Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 36
MANUDAGUR 24. MARS 1997 Þið þessir blaðamenn „Hjá öllum siömenntuðum þjóðum þar sem fólk er nokkum veginn venjulegt er því fagnað þegar verða til einhver réttindi sem menn hafa aílað með stór- kostlegri áhættu og kostnaði. Hér aliö þið á öfund og illgimi, þessir blaðamenn." Kristján Ragnarsson, formaður LIU, í Degi-Tímanum. Ummæli Humm ... „Hvernig sem reiknisdæmið kann að lita út þá fer fyrir öðr- um sem mér þegar þetta svokall- aða fríkort kemur upp í hend- urnar. Maður segir: Humm ..." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í Alþýðublaðinu. Kókópöffs-kynslóðin „Margir af þessum ungu era mjög teknískir en þeir eru flestallir svo djöfull litlir. Það er spuming hvort kókópöffs-kyn- slóðin sé endanlega komin til að vera.“ Alfreð Gíslason handboltaþjálf- ari, í Degi-Tímanum. Martraðakenndur hrak- fallabálkur „Nú er ég búinn að gleyma hver sagði: „íslands óhamingju verður allt að vopni,“ en það nær vel þeim martraðarkennda hrakfallabálki sem íslensk stór- iðja virðist ofurseld.“ Pétur Gunnarsson rithöfundur, ÍDV. Sjálfsalar eru ekki í Dagsbrún „Nei, sjálfsalarnir eru ekki í Dagsbrún. En ef þeir mættu ráða sjálfir þá væra þeir félagar hjá okkur - og flestir í stjóm.“ Snorri Ársælsson, í verkfalls- stjórn Dagsbrúnar. Litið er á góða hafnaboltaleik- menn sem þjóðhetjur í Banda- ríkjunum. Hafnabolti Ein er sú íþrótt sem hefur ekki fest sig í sessi í heiminum að neinu ráöi nema í Bandaríkj- unum. Það er hafnabolti (baseball) sem Bandaríkjamenn líta gjaman á sem þjóðaríþrótt sína. Hafnaboltinn er þó ekki upprunnin í Bandaríkjunum, heldur á Englandi. Þar má lesa í skrifum frá árinu 1700 að Sir Thomas Wilson frá Maidstone í Blessuð veröldin Kent kvartar yfir því að menn leiki hafnabolta á sunnudögum. Rithöfundurinn frægi, Jane Austin, minnist einnig á þennan leik í bók sinni Northanger Abbey sem kom út 1798. Fyrsti leikurinn Fyrsti leikurinn, sem leikinn var samkvæmt reglum Alexand- ers Joy Carthwright jr. (1820-1892), fór fram i Hoboken í New Jersey í Bandaríkjunum 19. júni 1846. Þar léku New York Nine gegn Knickerbockers og endaði leikurinn með sigri fyrr- nefnds liðs, 23-1, í fjórum lotum. í dag er leikinn hafnabolti i tveimur atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum, The National League, sem stofnuð var 2. febr- úar 1876, og The American League sem stofhuð var 28. janú- ar 1901. Skúrir eða rigning í dag verður vaxandi austanátt, stinningskaldi eða allhvasst um landið sunnan- og vestanvert en hægari norðaustan til og hlýnandi veður. Um landið norðanvert verð- ur kaldi og dálítil rigning með köfl- um. Sunnan til verður kaldi eða stinningskaldi, skúrir fram yfir há- degi en síðan all- hvasst og fer að rigna. Hiti verður á bilinu 3-6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.56 Sólarupprás á morgun: 07.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.00 Árdegisflóð á morgun: 07.10 Stórstreymi Veðrið í dag Veðrió kl. 12 í gœr: Akureyri hálfskýjað -3 Akurnes skýjaö 3 Bergstaöir skýjaó \í Bolungarvík alskýjað -2 Egilsstaðir alskýjað -1 Kefla víkurflugv. skýjað 0 Kirkjubkl. skýjað 2 Raufarhöfn skýjað -2 Reykjavík alskýjað 0 Stórhöfði alskýjað 4 Helsinki skýjað -2 Kaupmannah. skýjað 3 Ósló skýjað 3 Stokkhólmur hálfskýjað 0 Þórshöfn súld 6 Amsterdam rign. á sið. klst. 7 Barcelona mistur 15 Chicago heiðskirt 0 Frankfurt alskýjaö 6 Glasgow léttskýjað 12 Hamborg snjókoma 1 London skýjað 12 Lúxemborg skýjað 6 Malaga skýjaó 19 Mallorca léttskýjað 18 Paris skýjað 11 Róm léttskýjað 15 New York léttskýjað -2 Orlando þokumóða 18 Nuuk alskýjað 0 Vin hálfskýjaó 4 Washington skýjaó 3 Winnipeg heiðskirt -12 Guðmundur Pétursson, formaður Markaðs- og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar. Sveitarfélögin styðja vel við bakið á okkur DV, Suöurnesjum: „Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar hefur sann- að sig með sameiginlegu átaki fyr- ir öll sveitarfélögin á Suðumesj- um að allt sem tilheyrir atvinnu- málum sé á einum stað og það hef- ur virkað mjög vel. Þaö hefur ver- ið kraftur i skrifstofunni og sveit- arfélögin stutt vel við bakið á henni. Þau greiða öll til hennar og þótt Reykjanesbær greiði almest þá vinnum við fyrir öll sveitarfé- lögin á sviði atvinnu- og ferða- mála. Þá erum við einnig með inn- an skrifstofunnar vinnumiðlun, byggðasafnið, ferðamálin, Stekkj- arkot og tjaldsvæðið fyrir Reykja- nesbæ," sagði Guðmundur Péturs- son, formaður Markaðs- og at- vinnumálanefhdar Reykjanesbæj- ar. „Ég vil meina að skrifstofan hafi náö að sýna að þetta er hægt fyrir lítið fé. Ef við tökum kostnaö- inn, sem fór í atvinnumál áður en skrifstofan tók til starfa, þá var hann verulega hærri en það kost- ar í dag. Skrifstofan er kraftmeiri og öflugri í dag. Á heildina litið hefur þetta gengið mjög vel og skrifstofan hefur áunnið sér virð- ingu og náð árangri. Það er mjög Guðmundur Pétursson. Maður dagsins gott og hæft starfsfólk sem vinnur þar.“ Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar er að hefja sitt þriðja starfsár. Alls bárast skrifstofunni 116 verkefni í fyrra, 80 þeirra lauk á árinu en 36 verk- efni eru enn í gangi. „Skrifstofan aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga sem era að hugsa um eitthvað nýtt, atvinnuuppbyggingu á ein- hverju sviði og það er alveg sama á hvaða atvinnusviði, hvort sem það á við iðnað eða ferðaþjónustu. í fyrra samþykktum við að setja gæðastjómun á skrifstofuna sem verður lokið á næstu dögum. Ég held að þetta sé með fyrstu opin- bera aðilum í sveitastjómar- rekstri sem setja á gæðastjórnun.“ Guðmundur hefur starfaö i 16 ár hjá Keflavíkurverktökum á Keflavíkurflugvelli og sér um samningagerð og verklegar fram- kvæmdir fyrir hönd fyrirtækisins. „Mér likar stórvel í starfinu sem er virkilega skemmtilegt." Guð- mundur á sér nokkur áhugamál fyrir utan fjölskyldu, vinnu og nefndarstörf. „Ég er búinn að vera í 17 ár í Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík. Þar er virkilega skemmtilegur félagsskapur." Þess má geta að Guðmundur hefur gefið kost á sér til umdæm- isstjóra landshreyfmgarinnar. Eig- inkona Guðmundar er Bára Hans- dóttir. Þau eiga tvö böm, Pétur R., 24 ára, sem spilar með hinu sigur- sæla úrvalsdeildarliði Grindvík- inga í körfuknattleik, og litia prinsessu, Sólveigu Gígju, sem er nýorðin 4 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1767: VEGNA StiGA- \ WJNAR 'a OKKUR MA 'eg KALLA TÍL EyþoR,- DV Hrísgrjónarönd meö tómatsósu, rækj- um og humar nefnist þessi mynd. Matarveisla Þorra „Einhvern tímann um sumar- ið 1993 laust þessari hugmynd niður í kollinn á mér: Af hverju ekki aö mála það sem maður hef- ur mestan áhuga á, mat?“ segir Sýningar myndlistamaðurinn Þorri Hringsson um elleftu einkasýn- ingu sína sem stendur yfir í Sjónarhóli við Hverfisgötu. Mat- ur, matargerð, matarsaga og vín- smökkun er það skemmtilegasta sem listamaðurinn segist komast í tæri við og það var bók frá ár- inu 1944 sem hafði þau áhrif á hann að hann fór að mála mynd- imar á sýningunni. Tákn dagrenningar í anddyri Norræna hússins stendur yfír sýningin Tákn dag- renningar. Er hún um Ólaf helga og hlutverk hans og gerð í tilefni af 1000 ára amælishátíð Þránd- heims. Höfundur sýningarinnar er arkitektinn, pýramídafræð- ingurinn og rithöfundurinn Bod- var Schjelderup. Sýningin er sjónræn framsetning á þeim táknum og fyrirboðum sem sýna mikilvægi norska þjóðardýr- lingsins. Tákn dagrenningar stendur til 9. april. Bridge Þetta spil reynir verulega á varn- arhæfileika austurs. Samningurinn er fjögur hjörtu og austur verður að fullnýta möguleika sína. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og AV á hættu: * 85 «4 K1093 * K73 * ÁG103 4 ÁG1032 «4 — ♦ G1052 4 K987 4 9764 «4 ÁDX654 * Á8 * 65 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1* 14 24 pass 3«* pass 4» p/h Norður skorar á suður í geim með tveggja spaða sögn sinni og þrátt fyrir áhugaleysi suðurs, ákveður norður að lyfta í fjóra. Vestrn- hefur vörnina á laufaáttu og austur á fyrsta slaginn á drottning- una. Austur sér að ef félagi á spaða- ásinn, þá er hægt að hnekkja samn- ingnum með þvi að spila spaða þrisvar sinnum og uppfæra þannig trompslag. En til þess að vera „ör- uggur" um að vestur yfirtaki spaða í annan gang þegar litnum er spilað, er best að byrja á því að spila spaða- drottningunni í öðrum slag. Hún fær að eiga slaginn og vestur á að finna það að yfirdrepa spaðakóng- inn, þegar honum er spilað og spila meiri spaða. En ef vestur gerir þau mistök að yfirdrepa ekki, þá getur austur sýnt enn meiri varnartilþrif með þvi að spila laufi! Ef austur spilar öðrum hvorum rauðu lit- anna, getur sagnhafi náð fram þvingunarstöðu á vestur í svörtu lit- unum. Með því að spila laufi upp- rætir austur þann möguleika. ísak Örn Sigurðsson Klár í slaginn Myndin hér að ofan lýsir nafnorði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.