Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1997 élst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON ABstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Styrjöldin í Zaire Vonir standa til aö næstu daga hefjist viðræöur á milli stríðandi fylkinga í þriðja stærsta ríki Afríku, Zaire, að frumkvæði ríkisstjórnar Nelsons Mandela í Suður-Afr- íku, en hann er einn margra aðila sem reynt hafa að koma á vopnahléi í landinu. Litlar líkur eru hins vegar á að slík samtöl beri árangur nema einræðisherra Zaire, Mobutu Sese Seko, fallist á að láta af völdum. Saga þessa stóra lands, sem er mjög auðugt frá náttúr- unnar hendi, er dæmigerð fyrir þær hörmungar af mannavöldum sem haldið hafa afrískum þjóðum í hlekkjum fátæktar undanfarna áratugi. Kongó, eins og landið hét áður, fékk sjáífstæði frá Belgum árið 1960, án nauðsynlegs undirbúnings. Hagsmunir erlendra auð- hringa og stórvelda Evrópu og Ameríku, sem þá voru á kafi í köldu stríði, leiddu til íhlutunar um málefni lands- ins. Styrjöld braust út að undirlagi belgísks auðhrings sem vildi tryggja sér yfirráð námanna í Katanga-héraði sem nú heitir Shaba. Sameinuðu þjóðimar sendu herlið á vettvang en framkvæmdastjórinn, Dag Hammarskjöld, fórst í flugslysi þegar hann reyndi að ná samkomulagi. Þegar Kongó fékk sjálfstæði var Mobutu yfirmaður hersins. Hann stóð með vesturveldunum í kalda stríð- inu, enda talinn af mörgum pólitískt sköpunarverk bandarísku leyniþjónustunnar. Fyrstu árin var hann valdið á bak við stjórnmálamennina en fljótlega ýtti hann þeim til hliðar og tók völdin sjálfur. Það var árið 1965 og á þeim þrjátíu og tveimur árum sem síðan eru liðin hefur honum tekist að rýja inn að skinninu þjóð sem er um 41 milljón manna. Efnahagur landsins er í rúst, þrátt fyrir öll auðæfin í jörðu, og almenningur lifir í stöðugum ótta við hermenn Mobutus sem farið hafa rænandi og ruplandi um landið mörg undanfarin ár. Sjálfur hefur einræðisherrann sankað að sér auðæfum og komið þeim fyrir í fasteignum og bönkum í Evrópu, einkum í Sviss og Frakklandi. Talið er að innstæður hans í svissneskum bönkum hafi til skamms tíma numið um þrjú hundruð milljörðum íslenskra króna. Skósvein- ar hans í ríkisstjóm og her Zaire hafa auðvitað líka ein- beitt sér að því að auðga sjálfa sig á kostnað þjóðarinn- ar síðustu áratugina. Þessi ógnarstjórn er meginástæða þeirrar óvæntu og hröðu sigurgöngu sem einkennt hefur sókn hermanna uppreisnarmanna í norðausturhluta landsins siðustu vik- ur og mánuði. Upphaflega voru hemaðarátökin þar fyrst og fremst tilraun tútsimanna á svæðinu til að losna und- an ánauð hermanna Mobutus í hémðum sem liggja að landamærum Úganda og Rúanda, og þá með stuðningi ná- grannaríkjanna. Árangurinn varð hins vegar mun meiri en nokkur átti von á. Hermenn Mobutus létu undan síga. Uppreisnarherinn hefur að sögn lagt undir sig fjórðung landsins hið minnsta og stefnir enn í átt til Kinshasa, höf- uðborgarinnar, með það að markmiði að fella Mobutu frá völdum. Jafnvel bandarískir ráðamenn hafa gefist upp á einræðisherranum sem á nú einungis stuðning vísan hjá frönskum stjómvöldum en þau hafa um árabil haft ein- stakt ástarsamband við afríska einræðisherra á borð við Mobutu og brjálæðinginn Bokassa sem um langt árabil réð yfir svokölluðu Mið-Afríkulýðveldi. Leiðtogi uppreisnarmanna, Laurent Desire Kabila, hefur barist gegn einræðisstjórn Mobutus um áratuga skeið en aldrei haft erindi sem erfiði. Nú er líklegt að honum takist að koma einræðisherranum frá. Hvort það leiðir til bættra lífskjara almennings eða felur einungis í sér mannaskipti í valdastólum ræningja er enn óvíst. Elías Snæland Jónsson Sl. haust lagði Guðmund- ur Hallvarðsson ásamt okk- ur fimm öðrum alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks- ins fram á Alþingi tillögu um að rikisstjórnin skuli stuðla að því að nú þegar verði hafnar markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnst á landgrunni íslands. Guðmundur hefur lengi barist fyrir þessu máli og hefur nú vakið verð- skuldaða athygli á því. Fráleitt eða líklegt? Jarðfræðilega er ísland gjörólíkt grannlöndum þess. fsland „álfu vorrar yngsta land“ má segja að sé klofið af gosbeltinu mikla, Atl- antshafshryggnum, frá suð- vestri til norðausturs. Jarð- hræringar og eldvirkni eru tíð, jarðhiti mikill og finnst víða, þ. á m. á mörgum og stórum háhitasvæðum sem eru flest mjög virk. Þær náttúruaðstæður sem leiða til myndunar jarðgass eða olíu eru ekki veitt var leyfi til rannsókna og olíuleitar á landgrunninu fyrir Norðurlandi, út af óalgengar. Setlög