Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: jSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Börn lesa bækur Fyrir páska birtist hér í blaðinu viðtal við Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, prófessor í bókasafns- og upplýs- ingafræði við Háskóla íslands, um könnun sem hún lét gera í janúar á bóklestri barna og unglinga. Tekið var slembiúrtak 800 ungmenna á aldrinum 10 til 16 ára, af öllu landinu, haft var samband við forráðamenn þeirra og að leyfi fengnu var hringt í þau og rætt við þau um bækur og bóklestur. Náðist í yfir 90% nafna úr úrtakinu, sem er óvenjulega góður árangur. Ekki hefur enn verið unnið úr þessari athugun, en grófar niðurstöður hafa fengist úr viðtölum við 10 ára börn, og nokkru nákvæmar hefur verið unnið úr viðtöl- unum við 12 ára bömin. Niðurstöðumar em vægast sagt uppörvandi fyrir þá sem hafa óttast að bóklestur færi minnkandi meðal ungu kynslóðarinnar. Bömin vom spurð hvort þau hefðu fengið bækur í jólagjöf og hverjar þær væm. Þau vom spurð hvort þau hefðu lesið einhverjar bækur síðan um jól og beðin um að nefna þær. Til að fá samanburð voru þau spurð hvort þau hefðu fengið geisladiska í jólagjöf og hvort þau not- uðu alnetið. Alls höfðu 83,6% 12 ára bama fengið bók í jólagjöf, flest fleiri en eina, og mjög svipaðar tölur vom hjá 10 ára bömum, þó ívið hærri. Stærsti hópurinn fær eina til þrjár bækur, en þau fá allt upp í þrettán bækur í jólagjöf. Næstum því öll, eða rétt innan við 80%, höfðu lesið bæk- umar sínar og mörg höfðu lesið miklu fleiri bækur en þau fengu í jólagjöf. Ein stúlka sem fékk margar bækur í jólagjöf sagðist hafa lesið þær allar nema dönsk-ís- lensku orðabókina! í hræðsluáróðri undanfarin ár hefur verið talað um að böm væm hætt að lesa og bókaútgáfa væri á hverfanda hveli. Því ef unga fólkið les ekki þá þverr smám saman hinn læsi hópur í þjóðfélaginu. En í könnun Sigrúnar Klöm og samstarfsmanna hennar kemur líka fram að nær allir þátttakendur - 96,7% 12 ára bama - nota bóka- safn. Sem þýðir að þau em handgengin bókum þó að engum hafi kannski dottið í hug að gefa þeim bækur í jólagjöf. Sigrún Klara á ekki von á því að þessar háu tölur yfir bóklestur haldist áfram. Það verður spennandi að sjá niðurstöðumar úr eldri aldurshópunum og komast að því hvort og þá hvenær breytingar verða á lestrarvenj- um unglinga: hvenær þeir fara að taka aðra miðla fram yfir bækur. En þegar ofar dregur í skólakerfinu lesa nemendur orðið töluvert af bókum fyrir skólann, ekki síst íslenskutímana; sumir þurfa að standa skil á nokkrum skáldsögum á vetri fyrir utan annað námsefni. Þá er eðlilegt að dragi úr frístundalestri. Það er heldur ekki hægt að líta það alvarlegum aug- um þó að dragi úr skemmtilestri þegar fólk eldist. Mestu máli skiptir að geysistór hluti hvers árgangs kynnist bókum vel og kemst að því hvers virði þær em. Böm þjálfast líka í lestri sem kemur sér vel bæði í skóla og á alnetinu - og í lífinu yfirleitt, að sjálfsögðu. Þó að ung- lingar hverfi frá bókum að annarri afþreyingu þá loka þeir engum leiðum fyrir sér. Bækur eru þolinmóðar og geta beðið. Aðstandendur könnunarinnar höfðu sérstaklega orð á því hvað þátttakendur hefðu verið kurteisir, áhugasam- ir og samstarfsfúsir, vel