Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 * *• * vefur og tölvur Börnin hafa gott af því að vera í pössun: Dagheimilisvist eflir hugræna starfsemi Böm hafa bara gott af því að vera á dagheimili, innan um aðra jafnaldra sína. Vísindamenn eru ekki fjarri því að slík vist efli hu- græna starfsemi bama, einkum á sviði tungumálsins og stærfræði. Þetta eru niðurstöður sameigin- legrar rannsóknar bandarískra og sænskra vísindamanna sem skýrt var frá fyrir skömmu. Á undanfomum árum hafa ver- ið gerðar fjölmargar rannsóknir þar sem reynt hefur verið að meta áhrifin sem vist á dagheimili hef- ur á þroska ungra barna og hafa niðurstöðumar oft verið ansi mis- vísandi. í nýjustu rannsókninni fylgdust vísindamenn frá bandarískri stofnun sem rannsakar heilsu bama og frá háskólanum í Gauta- borg með 146 börnum. Rannsóknin hófst áður en börnin fóm á dag- heimili svo að hægt væri að taka með í reikninginn muninn sem var á þeim áðinr en þau fóru í vist. Visindamennimir komust að því að börn á grunnskólaaldri, sem höfðu verið á dagheimilum í Gautaborg, stóðu sig betur en böm sem höfðu verið heima hjá foreldr- um sínum eða i vist i annars kon- ar íjölskylduumhverfi. Byrjað var að meta málfærni barnanna þegar þau voru tveggja ára og stærðfræðigeta þeirra var metin áður en þau hófu skóla- göngu en sænsk börn fara í skóla sjö ára gömul. Mælingarnar voru síðan aftur gerðar í öðrum bekk. í rannsókninni var einnig litið á ýmsa aðra þætti og varð niður- staðan sú að enginn þeirra hafði jafnmikil áhrif og vist á dagheim- ili. Aðrir áhrifamiklir þættir á hugræna getu barnanna voru til dæmis þátttaka föðurins í uppeldi og mótim bamsins svo og gæði annars konar dagvistar. Sagt er frá niðurstöðum rann- sóknar þessarar í nýjasta hefti tímaritsins Developmental Psychology. íþróttamenn skyldu vara sig: Annar heilahristingur getur valdið dauða íþróttamenn, sem fá minniháttar heilahristing, sem svo virðist vera, og taka aftur upp fyrri íþróttaiðkan áður en þeir hafa náð sér að fullu eiga á hættu að hreinlega deyja af völdum þess sem kalla mætti „ann- ars höggs heilkenni“. Skráðum til- fellum hefur fjölgað allnokkuð á undanfornum árum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld skýrðu nýlega frá því að menn gætu fengið annars höggs heilkennið þeg- ar þeir fengju annan heilahristing, aðeins nokkrum klukkustundum, dögum eða jafnvel vikum eftir hinn fyrri. ítrekaðir heilaskaðar geta haft mjög alvarlegar afleiðingar eða jafnvel leitt til dauða. Visindamenn áætla að í Banda- ríkjunum komi upp um 300 þúsund tilfelli á ári þar sem rekja megi heilahristing til íþróttaiökunar. Frá árinu 1992 hafa að minnsta kosti sautján tilfelli annars höggs heil- kennis verið skráð en að sögn yfir- valda voru aðeins skráð fjögur til- felli á árunum milli 1984 og 1991. „Við höfúm þungar áhyggjur af hugsanlegum alvarlegum afleiðing- um eða jafnvel dauða af völdum annars heilahristings áður en við- komandi hefur að fullu náð sér eftir fyrri heilahristing,“ segir faraldurs- fræðingurinn David Thurman. íþróttimar, sem nefhdar em i þessu sambandi, em til dæmis knattspyma, körfubolti, hnefaleik- ar, mðningur og hafnabolti, allt íþróttagreinar