eru af jarð- Eyjafiröi og Skjálfandaflóa. - Niðurstööur þóttu lofa mjög góðu í setlögum sem fræðilegum ástæðum líklega mældust frá 2 km og allt upp í 4 km þykk. Olíuleit við ísland fremur takmörkuð hér undir landi og landgrunni. Því meiri hiti þeim mun skemmri tíma þarf til þeirrar „þroskunar" sem myndar gasteg- undir eða olíu. Vonir um slíkar auðlindir við ísland í vinnanleg- um mæli tengjast jarðhita við set- lög með lífrænum leifum. Takmarkaðar rannsóknir til þessa Fyrstu rannsóknir á setlögum hér við land fóru fram 1971 að frumkvæði erlendra aðila, vestur af landinu. Þær þóttu ekki gera líklegt að þar fyndist olía eða gastegundir. Á næstu árum var hafnað óskum 24 annarra erlendra aðila um leyfi til slíkra rann- sókna. Haustið 1978 var erlendum aðila veitt leyfi til rannsókna og olíu- leitar á landgrunn- inu fyrir Norður- landi, út af Eyja- firði og Skjálfanda- flóa. Niðurstöður ffumrannsókna sumarið 1979 þóttu lofa mjög góðu um að þar mætti finna slíkar auðlindir í setlögum er mæld- ust frá 2 km og allt að 4 km þykk, en yfirleitt er miðað við 1 km þykkt til frekari rann- sókna. Frekari rannsóknir voru gerðar 1981 og 1982 og unn- ið úr þeim. Hugsan- legt er að leggja hefði þurft meira í þær en gert var, t.d. með fleiri og dýpri rannsóknarborhol- um sem kynnu að hafa gefið betri vís- bendingar en feng- ust. Um mitt ár 1982 var samið um sam- eiginleg rannsókn- arverkefni íslands og Noregs á land- grunnssvæðum milli Islands og Jan Mayen. Ekki hefur orðið eins mikið úr þeim og vonir stóðu til. Þó ber að geta Kjallarinn Arni Ragnar Árnason alþingismaöur Sjálf- stæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi „Af þessum ástæðum teljum við flutningsmenn ekki forsvaranlegt að láta kyrrt liggja, heldur verði stjórnvöld að vinna ótrauð að framgangi þeirra rannsókna sem gera þarf.u endurkastsmælinga 1985 og 1988 og úrvinnslu þeirra. Niðurstöður þeirra hafa norskar stofhanir boð- ið olíuleitarfyrirtækj- um til kaups, en þau ekki sýnt þeim áhuga enn sem komið er. Sama er að segja af til- raunum iðnaðarráðu- neytisins til að koma þeim á framfæri. Nú er vaxandi áhugi á að rannsaka setlög sem ganga vestur frá Nor- egi í átt að Jan Mayen; og olíuleit að hefjast við Færeyjar. Ganga þarf úr skugga um hugs- anlegar auðlindir Tillöguflytjendur telja að ekki séu öll kurl _________ komin til grafar um þessa möguleika á landgrunninu við ísland og að þörf sé markvissra rannsókna til að ganga úr skugga um þá. Guð- mundur Ómar Friðleifsson, jarð- fræðingur á Orkustofnun, fullyrð- ir að hér muni líkur á árangri. Hér getiu- því verið eftir nokkru að slægjast og hugsanlegt að um- talsverður ávinningur geti fengist ef vel tekst til. Af þessum ástæðum teljum við flutningsmenn ekki for- svaranlegt að láta kyrrt liggja, heldur verði stjórnvöld að vinna ótrauð að framgangi þeirra rann- sókna sem gera þarf. Ámi Ragnar Árnason Skoðanir annarra Rangt viöhorf „Ég verð svolítið var við það viðhorf að mörgum finnst að það sé óeðlilegt að rikisfyriræki taki jafn afgerandi forystu í uppstokkun og umskiptum á fjár- málamarkaðinum á íslandi eins og Landsbankinn gerði með þessum kaupum sínum á hlut Brunabóta- felagsins í VÍS. Það er eins og margir, sem gagnrýna þá ráðstöfun, telji að ríkisfyrirtæki eigi að vera ein- hvers konar steinrunnar stofnanir sem megi ekkert gera annað en drabbast niður. Ég held að þetta sé mjög rangt viöhorf." Kjartan Gunnarsson 1 Viðskiptablaðinu 26. mars. Starfsemi „fríkortsins" „Með því að nota kort í viðskiptum skiljum við eftir okkur elektrónísk spor. Starfsemi „frikortsins" hefur starfsleyfi tölvunefndcu- sem á að gæta hags- muna almennings. Og forráðamenn „fríkortsins" hafa sagt Neytendasamtökunum að þeir munu ekki nýta sér upplýsingar til að taka upp það sem kalla mætti „grimma" markaðsstarfsemi. Það er hins veg- ar ljóst aö starfsemi af þessu tagi skapar aukna möguleika til aö fylgjast með viðskiptavenjum fastra viðskiptavina og beina markaðssókninni meira að hverjum einstökum." Jóhannes Gunnarsson t Mbl. 26. mars. Tilræöi við stöðugleika „Eina kólguskýið sem er í sjónmáli er hugsanleg stórstókn í þennan kaupauka neytenda frá fýrirtækj- um sem selja vörur og þjónustu á innlendum mark- aði. Brauðfyrirtækin hækkuðu vörur sínar um 10% í síðustu viku, langt umfram orðnar kauphækkanir. Ef fleiri ætla að grípa gæsina áður en hún hefur sig til flugs er það beint tilræði við stöðugleika í efna- hagsmálum. ... Nú þarf sterkt aðhald frá neytend- um....“ Stefán Jón Hafstein i Degi-Tímanum 26. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.