Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Neytendur_______________________________ Verð- og magntollar á grænmeti: Atlaga landbúnaðar- ráðuneytisins að heimilum í landinu - segir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna „Neytendasamtökin telja vemdar- tollana á grænmeti atlögu landbúnað- arráðuneytisins á heimilin í landinu. Grænmetisbændur hafa haldið því fram að þeir geti á grundvelli gæða keppt að vetri til með framleiðslu sem framleidd er með raflýsingu. Þess vegna teljum við út í hött að hleypa upp veröinu á innflutta græn- metinu áður en sú innlenda kemur að einhverju mæli inn á markað," segir Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna, um verð- og magntolla á grænmeti. „Háar álögur á innflutt grænmeti gef- ur innlendum framleiðendum aukið svigrúm til að koma inn á markaðinn með mjög hátt verð. Neytendasam- tökin hafa ítrekað mótmælt þessum vemdartollum." Bændur skjóta sig í fótinn Jóhannes segir að stjórnvöld hafi í upphafi lagt mjög háa tolla sem síðan hafi lækkað. „Ég hef haldið fram að þar með hafi verið eyðilagðir þeir möguieikar sem Gatt-samningurinn gat haft fyrir íslenska neytendur. Að okkar mati eru grænmetisframleiðendur að skjóta sig í fótinn með því að styðja þessa aðgerð því þegar verðið hækk- ar draga neytendur úr kaupum á vör- unni.“ Samdráttur í sölu í samtölum DV við smásala i mat- vöru kom ítrekað fram að mikill samdráttur væri í sölu á papriku í dag miðað við það sem hefði verið í vetur. Þeir segja að neytendur séu fljótir að átta sig á hækkuninni sem hafi komið fram á papriku og verði á tómötum á næstunni. Þeir töldu að nýjar íslenskar agúrkur, sem eru nú að koma á markaðinn, myndu vera á skikkanlegu verði. Tollarnir margtapast Smásalar telja að það taki alltaf tíma að venja fólk á neyslu vörunnar á ný eftir að neytendur hafa tekið hana af innkaupalistanum. „Þessir tollar margtapast í þjóðfé- laginu því fólk hættir að kaupa. Svo ekki sé talað um heilsufarið," sagði einn og sagði að þótt verð væri hátt í dag væri ljóst að það ætti eftir að hætta enn frekar. Þegar svo sé komið gefist smásalar bara upp á innflutningnum og selji eingöngu íslensku framleiðsluna, segja þeir. Það sé einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á papriku sem kostar yfir þúsund krónur hvert kíló. Sumir verslunareigendur hafi pínt verðið niður í verslunum sínum og selji paprikukilóið langt undir kostnaðarverði. Allt aö 30% verðtollur Á meðfylgjandi töflu sem unnin er eftir reglugerð landbúnaðarráðu- neytisins, sem útgefin var 2. apríl 1997, sést glögglega hvemig verðtoll- ar og magntollar hafa áhrif á útsölu- verðið. Tollamir eru mismunandi eftir tímabilum og í maí og júní mun innflutt paprika bera 22,5% verðtoll og 298 krónu magntoll á hvert kíló. Þar sem verðtollurinn er reiknaður sem hlutfall af innkaups- verði er hann breytilegur en magn- tollurinn er fóst tala óháð innkaups- verðinu. Fyrir utan tolla leggst svo 14% virðisaukaskattur á vöruna og smásöluálagning, mishá eftir versl- unum. Það fer svo eftir innkaups- verðinu hvað paprikan kostar út úr búð. Grænmetissalarnir, sem DV ræddi við, segja að í dag kosti paprikan ekki undir 600 krónum í innkaupi með tollum og þar við bætist virðisauki og smásöluálagn- ing. -jáhj Verð- og magntollur vegna innflutnings á papriku - 2. apríl til 1. júlí 1997 - Vara Timabll Verötollur % Magntollur kr./kg Paprika 2/4 - 13/4 30 0 Paprika 14/4 - 20/4 7,5 99 Paprika 21/4 - 27/4 15 199 Paprika 28/4 - 30/6 22,5 298 Reglugerö frá landbúnaöarráöuneytlnu frá 2. apríl ösa Aldraðir í samstarf við Neytendasamtökin: Skilgreiningu vantar á þjónustuíbúðum Þjónustuíbúðir aldraðra, sala á vöru og þjónustu, ábyrgðir fyrir skuldum og rétturinn til að láta skoðun í ljós er meðal þeirra