Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 60
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 Augnskaði eftir högg: Dómur skil- yrtur vegna tafa í kerf- inu Þar sem lögregla og ákæruvald drógu úr hófi fram meðferð á stór- felldu líkamsárásarmáli, þar sem ungur maður skaðaði sjón annars manns með því að brjóta gleraugu hans með hnefahöggi, ákvað Hæsti- réttur nú fyrir helgina að skilorðs- binda refsingu hans algjörlega. Til átaka kom á milli árás- armannsins, Karls Ólafssonar 23 ára, og fórnarlambsins á Café Amsterdam aðfaranótt 16. aprll árið . & 1994 - fyrir rétt tæpum þremur árum. Sannað þótti að Karl veitti manninum hnefahögg í andlit en sá var með gleraugu. Málið dróst síðan í meðfórum hjá lögreglu og ákæruvaldi og það var ekki fyrr en síðla árs 1996 sem það var sent Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar gekk dómur þann 5. nóvember - 4ra mánaða fangelsi en þrír mánuð- ir voru skilorðsbundnir í ljósi tafa í kerfínu. Sakfellt var fyrir stórfellda líkamsárás en ljóst er talið að fórn- arlambið hlýtur varanlegan augnsk- aða. Málinu var síðan áfrýjað og felldi Hæstiréttur sinn dóm á fimmtudag - 4ra mánaða fangelsi en refsingin er öll skilorðsbundin í ljósi þess að málið dróst í meðförum ákæruvalds og lögreglu í rúm tvö ár frá atburð- inum, án þess að ákærða yrði þar um kennt. -Ótt Allt boökerfi landsins datt út í hálftíma Boðkerfi Pósts og sima datt út um allt land í tæpan hálftíma í gær. Bilun kom upp í kerfinu í Reykjavík rétt fyrir hádegið en það var lagað og komst aftur í gang hálftíma síðar. Boðkerfíð er m.a. samskipta- kerfi fyrir langflestar björgunar- og hjálparsveitir á landinu aúk slökkviliðs og lögreglu víðast hvar á landinu. „Það gefur augaleið að það er mjög alvarlegt mál þegar svona gerist. Allar björgunarsveitir nota kerfið til að boða útkall og hvers eðlis það er. Þetta er neyðarsam- skiptakerfi og flýtir mjög fyrir út- köllum og aðgerðum," segir Ingvar Valdimarsson, varaformaður Landsbjargar. -RR L O K I Gömlu númerin skulu hverfa fyrir árslok 1998: 110 milljónum velt á bíleigendur Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur óskað eftir skýringum dómsmála- ráðuneytisins á 34. grein nýrrar reglugerðar um skráningu ökutækja, en samkvæmt henni eru eigendur bíla skráðra fyrir 1. janúar 1989 og bera skráningarmerki af gömlu gerð- inni, skyldaðir til að endumýja yfir í nýju númeragerðina fjTÍr 31. des- ember 1998. Þegar bíll er nýskráður kostar pa- rið af númeraplötum rúmar 3.700 krónur en við þessa endurnýjun er bíleigendum boðið að greiða rúmar 2.700 krónur. Um það bil 40 þúsund bíla er um að ræða þannig að kostn- aður eigenda gömlu bUanna verður samtals 110 milljónir króna. Þetta gjald skiptist þannig niður að ríkið fær í sinn hlut virðisaukaskatt, rúm- ar 20 milljónir króna. í hlut fram- leiðanda númeraplatnanna, fangels- isins á Litla Hrauni, koma 1.400 kr. af hverju númerasetti eða alls 56 milijónir. Mismunurinn, 34 milljón- ir, skiptist síðan á mUli hins nýja hlutafélags sem annast skráningu bifreiða og bifreiðaskoðunarfyrir- tækjanna. „Við höfúm sent ráðuneytinu er- indi með fyrirspum um lögmæti þess að leggja þessa kvöð á eigendur eldri bUa. Við bendum einnig á að það sé ekki samræmi milli þess gjalds sem bíleigendum er gert að greiða fyrir númeraplötur yflrleitt