Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. APRIL 1997 13 Það sem „fólk vill" Kjallarinn Útmánuðir eru tími árshátíða og leiksýninga og gildir það líka um grunn- og framhaldsskóla. í öllum tilfellum ligg- ur þrotlaus vinna nemenda, kennara, leikstjóra og annarra að baki. Þarna fer fram kennsla á mörgum ólíkum sviðum, ekki sam- kvæmt náms- eða stundaskrá heldur í félagsþroska, rján- ingu og framkomu, svo eitthvað sé nefnt. KriStin Æfingatímabilið er Steinsdóttir ekki alltaf tekið út rithöfundur með sitjandi sæld- ^^^^—^^^— inni en uppskeran er ríkuleg og þá er hitt fljótt að gleymast. Mikil spenna Oftar en ekki einkennist stemn- ingin í grunnskólunum af mikilli spennu í árshátíðarbyrjun. Tekst honum eða henni að muna sitt eða æða þau kannski fram af sviðinu í sveifiu, tungan læðist út í munnvikin og ein- beitingin er ógurleg. Hópurinn er í láns- stígvélum, sumum í stærri kantinum, en þau fljúga ekki fram í salinn. Það gera hatt- arnir á hinn bóginn. Svo er klappað, hlegið og stappað. Upplesturinn bregst aldrei, ekki heldur kórinn eða tískusýn- ingin og hljómsveitir reka lestina. Þar er komið ungt fólk með alvöru músíkdrauma í maganum. í salnum sitja pabbi og mamma með litlu systkinin í fanginu, kannski líka afi og amma, allir þrælmontnir en dálít- ið andstuttir, komu á harðahlaup- um í sýningarbyrjun beint úr vinnunni... Bölvað stress alltaf! Erum viö ekki stolt? í framhaldsskólunum einkenn- ist allt af meiri yfirvegun. Þar eru ___________, menn búnir að „Erum viö ekki stolt af öllu hæfileikafólkinu í íslenskum skólum?" - A leiksýningu Menntaskólans viö Hamrahlíö. „/s/enskt skemmtanalíf á líka hugi fjölmiðla. Sömu þreyttu and- litín í fimmtugasta sinn á pub eða frumsýningu meö glas í hendi, þad er nú aldeilis vinsælla myndefni en að líta inn á árshátíð í grunn- skóla." öllu stressinu? Svo dettur á dúna- logn, ljósin koma upp í salnum og allt rennur af stað. Heilar bekkjardeildir leika leik- rit sem kennarar hafa legið yfir að æfa í frítímanum (þeir verða nú líka að vinna fyrir kaupinu sínu!) og þarna stíga atvinnuleikarar framtíðarinnar sín fyrstu skref. Aðrir dansa kúrekadansa með slipast í tíu ára grunnskóla og taka fagmann- lega á hlutun- um enda komn- ir með leik- stjóra á laun- um. Viðfangs- efnin eru margvísleg, allt frá grískum harmleikjum til islenskra samtíðarverka en allt unnið af sömu alúð. Beint úr þessum skólum þreyta ýmsir inntöku-próf í Leiklistarskóla ís- lands. Erum við ekki stolt af öllu hæfi- leikafólkinu í íslenskum skólum? Jú, jú, sjálfsagt erum við það séum við spurð. En það er enginn að gera veður út af þessu fólki og margir verða lítið varir við það enda er því ekki beinlínis haldið að okkur. (Ekki nema þegar úrslit- in úr samræmdu prófunum eða nýjar samanburðarkannanir við Singapore birtast...) Við rekumst ekki oft á myndir af þessum hópum í fjölmiðlum en á hinn bóginn eru heilu síðumar af frægu fólki utan úr heimi að fara í boð með öllu hinu fína fólk- inu, svo ég tali nú ekki um ef ein- hver er óléttur úr því gengi eða hefur eignast barn nýlega! Þá ætl- ar allt að tryllast... íslenskt skemmtanalíf á líka hugi fjölmiðla. Sömu þreyttu and- litin í fimmtugasta sinn á pub eða frumsýningu með glas í hendi, það er nú aldeilis vinsælla myndefni en að líta inn á árshátíð í grunn- skóla. Stundum hef ég spurt fólk í kringum mig af hverju það haldi að þetta sé svona. Mönnum vefst tunga um tönn en flestir hallast þó að því að þetta sé af þvi að „fólk vilji" það. Hvaða fólk? Ekki hef ég beðið um þetta. Spör á rýmiö Blöð sem birta gagnrýni um áhugaleikhópa gera það oft vel en stundum svo sparlega að þau eiga t.d. ekki pláss fyrir mynd til að láta fylgja með, ég tala nú ekki um í lit. Ég hef ekki orðið vör við ann- að en að það væri nóg rými í fjöl- miðlum ef börn og unglingar eru að berja hvert annað eða ef þeim verður eitthvað