Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 DV ★ 18 ★ ★ ■n ~ (föenning w ★ Bækurnar ekki á undanhaldi „Byrjunin var sú aö mér fannst ekki ljóst hvort sú hefð að gefa bömum bækur í jólagjöf væri enn þá lifandi, því ef börn fá ekki lengur bækur í jólagjöf þá er bókaútgáfa fyrir böm í hættu. Og það var engin leið að komast að þessu nema gera könnun,“ segir Sigrún Klara Hannes- dóttir, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands. í janúar síðastliðnum lét hún taka 800 bama slembiúrtak af öllu landinu, 200 böm, 100 af hvom kyni, í aldursflokkunum 10, 12, 14 og 16 ára, og foreldrum allra nema þeirra elstu sent bréf með beiðni um að fá að tala við þau um bækur og bóklestur. Örfáir foreldrar neituðu en langflestir leyfðu háskólanemum að tala við böm sín í síma. „Ég held að það sé örugglega al- veg einsdæmi í veröldinni að geta tekið slembi- úrtak úr öllum bömum einnar þjóðar á ákveðn- um aldri og ná yfir 90% svörun,“ segir Sigrún. „Og ég tel að niðurstöðumar séu vel marktæk- ar.“ Bækur vinsælli en geisladiskar - En hvemig tóku bömin könnuninni? „Þau vom mjög spennt, svöraðu af einstakri samviskusemi og voru búin að tina til hvað þau hefðu fengið af bókum, hvað þau hefðu lesið og hver hefði gefiö þeim bækumar. Þau þurftu að nefna allar bækurnar sem þau höfðu lesið á nafn, annars var ekki tekið mark á svarinu, og ég er með lista yfir allt sem þau fengu og allt sem þau lásu. Við spurðum líka hvað þeim hefði fúndist skemmtilegast svo að við höfum miklar upplýsingar um viðhorf krakkanna til bóka. Svo spurðum við hvað þau hefðu fengið marga geisladiska og hvort þau notuðu Netið, því mig langaði til að sjá hvort hægt væri að merkja breytingu á bóklestri og Netsnotkun ein- hvers staðar á þessu aldursbili." Sigrún veit ekki enn þá hvort þessi breyting verður, og þá hvenær, því ekki er búið að vinna úr gögnum nema um einn hóp: tólf ára böm. „Þar var 91,5% svöran og 83,6% þeirra fengu bækur í jólagjöf, flest fleiri en eina. Til saman- burðar fengu 72,5% geisladiska í jólagjöf. Þetta kom nokkuð á óvart þvi ég bjóst við að þessi ald- urshópur væri kominn inn á geisladiskamark- aðinn. 90% 80 70 60 50 40 30 20 10 0 > »1*J Hvað fékkstu í jólagjöf? -12 ára börn spurö - Bækur Geisladlskar Fleiri böm fá bækur en diska, og þau fá allt upp í 13 bækur í jólagjöf, þó að stærsti hópur- inn fái 1-3. Það eru að- eins færri sem Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor: Einsdæmi aö fá svona mikla svörun. DV-mynd EÓI hafa lesið bækumar, rétt innan við 80%, en mörg höfðu auðvitað lesið miklu fleiri bækur en þau fengu i jólagjöf. Ein stúlka sem hafði fengið margar bækur sagðist hafa lesið þær allar nema dönsk-íslensku orðabókina! Aöeins um 30% 12 ára bama höfðu nokkru sinni notað Netið - 70% hafa aldrei gert það. En ég á eftir að athuga hvort það era þeir krakkar sem lesa mest sem helst eru á Netinu eða hvort Netið kemur í veg fyrir að þau noti bækur. Svo spurðum við hverjir hefðu gefið þeim bækurnar og vildum vita hvort það væra kannski hinir meðvituðu foreldrar, en þeir vora í minnihluta. Langflestar bækur koma úr pökk- um frá systkinum og þar næst frá afa og ömmu. Svo kom á óvart að þau fá umtalsverðan fjölda bóka í happdrættisvinninga og bókaverðlaun í skólanum. Þetta er gróf úrvinnsla og enn grófari tölur hef ég úr tíu ára hópnum. Það eina sem hefur verið skoðað er hvort þau fengu bækur og töl- umar þaðan era alveg sambærilegar