Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 Spurningin Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Gunnar Jóhannsson verslunar- stjóri: Evitu. Mér fannst hún mjög góð en nokkuð löng. Lilja Kjalarsdóttir nemi: Gaman- myndina First Wifes Club. Mér fannst hún góð. Maren Kjartansdóttir nemi: First Wifes Club. Mér fannst hún mjög fyndin. Daði Heimisson nemi: Grínmynd- ina House Arrest. Hún var góð. Friðgeir Steinsson nemi: Space Jam. Hún var frábær. Lúðvik Lúðvíksson nemi: Körfu- boltamyndina Space Jam. Hún var rosalega góð. Lesendur______________________ Flugleiðir, ferðaþjón- ustan og fargjöldin - réttra spurninga ekki spurt Fullkominn unaöur fylgir fríum farseölum meö Flugleiðum. Til vara: með kjörum útlendinganna. Þórður Sigurðsson skrifar: Samkeppnisstofnun samdi skýrslu og lagði til atlögu við Flug- leiðir hf. - eða svo gott sem. En Flugleiðir byrstu sig og fullyrtu að hér væri bara um drög að skýrslu að ræða sem uppfuU væri af mis- skilningi og röngum staðhæfmgum. Samkeppnisstofnun dró samstundis úr yfirlýsingunum og sagði að „skýrslan" væri ekkert endanlega frágengin. Væri í mesta lagi svona skUaboð tU Flugleiða og annarra fyrirtækja sem væru í sambærUegri stöðu. Auðvitað var skýrsla Samkeppn- isstofnunar fyUilega tímabær. Málið snýr bara aUt öðruvísi að almenn- ingi. Hann sefur furðu rótt þótt Flugleiðir eigi ferðaskrifstofu hér og þar um landið, aki farþegum sín- um til og frá flugi eða í kynnisferð- ir um landið. Það er hins vegar eitt atriði, og aðeins eitt, sem íslenskur almenningur er ósáttur við. Það eru hin gífurlega háu fargjöld Flugleiða (og hinna líka) tU og frá landinu. Vitað er að fargjöld sem íslend- ingar greiða tU að komast tU Evr- ópu, að ekki sé nú talað um Amer- íku, eru aUt of há, og íslendingar greiða niður fargjöld útlending- anna, sem borga svipað verð fyrir ferð sína frá Bandaríkjunum til Evrópu og til baka ásamt stoppi á íslandi og íslenskur farþegi greiðir fyrir eina ferð tU Evrópu. Þetta ætti Samkeppnisstofnun að taka fyrir og búa til skýrslu um. - Hitt, eignar- hald Flugleiða á einhverjum skrif- stofum eða rútubUum og færibönd- um í Keflavík, það skiptir almenn- ing sáralitlu. Og svo er það fréttaflutningurinn af málinu. Hann er sérstakur kapít- uli. Frétta- og blaðamenn sem gera þætti um málið tala við fuUtrúa Flugleiða og fimbulfamba um aUt nema fargjöldin. Hvað þá að þeir taki dæmi um mismunun Fiugleiða á íslenskum farþegum og erlendum. Enginn spyr réttu spuminganna. Halda mætti að féttamennirnir, t.d. þeir sem hafa verið að ræða við Flugleiðamenn í ljósvakamiðlunum, hræðist að ræða málið á réttu nót- unum. Eru þeir háðir Flugleiðum með frímiða, eða hvað? Það er staðreynd að forsvars- menn félagasamtaka hér, fyrirtækja og stofnana eru sífellt að væla út frí- miða eða afslátt hjá Flugleiðum af fargjöldum fyrir sig og sína. Aðal- lega þó fyrir „sig“ eingöngu. Að komast „í fríið“, að fara tU útianda er kraftbirtingarhljómur guðdóms- ins í augum margra íslendinga, og það er því engin furða þótt menn tali varlega við þá sem geta veitt þann fuUkomna unað sem fylgir frí- um farseðli eða ventiegum afslætti. - Samkeppnisstofnun veit aUt um þetta. Hún á að gera aðra fuUkomna og „frágengna" skýrslu um málið. Með eða á móti álveri Guðmundur Rafn Geirdal skrif- ar: Það hefur verið spáð og spekúler- að í hvort álver ætti að rísa á Grundartanga og sýnist sitt hverj- um. Tveir andstæðir pólar hafa myndast í umræðunni: Þeir sem vilja álver sem veiti erlent fé í ís- lenskt atvinnulíf og verki sem vítamínsprauta á athafnaliííð, auki hagvöxt og vinni vel með öðrum greinum - og þeir sem vUja ekki ál- ver þar sem það mengi mun meira en almennt er sagt frá, skaði ímynd vistvæns landbúnaðar og ferðaþjón- ustu sem dregur að sér umhveríis- verndarsinnað fólk og hina hreinu ímynd íslands. Áberandi er hvað umræðan hefur verið málefnaleg miðað við það sem oft vUl verða og einnig hvað sjónar- miðum umhverfisverndar hefur vaxið ásmegin. Meginmálið er þetta: Þótt frum- varp hafi verið lagt fram á Alþingi um álverið á Grundartanga þá er ekki búið að undirrita samninga né fjármagna framkvæmdina. Það er því uppi sama staða og með álverið á KeUisnesi sem átti alveg að vera að koma en kom svo aldrei. Þótt HoUustuvernd ríkisins hafi samþykkt tUlögu sína um starfsleyfi fyrir Norðurál hf., eins og álverið á Grundartanga á að heita, þá tóku þeir tUlit til um helmings af þeim 54 aðilum sem gerðu