Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 Guðmundur Helgason hefur hannað ítarlega upplýsingavefsíðu: Allir þýskir kafbátar í seinni heimsstyrjöldinni íslenskur vefsíðuhönnuður, Guð- mundur Helgason, hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á vefsíðum. Nú síðast hefur hann sett upp alhliða upplýsingavef um þýska kafbáta sem notaðir voru í seinni heimsstyrjöldinni en þeir eru 1.157 talsins. Vefur þessi, sem hefur slóð- ina http://rvik.ismennt.is/~gmnmi- he/uboats, kallast U-web og er tal- inn stærsti upplýsingavefur í heimi, tæpar 1.500 síður með um 20.000 tengingum. Guðmundur segist hafa gert þetta fyrst og fremst af áhuga á sögunni og sjónum. „Þetta er að mestu leyti samansett úr efni sem ég á sjálfur og það liggja margra ára rannsókn- ir að baki þeim upplýsingum sem eru inni á síðunni." Síðan hefur fengið u.þ.b. 500 þús- imd heimsóknir á því eina og hálfa ári sem hún hefur verið á vefnum. „Ég fæ að meðaltali um 20 bréf á dag frá alls konar fólki, t.d. herfor- ingjum, skipstjórum, sagnfræðing- um og kennurum. Vefurinn er hins vegar frekar lítið þekktur hér á landi. Það eru fyrst og fremst út- lendingar sem hrífast af honum.“ Síðan hefur einnig fengið viður- kenningu frá öllum helstu aðilum sem skoða og dæma vefsíður (sjá nánar http://rvik.is- mennt.is/~gummi- he/uboats/new.htm). Guðmundur segir að hann hafi meira að segja fengið tilboð frá Hollywood um að gera vefsíðu svo að hönnun hans hefur greinilega spurst víða. Guðmundur á allan heiðurinn að uppsetningunni en hefur sér til af- stoðar Þjóðverja sem sér um að koma til hans upplýsingum frá Þýskalandi. Það má segja að þessi vefur sé enn ein rósin í hnappagat Guðmundar sem vefsiðuhönnuðar. Hann hefur nú þegar getið sér gott orð fyrir vefinn Islandia (http://www.arctic.is/islandia) þar sem hann safnar saman öllum hugs- anlegum upplýsingum um ísland, sögulegum og vísindalegum. Hluti af Islandiu fjallar um ísland í seinni heimsstyrjöldinni þar sem m.a. eru upplýsingar sem enginn annar á íslandi hefur um íslensk skip sem fórust á þeim tíma. Guð- mundur segist ætla að endurbæta þann kafla á næstunni. Einnig er ætlunin að bæta útlit kafbátasíð- unnar og svo er það að sjálfsögðu Hollywood. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum frábæra vef- síðuhönnuði í framtíðinni. -HI Nýtt íslenskt leitarforrit fyrir Netið Það sem oft hefur angrað not- endur Netsins er hve erfítt er að finna þær upplýsingar sem leitað er að. Niðurstöður leitar eru mis- munandi eftir leitarvélum og oft er lítið gagn í þeim síðum sem vél- in vísar á. Nýtt íslenskt forrit, WebViking, er gert til þess að reyna að ráða bót á þessu vanda- máli. Er tilgangur þess að gera leit á Netinu auðveldari og tryggja það að sem best niðurstaða fáist úr leitinni. Það sem gerir þetta nýja forrit sérstakt er að það þekkir u.