undir það búnir að svara spum- ingum af samviskusemi. Ekki veit ég hvaða meðmæli er hægt að gefa unga íslandi betri en þessi. Silja Aðalsteinsdóttir Þaö hefur legiö fyrir aö viö getum ekki selt Japönum hvalaafuröir þótt viö hefjum veiöar á meöan viö stöndum utan ráösins. Aðild að Alþjóða hvalveiðiráðinu? - já, þaö er skynsamlegt eftirlitsreglur yrðu að taka mið af þeirri um- fjöllun sem ætti sér stað og þeim ákvörð- unum sem teknar væru innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Bæði í hafréttarsamn- ingi Sameinuðu þjóð- anna og fram- kvæmdaáætlun Ríó- ráðstefnunnar er mælt fyrir um skyldu ríkja til samstarfs í þessum efnum og 65. gr. Hafréttarsamn- ingsins fjallar sér- staklega um þessar skyldur hvað varðar sjávarspendýr. Þar segir að ríki skuli „Innganga íslands í Alþjóöa hval- veiðiráðið, og þar með í samfélag þeirra þjóða sem í raun ráða úrslit- um um hvalveiðar í heiminum, mun líka sýna vilja okkar til að undir- gangast alþjóðlegar samþykktir í náttúruverndarmálum. “ Kjallarinn Svanfríður Jónasdóttir alþingismaöur, Þing- flokki jafnaöarmanna ísland gerðist aðili að Alþjóða sáttmálanum um skipan hvalveiða árið 1948 en samþykkti úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu 1991 á þeim forsendum að ráðið starfaði ekki í samræmi við sáttmálann. Að mati margra báru pólitískar áherslur ráösins vísindin ofurliði. Vera íslands utan Alþjóða hval- veiðiráðsins hefur þó ekki orðið til þess að hvalveiðar væru hafnar hér við land að nýju. Þjóöirnar í ráöinu veiöa hval Þrátt fyrir að ísland hafi sagt sig úr ráðinu á þeim forsendum að vera í ráðinu kæmi í veg fyrir sjálfbæra nýtingu hvalastofna og þrátt fyrir tilraun til að skapa möguleika á að hefja að nýju hval- veiðar í samtökum með Norð- mönnum, Grænlendingum og Fær- eyingum (NAMMCO) hafa hval- veiðar ekki hafist. í raun virðast minni möguleikar á því ef Island stendur utan Alþjóða hvalveiði- ráðsins. NAMMCO hefur ekki orð- ið sá vettvangur sem vonir voru bundnar við, m.a. vegna þess að Noregur hefur áfram starfað inn- an Alþjóða hvaiveiðiráðsins og hefur nú í skjóli þess hafið hrefnu- veiðar. Ekki eru líkur á að Norð- menn yfirgefi ráðið enda virðast þeir telja að staða þeirra til veiða sé mun verri utan ráðsins. Þeir hafa líka bent á þaö sem merki um breytingar á afstöðu innan ráðsins að þeir skuli komast upp með að hefja hvalveiðar að nýju. Sé litið til stöðu Norðmanna virðist ein- sýnt að hagsmunum okkar væri betur borgið með að vera einnig innan ráðsins. Japanir stunda einnig hvalveið- ar í vísindaskyni. Þær veiðar fara fram þrátt fyrir veru þeirra í Al- þjóða hvalveiðiráðinu og eru lög- legar samkvæmt sáttmálanum. Á sama tíma hafa íslendingar ekki veitt neinn hval. Þegar ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar setti fram tillögu um hval- veiðar árið 1994 kom það fram að „...starfa saman með verndun sjáv- arspendýra í huga og skuli hvað hvali snertir einkum starfa á vett- vangi viöeigandi alþjóðastofnana að vemdun og stjómun þeirra og rannsóknum á þeim“. Sköpum okkur nýja og betri stööu Það hefur legið fyrir að við get- um ekki selt Japönum hvalaafurð- ir þótt við hefjum veiöar á meðan við stöndum utan ráðsins. Sam- þykkt ráðsins frá áttunda áratugn- um