við 12 ára bömin; 84,13% þeirra fengu bækur í jólagjöf." Á listanum yfir bækumar sem 12 ára bömin fengu í jólagjöf er bókaflokkurinn um Bert í langefsta sæti, og kemur ekki á óvart. En nokkr- ar aðrar bækur ná langt og gaman að sjá hvað þær era ólíkar. Annars vegar era bækur eins og Ekkert að marka eftir Guðrúnu Helgadóttur og hins vegar bækur eins og Allt í sleik eftir Helga Jónsson, sem sýnir að hópurinn stendur á ákveðnum mörkum. Þá gefa afi og amma kannski bamabókina en systkinin unglingabók- ina! Gleðilegast er að sjá að bækumar era síður en svo á undanhaldi. 96,7% 12 ára bama nota bókasafn reglulega sem þýðir að það er fastur liður í tilvera nær allra. Á bókalistanum kenn- ir margra grasa og er gaman að sjá nöfn klass- ískra bóka meðal skemmtilegustu bókanna: Nonnabækumar, Bróðir minn Ljónshjarta, Hringadróttinssaga, Stikilsbeija-Finnur, Róbin- son Krúsó og fleiri og fleiri. Upp úr miðju ári verða komnar niðurstöður úr öllum aldursflokkum og verður spennandi að sjá þróun lestrarvenjanna. „En ég held að það sé alger óþarfi að vera svartsýnn á íslenska menn- ingu og unga fólkið," segir Sigrún Klara að lok- um. „Þessi niðurstaða sýnir svo ekki veröur um villst að bókin lifir.“ Tómas R. kynnir ný lög Tómas R. Einarsson hefúr undanfarin ár ver- ið okkar afkastamesta djasstónskáld, að minnsta kosti ef marka má það sem gefið hefur verið út á plötum. Nú era rúm tvö ár liðin síð- an hann lét síðast frá sér fara nýtt efni þegar hann kynnti okkur fyrir „Kyssikonunni ægi- legu“, en ég vænti þess að tónlistin frá síðast- liðnu fóstudagskvöldi á Jómfranni verði bráð- lega látin á plötu. Það vora Óskar Guðjónsson á tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó og Gunnlaugur Briem á trommur sem sáu um framreiðsluna með Tómasi, allt landsliösmenn ef svo má að orði komast. Einfaldar línur vora áberandi og tvö laganna skörtuðu aðeins einu tónbili hvort. Músíkin lá þá mest í hljómunum í staðinn. Þess- háttar tónsmíðar era velþekktar í djassheimi og víðar, og sér í lagi era blús og bossa nova oft meö þessu yfirbragði. Fangamark Halldórs Guð- mundssonar var látið nægja í afmælisblús hans og Antonio Carlos Jobim var einnig tileinkaður einfaldur ópus, eitt stef í hvoram kafla. Mörg laga Jobims era mjög einfold með hreyfinguna i hljómunum en það hefur ekki komiö niður á vinsældum þeirra. í djassi era það líka hljóm- amir sem mestu máli skipta því þeir rúlla áfram eftir að laglínan er lögð til hliðar; þeir era sá grannur sem spilamennskan byggir á. Djass Ársæll Másson Hljómagangar Tómasar vora hnökralausir og eðlilegir án þess að fylgt sé þeim slóðum sem troðnar hafa verið um of, og þeir gefa því spil- uranum möguleika á að losa sig út úr dýpstu hjólfóranum og fá aörar víddir i spilamennsk- una. Nafngiftir laganna myndu flestar hafa sómt sér vel á harmóníkuplötu fyrir tveimur áratug- um: Sjómannavals, Rim, Næúmljóð, Enskur vals, Heim og Ástarkveðja, svo eitthvað sé nefnt. Að minnsta kost fjögur laganna vora í þrískipt- um takti, sem er óvenju hátt hlutfall í djassi, og einnig var tempóið yfirleitt í hægari kantinum, en var þá gjaman tvöfaldað. Frammistaða spilaranna var góð eins og við mátti búast; það var helst Óskar sem var á köflum enn betri en ég átti von á, t.d. „fraseringamar" í sjómanna- valsinum. Tónlistin átti vel skilið þá aðsókn og þær mót- tökur sem hún fékk hjá áheyrendum, en það er ánægjulegt að aðsóknin á djasskvöld Múlans hefur alltaf verið góð þegar ég hef séð mér fært að mæta. Ég vil að lokum minna á að Jómfrúin og Múlinn bjóða upp á djass á hveiju fostudags- kvöldi fram á vor, og skora á alla að líta inn og sjá og heyra okkar bestu djassspilara leika þar listir sínar. PS • • • Hvers á Iðnó að gjalda? „Hver vill taka að sér að reka Iðnó án þess að skattgreiðendur borgi? Allt kemur til greina!