Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 33 Sviðsljós Frakkar halda ekki vatni yfir henni Juliette Franska leikkonan Juliette Binoche var nánast tekin í dýrl- ingatölu í heimalandinu í síð- ustu viku þegar hún fékk ósk- arsverðlaun vestur í Hollywood, henni sjálfri og flestum öðrum til mikÚlar undrunar. Hún lék aukahlutverk í Enska sjúklingn- um. Frönsk leikkona hafði ekki fengið styttuna eftirsóttu í nærri 40 ár. Franskir fjölmiðlar réðu sér ekki fyrir kæti og Alain Juppé forsætisráðherra óskaði leikkonunni til ham- ingju, sagði hana hafa veitt frönsku þjóðinni mikla gleði. Sonur Brosnans hrifnari af eld- fjallamynd Pierce Brosnan hefur upplýst að þrettán ára gamall sonur hans hafi verið hrifnari af eld- fjallamyndinni Dante’s Peak, þar sem karlinn leikur eldfjalla- fræðing, en James Bond-mynd- inni Gullauga. Vonandi verður stráksi þó hrifnari af Bond- mynd númer tvö með pabba en tökur á henni eru um það bil að hefjast. Þar mun Bond eina ferð- ina enn berjast við alvonda glæpamenn. Demi Moore valin versta leikkonan Demi Moore var ekki tilnefhd til óskarsverðlauna. Hún var hins vegar tilnefnd og varð svo fyrir valinu sem versta leikkona ársins 1996. Fyrir það fékk hún svokölluð hindberjaverðlaun sem eru eins konar öfugsnún- ingur á óskarsverðlaununum. Viðurkenninguna fékk Demi fyrir leik sinn í fatafeilumynd- inni Strip Tease sem var svo valin versta myndin. Vinkona okkar, Pamela And- erson, var valin versti nýliðinn fyr- ir frammi- stöðu sína í Gadda-Guddu eða Barb Wire. Einkaritari Onassis segir frá hjónabandi hans og Jackie: Tóku lyf og elskuðust ákaft í háloftunum - Onassis barði Mariu Callas Jackie Kennedy og Aristoteles Onassis tóku lyf tii þess að auka kynhvötina. Þetta kemur fram í endurminningum fyrrum einkarit- ara Onassis, Kiki Feroudi Moutsats- os, að því er breska blaðið Express Sunday greinir frá. Kiki hefúr fengið greitt sem sam- svarar 65 milijónum íslenskra króna frá bandarískum útgefanda fyrir endurminningarnar þar sem hún segir frá hjónabandi ekkju Johns F. Kennedys Bandaríkjafor- seta og hins umdeilda gríska skipa- kóngs. „Onassis var óður í Jackie og hún var jafnóð í hann. Þeir sem fullyrða að hún hafi einfaldlega gifst honum vegna þess að hann var þá ríkasti maður í heimi hafa rangt fyrir sér. Þau drógust mjög líkamlega hvort að öðru. Þetta var ástriða sem þau juku með því að taka inn ýmis lyf sem Ari fékk hjá læknum sínum,“ segir Kiki. í bók hennar er meðal annars greint frá því hvernig öllu fyrsta farrými í þotu Olympic Airlines flugfélagsins hafi verið breytt og þar komið fyrir risastóru rúmi skreyttu hengi og tjöldum. Kiki seg- ir að flugþjónn hafi óvart gengið inn á fyrsta farrými án þess að gera fyrst viðvart og komið að forseta- ekkjunni og skipakóngnum nöktum í ástarleik. „Manninum brá svo að hann fraus þar sem hann stóð við rúmið. En Jackie og Ari voru svo altekin sælu að þau tóku ekki eftir honum. Flugþjóninum tókst að lokum að laumast burt.“ Kiki segir einnig frá þvi hvemig Onassis barði fyrrum ástkonu sína Jackie og Aristoteles Onassis. til langs tíma, óperusöngkonuna Mariu Callas. Onassis niðurlægði einnig Callas með því að halda stöð- ugt fram hjá henni. „I einu tilfellanna varð Calias al- veg brjáluð og hótaði að fyrirfara sér þegar hún komst að því að hann væri með annarri konu. En Onassis róaði hana niður með því að gefa henni hálsfesti sem kostaði tugi milljóna króna og var geymd í ör- yggishólfi á skemmtisnekkju hans. En niðurlægingin varð enn meiri fyrir Callas þegar Onassis tók það aftur og gaf Jackie það.“ Jackie lést úr krabbameini árið 1994. Hún heimilaði að hennar eigin dagbækur yrðu gerðar opinberar fimm árum eftir andlát hennar. Wlikiö var um dýröir i spænsku borg- inni Valenciu á dögunum þegar bæjar- búar skemmtu sér viö aö brenna risa- stórar figúrur eins og þessar. „Fallas" heita fyrirbærin en hátiöahöldin stoöu í 6 daga Simamynd Reuter DEVIL'S OWN leik Taktu þátt HARRISON FORD BRAD PITT THE Devils Ovvn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.