athugasemdir við starfsleyfið. Því er ijóst að þeir sem mótmæltu hafa haft veruleg áhrif! Enn er því tækifæri tU að ræða málið frekar og færa það í betri far- veg. Ég óttast að stóriðjustefnan færist í vöxt og dragi úr áherslum á önnur svið sem kunna að vera mik- Uvægari fyrir þjóðfélagið, t.d. and- leg rækt, heUsurækt, vistvæn rækt, nýsköpun, uppbygging smáiðnaðar og aukin tengsl skóla og atvinnulífs, sem gætu tU samans fært okkur miklu betra þjóðlíf en stóriðja gæti nokkum tímann gert. Ég hvet les- endur tU að íhuga þetta. Fræðsla fyrir stelpur yngri en 18 ára Er ekki dálítil fyrirhyggja betri en bakþankar? Sirrý Þrastard. skrifar: Ég tek heUshugar undir bréf frá B.G. í DV um of ungar mæður. Hún hefur hárrétt fyrir sér, það á að fræða stelpur undir 18 ára aldri, sem verða ófrískar, um á hverju þær eiga von. - Þetta er gert víða um heim, t.d. í Bandaríkjunum. Þessi fræðsla fer fram með ýmsu móti. Þær eru sem dæmi látnar hafa dúkkur sem pissa á sig, grenja og annað sem upp á kemur í daglegu lífi og annast þarf og leysa sem móð- ir ungra barna. Þetta er prógramm yfir eina helgi eða svo. Þetta kemur sér vel fyrir ungar stelpur og jafn- vel unga stráka líka. Til þess að barnið detti ekki ofan í brunninn verður að byrgja hann. Þess vegna á sérhver stelpa sem eitthvað er farin að hugsa um kyn- líf að fá getnaðarvörn. Hana mætti jafnvel draga af barnabótum hins opinbera frá t.d. 14 ára aldri. Þar fengist örugg vörn ókeypis. Er dálít- il fyrirhyggja í nokkra mánuði ekki betri en bakþankar alla ævi? Athugasemd frá Sambandi almennra lífeyrissjóða Hrafh Magnússon skrifar: Svar við hringingu frá Jóhann- esi til lesendasíðu DV 18. þ.m.: Flestir lífeyrissjóðir á aimenn- um vinnumarkaði miða töku eiliiífeyris annað hvort við 67 eða 70 ára aldur. Þó er hægt að hefja töku elliflífeyris hjá sum- um lífeyrissjóðum fyrr, eða frá 65 ára aidri. Sjóðfélagi getur tek- ið ákvörðun um að fresta töku ellilífeyris og hækkar þá lífeyrir- inn fyrh hvert ár sem töku hans er frestað. Hann getur einnig ákveðið að flýta töku lífeyrisins og lækkar hann þá um hvert ár sem töku hans er flýtt. Þannig koma lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði til móts við sjóð- félagann, sem óskar eftir sveigj- anlegum starfslokum. Þessar reglur um flýtingu eða frestun á töku elliflífeyris er þannig reikn- aðar, að sjóðfélaginn á hvorki að hagnast né tapa, hvort sem hann velur að taka lífeyri fyrr eða seinna. Ekki er sett sem skilyrði hjá lífeyrissjóðum á almennum vinnnumarkaði, að sjóðfélaginn hætti launuðum störfum, þegar hann hefur töku ellilífeyris. Við skulum ekki brosa Guðrún Ólafsdóttir skrifar: Við íslendingar kunnum vel við alvarlegheitin. Það gæti líka tekið sig upp gamalt bros, sem fer okkur ekki vel. Það endar alltaf í afkáralegheitum þegar við tökum til við að brosaið t.d. við mynda- tökur. Verður bara skrumskæl- ing, varnimar fara á alla kanta og niðurandlitið verður eins og und- in tuska. Brosum því ekki í bráð, góðir landar, höldum hefðar- svipnum broslausir. Breyting í Við- skiptablaðinu Bjöm Jónsson hringdi: Ég næ mér ávallt í eintak af Viðskiptablaðinu á miðvikudög- um. Þar eru oftast fróðlegar greinar og fréttir úr viðskiptalíf- inu. í síðasta eintaki sl. miðviku- dag, saknaði ég hins reglulegs leiðara blaðsins og eins skrifa Þorkels Sigurlaugssonar. Mér fannst blaðið eins og hafa tekið einhverjum breytingum, t.d. voru ekki eins margar bitastæð- ar greinar og venjulega, og fáar undirritaðar af hinum fóstu blaöamönnum blaðsins. Mest endursagnir af fundum og ráð- stefnum. Jafnvel dr. Hannes H. Gissurarson var ekki nema svip- ur hjá sjón þar sem eingöngu var endursögn á erindi sem han Qutti um hagkvæmni fiskveiði- stjórnunar. Bæklunar- vandamálið Svala Guðmundsdóttir skrifar: Á að láta staðar numið við umræðumar um bæklunar- vandamálið? Eða ætiar heil- brigðisráðherra að veita fé til þess að biðlistinn styttist eða hverfi? Tæpum 300 milljónir til að koma á annað hundrað sjúk- mn til sjálfsbjargar? Ráðherra þekkh vandamálið þar sem hann er hjúkrunarfærðingur. Nú voru til 2 milljarðar til að lækka skatta hjá hátekjufólki. Hluti af því fé myndi duga til að koma bæklunarlækningum við viðunandi horf. Mánuðirnir og vísurnar H.K.P. skrifar: Hver skyldi kunna vísumar um mánuðina gömlu (Mörsögur, Þorri, Góa, o.s.frv.? Getur ein- hver sent inn þessar vísui' til birtingar í dálkum ykkar á DV?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.