Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína fimmtu tónleika í gulri áskriftarröð í gærkvöldi. Á efnisskránni voru þrjú verk. Fyrst Leiðsla eftir Jón Nordal, þá Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler og loks fjórða sinfónía eins þekktasta ljóðatónskálds síðustu aldar, Roberts Schumann. Einsöngvari með hljómsveit- inni í verki Mahlers var Alina Dubik. Stjómandi var Pólverjinn Antoni Wit. Tónleikagestir fengu í Leiðslu Jóns Nordals að kynnast tökum tónskáldsins á allt annarri gerð tónlistar en boðið var upp á fyrir nokkrum vikum þegar Bjarkamál voru leikin. Leiðsla geymir Tónlist Sigfríður Björnsdóttir margar ólíkar stemningar, íjölmörg lit- brigði og sterkar andstæður. í stað rök- rænnar framvindu er eins og verkið hafi marga samtengda fleti og hver flötur er hugsanlega ein hlið af mörgum á ein- hverju sem ekki verður með orðum lýst. Ekki er ólíklegt að kvikmyndaframleið- endur fengju kláða í fmgurna við að hlusta á þetta verk, litríku augnablikin eru svo mörg. Það segir sig sjálft að samfélagi sem tekst að laða til sin hæfíleikafólk er ekki alls vam- að. Á íslandi hafa gegnum árin starfað marg- ir framúrskarandi tónlistarmenn og konur, listamann. í raun er furðulegt hversu fá tækifæri hafa gefist til að heyra hana syngja, svona rödd finnst manni að ætti aldrei að þagna. Alina býr yfir fágætri raddfegurð. Túlkun hennar á hinum krefjandi laga- flokki Mahlers, Kindertotenlieder, var hófsöm en þó tilfinningarík. Röddin var notuð likt og hljóðfæri, litur hennar og hljómur fékk að bera uppi textann og fljóta um i vel leiknum hljómsveitarvefn- aðinum. Þetta var töfrandi túlkun í heild, en fyrir þá sem vilja endilega ein- hverjar athugasemdir þá var helst að finna hnökra í öðra ljóðinu. Alina Dubik hefur náðargáfu sem við þökkum fyrir að fá að njóta með henni. Síðust á dagskrá kvöldsins var fjórða sinfónía Schumanns. Engum dettur í hug að þræta fyrir að þar fari fullboðlegt hljómsveitarverk, en ekki er þaö sérstak- lega frumlegt þó margt sé faglega gert. Miðað við framsækið og framlegt tónmál margra ljóða tónskáldsins þá virðist þessi miðill ekki kalla á það besta hjá honum. Hljómsveitin gerði margt vel undir stjóm Antoni Wit, en ekki virtust þó allir alltaf sammála um nákvæmlega hvenær taktslögin voru slegin. Bestur var þriðji kaflinn í þessum flutningi, líf- legur, ákveðinn og fullur af krafti og ör- yggi. Sjálfsagt getur enginn blásið lífi í klisjurnar i lok síðasta kaflans, dálítið sorg- leg lok á verki sem annars býr yfir nokkrum góðum sprettum. Tónleikamir í heild hins vegar fjölbreyttir og skemmtilegir. Fágæt fegurð Alina Dubik: Töfrandi túlkun. sem hafa að upprana veriö erlendis frá. Við njótum menntunar þeirra, hæfileika og reynslu og verður seint hægt að meta hver áhrif þeirra hafa verið á menningu landsins. Alina Dubik altsöngkona er dæmi um slíkan Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Samtök bókagerðarmanna hundrað ára í dag: Hverju skilaði baráttan? Ingi Rúnar Eðvarðsson hefúr skrifað bókina Samtök bókagerð- armanna í hundrað ár, doðrant upp á 700 síður sem fjallar um sögu allra stéttarfélaga hér á landi í prentiðnaði, Hins íslenska prentarafélags, sem er elsta starf- andi stéttarfélag landsins, Bók- bindarafélagsins, Prentmynda- smiðafélags íslands, Offsetprent- arafélags íslands, Grafiska sveinafélagsins og svo Félags bókagerðarmanna. Hvert félag fær sinn hluta því öll vora þau sjálfstætt starfandi þó að sam- vinna hafi verið á mllli þeirra. „Fyrst og síðast er áhersla lögð á kjarabaráttu í þessari sögu og hverju hún hefur skilað," segir Ingi Rúnar. „En einnig athugaði ég velferðarmálin, að hve miklu leyti bókagerðarmenn eiga þátt í betri lífskjörum á íslandi. Þar reyndust þeir koma oft við sögu, sérstaklega prentarar. Til dæmis stofhuðu þeir fyrsta sjúkrasjóð- inn á íslandi 1897, létu hluta launa sinn renna í hann og greiddu úr honum bætur vegna veikinda og dánarbætur. Ég legg líka áherslu á erlend tengsl hjá prenturum og bóka- gerðarmönnum. Þeir reynast hafa fengið hugmyndir sinar meira og minna frá Danmörku |ngi Rúnar Eövarösson: Framsýni forvígismannanna kom á óvart þar sem forvígismennirnir höfðu starfað. Fyrstu launataxtamir eru til dæmis nánast þýddir úr dönsku." .DV-mynd EÓL Forustusveit Prentarar urðu fyrstir til að stofna stéttar- félag á íslandi, Prentarafélagið í Reykjavík 1887, sem var forveri Hins íslenska prentara- félags. Hvers vegna vora prentarar svona stéttvisir? „Það vora þeir nánast alls staðar í grann- löndum okkar og til þess eru margar ástæð- ur en einkum hvað þeir vora vel lærðir, vel skrifandi og læsir á erlend tungumáil,“ segir Ingi