bannar að lönd innan ráðsins kaupi hvalaafurðir af rikjum utan þess. Rökin fyrir því að standa utan ráðsins era því orðin harla léttvæg þegar við verðum við allar okkar ákvarðanir að taka tillit til þeirrar stefnumótun- ar sem þar fer fram, hversu óvísindaleg sem okkur kann að finnast hún. Við erum bundin af ákvörðunum ráðsins hvort sem við erum utan þess eða innan. Möguleikar okkar til að hafa áhrif á stefiiu- mótun þar eru mestir ef við eigum sæti í ráðinu. Alþingi samþykkti með naumum meiri- hluta árið 1983 að nýta ekki rétt lands- ins til að gera fyrir- vara við samþykkt Alþjóða hvalveiði- ráðsins um tíma- bundna stöðvun veiða í atvinnuskyni (svokallaðan núll- kvóta) en slíkur fyr- irvari hefði þýtt að ísland hefði ekki ver- ið bundið af henni. Alþingi þarf, sem lið í inngöngu í ráðið, að samþykkja að gera slíkan fyrirvara og mótmæla banni við hvalveiðum og ganga í ráðið með slíkri bókun. Innganga íslands í Alþjóða hval- veiðiráðið, og þar með í samfélag þeirra þjóða sem í raun ráða úr- slitum um hvalveiðar í heiminum, mun líka sýna vilja okkar til að undirgangast alþjóðlegar sam- þykktir í náttúravemdarmálum. Það er mynd sem er orðin afar mikilvæg fyrir ísland, bæði vegna annarra fiskveiðihagsmuna og markaðssetningar landsins gæða. Það er því skynsamlegt að ganga aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið þrátt fyrir þá staðreynd að afstaða ráðsins til hvalveiða sé ekki ein- imgis byggð á vísindalegum for- sendum heldur einnig pólitískum. Svanfríður Jónasdóttir Skoðanir annarra Skerðing tjáningarfrelsis „Sú hugmynd að gera tjáningu refsiverða er í raun alröng...Hugmyndir um skerðingu tjáningar- frelsis í lýðfrjálsum löndum snúast hins vegar fyrst og fremst um smekk en ekki afbrot. Nema þá að vondur smekkur sé afbrot?...Hvemig er heldur hægt að taka það þjóðfélag alvarlega þar sem prófastar mæta í útvarp og segja að brandari þar sem blindur maður fær sjónvarpsstöðina Sýn sé einstakt guðlast sem beri aö rannsaka af lögregluyfirvöldum?" Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 3. apríl. Samningamálin „Eftir þá samninga, sem gerðir hafa verið á hin- um almenna vinnumarkaði er auðvitað alveg ljóst að vinnuveitendur hvorki vilja né geta gert samn- inga við verkalýðs- og launþegafélög sem enn hafa ekki samið um önnur kjör en þau sem samið hefur verið um við þorra almennra launþega í land- inu...Almenningur mun eiga erfitt með að skilja hvers vegna einstakir starfshópar era ekki tilbúnir að semja um þær kjarabætur, sem fulltrúar megin- þorra launafólks hafa samið um.“ Úr forystugrein Mbl. 3. apríl. Bóndinn í dag „í bændasamfélaginu var það að vera bóndi það sama og vera eigin herra; að vera frjáls maður. í nú- tímanum er bóndi heiti á starfsstétt sem vart má sig hreyfa, fost í neti forræðishyggju og ofstjómunar. Bóndi dagsins í dag er ekki eigin herra: hann ræður ekki hvað hann framleiöir, hvemig eða á hvaða verði...Afleiðingamar eru skelfilegar: Landbúnaður- inn hefur ekki getað lagað sig að breyttum aðstæð- um, bændur era of margir, ofijárfesting er landlæg og laun margra bænda víöa langt fyrir neðan það sem teljast má mannsæmandi." Birgir Hermannsson í Alþbl. 3. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.