Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 15
+ 14 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 FOSTUDAGUR 4. APRIL 1997 27 £J íþróttir Iþróttir KR vann Val KR sigraði Val, 2-1, í A-deild Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu í gærkvöld. Þórhallur Dan Jóhannsson og Þorsteinn Jónsson skoruðu fyrir KR en Guðmundur Brynjólfsson fyrir Val. Staðan í deildinni er þannig: Fram 3 3 0 0 9-2 9 KR 3 2 10 6-37 Valur 3 111 5-3 4 Vikingur 3 111 3-3 4 Fylkir 3 0 12 1-6 1 ÍR 3 0 0 3 2-90 Ármann vann KSÁÁ, 3-1, í B- deildinni í gærkvöld. -VS Paraguay efst Paraguay tók í fyrrinótt for- ystuna í Suður-Ameríkuriðlin- um í undankeppni HM í knatt- spyrnu með góðum sigri á Kól- umbíu, 2-1. Bólivía komst í þriðja sætið með 2-1 sigri á Argentínu, Perú og Ekvador skildu jöfn, 1-1, og Uruguay vann Venezuela, 3-1. Eftir níu umferðir af 16 er Paraguay með 20 stig, Kólumbía er með 17, Bólivía 13, Ekvador 13, Argentína 13, Uruguay 13, Perú 10, Chile 9 og Venezuela 1 stig. Fjögur efstu liðin komast í lokakeppnina í Frakklandi. -VS Juninho fer ekki Bryan Robson, framkvæmda- stjóri Middlesbrough, sagði í gær að ekki kæmi til greina að selja Brasilíumanninn Juninho til Valencia á Spáni fyrir 770 milljónir króna. Robson sagði að það þyrfti að bæta einu núlli aft- an við þá tölu. -VS Donar tapaði Herbert Arnarson og félagar 1 Donar töpuðu í gærkvöldi fyrir Finish Profiles, 83-82, á útivelli. Þetta var annar leikur liðanna í undanúrslitum hollenska körfu- boltans og staðan er 1-1. Þrjá sigra þarf til að komast í úr- slit. -VS Goffferð til Slóveníu Golfdeild Úrvals-Útsýnar ætlar að bjóða upp á golfferð til Slóveníu 20.-25. maí. Þar verður spilað golf viö hinar bestu aðstæður í 5 daga. Verðið 1 þessa ferð er krónur 63.900 staðgreitt á mann í tvíbýli, 67.400 stað- greitt á mann í einbýli og 53.100 staðgreitt á mann án golfs. Allar nánari upplýsing- ar fást hjá Úrval-Útsýn í síma 569-9300. -GH Bergljot og Jóhann Bergljót Kristinsdóttir, GKG, sigraði í kvennaflokki á golfmóti sem Úrval-Útsýn hélt á Islantilla á Spáni á dögunum. Bergljót fékk 32 punkta. Guðrún Garðarsdótt- ir, GR, varð önnur með 27 punkta og Guðrún Guðmunds- dóttir, GK, þriðja með 27 punkta. Hjá körlunum sigraði Jóhann H. Sigurðsson, GKJ, með 31 punkta. Guðmundur Hallsteinsson, GK, varð annar 29 punkta og Andrés Guðmundsson, GKG, þriöji með 29 punkta. -GH NBA-deildin í nótt: Chicago tapaöi Óvæntir hlutir áttu sér stað í Robinson 15, Brown 13, Newman 13. NBAí nótt. Chicago tapaði fyrir Washington og Orlando lá á heimavelli fyrir LA Clippers. Úr- slitin í nótt: New Jersey-Charlotte.....87-93 Gill 26, Casell 18, Jackson 14 - Rice 24, Pierce 19, Heiger 18. Washington-Chicago .... 110-102 Strickland 26, Muresan 24, Cheaney 17 - Jordan 34, Pippen 26, Caffey 10. Orlando-LA CUppers ___94-113 Hardaway 27, Anderson 21, Seikaly 18 - D.Martin 31, Vaught 15, Outlaw 12. Seattle-Milwaukee......103-89 Payton 22, Perkins 17, Schrempf 13 - Golðen State-Dallas.....106-90 SpreweU 25, Price 16. Smith 15 - Harper 19, Pack 17, Danilovic 17. Miami-Indiana..........92-78 Mashburn 23, Mourning 17 - Smits 16, Best 13. Washington hafði mikla yfir- burði gegn Chicago í fráköstunum