og þess kostnaðar sem ætla má að sé af framleiðslu og umsýslu bUnúm- era,“ segir Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri. Runólfur segir að reglugerðir um bUa og búnað þeirra hafi hmgað tU ekki verið afturvirkar. Þannig hafi reglugerð um hvarfakúta í bUa ekki náð til eldri bUa, heldur tU nýrra frá og með gildistöku hennar, enda gangi bttar úr sér og bílum án hvarfakúta fækkaði eftir því sem fram liðu stundir. Því sé spuming um hvort með því að skylda menn tíl að endumýja númeraplöturnar sé verið að skattleggja afmarkaðan hóp fólks. „Þeir sem endurnýja gömlu númeraplöturnar fá 1000 króna af- slátt miðað við það sem plötur kosta á nýskráðan bU. Þetta er gert tU að koma tU móts við þá. Ástæðan fyrir endurnýjuninni er sú að um helm- mgur gömlu númeranna er orðmn ilUæsUegur og ónýtur. í öðru lagi vantar á þau endurskin og í þriðja lagi er ekki pláss fyrir skoðunar- miða á þeim þannig að lögreglan get- ur ekki séð hvort bifreiðin er skoðuð eða ekki,“ segir ÞórhaUur Ólafsson, formaður Umferðarráðs og aðstoðar- maður dómsmálaráðherra. ÞórhaU- ur segir að auk þessa sjáist gömlu númerin illa í myndavélum sem komið hefur verið fyrir á ljósskipt- um gatnamótum víða um Reykjavík. „Þetta er ekkert fjárhagslegt spurs- mál, heldur umferðaröryggismál," sagði hann í samtali við DV. ÞórhaU- ur vildi lítið gera úr hinum fjárhags- lega þætti þessa máls. „Það kostar 150-200 þúsund krónur að reka bU á ári og hér er mn að ræða 2000 krón- ur sem eru öryggisatriði þannig að fyrir mann sem er að reka bU skipt- ir þetta ekki nokkru einasta máli. Þetta er eingreiðsla og ef hún er af- skrifuð á 10 árum eru þetta 200 krón- ur á ári.“ -SÁ Nokkuð er um það að fólk af höfuðborgarsvæðinu fari austur fyrir fjall og kaupi mjólk, einkum í Hverageröi. Jón Pét- ursson slökkviliðsmaður sagðist verða að ná í mjólk þar sem hann er með smábörn. Hann sagði að í veðri eins og var í gær væri þaö ekkert mál að skjótast austur fyrir fjall eftir mjólkudropanum. Með honum á myndinni er Arnar Snorri Jónsson. DV-mynd S Mj ólkurverkfallið: Ekkert um alvarleg verkfalls- brot - segir Ólafur Ólafsson „Þetta hefur allt verið rólegt í dag. Það er eitthvað um að eigendur lítilla verslana séu að fara austur fyrir fjall og kaupa mjólk en það er ekki gert í stórum stU. Við höfum líka náð samkomulagi við BÚR, inn- kaupafyrirtæki Nóatúns, 11/11 og 10/11 að sækja ekki mjólk í KÁ-búð- irnar og loforð frá KÁ um að engar stórar afgreiðslur á mjólk fari það- an,“ sagði Ólafur Ólafsson, trúnað- armaður Dagsbrúnar í Mjólkur- samsölunni. Hann sagði að þeir hefðu kannað fyrir norðan hvort verið væri að kaupa mjólk þar fyrir verslanir í Reykjavík og fengið þau svör að svo væri ekki. Ólafur taldi að nú væri orðið mjólkurlaust á höfuðborgarsvæðinu nema þá í einhverjum smáverslun- um. -S.dór Veðriö á sunnudag og mánudag: Snjókoma eða él Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir austan stinning- skalda eða allhvössu, snjókomu eða éljum og hita nálægt frost- marki á sunnanverðu landinu. Það verður austan kaldi, skýjað en úrkomulítið og frost 2-7 stig norðan ttt. Veðrið í dag er á bls. 65 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2pq_ islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Kvöld- og helgarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.