“ Þessi orð - eða altént hugsunin á bak við þau - eru höfð eftir Þórami Magnússyni verkfræðingi og nýjum formanni byggingamefiidar Iðnó í DT á þriðju- daginn var. Það sem honum er mest í mun er að húsið „verði ekki baggi á borginni". „Baggi“ hefur neikvæða merkingu í þessu orðasambandi sem erfitt er að setja í samband við lifandi starf- semi til hagsbóta fyrir land og þjóð. Starfsemi er ekki „baggi“ ef sómi er að henni. Háskóli íslands er ekki „baggi“ á ríkinu þó að hann kosti fé. Þjóðleikhúsið ekki heldur. Svo dæmi séu tekin. „Noblesse oblige" segir máltækið. Viröulegu húsi á að sýna virðingu, og Iðnó er sögufrægasta menningar- hús á íslandi. Þar hafa gerst stórvið- burðir. Þar var heimsfrumsýning á Fjalla-Eyvindi. Þar var vagga alvar- legrar islenskrar leiklistar, og húsið hefur fylgt Reykjavíkurborg sem hennar góða samviska. Nú er spum- ingin hvemig borgin ætlar aö launa Iðnó góða þjónustu um áratugi. Iðnó er einstakt hús. í því eru óvenjugóð hlutföll milli sviðs og sal- ar og afar góður hljómburður, þar er auðvelt að skapa gott andrúmsloft því nálægðin milli fólksins í salnum og á sviðinu myndar sterk bönd. Það væri mikil sóun að taka húsið í veit- ingarekstur eingöngu; enda engin þörf á einu sjálfstæðu veitingahúsi í viðbót í miðborginni. Ennþá átakan- legra væri ef þar yrði spilavíti eða einhver önnur „gróðavænleg" starf- semi. Húsið á betra skilið. í salnum uppi væri til dæmis hægt að koma upp vísi að leiklistarsafni, en niðri væri hægt að hafa 150 manna sal fyrir leiksýningar og tón- leika og veitingasal að auki. Eins og ýmsir hafa bent á væri best að hafa orkumikla listræna hússtjóm sem sæi um að úthluta rýminu til verð- ugra og reka húsið af skynsemd. í fréttinni í DT kom líka fram að „hugsanlega" verði gleræxlið utan á húsinu tekið. Var það ekki eitt af kosningaloforðum R-listans? íslands þúsund ár Ný leikin heimildamynd eftir Er- lend Sveinsson var frumsýnd á laug- ardaginn, íslands þúsund ár, dagur í lífi árabátasjómanna fyrir tækniöld. Þetta er fallega tekin mynd af Sig- uröi Sverri Pálssyni og byijar á gam- alli sjóferðabæn sem Baldvin Hall- dórsson leikari flytur á svo áhrifamikinn hátt aö hún varð hrein- asti galdur. Þetta vora særingar sem Baldvin fór með. Það hljóta að hafa verið síðustu forvöð að finna menn sem kunnu þessi fomu vinnubrögð til að leika í myndinni, en að þetta vora alvöra sjómenn mátti sjá á höndum þeirra, stórum og sigggrónum. í kvikmynd er auðvelt að falsa útlit, andlit og vöxt, allt nema hendur, - að minnsta kosti hendur sem þurfa að gera eitt- hvað. Það er helst að finna megi að text- anum í myndinni, hann var stundum gisinn, of mörg orð miðað við upplýs- ingar. Úr hvaða efni vora fotin sem þessir menn klæddust? Hvað voru þeir að borða? Hvað vora þeir lengi árs í verbúðinni? Hvaða nýjung vora fulltúar kaupmanns að boða? Hvað vantaði upp á góð vinnubrögð við aflavinnsluna? En textann er auðvelt að endurgera. Annað var til fyrir- myndar, og það skiptir mestu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.