þ.b. sextíu leitarvélar og getur leitað í þeim öllum í einu ef óskað er. Not- andinn getur valið um hvaða leit- arvélum hann vill leita í, slær síð- an orðið og fær svo niðurstöðurn- ar fljótlega í vafrarann. Forritið getur einnig uppfært sjálft sig einu sinni í viku, bætt við nýjum leitarvélum og tekið út þær sem ekki eru lengur við lýði. Þetta á að tryggja að öruggar nið- urstöður komi fram í hvert sinn sem leitað er með þessu forriti. Hægt er að nálgast forritið Hönnuðir Vefvíkingsins: Júlíus H. Schopka og ívar S. Helgason. DV-mynd GVA ókeypis á http://www.vor- þess. Forritið er einungis til í PC- tex.is/WebViking og ekki þarf útgáfu enn sem komið er. heldur að borga neitt fyrir notkun -HI Bandarískum þingmönnum á Netinu fjölgar í skoðanakönnun, sem gerð var á svipuðum tíma og þing- og forseta- kosningarnar voru i Bandaríkjunum í fyrra, kom í ljós að meira en fjórðung- ur kjósenda var nettengdur. Auk þess sögðust 10% kjósenda nota netið til að ákveða hvað þeir ættu að kjósa. Þessar tölur hafa leitt til þess að þingið og þingmenn þess vekja sífellt meiri athygli á sér á Netinu. Fyrir ári voru 222 fulltrúadeildarþingmenn og 85 öldungadeildarþingmenn með heimasíðu og fleiri eru á leiðinni. Sumir þingmenn hafa meira að segja gengið lengra en að setja upp venjulegar vefsíður. Anna Eshoo, sem situr í fulltrúadeild fyrir Demókrata, býður upp á þann möguleika á sinni siðu að kjósandi getur sent fyrirspum til hennar. Og ekki nóg með það, hann getur síðan tekið á móti svarinu á sér- stökum stað á síðunni sem aðeins fyr- irspyrjandi hefur aðgang að. Þetta má sjá nánar á http: //www-eshoo.hou- se.gov. Einnig má benda á Vermont- búann Pat Leahy, öldungadeildarþing- mann Demókrata (http://www.senate.gov/~leahy). Hann spjallar reglulega við skólaböm í gegnum netið. Hann hyggst einnig stofna fréttahóp sem fjallar sérstak- lega um málefhi Vermont. í Hvíta húsinu standa menn sig einnig ágætlega. Þar er sá háttur hafð- ur á að þegar forsetinn sendir frétta- tilkynningu er hún fyrst sett á vefsíðu forsetaembættisins (http: //www.hou- se.gov/white) áður en hún er send til fjölmiðla. Jafnvel kemur það fyrir að Repúblíkanaflokkurinn í Washington- ríki nái í fréttatilkynningar af þessum síðum til að senda til fjölmiðla. Betur má þó ef duga skal, að margra mati. Sumir eru t.d. þeirrar skoðunar að þingið ætti að setja meira af upplýsingum inn á Netið. Margir vita enn lítið um hvað fer fram á þinginu í raun og vera og mönnum fmnst að þingið ætti að standa sig betur í að kynna starfsemi sína. Chris Casey, sem hjálpaði til við að setja upp heimasíðu Edwards Kennedy, reiknar með því að þingið muni ávallt vera mörgum skrefum á eftir tölvuþróuninni í heiminum. -HI Páskar á netinu: íslensk páskasíða Ýmsar skemmtilegar pá- hvemig gera á páskaegg í skatengingar er að finna á http: Windows 95. //rvik.ismennt.is/~salvor/pask- ar.htm Páskahérinn Af hverju kemur páskahérinn með egg? 10 hugsanlegar ástæður er hægt að finna á http: //downtime.stan- ford.edu/topt- en/old/listlO.html Windows95 páskaegg Á http: //www.tcp.ca/gsb/ PC/ Win95-Easter~ Egg.html er kennt Kristnar hugleiðingar Trúarlega hugleiðingu um páskana er aö finna á http: // www.wilsonweb.com/rfwil- son/archive/easter/god- die.htm Páskaföndur Kennt er hvemig búa á til alls kyns páskaföndur á http: /www.ok. bc.ca/TEN /easter /east- er. html Prófgráður til sölu á netinu Netþjónusta býður upp á falskar prófgráður til sölu fyrir 70 pund. Peter Quinn býður frá vefsíðu sinni „þeim sem aldrei áttu kost á námi í menntaskóla eða háskóla" úrval stúdents- og háskólaprófskír- teina frá hvaða menntastofnun sem er sem mun veita sömu rétt- indi og ekta skírteini. Hann segist bjóða vinsælustu prófgráðurnar