Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 4. APRIL 1997 Fréttir Skuldir íslenskra heimila í samanburði við sjö OECD-lönd: Skuldir hlutfallslega mest- ar en eignir hvað minnstar skuldahlutfall heimilanna hér eitt hið hæsta í OECD Skuldir heimilanna við lánakerf- ið hafa hvorki meira né minna en sjöfaldast frá því árið 1980 til árs- loka 1995 en þá skulduðu heimili og einstaklingar samtals 318 milljarða króna. Eignir fjölskyldnanna hafa hins vegar ekki aukist að sama skapi þvi að eignaaukningin á þessu sama tímabili er aðeins 4,4%. Meðalvöxtur skulda heimilanna hef- ur hins vegar numið 13,6% á ári frá 1980. Skuldir íslenskra heimila eru að langmestu leyti tiltölulega nýjar en 70% af öllum lánum til einstaklinga, sem voru útistandandi í árslok 1994, voru tekin árið 1985 eða síðar og næstum öll lánin, eða 98,5%, voru tekin árið 1980 eða síðar eða eftir að verðtrygging var tekin upp. Þetta kemur fram i skýrslu sem hagdeild Seðlabankans gerði fyrir félags- málaráðherra um skuldir og vanskil einstaklinga og kynnt var fyrr í þessari viku og í riti Seðlabankans, Hagtölum mánaðarins. „Skýrslan er eins og nokkurs konar þverskurðarmynd af stöð- unni eins og hún var í árslok 1994 og sýnir hvernig vanskil dreifast á aldurshópa og einstaklinga og ann- að því um líkt," segir Már Guð- mundsson, yfirmaður hagfræði- 140% Skuldir heimilanna - sem hlutfall af ráðstöfunartekjum - 120 ¦ivg 100 % 80 60 40 20 0 IIV yy Island Bandaríkin Japan Frakkland Bretland Kanada deildar Seðlabankans, í samtali við DV. Már segir að skýrslan veiti ein- stæðar upplýsingar sem ekki hafi verið teknar saman á einn stað í ná- grannalöndunum og því sé ekki til alþjóðlegur samanburður á skuld- um og skuldaskilum einstaklinga. Alþjóðlegur samanburður um skuldir einstaklinga og heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra í löndum OECD er hins veg- ar til og var m.a. fjallað um það mál í riti Seðlabankans, Hagtölum mán- aðarins, í maí 1996. Þar kemur fram að hlutfall skulda af ráðstöfunar- tekjum heimilanna er mjög hátt á íslandi og í samanburði milli sjö OECD-rikja er skuldahlutfallið hæst á íslandi, eða 128%, sem þýðir það að skuldir heimilanna eru að meðal- tali 28% hærri en tekjurnar. Skulda- hlutfallið er lægst hjá ítölum í þess- um sjö landa samanburði eða 33% en samanburðurinn er sýndur í heild á meðfylgjandi grafi. íslendingar virðast hins vegar fá mun minna út úr þessari háu skuldabyrði miðað við Bandaríkja- menn því að hlutfall hreinnar eign- ar af ráðstöfunartekjum er aðeins 2,96 hér en í Bandaríkjunum 5,02. Þeir virðast því með öðrum orðum geta eignast mun meira fyrir lánin sín heldur en við. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður sagði i samtali við DV í gær að hátt hlutfall skulda íslenskra heimila megi að miklu leyti rekja til þess að stór hluti islenskra fjöl- skyldna á íbúðarhúsnæði sitt og skuldar í því. Þá væri lánsfé verð- tryggt, en verðtrygging þekktist ekki annars staðar og skuldir heim- ilanna breyttust í takti við almenn- ar verðbreytingar og bara á þeim tíma sem núverandi ríkisstjórn hef- ur setið hafi skuldir heimilanna hækkað um 60 milljarða vegna stjórnvaldsaðgerða. Hún sagði að oft væri látið í veðri vaka að heimilin hér á landi væru að eyða meiru en heimili annars staðar. Svo væri hins vegar ekki heldur væru aðstæður heimilanna hér öðruvísi og meðal annars væru laun hér lægri en t.d. 1 Danmörku þar sem launin duga fyrir fram- færslunni. Meiri skuldaaukning en í samanburöarlöndunum Skuldir heimilanna hafa aukist mjög mikið og mun meira þessi sl. 15 ár en hjá þeim OECD-ríkjum sem upplýsingar liggja fyrir um og þegar hlutfall eigna og ráðstöfunartekna þessara sjö landa, sem borin eru saman á grafinu, er athuguð kemur í ljós að eignahlutfallið er mun lægra á íslandi en í samanburð- arlöndunum. Hæst er það sem fyrr segir í Bandaríkjunum, 5,02, eða ríf- lega fimmfalt hærra en ráðstöfunar- tekjur