þar sem hætta er á samstuði leikmanna. Samtök bandarískra taugalækna sendu nýlega frá sér leiðbeiningar þar sem þau hvefja til þess að íþróttamenn, sem fá heilahristing án þess að missa meðvitund, stundi ekki íþróttir í viku á eftir. Þeir íþróttamenn, sem fá hins vegar heilahristing tvisvar á einum og sama deginmn, skyldu hafa hægt um sig í tvær vikur og þeir sem missa meðvitund ættu ekki að gera neitt í heilan mánuð. Annars höggs heilkenni, sem fyrst var greint og viðurkennt árið 1984, orsakast af bólgu í heilanum þegar einstaklingur fær heilahrist- ing í annað sinn áður en hann hef- ur að fullu náð sér af fyrri heila- hristingi. Heilbrigðisyfirvöld vísuðu til tveggja dauðsfalla af yöldum annars höggs heilkennisins. í báðum tilvik- um var um að ræða pilta, 17 og 19 ára, sem stunduðu ruðning. Nú á að reyna að komast að því í eitt skipti fyrir öll hvort vatn er að flnna á tunglinu. Það eru vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni (NASA) sem hafa hug á því og af því tilefni kynntu þeir nýlega nýjasta verkfærið sitt, Tunglkannann, lítið, ódýrt og ómannað geimfar sem skjóta á upp í september í haust. NASA hefur ekki sent flaug til tunglsins frá lokum tunglferðaáætl- unar sinnar á ánmum 1969 til 1972 þegar Apollo-geimfór lentu þar sex sinnum. Timglkanninn hinn nýi er ekki nema 1,35 metrar á hæð og vegur að- eins 300 kíló þegar hann er fullhlað- inn. Hann var smíðaður hjá Lockheed Martin í Sunnyvale í Kalifomíu. Tunglferðin í haust er liður í svo- kallaðri Discovery-áætlun NASA þar sem áherslan er lögð á ódýrari og um leið þá tíðari vísindaleiðangra út í geiminn. Enda eru vísindamenn NASA ákaflega stoltir yfir því að heildarkostnaðurinn við ferð Tungl- kannans, þar með talin skotið, aðgerð- ir á meðan á ferðinni stendur og grein- leitar vatns ing gagna nemur ekki nema 63 millj- ónum dollara eða um 4,5 milljörðum íslenskra króna. Það er aðeins brot af því sem margar aörar geimferðir stofnunarinnar hafa kostað. Tunglkanninn mun fljúga umhverf- is hmglið í heilt ár, á sporbaug sem liggur yfir skaut þess, og gera kort af öllu yfirborði þessa næsta nágranna okkar úti i geimnum úr um 100 kíló- metra hæð. Þótt geimfarar hafi gengið á yfir- borði tunglsins er heilmikið sem viö vitum ekki um það. „Margir álíta sem svo að við höfum verið þar og gert þetta en það er ekki svo. Samsetning meira en 75 prósenta tunglsins hefur aldrei verið kortlögð," sagði Scott Hubbard, forstöðumaður Tunglkannaáætlunarinnar í Ames, rannsóknarstöð NASA í Mountain View í Kalifomíu. Mikill áhugi er á fyrirhugaðri ferð vegna frétta í desember síðastliðnum um að vatn kynni hugsanlega að leyn- ast á tunglinu sem hingað til hafði ver- ið álitið skraufþurrt. Vísindamenn, sem unnu að grein- á nágranna Alan Binder, starfsmaður Lockheed Martin verksmiöjanna i Kaliforníu, bendir hróðugur á loftnet Tunglkannans, nýjasta farartækis bandarísku geimvísindastofnunar- innar, sem verður sent á sporbaug um tunglið í haust til að kanna hvort þar leynist vatn. Sfmamynd Reuter í geimnum ingu ratsjármerkja frá Clementine, geimfari á vegum bandaríska vamar- málaráðuneytisins sem fór umhverfis tunglið árið 1994, sögðu að þau bentu