Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 idv Útlönd búar þorpsins Gorka Klasztorna í vesturhluta Póllands settu krossfestingu Krists á sviö í gær, pálmasunnudag. Porpsbúar, rúmlega 60 manns, hafa haft þennan hátt á á hverju ári frá 1984. Vilja þeir þannig heiöra minningu kaþólskra píslarvotta bæjarins. simamynd Reuter Lögreglan í Belgíu á slóð grimmdarverka: Útlimir kvenna í plastpokum Belgíska lögreglan fann um helg- ina útlimi aö minnsta kosti þriggja manna í tug ruslapoka úr plasti í bænum Cuesmes i suðurhluta Belg- íu. Er talið víst að útlimimir séu af konum. Að sögn lögreglunnar fann lög- reglumaður líkamsleifamar á laug- ardag, undir brú sem járnbrauta- lestin milli Bmssel og Parísar fer um. Fundust fætur, fótleggir, læri, framhandleggir, upphandleggir og hendur í pokumun en engin höfuð né búkar. Lögreglan einangraði strax svæðið í kringum brúna og fenginn var hundur til að þefa uppi möguleg sönnunargögn. Lögreglan stóð í gær ráðþrota frammi fyrir þessum óhugnanlega fundi. Er talið nokkuð víst að hann tengist ekki voðaverkum bamaklámhrings sem var í fréttum sl. sumar og haust vegna líka fimm bamungra stúlkna sem fundust grafin nærri heimilum barnaníð- inga.Á sama tíma og líkamsleifam- ar fundust fannst einnig höfuðkúpa af gömlum manni í vesturhluta landsins. Engin tengsl em talin vera milli fundanna. Reuter Mobutu sjúkur en aftur í sviðsljósið: Segist munu helga sig þjóðarhagsmunum Mobutu Sese Seko, hinn sjúki forsti Sair, kom fyrir almennings- sjónir í gær, í fyrsta skipti frá því hann kom heim frá Mónakó á fóstu- dag eftir krabbameinsaðgerð. Hélt hann blaðamannfund þar sem hann sagðist vera kominn til að þjóna æðri hagsmunum þjóðarinnar en ekki sínum eigin. Mobutu, sem þekktur er fyrir að hugsa fyrst og fremst um eigin hag og saíhað hefúr miklum auðæfum á kostnað svelt- andi þjóðar, virtist þreyttur en gekk um óstuddur. Borgarastyrjöld í landinu, sem staðið hefúr í fimm mánuði, var aðalumræðuefnið. Laurent Kabila, foringi uppreisnarmanna, hefur neitað að leggja niður vopn og vill ekki ræða vopnahlé. Mobutu sagðist staðráðinn í að sameina landsmenn og tryggja sjálfstæði Saír. Hann boð- aði áætlun sína varðandi framtíð landsins innan fjögurra daga. Á fundinum var Mobutu afhent bréf frá Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku. Sendimaður Mandel- as sagði að áætlun Sameinuðu þjóð- anna um vopnahlé væri aðalatriðið í viðleitni til að enda borgarastríð- ið. Þar sem uppreisnarmenn ljá ekki máls á vopnahléi hafa Bandaríkja- menn og Frakkar sent hersveitir tii landsins í þeim tiigangi að flytja landa sína þaðan ef nauðsyn krefur. Mobutu á blaöamannafundinum í gær. Símamynd Reuter Belgar hafa sent 550 hermenn inn í landið sem eiga að aðstoða tæplega 3 þúsund belgíska ríkisborgara við að fara þaðan. Belgar þvertaka fyrir að hermennimir muni skipta sér af innanríkismálum í Saír. Talsmenn belgíska utanríkisráðuneytisins eru óánægðir með hversu illar gengur að flytja landa þeirra frá Saír en þeir virðast flestir vilja vera um kyrrt þrátt fyrir ítrekaða beiðni ráðuneytisins um hið gagnstæða. Reuter 24.900 stgr. Digital útvarp meö 30 minnum 80w (2 x 20w RMS) magnari Geislaspilari meö 32 minnum Handahófsspilun á geislaspilara Tónjafnari meö bassa- og diskant stilli AÐUR KR. 29.900 w Innst. f. heyrnartól og hljóönema w Tvöfalt segulband w Fullkomin fjarstýring 50w RIVIS 29.900 stgr. mmímmm ni/iitnl nh/nrn minnnm ÁÐ U R K R . 3 4.900 •w Digital utvarp meö 30 minnum w lOOw (2 x 25w RMS) magnari yr Tvöfalt DOLBY segulband •w Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum w Innstunga fyrir heyrnartól w Tónjafnari meö popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat w og hljóönema Tímastilling og vekjari w Fullkomin fjarstýring 70w RMS 44.900 stgr. Digital útvarp meö 30 minnum AÐUR KR. 54.900 140w (2 x 35w RMS) magnari _____ Surround hljóökerfi Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum Handahófsspilun ó geislaspilara fyrir 3 diska Tónjafnari meö popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat Tvöfalt DOLBY segulband meö síspilun Innstunga fyrir heyrnartól og hljóönema Tímastilling og vekjari Fullkomin fjarstýring Heyrnartól að verðmœti kr. 3.990 fylgja sem kaupbœtir í þessum tilboðum Sjónvarpsmióstöðín S I !■’) I í iv í íj í; A, UmtioJsmenn um land allt: VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag BorgfirJinga, Borgamesí. Blómsturvellir, Hellissandi. GuJni Hallgrímsson. GmndarfirJi. VESTFIRÐIR: RafbOJ Jónasar Mrs, PatreksfirJi. Póllinn, IsafirJi. NORÐURLAND: KF Steingrfmsfjarðar. HJImavHc. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Húnvetninga, Blðnduósi. SkagfirJingabúJ. Sauðárkróki. KEA. Dalvfk. Bðkval. Akureyri. Hljómver, Akureyri. flryggi, Húsavík. UrJ, RaufartrJfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa. EgilsstJJum. KF Vopnfirjinga, VopnafirJi. KF Héraðsbúa. SeyJisfirJi. KF FáskrúJsljarJar, Fáskrújsfirji. KASK, Djúpavogi. KASK, HJfn HomafirJi. SUÐURLAND: Rafm. KR, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. flrverk, Selfossi. Radíórás. Selfossi. KF Ámesinga, Selfossi. Rás, ÞorlákshJfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Gríndavfk. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, GarJi. Rafmætti. HalnarfirJi. HUGVERKASMIÐj A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.