hvers árs. í Japan er það 6,83, Frakklandi 4,51, ítalíu 5,86, Bret- landi 5,69, Kanada 4,60 og á íslandi 2,96. Már Guðmundsson tekur þó fram að þessi hlutfallstala fyrir ís- land sé ekki fyllilega marktæk því að í henni sé ekki talin hlutafjár- eign. -SÁ Uppsveifla í hafinu: Ohætt að auka þorskkvói ann um 50 þúsund tonn - segja skipstjórnarmenn á Suðurnesjum DV, Suðurnesjum: „Við ætlum ekki að sirja aðgerða- lausir, ætlumst til að tekið verði mark á okkur varðandi veiðiráö- gjöf. Við förum af stað á friðsamleg- um nótum, reynum að koma vitinu fyrir stjórnmálamenn og Hafrann- sóknarstofnun. Ef reynsla okkar og þekking er ekki metin förum við í harkalegar aðgerðir," sagði Grétar Mar Jónsson, formaður Vísis, félagi skipstjórnarmanna Suðurnesjum. Skipstjórnarmenn hjá Vísi skora á stjórnvöld að auka þorskkvótann í ár þegar um 50 þúsund tonn. Á fundinn mættu stjórnarmenn í Vísi ásamt nokkrum skipsrjórnarmönn- um með áratuga reynslu. Þar kom fram að Hafró þarf að endurskoða bæði sín eigin gögn og aðlaga sig að raunveruleikanum hverju sinni. „Ef Hafrannsóknastofnun tekur tillit til okkar sjónarmiða þá er rétti tíminn nú aö bæta við þorskkvót- ann 50 þúsund tonnum eins og við teljum að sé óhætt að minnsta kosti. Það er bersýnilega uppsveifia í haf- inu og við viljum nýta náttúrulegu uppsveiQuna og verðum þá fljótari að skera niður aftur ef aðstæður breyta til hins verra. Fiskur á Is- landsmiðum er ekki fiskur í fiska- búri. Hann kemur og fer og menn hafa ekkert loforð fyrir að hann komi aftur. En þegar aðstæður eru 1 góðu lagi, metfiskerí, og flestir skip- stjórnarmenn í okkar félagi hafa ekki áður kynnst jafnmiklu fiskeríi eins og nú er á jafnvel 40 ára ferli, þá hlýtur að vera hægt að taka meira tillti til okkar sjónarmiða. Menn með handónýt veiðarfæri eru að mokveiða í kringum landið. Það er raunverulega verið að setja veiði- met miðað við sóknareiningu og netafjölda," sagði Grétar. „Við erum að reyna að vekja at- hygli stjórnvalda á að það sé mikið meiri fiskur í sjónum heldur en Hafró vill meina. Þeir vanmeta stofnstærð þorsksins, meta stofn- stærðina rangt og gefa sér upphaf- lega rangar forsendur. Hafa verið að vinna raunverulega í blindni út frá vitlausum forsendum síðan þeir byrjuðu á þessu rugli sínu. Ef við skoðum söguna þá vorum við að veiöa yfir 400 þúsund tonn að með- altali á ári frá 1950-1990. Nú erum við að veiða undir 200 þúsund tonn- um 3 ár í röð þegar við ættum að vera að veiða að mínu áliti 250-300 þúsund tonn. Þá gagnrýni ég Hafró fyrir of seinvirkt apparat. Þeir eru seinir að bæta við og verða þar af leiðandi of seinir að skerða þorkskvótann þeg- ar að því kemur að niðursveiflan byrjar. Ég tel að toppurinn sé árið í ár og þess vegna ber að auka kvót- ann," sagði Örn Einarsson, skip- stjóri á Erling KE. -ÆMK Maöur þarf ekki aö vera hár í loftinu til aö geta veitt niður um ís og fengiö góöa veiöi, allavega i soöiö fyrir köttinn. Veioimaðurinn heitir Andri Freyr og vatniö er Vestur- HÓpSVatn f Vestur-HÚnavatSSýSlu. DV-mynd Gunnar Bender Dorgveiði: Margir fengu fína veiði Gretar Mar Jónsson skipstjóri. DV-mynd ÆMK „Veðurfarið hefði mátt vera betra hjá okkur á Arnarvatnsheiði en veiðin var fin og stærstu fiskarnir voru um 4 pund. Mest fengum við af urriða og beitan var rækja," sagði veiöimaður í samtali við DV en hann var að koma af Arnarvatns- heiðinni um helgina með góðan feng. En veiðimenn reyndu víða um helgina en ís er þykkur víðast á vötnum landsins þessa dagana. „Fiskurinn hefði mátt vera stærri en það var þónokkuð af honum á Vestur-Hópsvatninu. Það eru til stærri fiskar í vatninu, sérstaklega urriðinn," sagði Júlíus Sigurbjarts- son en hann var við veiðar á vatn- inu ásamt fleiri vöskum viðimönn- um. „Við beitum mest rækjum fyrir fiskinn," sagði Júlíus og hélt áfram að rýna ofan í ísinn. Fiskurinn var fyrir hendi þótt smár væri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.