Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 15 Mannát Það er hefð fyrir því að líkja saman mat og kynlífí. Hið ýmsasta æti hefur hinar ýmsustu kynferðislegu vís- anir: ostrur fyrir þá kynglöðu, ban- anar fyrir hina táknglöðu (sjá líka hýðið af rambout- an), kirsuber fyrir meydóm og blóðug steik fyrir mann- dóm. Grænmeti hefur hinsvegar neikvæðar vísan- ir, líkt og sagt er: ’hann er algert grænmeti’, þegar viðkomandi er ekki kynferðislega æsandi. Þannig ættu grænmetisæt- ur ekki að vera sérlega kynferðis- lega lystaukandi, né sérlega kyn- ferðislega lystugar. Þetta er styrkt enn frekar með andstæðunni sem sett er upp milli kjöts og grænmet- is, þar sem það að éta rautt kjöt hefur orð fyrir að kveikja losta meðan grænmetið hefur frekar letjandi áhrif. Niðrandi samlíking Hvað varðar kjöt og kynlíf þá hefur verið bent á hvernig konur eru iðulega séðar sem vei(k)tt ’kjöt’ fyrir sterka karla að éta. Þannig éta menn konur, og það er þarna sem mannátið kemur inn. Ef konur eru ’kjöt’ sem er ’étið’ í kynmökum, þá fylgir að kynlíf fel- ur í sér mannát. Að kynlíf ER mannát. En eru það einungis karl- ar sem stunda mannát, og eru kon- ur það eina sem er étið? (Og nú hef ég um þrjár leiðir að velja. Ég get hafnað kjötáti og haldið uppi penum vömum fyrir grænmeti og fullyrt að græn- metisætur séu sexý; ég get leitt þetta út í hefðbundna kynjaum- ræðu og stillt upp mönnum gegn konum, étnum gegn þeim sem éta; og ég get hafnað þessum dónalegu samlíkingum öllum saman og hætt þessu...) Samkvæmt þessari hugsun er samlíkingin milli kynlífs og mannáts niðrandi fyr- ir konur og ein af aðferð- um karla til að halda konum undir okuðum; að vera étinn er óæðra en að éta. En þetta er náttúrulega alrangt ailt saman. Því það eru einmitt karlar sem eru kynferðislega étnir af konum, ’náttúrulega’ það er. Þannig eru það konur en ekki karlar sem stunda mann át. Og niðurstaðan er óbreytt; kynlíf er mannát. En ef matur er það sama og kynlíf, og kynlíf er það sama og mannát, er þá ekki allt át samasem mannát? (flaug mér í hug þegar ég gekk um hina þrýstnu matarsýn- ingu Þorra Hringssonar.) Órannsakanlegir vegir Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhugi hennar væru sammála um þetta. Þau hittust öll í samnefndri mynd eftir Peter Greenaway og þau stuðluðu öll að þessari samasömun milli borð- halds, kynlífs og mannáts, þar sem kokkurinn eldar elskhugann fyrir konuna sem gefur hann þjófnum að borða. Sem hann og gerir, en án þess að kunna gott að meta. Og er hann þá ekki hommi? Því að ef kynlíf er mannát hlýtur mannát líka að vera kynlíf. Vegir mannáts eru órannsakanlegir. Vandamálið hér er að mannát hefur almennt hlotið fremur nei- kvæða meðferð í daglegu tali og fjölmiölum. Mannát er talið ólystugt athæfi skrímsla og þess- háttar liðs og fyrir grænmetisætur hefur kjötát fengið á sig stimpil mannáts (sem er hárrétt sam- kvæmt jöfnunni hér að ofan). Þetta kemur fram í annari kvik- mynd, Delicatessen, þarsem græn- metisæturnar eru góða fólk- ið og kjöt- ætumar eru vondar mannætur all- ar saman. Þannig geta konur bara ekki unnið. Að vera étin er slæmt, en það að éta virðist gera illt verra. (Samt verð ég að segja að uppá- haldsmaturinn minn er VEL blóð- ug steik, með suður-afrísku rauð- víni og miklum svörtum og rauð- um pipar. Og kirsuber í eftirrétt.) Úlfhildur Dagsdóttir. Er þá ekki allt át samasem mannát? (flaug mér í hug þegar ég gekk um hina þrýstnu matarsýningu Þorra Hringssonar.) Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur „Ég get hafnað kjötáti og haldiö uppi penum vörnum fyrir græn- meti og fullyrt að grænmetisætur séu sexý; ég get leitt þetta út í hefðbundna kynjaumræðu og stillt upp mönnum gegn konum, étnum gegn þeim sem éta....“ Tannréttingar: Hvað ber að varast? Á ákveðnu æviskeiði eru öll börn með skakkar tennur. Það er eðlilegur þáttur í þroska þeirra og stafar af því að fullvaxnar fullorð- instennur eru að brjóta sér leið upp í hálfvaxna unglingskjálka. Kjálkabeinin eiga eftir að vaxa og munu þá oftast rúma þessar stóru tennur. Móðir náttúra sér því furðu oft um sína enda voru tann- réttingar, eins og önnur mann- anna inngrip, ekki fundnar upp fyrr en löngu eftir að hún hannaði mannslíkamann. Mikilvægt er að leita álits nokk- urra sérfræðinga á þörf fyrir tann- réttingu því mat þeirra getur ver- ið mjög mismunandi. Nærtækt dæmi er einstaklingur, sem talinn var vera með yfirvofandi tann- skekkju yrði ekkert að gert. Leitað var álits þriggja sérfræðinga. Allir voru þeir sammála um að fjar- lægja þyrfti tvær tennur. Sá fyrsti taldi meðferð taka um 3 1/2 ár og kosta um 350 þús. kr. Sá næsti var á því að meðferð mætti ljúka á tveimur árum og myndi kosta um 200 þús. kr. Sá þriðji áleit rétt að taka tennurn- ar tvær en biða svo og sjá til með framvinduna. Tennumar voru fjarlægðar og viðkomandi hef- ur síðan unað glaður við sitt. Kostnaðurinn var um 5 þúsund krónur. Á ég aö fara í tannrétt- ingu? Ef það er samdóma álit sérfræð- inga að meðferð sé nauðsynleg verður viðkomandi að spyrja sjálf- an sig hvort hann sé tilbúinn til þess að takast á við það sem henni fylgir. Er væntanlegur ávinningur fyrirhafnarinnar virði? Er öruggt að meðferðin skili varanlegum bata? Til hvers er ætlast af mér? Hvaða hættur fylgja meðferðinni? Rétting á tann- skekkju, sem er svo alvarleg að hún verður ekki leyst nema með spöngum, tekur oft a.m.k. 3-6 ár. Fyrst eru notuð laus tæki, svo sem beisli og plötur, í a.m.k. 1-2 ár. Þá eru settar spangir í ann- an eða báða góma og tekur sú meðferð oft a.m.k. 2 ár. Þegar spangir eru fjar- lægðar, er oft útbúin plastplata, sem not- uð er í 1/2-1 ár a.m.k. Loks eru fest- ir stoðbogar á tennumar til þess að halda þeim á réttum stað á meðan þær sætta sig við breytta stöðu sína. Stoðbogar þurfa að vera til staðar í mörg ár, annars er mikil hætta á því að tennumar leiti aftur i sitt gamla far og er þá allt erfiðið unnið fyrir gýg. Til þess að meðferð skili tilætl- uðum árangri þarft þú því m.a. að: Hafá tíma til þess að hitta sér- fræðinginn þinn mánaðarlega eða oftar í mörg ár. Gæta þess að fara nákvæmlega að ráðum hans varð- andi notkun tækjanna. Ganga með margvisleg tæki og tól í munnin- um í mörg ár. Hirða tennurnar ein- staklega vel, en það er miklu erfiðar með spangir en án þeirra. Ef þú ert ekki tilbúinn til þess að leggja þetta á þig, ættirðu ekki að hugsa um tannrétt- ingu enda líklegt að árangurinn verði ekki sá sem þú