á og þá allt í lit... Það er þó sem betur fer mun sjaldnar en hitt. Við erum forrík þjóð í mörgu tilliti, eigum efnileg börn og ung- linga sem þarf að örva og leggja rækt við. Þurfum við ekki að staldra við, gera uppskurð á verð- mætamati og sinnuleysi okkar sjálfra og skoða hvert stefnir? Eða er það í rauninni þetta sem „fólk vill?" Kristín Steinsdóttir Hlutleysi fjölmiðla? Nú liggur fyrir að starfsleyfi fyr- ir Norðurál hf. hefur verið undir- ritað, vegna fyrirhugaðs álvers að Grundartanga. Allan þann tíma sem starfsleyfið hefur verið til meðferðar hjá þeim aðilum sem um það eiga að fjalla, hefur mér fundist umræða ljósvakamiðla hafa verið einhliða og vagn þess fámenna hóps sem lýst hafa sig mótfallna stóriðju á islandi verið dreginn með hjálp stærstu og öfl- ugustu fjölmiðla landsins, þ.e. RÚV og Stöðvar 2. Eintóm mengun? Til að mynda hefur það ekki náð tilsettri athygli þessara fjöl- miðla, frekar en annarra sem „Ekki hefur verið haldið á lofti hve ávinningur þjóöarbúsins sé mikill, né heldur sú gífurlega þýðing sem framkvæmdin hefur fyrir Vestur- land." reynt hafa að leggja stein í götu ál- versframkvæmda, að framleiðsla á áli hefur i för með sér stórkcstléga möguleika til að minnka mengun. Ég nefni dæmi, hve miklu minni orku, sem ekki getur talist um- hverfisvæn, þarf að brenna, fyrir það eitt að ál er notað i mjög auknu mæli í hvers konar vélar og farartæki? Ég vil líka minna á að það var tínt til sem rök gegn fram- kvæmdum, að stóriðja og annar mengandi iðnaður myndi skaða ferðamannaiðnað hér á landi, þannig að hingað vildi ekki nokk- ur maður koma. Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur áætlar í grein sem birtist eftir hann í DV nú fyrir skemmstu, hve mikið hver ferða- maður mengar andrúmsloftið við komu sina til landsins. Gróflega er áætlað að hver ferðamaður noti u.þ.b. 400-500 1 af bensíni eða skyldum orkugjöfum í sambandi við komu sína og dvöl á landinu. Fólksfækkun á Vesturlandi Ekki hefur verið haldið á lofti hve ávinningur þjóðarbúsins sé mikill, né heldur sú gífurlega þýð- ing sem framkvæmdin hefur fyrir __, Vesturland. Þar hefur fólksfækk- un verið mikil og ekki ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram, ef ekki kemur til sam- bærileg fram- kvæmd og nú er loksins að líta dagsins ljós að Grundartanga. Án atvinnu er engin byggð, það er staðreynd sem enginn fær hrakið. Fjölmiðlar hafa hins vegar setið um þau mótmæli sem á lofti hefur verið haldið, og fallið um leið í þá gryfju, að sýna helst bara annan flötinn á málinu. Þó fannst mér taka steininn úr þegar boðað var til borgarafundar um umhverfis- mál í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar lét einn af stjórnendum fundarins (sem er starfsmaður RÚV) þó svo Pétur Ottesen verslunarmaöur og bæj arfulltrúi á Akranesi lítið að hafa samband við mig, sem einn af þeim er stóð fyrir undirskriftasöfnun- inni „Álver, já takk". Varð úr að ég fór á fundinn þar sem ég taldi víst að ekki væru margir sem legðu þangað leið sína, til að tala máli þess mikla meiri- hluta sem er fylgj- andi byggingu álvers að Grundartanga. Einhverra hluta vegna grunaði mig að stór hópur svo- kallaðra „Sólar- manna" myndi mæta og einoka umræðuna um álverið, sem líka varð raunin. „Neyslufíklar" En þegar seinni „hálfleikur" fundarins byrjaði, var kallaður í pallborðið Guðmundur Sigvalda- son jarðfræðingur og einn helsti hugmyndafræðingur „Sólar í Hvalfirði". Þá sá ég í hvað stefndi. Þessi minnihlutahópur varbúinn að vefja fjölmiðlamönnum um fingur sér enn og aftur. Nú eins og áður átti bara að sýna annan fiöt- inn á málinu og að sjálfsögðu þann flötinn sem líklegri var til að vera meiri fréttamatur. Það sem kom fram í máli Guð- mundar ætla ég ekki að gera að umræðuefni hér, en leiði þó hug- ann að því hvernig Guðmundi og félögum sé vært í svo óvinveittu Kjallarínn þjóðfélagi, samsettu