Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 9 Utlönd Skálmöldinni í Albaníu ætlar aldrei aö linna: Vopnaðir þrjótar skjóta á sendiráð Þungvopnaðir hópar misindis- manna hafa staðið fyrir árásum í al- bönsku höfuðborginni Tirana og allt suður til landamæranna að Grikklandi á undanfömum tveimur sólarhringum, þrátt fyrir að sex þúsund manna alþjóðleg friðar- gæslusveit undir fomstu ítala sé væntanleg til landsins á næstunni. Ekkert bendir því til að skálmöld- inni sé að linna. Byssumenn skutu að bústað bandaríska sendiherrans í Tirana í gær og urðu bílar fyrir skotum. Þá mddi útlagahópur sér leið inn í grísku ræðismannsskrifstofuna nærri landamærunum og krafðist þess að fá vegabréfsáritanir. Enginn særðist í árásinni á banda- ríska sendiherrabústaðinn þar sem Marisa Lino sendiherra heldur til. Lögreglan sagði að byssukúlurnar hefðu skemmt þrjá bila. Lögreglan réðst til inngöngu á fjölda heimila nærri sendiherrabú- staðnum, lagði hald á mikið magn vopna og handtók nokkra menn. Flestir erlendir stjómarerindrek- ar yfirgáfu Albaníu í síðasta mánuði þegar algjört stjórnleysi greip um sig eftir að þúsundir Albana misstu al- eiguna í íjárfestingasvikamyllu. Bashkim Fino forsætisráðherra sneri heim úr ferð til Grikklands í gær þar sem hann tryggði sér kær- kominn stuðning frá Evrópusam- bandinu (ESB) og Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE). Embættismenn frá ESB, ÖSE og Grikklandi fullvissuðu Fino um að þjóðstjórn hans mundi fá efnahags- og mannúðaraðstoð, auk fjölþjóð- aliðsins undir stjórn ítala sem ætlað er að tryggja að neyðaraðstoð berist í réttar hendur. „Heimsókn mín bar árangur. Stjórn Costasar Simitis ætlar að veita okkur efnahagsaðstoð, þar á meðal matvæli og lyf,“ sagði Fino þegar hann kom aftur heim til Al- baníu. „Á næstu tveimur dögum munum við fá umtalsverðan búnað fyrir lögregluna frá Grikklandi." Reuter Allen Ginsberg með krabba- mein í lifur Bandaríska ljóðskáldið Allen Ginsberg er með ólæknandi í lifur, að því er krabbamein vinir hans og talsmað- ur greindu frá i gær. Gins- berg, sem er sjötug- ur, þjáðist í mörg ár af lifrar- bólgu C sem leiddi til þess að hann fékk skorpulif- ur. Ginsherg kenndi ensku við Brooklyn háskólann og hefur gefið út yfir 40 Ijóðabækur. Hann vinnur nú að útgáfú einn- ar í viðbót. Að sögn talsmanns skáldsins ætlar það að láta ann- ast sig heima í New York. Faðir Ginsbergs lést úr lifrarkrabba- meini fyrir 29 árum. Reuter Áttu þa& til á& gleyma? SHARP QZ-IOSO Skipuleggjari Afar nettur en öflugur skipuleggjari sem gerir þér kleift aS nalda utan um ' upplýsingar á einfaldan og ' máta. sar ilegan Geymir símanúmer vina og ættingja Lætur þig vita um afmælisdag beirra > Minnir pig á tannlæknin, stefnu- mótiÖ, íþróttaæfinguna o.s.frv. Heldur utanum kostnaöarliöi þína 1 Geymir minnispunkta • Ér klukka • Vekur þig • Er reiknivél • Er meö lykilorö (secret mode) Stgr. Kohl vill sitja éfram í embætti kanslara Breska poppstjarnan Rod Stewart og Rachel eiginkona hans stilltu sér upp fyr- ir Ijósmyndara á Dubai-heimsbikarnum í veðreióum í gær. Sfmamynd Reuter Tilkynning Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, um aö hann hygðist leita eftir endurkjöri