sem fólk sækist eftir. Mary Holding, starfsmaður há- skólans í Sheffield, hefur staðfest að umsækjandi hafi komist inn í skólann á vottorði frá Quinn. „Sá nemandi er ekki lengur í skólan- um. Skírteinin sem ég hef séð eru mjög raunveruleg. Það er ótrúlegt hve mikil vinna er lögð í að líkja eftir þeim,“ sagði hún. Lögreglan í Merseyside, Durham og Sheffield rannsakar málið og er að reyna að hafa upp á Quinn. En hún er ekki viss um að þessi þjón- usta sé ólögleg. Starfskona hjá Merseyside-lögreglunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi þessi sami maður boðið háskólaprófskír- teini til sölu í smáauglýsingum. Þegar lögreglan gekk í málið sagð- ist hann einungis hafa gert þetta til gamans og ekki með það í huga að fremja eitthvað glæpsamlegt. Ekk- ert slíkt sannaðist heldur á hann þá. Nú er hann farinn að gera slíkt hið sama á netinu og það kallar á lögreglurannsókn. Enn hefur ekki tekist að finna út hvar Quinn er niðurkominn. Lögreglukonan varaði einnig við að þeir sem létu glepjast til að kaupa slíka framleiðslu gætu átt það á hættu að verða sóttir til saka fyrir að hagnast fjárhagslega á því að blekkja fólk. -HI Verðstríð á leikjatölvum Nintendo hefur nú lækkað verð á hinni vinsælu leikjatölvu sinni, Nint- endo 64, og svaraö þannig sams konar lækkun hjá Sony. Þeir síðar- nefndu eru þó enn nokkuð ódýrari. Talsmaöur Nintendo í Bandaríkjun- um sagði að þar sem þessi tími væri yfirleitt hálfgerð gúrkutíð á leikjatölvu- markaðnum væri jafnvel búist við aö veröið lækkaði enn frekar á næstunni. Sér- fræðingar telja þó enn að Sony hafi forskot á þessum markaði og aö Nintendo verði að gera enn meira til að slá þessum keppí- nautum sínum viö. Ný útgáfa af Internet Gaming Zone Microsoft hefur opnað nýja og end- urbætta útgáfa af Internet Gaming Zone (http://www.zone.com). Leikj- um hefur verið fjölgaö og nýjum eig- inleikum veriö bætt við. Helsta nýjungin er sú aö hægt er að fara í nokkurs konar móttöku og finna sér félaga til að leika við. M.a. er hægt aö leika skák, bridge, golf, Monopoly, Scrabble og Risk viö ann- an aðila í gegnum netið. Aðgangur veröur ókeypis en Microsoft hyggst fjármagna þessa starfsemi með aug- lýsingum. Glæpir upplýstir á Netinu? Þátturinn Cold Case á CBS-sjónvarps- stööinni fjallar um óleist morðmál í Bandarikjunum. Stjórnendur þáttarins hyggjast nota Netiö grimmt til að leysa eitthvað af þessum málum. Á heimsíðu þáttarins, http://www.coldcase.com, er hægt að nálgast lögregluskýrslur, krufningar- skýrslur, myndir af staönum þar sem glæpurinn var fram- inn, skýrslur vitna o.fl. Tim Johnson, sem á aö sjá um þáttinn, vonast til þess að notendur, sem kannast við máliö, muni hringja eða senda tölvupóst til lögreglumannanna og hjálpa þeim að leysa málin. Raddprófun til að auka netöryggi Belgíska fyrirtækiö Keyware Tec- hnologies hefur nú hafiö framleiðslu á búnaöi sem þekkir raddir fólks. í yf- irlýsingu frá fyrirtækinu segir að bún- aöurinn sé til þess fallinn að auka ör- yggi verslunar í gegnum netiö en nokk- uð hefur veriö um að greiöslukort hafi verið misnotuö á Netinu. Fyrirtæki þetta hefur hingaö til sérhæft sig í framleiöslu búnaðar sem þekkir lík- amleg einkenni, s.s. fingraför eöa lit- himnu augans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.