og stjórnað af „neyslu- fíklum". „Neyslufíkl- um" sem engu eira, engu hlífa og hlusta ekki á rök þeirra sem vita hinn eina „stóra sannleika" um lífið, framtíðina, gildi menntunar, hagvöxt, umhverfið og allt ann- að sem máli skiptir í veröldinni. Og að sjálfsögðu stóðu „Sól- armenn" upp og klöppuðu í hvert sinn er „leiðtoginn" hafði talað. Mjög svo leik- ræn framsetning sem greinilega gengur vel "" í fjölmiðlafólk. Undirritaður var bú- inn að biðja um orðið frá því að fyrirspurnir voru leyfðar og komst loksins að þegar 5 mín. voru eftir, þ.e. þegar að 55 af 60 mín. voru liðnar af fyrirspurnartíma. Þá var eins og fréttamaður RÚV vaknaði af Þyrnirósarvefni og spurði hvort ekki væri einhver frá „Álver, já takk" á staðnum. Eins og gefur að skilja eru 5 mín. ekki langur tími til að bera fram fyrirspurnir og fá svör við þeim, og velti ég því hreinlega fyrir mér hvort leikur- inn hafi verið til þess gerður að sýna lit svona í blárestina og fá hina skoðunina fram á málinu? Miðað við það sem á undan er gengið í umfjöllun um þetta mál hef ég hreinlega ekki ástæðu til að ætla annað. Pétur Ottesen Kjartan Olafsson, formaour Sam- bands garoyrKJu- bænda. Með og á móti Verndartollar á grænmeti í stað ríkís- styrkja „Þegar við gerðumst aðilar aö Gatt-samningnum varð sú breyt- ing á að í stað boða og banna var innflutnmgur opinn inn í landið en farið eftir þessum Gatt-samn- ingum um að settir yrðu verndartollar til að vega upp mismun á heimsmark- aðsverði og innlendu verði. Þetta á við um öll lönd sem eiga aðild að Gatt. Mis- muninn er ver- ið að vega upp vegna þess að annars staðar í heiminum er framleiðsla styrkt og framleiðslukostnaður niður- greiddur. í löndum Evrópu- bandalagsins eru miklir styrkir settir í garðyrkjuframleiðslu og þess vegna er eðlilegt og sjálfsagt að hafa þessa vemdartolla. Garð- yrkjubændur hafa ekki óskað eft- ir því að þessar niðurgreiðslur í styrkjum og öðru komi inn í ís- lensku framleiðsluna. Við viljum njóta þessarar aðlögunar og keppa frekar á þessum grunni. Það má ekki gleyma því að það eru verndartollar inn í fleiri lönd en Island og það er útilokað fyrir íslendinga að flytja grænmeti til annarra Evrópulanda vegna hárra verndartolla. Þetta virkar í báðar áttir og ekki einsdæmi á íslandi. Ef við viljum framleiða hér matvæli verðum við að búa atvinnugreinunum sömu rekstr- arskilyrði og það er gert með þessum verndartollum. Garð- yrkjubændur styðja þá frekar en ríkisstyrki. Brot á mann- réttindum „Af hverju má ég sem einstak- lingur ekki gera það sem er skynsamlegt? Ef að ríkisvaldið vill grípa til svona pólitískra að- gerða á að gera það með beinum greiðslum eða niðurfeOingu á gjöldum til framleiðenda. Það á ekki að neyða fólk til aö gera óhag- kvæm inn- kaup. Með þessu er mér meinað að kaupa vörur sem eru marg- falt ódýrari og skikkaður til að kaupa dýrari vörur sem er brot á mannréttind- um. Framleiðendur eru með óheftan möguleika á að okra á neytendum. Álögurnar leggjast ofan á vinsælustu og algengustu grænmetistegundir kosta marg- falt verðið erlendis. Þetta eru svo rosalegar álögur sem sveifla vísi- tölunni mikið til og hækka lán heimilanna. Þar af leiðandi eru verndartollarnir mjög ranglátir. Það er hagkvæmara að borga þessum mönnum fyrir að fram- leiða ekki. Atvinnutækifærin hér eru fjölmörg en það á ekki endilega að grípa þau verstu. Auðvitað óskar maður grænmet- isbændum alls hins besta en með þessum aðgerðum er séð til þess að það verður aldrei hægt. Þess- ir ofurtollar verða trappaðir nið- ur á ákveðnum tíma og allt í einu verða grænmetisbændur ós- amkeppnisfærir í stað þess að gera kröfu til þeirra að aðlaga sig markaðnum. Það er lika ákveðin heilbrigðisstefna að hafa lágt verð á grænmeti til þess að auka neyslu. -jáhj Jón Magnússon, varaformaður Neyt- endasamtakarrna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.