í fimmta sinn, hefúr hrundið af stað baráttu fyrir kosningamar sem verða haldnar eftir eitt og hálft ár. Kohl sagði frá ákvörðun sinni í sjónvarpsviðtali á 67 ára aímæli sinu í gær. Greindi hann frá því að hann teldi það skyldu sína að bjóða sig fram til næstu þingkosn- inga vegna þeirra verkefna sem fram undan væm í Þýskalandi. Jafhframt kvaðst hann vilja eiga þátt í stækkun Atlantshafsbanda- lagsins, samruna Evrópu og fram- kvæmdinni vegna sameiginlegrar myntar Evrópu. Tilkynning Kohls þaggaði nið- ur orðróm um að hann hefði ekki lengur kjark til að takast á viö vaxandi atvinnuleysi, niðurskurð í velferðarkerfinu vegna mynt- bandalagsins og ýmis önnur vandamál. Aukinn þrýstingur er nú á jafn- aðarmenn að ákveða kanslaraefiii Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands. Simamynd Reuter sitt. Talið er að baráttan standi milli flokksleiðtogans Oskars Lafontaines og Gerhards Schröders, forsætisráðherra jafn- aðarmanna í Neðra-Saxlandi. Reuter Miðvikudaginn 16. apríl mun aukablað um brúðkaup fylgja DV. Fram undan er mjög líflegur Kmi brúSkaupa og af því tilefni mun DV gefa út veglegt aukablaÖ um brúðkaup miðvikudaginn 16. apríl. LögS verður áhersla á fallegt og nýtilegt blað þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og skemmtilegir fróð- leiksmolar skipa veglegan sess. Ollum þeim sem hafa skemmtilegar ábendingar og tillögur um efni blaðsins er bent á að hafa samband við Gyðu Dröfn, blaðamann DV, í síma 550-5828 sem fyrst. Kosningabaráttan í Bretlandi hófst fyrir alvöru í gær þegar Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, kynnti stefnuskrá flokks síns, „sáttmála við þjóðina“ í tíu liðum, og varaði við því um leið að fimmti kosningaósigurinn í röð mundi verða til þess að flokkurinn kæmist aldrei aftur til valda. John Major forsætisráðherra, sem nýtur allt að 24 prósentustiga minna fylgis samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, vandaði keppi- naut sínum ekki kveðjumar og kall- aði stefiiuskrána gabb. „Látið ekki eyðileggja allt það sem okkur hefur áunnist á undan- förnum árum,“ sárbændi Major í ákalli til kjósenda, sem hafa misst tiltrú á íhaldsflokknum vegna kyn- lífshneyksla og spillingarmála sem hafa tröllriðið honum. í stefnuskrá Verkamannaflokks- ins eru menntamálin sett í öndvegi og Blair sagði að framlög til þeirra yrðu aukin. Þá lofaði hann að tekju- skattar yrðu ekki hækkaðir. Hann sagðist ekki vera að lofa gulli og grænum skógum, aðeins því sem Kjúklingur íhaldsins hitti fyrir annan á vegum stuðningsmanna Verka- mannaflokksins. Sfmamynd Reuter hann gæti staðið viö. „Það eru engir töfrasprotar til eða skyndilausnir," sagði Blair við kynningu stefnuskrárinnar. íhaldsmenn hafa sent mann í kjúklingagervi til höfuðs Blair, ef það mætti verða til þess að fá hann til að fallast á sjónvarpskappræður við Major. Enska orðið yfir kjúkling er í daglegu tali notað yfir huglausa menn. Reuter Auglýsendum er bent á aS hafa samband viS Selmu Rut, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720 hiS fyrsta svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. íhaldið sendir kjúkling til höfuðs Tony Blair

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.