en þar söknuðu meistararnir Dennis Rodmans sem er meiddur. Rod Strickland lék vel fyrir Washington, skoraði 26 stig, átti 14 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Líklegt er að þessi félög mætist í 1. umferð úrslitakeppninnar. -GH Haukastúlkur í góðum málum - eftir annan sigur á Stjörnunni Það var skemmtilegur leikur sem áhorfendur fengu að sjá í viðureign Hauka og Stjörnunnar í úrslita- hrinu 1. deUdar kvenna í handbolta í gærkvöld. Bæði lið sýndu skemmtUega takta, leikurinn hrað- ur og áhorfendur vel með á nótun- um. Haukar sigruðu, 28-22, og eru með 2-0 forystu í einvígi liðanna, og geta tryggt sér titUinn með sigri í þriðja leiknum á morgun. „Þetta var erfitt eins og aUir þess- ir leikir verða. Liðin eru það jöfn að þetta ræðst ekki fyrr en á síðustu 10 mínútunum. Við erum að spila sterka vörn og fá hraðaupphlaup sem gerir gæfumuninn. Nú er bara að mæta 1 næsta leik eins og hvern annan leik, óháð því hver staðan er í dag," sagði kátur þjálfari Hauk- anna, Magnús Teitsson. Gestirnir byrjuðu leikinn af mikl- um krafti, staðráðnar í því að bæta fyrir síðasta leik. Þær gerðu fyrstu tvö mörkin og héldu forystunni fyrstu 20 mín. Þá jöfnuðu Haukarn- ir 7-7, náðu yfirhöndinni og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-9. Síðari hálfleikur var siðan jafn og spennandi lengst af. Stjarnan komst yfir 13-14 þegar 10 mín. voru liðnar af hálfleiknum og þegar 9 mín. voru eftir var staðan jöfh, 19-19, og aUt virtist í járnum. En Haukastúlkur voru ekkert á því að auka spennustigið siðustu mínúturnar og gerðu sex mörk í röð. Atkvæðamestar Hauka voru þær Vigdís Sigurðardóttir og Andrea Atladóttir en hjá Stjörnunni átti Ragnheiður Stephensen mjög góðan leik og gerði 14 mörk. Herdís Sigur- bergsdóttir var einnig sterk og þá sér í lagi í vörninni. -ÖB Vinnur Beck- ham tvöfalt? I gær var tUkynnt hvaða leikmenn hefðu verið tilnefhdir í kjöri enskra knattspyrnumanna á leikmanni ársins og efnilegasti leikmaður ársins. Úrslit- in verða kynnt þann 13. apríl. David Beckham hjá Manchester United á möguleika á tvöföldum sigri því hann er tilnefhdur í báðum flokk- um. Þessir koma tU greina: Leikmaður ársins: Beckham, Roy Keane (Man.Utd), Steve McManaman (Liverpool), Alan Shearer (Newcastle), Ian Wright (Arsenal), Gianfranco Zola (Chelsea). Sá efnilegasti: Beckham, Ole Gunn- ar Solskjær (Man.Utd), Robbíe Fowler (Liverpool), EmUe Heskey (Leicester)j Chris Perry (Wimbledon), Patrick Vieira (Arsenal). -VS Haukar (11) 28 Stjarnan (9) 22 0-2, 1-2, 3-5, 7-7, 9-7, 10-8, (11-9), 11-10, 12-10,13-14, 17-15, 19-19, 25-19, 25-20, 28-22. Mörk Hauka: Andrea Atladóttir 7, Thelma Árnadóttir 6, Auður Her- mannsdóttir 4, Hulda Bjarnadóttir 4, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Judit Ez- stergal 3, Harpa Melsted 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 15. Mörk Srjörnunnar. Ragnheiður Stephensen 14/4, Herdis Sigurbergs- dóttir 3, Björg Gilsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 1, Nína K. Bjórnsdðttir 1, Rut StJBÍnsen 1. Vafin skot: Fanney Rúnarsdóttir 11. Brottvísanir: Haukar 4 mín., Stjarnan 4 mín. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli H. Jóhannsson, góðir. Áhorfendur: Um 350. Maður leiksins: Ragnheiður Stephensen, Srjörnunni. Þetta er Dagný Linda Kristjánsdóttr, skíöadrottningin unga frá Akureyri sem sló í gegn á skíöalandsmótinu. í vik- unni hafa tvfvegís birst rangar myndir meö fréttum af Dagnýju, á forsföu og í viötali f Dags-önn. Hér er hún loksins sjálf og DV biöur hana velvirfiingar á ruglingnum. Gunnari gekk vel hjá Malmö Gunnar Már Másson, knattspyrnumaður úr Leiftri, er kominn heim eftir vikudvöl hjá sænska úrvalsdeUdarliðinu Malmö FF. Þar gekk honum mjög vel og svo gæti farið að hann léki með þessu kunna félagi í sumar. „Ég spUaði tvo leiki með Malmö gegn liðum úr 2. deUd, auk þess sem ég æfði tvisvar á dag með liðinu. f fyrri leiknum skoraði ég tvö mörk í 5-0 sigri og í þeim síðari gekk mér líka vel. Þá unnum við 3-1 en ég bað um skiptingu í hálfleik því ég var alveg útkeyrður eftir erfiða viku. Forráða- menn Malmö buðu mér að vera lengur en ég varð fyrir tognun í læri og varð að taka mér nokkurra daga hlé og því fór ég heim," sagði Gunnar Már við DV í gærkvöld. Um framhaldið sagði Gunnar að það réðist af gengi Malmö í fyrstu leikj- um úrvalsdeUdarinnar sem hefst á sunnudag. „Malmö er með fjóra sókn- armenn en þeim hefur gengið mjög Ula að skora tU þessa. Forráðamenn félagsins ætla að bíða og sjá hvort rætist úr því í fyrstu leikjunum, en ef það gerist ekki er líklegt að þeir hafi samband við mig aftur. Aðstæðurn- ar hjá Malmö eru frábærar, glæsUegur vöUur og góð umgjörð, og það yrði gaman að fá þar tækifæri," sagði Gunnar Már. -VS Meistaratitillinn blasir við Keflavík - eftir sigur í hörkuleik í Grindavík, 97-100 DV, Suðurnesjum: Keflvíkingar eru komnir með aðra höndina á íslandsmeistaratitUinn í körfuknattleik eftir annan sigur sinn á Grindavík, 97-100, í mögnuðum leik í Grindavík í gærkvöld. Þar fengu áhorf- endur að sjá aUt það besta sem gerist í íslenskum körfubolta. Keflvíkingar geta tryggt sér titUinn í þriðja leiknum á heimaveUi sínum á sunnudaginn. Grindvíkingar voru með góða for- Arnar hjá Lokeren DV, Belgiu: Arnar Þór Viðarsson, knatt- spyrnumaðurinn efhUegi úr FH, dvelur þessa dagana hjá belgíska 1. deUdar liðinu Lokeren. Hann lék sem vinstri bakvörður með unglingaliði félagsins gegn Tielen á miðvikudag og átti ágætan leik en Lokeren vann, 4-0. Um helgina spUar Arnar með varaliði Lok- eren gegn Harelbeke. -KB ystu lengst af en Keflvíkingar höfðu meira úthald á lokamínútunum. Þeir höfðu hvUt sína menn meira meðan mikið mæddi á lykUmönnum Grind- víkinga frá fyrstu mínútu. Það voru 3ja stiga körfurnar og vörnin sem skUuðu Keflavík sigrinum. Falur Harðarson fór fremstur í flokki og skoraði sjö 3ja stiga körfur, þar af 5 í siðari hálfleik. „Við neituðum að gefast upp eftir að þeir náðu góðu forskoti. Með tapi hefð- um við farið aftur á byrjunarreit," Skoraði þrennu á tveimur mínútum Valdimar Kristófersson setti lUdega is- landsmet, ef ekki eitthvað meira, þegar hann skoraði þrjú mörk á tveimur mínútum í 7-1 sigri Stjörnunnar á Aftureldingu í deUdabik- arnum í knattspyrnu í gærkvöld. Hin mörk- in gerðu Ragnar Árnason 2, Helgi Björgvins- son og Gauti Laxdal en Ágúst Guðmundsson svaraði fyrir Aftureldingu. Breiðablik vann Ægi, 5-1. Kjartan Einars- son 