til að frosið vatn væri að finna í djúpri dæld nærri suðurskauti tunglsins. Þeir sögðu að ískristallar væm hugs- anlega blandaðir saman við leðju sem þar væri. Starfsmenn NASA segja að Tungl- kanninn ætti að staðfesta hvort vatn er að finna nærri heimskautum tunglsins. Geimfarið er með innan- borðs nifteinda litrófssjá sem nemur vetni sem vísindamenn sögðu að nær örugglega mundi vera i formi vatns. „Tunglkanninn mun skera úr þessu. Ef það er vatnsbolli í rúmmetra af tunglmold munum við finna hann,“ sagði Hubbard á fundi með frétta- mönnum fyrir skömmu. Ef vatn reynist vera á fimglinu gæti það auðveldað mönnum að setja upp bækistöð þar en einnig væri hægt að framleiða úr því eldsneyti fyrir geim- flaugar. Tunglið gæti því orðið mið- stöð fyrir könnunarferðir til fjarlægra reikistjarna. Hollensku trákloss- arnir í vanda Unnendur hinna sígildu hol- lensku tréklossa eru í vanda staddir. Skór þessir, sem hol- lenskir bændur, verkamenn og sjómenn hafa verið með á fófimum við vinnu sína í 600 ár, hafa ekki fengið viðurkenningu Evrópu- sambandsins sem vinnuskór. Ástæðan er sú að klossaverk- smiðjumar voru of seinar að sækja um CE-viðurkenningar- skírteini ESB. Þegar mest var, skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari, voru framleidd níu millj- ón pör af tréklossum í Hollandi en nú aðeins 800 þúsund. Hulunni svipt af andoxunarefnunum Vísindamenn við Johns Hopk- ins háskólann í Baltimore i Bandaríkjunum telja sig geta varpað nýju Ijósi á hvemig andoxunarefni, sem m.a. er að finna í grænmeti, geta komið í veg fýrir krabbamein. Oxunarefni eru sameindir sem innihalda súrefni og ganga undir nafninu sindurefni. Marg- ir vísindamenn telja að þau valdi skaða á DNA og himnu H frumna og það leiði til krabba- meins. í grein í tímaritinu Science segja vísindamennirnir frá IJohns Hopkins að krabbameins- frumumar sjálfar virðist valda offramboði á oximarefnum sem sendi frá sér boð um frekari stjórnlausan frumuvöxt. Andox- unarefnin trufla þessar merkja- * sendingar prótínanna og kimna þar með að stöðva þennan of- vöxt. „Niðurstöður okkar ættu að verða vísindamönnum að liði við að skilja lifefnafræðilegar hliðar krabbameins og stuðla að þróun meðferðar í framtíðinni," segir Pascal Goldschmidt- Clermont, sem vann að rann- sókninni. Meðferð eykur líkur á fjölburum IDanskir læknar hafa nú stað- fest það sem marga hefur grunað um nokkurt skeið, nefiiilega að greinileg fiölgun hefúr orðið í fæðingum tvíbura, þríbura og annarra fjölbura í kjölfar nýj- ustu meðferða við ófrjósemi. Mads Melbye og samstarfs- I menn hans við dönsku faraldurs- fræðistofnunina rannsökuðu nærri fimm hundruð þúsund konur á árunum 1980 til 1994 og komust að því að tíðni fjölbura- j meðgangna jókst 1,7 sinnum, að- allega hjá konum sem komnar voru yfir þrítugt og voru að eign- ast fyrsta bam sitt. Tvíburafæðingum fjölgaði 2,7 sinnum og meira en nífoldun varð á þriburafæðingum. „Nýjar aðferðir til að auka frjósemi hafa líklega valdið þess- um breytingum,“ segja dönsku læknarnir í grein í Breska læknablaðinu. Um fjórðungur kvenna sem gangast undir ftjósemismeðferð eignast fiölbura.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.