 13. Hg5+ Dxg5 14. Bxg5 Kxg5 hef- ur hann ógrynni liðs í skiptum fyr- ir dömuna - hrók og þrjá létta menn. 13. exf5+ Bxf5 14. Re2 Rbd7 15. Rf4+ Kf7 16. c3 Hae8 Betra er 16. - Rb6 og ef 17. Db3+ d5 o.s.frv. 17. Db3+ KfB 18. Bd2 Re4 19. Hfl Áfram er teflt í anda rómantísku meistaranna. 19. - Rxd2 20. Re6+ Ke7 Eftir 20. - Kg8 virðist hvítur i vanda. T.d. 21. Rxg7+ Rxb3 22. Rxe8 Bg6 23. Rxc7 Rd2 og svartur á tvo menn til góða móti peðum. 21. Ddl Rxfl Eftir 21. - Bxe6 á svartur unnið tafl. 22. Rxg7 Re3 23. Df3 HefB Betra er 23. - Kd8 og enn virðist svartur eiga vinningsstöðu. 24. Dxe3+ Kf6 25. Dh6+ Hér er betra 25. Rxf5 Kxf5 26. Df3+ Ke6 27. De4+ Kf6 28. Dxb7 en hvítur er að berjast fyrir jafntefli. 25. - Bg6 26. d5 Re5 27. Re6 He8 28. Dg7+ Kf5 29. Dxc7 Bf7 Rétt er 29. - Ke4. 30. Rg7+ Kg4 31. Dxd6! RÍ3+ 32. Kf2 Re5 33. h3+! Kg5 Ef 33. - Kxh3 34. Dh6+ og mátar. 34. Rxe8 Þetta er stílbrot. Svartur er í hvínandi vandræðum eftir 34. h4+ Kg4 35. Kg2! sem hótar 36. Db4+ og máta. Takið eftir hvað riddarinn á g7 er mikilvægur i sókninni. 34. - Hxe8 35. c4 Rd3+ 36. Kf3 Re5+ 37. Kg2 Bg6 38. b3 Rd3 39. Dd7 He5 Jafntefli var að fá með 39. - He2+ og þráskák. 40. Kfl Hvítur á betra eftir 39. Dxb7 en nú verða óvænt endalok. 40. - Hel+ 41. Kg2 Be4+ 42. Kh2 Hhl mát! Jón G. Viðarsson náði áfanga Jón Garðar Viðarsson og Þröstur Þórhallsson deildu sigrinum á al- þjóðamóti Taflfélags Reykjavíkur, báðir með 6,5 vinninga af 9 mögu- legum. Igor Rausis varð í 3. sæti með 6 v., Mikahil Ivanov og Daniel- Umsjón Jón L. Árnason sen komu næstir með 5,5 v., síðan Jón Viktor Gunnarsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Bergsteinn Einarsson, Björgvin Víglundsson og James Burden. Árangur Jóns Garðars gefur hon- um fyrsta áfanga af þremur að titli alþjóðlegs meistara. Jón hefur oft verið nærri þessu marki en fór nú létt með það - fékk hálfum vinningi meira en tilskilið var. Þess má geta að Jón leiddi öfluga skáksveit Tafflélags Hólmavíkur i deilda- keppni Skáksambandsins á dögun- um en nafn hans féll niður í skák- þætti fyrir viku. Taflfélag Hólma- víkur ávann sér rétt til keppni í fyrstu deild að ári. Næsta verkefni TR er hið vinsæla skákmót öðlinga, 40 ára og eldri, sem hefst þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19.30 í Faxafeni 12. Teflt verður á þriðjudagskvöldum, 1,5 klst. til umhugsunar á 30 leiki, síö- an 30 mín. til að Ijúka skákinni. Keppninni lýkur með hraðskákmóti öðlinga og verðlaunaafhendingu 13. maí. Rósa Þórðardóttir, Höfðavegi 5a, Húsavík. Haukur Torfason, I Aðalbraut 6, Kaldrananes- Ihreppi. Guðlaugiu- Baldursson, Vanabyggð 4a, Akureyri. Stefanía Friðbjörnsdóttir, Lónabraut 20, Vopnafjaröar- hreppi. 50 ára IRagna Basilisa Veturliðason, Lækjarási 2, Reykjavík. Ingveldur Jóna Árnadóttir, Blikahólum 6, Reykjavík. Vilberg Vilbergsson, Byggðarenda 9, Reykjavík. Þórhildur Óskarsdóttir, I Dverghamri 5, Vestmannaeyj- * um. Marteinn Sverrisson, Langatanga 2, Mosfellsbæ. Margrét Kristjánsdóttir, Hofgörðum 18, Seltjarnarnesi. | Ingibjörg Kristjánsdóttir, | Ofanleiti 23, Reykjavík. Guðmundur Pétursson, i; Hrísmóum 5, Garðabæ. 40 ára Sigurður H. Garðarson, Eskiholti 19, Garðabæ. Kristján Rafn Lange, | Dalseli 31, Reykjavík. Aðalsteinn Óskarsson, Baughóli 30, Húsavík. Arinbjörn Bemharðsson, Melbæ 37, Reykjavík. Bryndís Ottósdóttir, Úthlíð 13, Reykjavík. HaUgrímur Leifur Hauks- son, | Reykjabyggð 15, Mosfellsbæ. Jóhanna Sigríður Gylfadótt- ir, Sandabraut 17, Akranesi. Bergur Garðarsson, | Fagurhólstúni 2, Grundarfirði. Magnhildur Björg Björns- dóttir, Ytri-Víðivöllum 2, Fljótsdals- | hreppi. Jón Magnús Guðmundsson, Stekkjartröð 6, Egilsstööum. Óskar Óskarsson, Lindarholti 2, Raufarhöfn. Kristján Rudolf Larsen, Imjólkurfræð- ingur hjá M.B.F., Hrísholti 22, Selfossi. Kona hans er Ragna Giss- urardóttir Larsen. Þau taka á móti gestum í Hlíðskjálfi, félags- heimili hestamanna, frá kl. 20.30 á afmælisdaginn. ----------tw; Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar esi 550 5000 -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.