2, Sævar Pétursson, Bjarki Pétursson og ívar Sigurjónsson skoruðu fyrir BlUca en Björgvin Stefánsson fyrir Ægi. -VS sagði Falur. Damon Johnson var óflug- ur undir lokin, bæði í vörn og sókn, Guðjón átti góðan leik og Kristinn og Albert i síðari hálfleik. „Þetta eru vonbrigði eftir að hafa spUað vel framan af. Vörnin klikkaði á lokakaflanum og því fór sem fór," sagði Marel Guðlaugsson, fyrirliði Grindvík- inga. Hjá þeim var Myers frábær, sem og Jón Kr., og Helgi, Pétur og Unndór áttu aUir góðan fyrri háUleik. -ÆMK Steinar Ingimundarson í einkamál gegn Skotanum Tony Ashcroft: „Niðurstaða kvið- msins ótrúleg" - segir Gunnar Guðmundsson lögfræöingur um dómsniðurstöðuna í Skotlandi I I Steinar Ingimundarson knatt- spyrnumaður fer væntanlega í einkamál við skoska leikmanninn Tony Ashcroft, sem kjálkabraut hann í vináttuleik Víðis úr Garði gegn PoUock i Skotlandi í fyrra- vor. Eins og fram kom i DV í gær var dómsniðurstaða í Skotlandi sú að ekki væri sannað að Ashcroft hefði kjálkabrotið Steinar. „Það var ríkissaksóknari Skot- lands sem kærði Ashcroft, í kjölfar lögregluskýrslu sem tekin var eftir leikinn. Málið þótti það alvarlegt að það var tekið fyrir af efsta dóm- stigi undirréttar, með 15 manna kviðdómi. Saksóknarinn taldi greinilega mjög alvarlegt áð svona atvik ætti sér stað í vináttuleik gegn erlendum gestum. Enda var Ashcroft dæmdur í sex leikja bann fyrir þetta atvik og skoska félagið bað Víðismenn afsökunar á framkomu hans," sagði Gunnar Guðmundsson lögfræðingur sem var viðstaddur réttarhöldin i Skot- landi í síðustu viku. Dómarinn nákvæmur en leikmenn meö nýja sögu „Niðurstaða kviðdómsins var ótrúleg. Dómari leiksins bar vitni og lýsti atvikinu nákvæmlega. Hann sagði að brotið hefði verið a Steinari, sem hefði verið að búa sig undir að taka aukaspyrnu þeg- ar Ashcroft kom hlaupandi og skaUaði hann í andlitið. Síðan báru þrír leikmenn PoUock vitni og komu með nýja sögu. Þehr sögðu að Ashcroft hefði ætlað að stUla tU friðar, Steinar hefði skyndilega dottið og enginn vitað hvað gerðist. Skoskur lögmaður sem fer með mál Steinars fyrir skoskum dóm- stólum leggur tU að Steinar fari í einkamál. Staða hans í sllku máli sé mjög sterk vegna vitnisburðar dómarans. Við höfum skrifað KSÍ og óskað eftir stuðningi sambandsins í þessu máli þar sem Steinar hefur orðið fyrir miklum fjárútlátum. Undirtektir þar verða vonandi já- kvæðar þvi þetta hlýtur að vera kjörið dæmi fyrir KSÍ að styðja," sagði Gunnar. Steinar sagði við DV í gærkvöld að sinn kostnaður vegna læknis- og lyfjameðferðar væri orðinn á þriðja hundrað þúsund krónur og ekki sæi fyrir endann á honum. „Svo vU ég taka fram, vegna frétt- ar DV í gær þar sem vitnað var í DaUy Record, að það kom skýrt fram hjá mér í réttinum að kjálka- brotið hefði ekki bundið endi á fer- U minn hjá Víði. Annað er mis- skilningur hjá skoska blaðinu," sagði Steinar Ingimundarson. -VS Island Kína (16) 31 (10) 22 0-1, 2-2, 6-2, 9-3, 10-4, 15-6, (16-10), 18-11, 19-14, 21-17, 22-19, 26-20, 31-22. Mörk íslands: Gústaf Bjarnason 21/2, Patrekur Jóhannesson 4, Gunn- ar B. Viktorsson 2/1, Geir Svelnsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Jón Freyr Egilsson 1, Júlíus Jónasson 1. Varin skot: Guömundur Hrafn- kelsson 13, Reynir Þór Reynisson 10/1. Mörk Kína: Wang Xindong 7, Song Gang 4, Zhang Jingmin 4, Liu Dedong 3, Yan Tao 2, Mo Zhujihan 1, Guo Weidong 1. Varin skot: He Jun 13, Wang Bin 4. Brottvísanir: tsland 4 min., Kína 4min. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvaldur Erlingsson, höföu mjög góð tök á rólegum leik. Áhorfendur: Um 800, fullt hús. Maður leiksins: Selfyssingurinn Gústaf Bjamason. Met hjá Gústa - skoraði 21 mark gegn Kínverjum á Selfossi DV, Selfossi: Grindavík (48) 97 Keflavík (43) 100 10-0, li-i, 22-11, 28-15, 32-21, 43-31, 46-34, (48-13), 48-49, 52-53, 69-58, 78-76, 84-76, 92-38, 92-96, 94-96, 94-100, 97-100. Stig Grindavíkur: Herman Myers 37, Pétur Guðmundsson 18, Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Jón Kr. Gísla- son 10, Unndór Sigurðsson 9, Páll Axel Vilbergsson 5, Marel Guðlaugs- son3. Stig Keilavíkur: Damon Johnson 25, Falur Harðarson 23, Guðjón Skúlason 18, Albert Óskarsson 12, Kristinn Friðriksson 8, Birgir Örn Birgisson 7, Gunnar Einarsson 5, El- entínus Margeirsson 2. Fráköst: Grindav. 39, Keflavík 31. 3ja stiga körfur: Grindavík 21/9, Keflavík 31/16. Vítanýting: Grindavík 18/13, Keflavík 13/12. Dómarar: Helgi Bragason og Jón Bendur, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 750. Maður leiksins: Falur Harðar- son, Keflavik. Gústaf Bjarnason, SeUyssingur- inn í liði Hauka, ritaði nafn sitt í sögubækur islensks handknattleiks í gærkvöld. Hann skoraði 21 mark í sigri íslendinga á Kínverjum á Sel- fossi, 31-22, og er það met í leik hjá íslenska landsliðinu. Að loknum fyrri hálfleik hafði Gústaf skorað 9 mörk og staðan var 16-10. f síðari hálfleik var sama sag- an og á síðustu mínútunum snerist aUt um Gústaf. Áhorfendur voru löngu hættir að kaUa: „ísland, ís- land," en þess í stað hljómaði „Gústi, Gústi." Þegar 7 mínútur voru eftir skoraði Gústaf 18. mark sitt og þar með var metið slegið. Hann bætti þremur mörkum við og þau hefðu getað verið fleiri en Wang Bin kom í mark Kínverja undir lok- in og varði nokkur skot frá Gústafi. Leikur Islands í lokin gekk út á að bæta metið. „Við vUdum að nútíðin ætti metið," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari. Gústaf var mjög duglegur í leikn- um, var aUtaf að, iðinn við að fiska boltann og nýtti sín færi mjög vel. í síðustu sóknunum lötraði hann þó tU baka í vörnina eins og gamaU himdur. Stundum komst hann ekki nema aftur að miðju, þá voru íslend- ingar búnir að ná boltanum og sendu auðvitað beint á Gústaf. Patrekur reif sig einnig oft upp og í fyrri hálfleik varði Guðmundur mjög vel. Reynir Þór stóð í markinu í síðari hálfleik og varði einnig vel. A Lítið bar á öðrum leikmönnum en boltinn gekk vel á miUi manna og hópurinn virðist mjög þéttur sem heUd. „Við höfum haft lítinn tíma tU æf- inga svo ég er mjög sáttur við út- komuna úr þessum tveimur leikj- um. Við sjáum beiur hvar við stönd- um núna gegn liðum eins og Japan og Suður-Kóreu en þau spila mjög svipaðan handbolta og Kínverjar. Hreyfimynstrið er annað hjá þeim og okkur reynist t.d. betur að spUa 6/0 vörn gegn liði sem þessu. Þetta var þess vegna fínt veganesti og ég er sáttur," sagði Þorbjörn Jensson við DV. -GKS ^ Gústaf Bjarnason: Eg kann hvergi eins vel við mig DV, Selfossi: „Ég er alveg búinn," sagði Gúst- af Bjarnason eftir leikinn í gær- kvöld. Hann fékk góðar móttökur á SeUossi, enda SeUyssingur í húð og hár og lék þar frá barnsaldri þar tU hann söðlaði um fyrir þremur árum og gekk tU liðs við Hauka. „Ég kann hvergi eins vel við mig og á SeUossi. Mótttökurnar voru al- veg frábærar og það var gaman að koma svona sterkur inn eftir þriggja ára fjarveru," sagði Gústaf við DV eftir aö hafa skorað 21 mark úr 26 skotum gegn Kina. „Mér datt aldrei í hug að ég ætti þetta tU og ég er varla búinn að átta mig á þessu en þetta var óneitan- lega gaman," sagði Gústaf. Hann er nokkuð ánægður með leikina gegn Kínverjum. „Þetta var góð æfing og við erum farnir að þekkja betur inn á félagana. Ég vU ekki spá neinu um mótið í Japan. Ég er aUtaf bjartsýnn en við verðum að halda okkur á jörðinni," sagði Gústaf Bjarnason. -GKS Eyjastúlkur rændar í Portúgal - brotist inn í íbúð þeirra og tjónið nam um 300 þúsund krónum DV Eyjum: Nokkrar stúlkur úr kvennaliði ÍBV í knattspyrnu urðu fyrir þeirri óskemmtUegu reynslu í æfingaferð' í Portúgal fyrir páskana að þær voru rændar á hótelinu sem þær dvöldu á. „Þetta gerðist fyrsta daginn okk- ar úti," sagði Sigurlás ÞorleUsson, þjálfari ÍBV. „Við íslendingar erum ekki aUtaf nógu varir um okkur er- lendis, skUjum eftir fjármuni og. svo var ekki gengið frá íbúðinni eins og átti að gera. Þegar við kom- vmi aftur á hótelið eftir nokkurra tíma fjarveru var búið að fara inn í eina íbúð og ræna þar flestu fé- mætu, peningum, myndavélum, vasadiskótækjum og fleiru. Sex stúlkur urðu fyrir þessu og misstu mismikið. Ég reikna með að samanlagt hafi tjónið verið um 300 þúsund krónur," sagði Sigurlás. Sannur íþróttaandi Meistaraflokkar karla hjá Val og FH voru í æfingabúðum á sama stað. „Þegar þeir fréttu hvað gerst hafði söfnuðu þeir 20 þúsund krón- um innan hópsins og afhentu okk- ur. FH-ingar fylgdu svo á eftir með sömu upphæð. Ef þetta sýnir ekki sannan íþróttaanda, þá veit ég ekki hvernig hann á að vera," sagði Sig- urlás ÞorleUsson. -ÞoGu Um helgina Handbolti karla - úrsUt: Afturelding-KA..........S. 16.00 Handbolti kvenna - úrsUt: Stjarnan-Haukar (0-2).....L. 16.00 Köriubolti karla - úrslit: Keflavík-Grindavík (2-0) .. . S. 16.00 Blak karla - úrsUt: Þróttur N.-Þróttur R. (0-1) . F. 19.30 Þróttur R.-Þróttur N......S. 14.00 Blak kvenna - úrsUt: Víkingur-ÍS (0-1).........F. 20.00 ÍS-Víkingur.............S. 15.30 Blak - bikarúrsUt karla: Þróttur R.-Stjarnan . . Aust. L. 13.00 íslandsmótið f fimleikum: Liðakeppni .............F. 18.00 Einstaklingskeppni.......L. 13.30 Úrslit á áhöldum.........S. 13.10 Haldið í LaugardalshöU. Knattspyrna - deUdabikar: Fylkir-Þróttur R.....Hafn. F. 20.00 Leiftur-Fram ......Leikn. F. 20.30 FH-Njarðvík .......Hafn. L. 13.00 Skallagrímur-Léttir ... Kóp. L. 13.00 Leiknir R.-KA .....Leikn. L. 13.00 Reynir S.-KA.......Hafn. L. 15.00 HK-Grindavík.......Kóp. L. 15.00 Víkingur R.-KS ___Leikn. L. 15.00 Fjölnir-Valur......Leikn. S. 11.00 KS-Ægir..........Leikn. S. 13.00 ÍA-Víkingur Ó......Hafn. S. 13.00 Haukar-KA ........Hafn. S. 15.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.