bjóst við eða þér var heitið. Hvaöa hættur geta fylgt tann- réttingu? Tannrétting er ekki hættulaus. I fyrsta lagi kann meðferðin að vera til einskis þegar til langs tíma er litið. I öðm lagi fylgir henni sú hætta að rætur tanna eyðist og styttist. I þriðja lagi er munnhirða erfiðari á meðan á meðferð stend- ur en því fylgir m.a. aukin hætta á tannskemmdum. Hjá öllum þess- um hættum má þó að mestu sneiða ef meðferð er vel ígmnduð og framkvæmd í góðri samvinnu sérfræðings og sjúklings. Reynir Jónsson. „Móðir náttúra sér því furðu oft um sína enda voru tannréttingar, eins og önnur mannanna inngrip, ekki fundnar upp fyrr en löngu eft- ir að hún hannaði mannslík- amann. “ Kjallarinn Reynir Jónsson tryggingayfirtannlæknir Með og á móti Er rétt að leysa upp Bruna- bótafélag íslands og greiða eigendum út eign- arhluta þeirra? Sjálfsagt og eðlilegt „Með sölu á eignarhaldsfé- lagi Bruna- bótafélags ís- lands til Landsbankans er fallinn um sjálfan sig megintilgang- urinn með starfsemi son alþlnglsmaður. Brunabótafé- lagsins sem er sá að reka tryggingafélag. Eftir standa hins vegar eignir aö verð- mæti um 3,4 milljarðar króna. Við þessi tímamót er auðvitaö eðlilegt að eigendur þessarar eignar fái hana í hendur og geti þá ráðstafað henni með þeim hætti sem þeir telja skynsamleg- astan. Sú aðferð sem við leggjum til í fmmvarpi sem verið er að leggja fram á Alþingi er að leysa upp félagið og færa eigendum þess það í hendur. Auðvitað væri líka hægt að gera það með þeim hætti að breyta félaginu í hluta- félag og eigendur fái þá í hendur hlutabréf í samræmi við sína eign í félaginu, kysu menn að halda því áfram þannig. En eins og lögin um það eru gerð úr garði þá er það þannig að þeir sem tryggt hafa hjá félaginu á til- teknu tímabili eiga hver sinn hlut í félaginu. Smám saman mun hver þessara hluta renna inn í sérstakan sameignarsjóð þannig að félagið mun eignast sjáift sig að lokum. Við emm í raun að leggja til að þessi þróun verði rofin og eigendur félagsins fái sjálfir að ráðstafa sinni eigin eign sem er auðvitað bæði eðli- legt og sjálfsagt." Ástæðulaust að dreifa BÍ eins og fuglafóðri „Ég hafði forgöngu um það sem heil- brigðisráð- herra á sínum tíma að þessi lög um Bruna- bótafélagið voru sett til þess að tryggja að þessi eign væri einhverj- um einhvers virði. Ég sé ekki að aðstæður hafi á nokkum hátt breyst frá því sem þá var. Þótt nú sé búið að selja eignarhluta félagsins í VÍS þá skiptir það ekki máli í þessu sambandi. Um er að ræða verðmæta eign sem sveitarfélög- unum úti á landi og íbúunum getur nýst. Ef kljúfa á hana upp og dreifa eins og fuglafóðri hringinn í kring um landið kem- ur harla lítið í hlut hvers og eins eða 4-5 krónur. Slíkt yröi engum til gagns og myndi gera þetta fé- lag, sem getur orðið mjög mikill styrkur fyrir sveitarfélögin í hin- um dreifðu byggðum landsins svo fremi sem það fær að vera óbreytt, einskisnýtt. Ég sé því enga ástæðu til að breyta neinu. Afleiðingarnar yrðu þær, ef fmmvarpið verður samþykkt, að þessi eign yrði brotin niður í fuglafóður og í hlut hvers og eins kæmu örfáar krónur sem engan munar um. -SÁ Sighvatur Björg- vinsson alþingís- maöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.