mála sem brenna mest á öldruðum. Nýve- rið héldu Neytendasamtökin fund með fulltrúum eldri borgara og þeirra er starfa að málefnum eldri borgara í þeim tilgangi að hefja samvinnu. Að sögn Stefaníu Bjöms- dóttur, gjaldkera Félags eldri borg- ara Reykjavíkur og nágrennis, binda aldraðir vonir með að þetta samstarf skili árangri í þágu þeirra. „Það kom margt fram á þessum fundi sem kom á óvart eins og það að aldraðir eru útilokaðir frá skoð- anakönnunum en auðvitað eru þeir fullgildir borgarar eins og aðrir,“ segir Stefanía. Neytendasamtökin sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem farið er yfir þau atriði sem vinna á að. Löggjafinn skilgreini þjón- ustuíbúðir Nauðsynlegt er að löggjafinn skilgreini hvað sé þjónustuibúð þannið að tryggt sé að þessar íbúðir uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur og verð sé í samræmi við þjónustu sem í boði er þannig aö ekki sé ver- ið að selja þetta húsnæði á allt of háu verði. Byggingaraðilar skulu hafa tryggingar vegna galla sem kunna að koma fram á húsnæðinu og hugsanlegs gjaldþrots þeirra. Sala á vöru og þjónustu til aldraöra Sú krafa er gerð til söluaðila að þeir kynni viðskiptamönnum stnum rétt sinn svo sem hinn 10 daga skila- rétt eins og lög kveða á um. Jafn- framt að fólk sé upplýst um heildar- kostnað vöru/þjónustu þegar hún er keypt á afborgunarkjörum. Stuðla skal að sem virkastri sam- keppni á þeim sviðum sem tengjast öldruðum, einkum varðandi sölu lyfia. Fjármálafyrirtækin upplýsi um ábyrgö Sú krafa er gerð til fjármálafyrir- tækja að þau upplýsi aldraða um Haldiö upp á þaö aö 25 ár eru liöin frá því aö hús aldraöra viö Noröurbrún voru tekin í notkun. DV-mynd S. hvað felist i því að gangast í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum annars að- ila. Sú krafa er gerð að við veitingu lána skuli það haft að markmiði að sá sem lánið tekur beri fjárhagslega ábyrgð á því en ekki ábyrgðarmaður. Gefa á öldruðum færi á að láta skoðanir sínar til ýmissa málefha í ljós í skoðanakönnunum en í dag er þessum hópi ekki veittur slíkur rétt- ur. Tilkynningar frá hinu opinbera skulu vera á skýru og skiljanlegu máli. -jáhj LIFE EXTENSION ^WIanKgni I24, 114 41 StodJ*1* 120TABLETTER Life Extension- fæðubótarefni Komið er á markað hérlendis Life Extension-fæðubótarefnið sem unnið er úr vanillukjama „Wild Yam“ (sem er afbrigði af kartöflu) og hveitigrasi. í leið- beiningabæklingi segir að hver dagskammtur innihaldi um 100 mg extrakt úr hverri fæðutegund fyrir sig af ofangreindu. Life Extension inniheldur ekki DHEA eða önnur tilverkuð efnasambönd en samsetningin inniheldur ákjósanlegustu næringu fyrir starfsemi nýrnahettanna, þar sem DHEA myndast, ásamt kjamasýr- um fyrir DNA- og RNA-starfsemi fmmanna til að líkaminn geti unnið gegn hrörnun. Life Extension er fæðubót en ekki vítamín, hver tafla inniheldur þó einnig 500 mg af C-vítamíni, Acer- ola. Life Extension fæst í Ingólfs apóteki og Snyrtihúsi Heiðars. Nýr ís frá Kjörís Kjörís hefur nú sett á markað nýja bragðtegund í Mjúkís-lín- unni. Þetta er myntuís með súkk- ulaðisósu og -bitum. ísinn verður seldur í eins lítra umbúðum. Þetta er 7 bragðtegundin í Mjúkís- línunni en aðrar bragðtegundir eru vanillu, súkkulaði, núggat, karamellu og pekanhnetur, hesli- hnetu og jarðarberja. Nýr bæklingur um svínakjöt Svinaræktarfélag íslands hefúr sent frá sér nýjan bækling um meðhöndlun og matreiðslu svína- kjöts. Hérlendis hefur neysla svínakjöts þrefaldast síðastliðin 15 ár og gæði hafa aukist til muna. í bæklingnum er fjallað um staðreyndir um svínakjöt, meðhöndlun kjötsins og eldun. Einnig era birtar nokkrar upp- skriftir að matreiðslu ýmissa kjöthluta. Bæklingurinn fæst í matvöruverslunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.