Rúnar. „Þeir fylgdust vel með erlendis, keyptu tímarit og fylgdust með kjörum stétt- arbræðra sinna. Þeir höfðu mikinn faglegan metnað og vissu að þeir voru sér á parti. Vel gefnir menn sem höfðu ekki tök á að fara í langskólanám fóru margir í prentnám. Til dæmis má nefna rithöfundinn Jón Trausta. Sérstaðan orsakast af þvi að í starfi sínu umgengust þeir stjómmálamenn, rithöfunda, skáld og aðra listamenn og voru alltaf að taka til sín nýja strauma. Ég get nefht sem dæmi að í kjarabaráttu prentara 1917 unnu for- sprakkamir í Gutemberg og þar var verið að prenta skýrslu sem embættismenn höfðu tek- ið saman um kjör sín og þróun þeirra. Prent- ararnir tóku þessa greinargerð, færðu sín laun inn í hana og notuðu hana sem rök í sinni kjarabaráttu! Prentarar urðu fyrstir til að semja um átta stunda vinnudag, 1921, tuttugu áram áður en það varð almennt hér, og líka um launað or- lof. Og bókagerðarmenn urðu fyrstir til að semja um fimm daga vinnuviku 1967 í áfóng- um. Þeir hafa alltaf haft auga fyrir þvi sem gat bætt lífskjör fólks og það var snemma unnið samkvæmt lýðræðislegum reglum í fé- lögunum. Fram undir 1960 gat hver atvinnugrein samið fyrir sig en þá upphófust samflotin og eftir það var erfitt fyrir bókagerðarmenn og aðra að vera með sérkröfur. Þeir hafa því misst sérstöðu sína en haldið inni öllum um- sömdum ákvæðum." Aðaluppspretta heimilda að verki Inga Rúnars er skjalasafn Félags bókagerðar- manna. Það eru til nánast allir pappirar, stórir og smáir, frá 1887, fundargerðarbækur, tímarit félaganna og erlend tímarit. Að auki hefur Ingi Rúnar tekið viðtöl við nokkra fé- laga. „Þaö sem kom mest á óvart var framsýni forvígismanna prentiðnaðarins," segir Ingi Rúnar, „hvað þeir eru stórhuga og hugsa langt fram í tímann, hvað þeir hugsa vel um félaga sína, hlusta á álit þeirra, byggja upp lífeyrissjóði, sjúkrasjóði og margt fleira. Meginniðurstaða mín er sú að kjarabarátta þessara stétta hafi einkum verið vamarbar- átta til að verjast rýrnun kaupmáttarins. En það sem stendur upp úr eftir öll verkfollin og baráttuna era félagslegu réttindin, þar verða' raunverulegar framfarir." Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur ritið út. menning u Elly Ameling Undur veraldar Næsti fýrirlestur í röðinni um Undur veraldar er í sal 3 í Háskólabíói á morgun, laugardag, kl. 14. Þá flytur Kristján Leós- son eðlisfræðingur erindið Frá rafeindum til rökrása, en þróun rökrása í tölvum hef- ur verið örari en nokkurn óraði fyrir. Fyrirlesturinn er ætlaður áhugasömum almenningi og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Rússíbanar - aftur og ný- búnir Hinir óviðjafnanlegu Rússíbanar slógu aðsóknarmet á fyrstu tónleikum sínum í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í marsbyrj- un. Á mánudagskvöldið koma þeir þangað aftur: Guðni Franzson, Daníel Þorsteins- son, Einar Kr. Einarsson, Jón Skuggi og Kjartan Guðnason. Auk þeirra dansar tangóparið Hany Hadaya og Bryndís Hall- dórsdóttir sem mesta lukku gerðu á Lista- hátíö í fyrrasumar. Húsið verður opnað kl. 20.30 og ráð að koma snemma. Rússíbanarnir slógu í gegn. DV-mynd Hilmar Þór Nútímaarkitektúr Á mánudagskvöldið heldur arkitektinn Janne Ahlin fyrirlestur í Norræna húsinu um Sigurd Lewerentz, einn merkasta arki- tekt nútímastefnunnar í Svíþjóð. Einkenn- andi fyrir hann er sérstæð efnisnotkun sem vekur sterk, ljóðræn hughrif. Fyrirlesturinn hefst kl. 20. Vor í Múmíndal | Barnamyndin í Norræna húsinu á sunnudaginn er Vor í Múmíndal, þrjár finnskar teiknimyndir með sænsku tali um þessar ástsælu figúrur Tove Jansson. Sýningin hefst kl. 14. Málþing Magnúsar Á sunnudaginn verður síðasta Sjónþing vetrarins 1 Gerðubergi. Það er helgað Magnúsi Tómassyni myndlistarmanni og hefst kl. 14. í tengslum við Sjónþingið verða opnaðar tvær sýningar á verk- um Magnúsar, önnur í Gerðu- bergi á völdum verkum frá ferli hans, hin á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, á nýjum verkum. Auk þess má minna á verk Magnúsar með trúarlegu ívafi sem nú eru til sýnis í anddyri Hallgrímskirkju. Masterclass Elly Ameling Hin heimsfræga hollenska sópransöng- kona EUy Ameling heldur námskeið (masterclass) fyrir unga söngvara í Gerðu- bergi í dag kl. 16-19, á morgun laugardag kl. 10-13 og 14.30-17.30 og á sunnudaginn kl. 10-12.30. Þegar er uppbókað fyrir söngv- ara á námskeiðin og komust færri að en vUdu, en þau era einnig opin áheyrendum sem geta notið kennslunnar utan úr sal. Þaö kostar 1000 kr. inn í hvert skipti, en miði sem gfldir í aUa tlmana kostar 3000 kr. EUy Ameling er hér á vegum Schubert- hátíðarinnar 1 Garðabæ og Menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.