Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Afmæli Magnús Oddsson Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Hofgörðum 9, Seltjarnamesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1%7 og var við nám í Danmörku 1979-80. Magnús kenndi við Hagaskólann í Reykjavík 1969-79, vann jafnframt á ferðaskrifstofu 1974-79, var mark- aðsfulltrúi hjá Amarflugi hf. 1980-82, markaðs- og sölustjóri þar 1983-89, starfaði í HoUandi 1982-83 og 1989-90, var markaðsstjóri Ferða- málaráðs íslands 1990-93, var settur ferðamálastjóri 1990-91 og ferða- málastjóri frá 1994. Magnús sat í stjóm Norræna fé- lagsins í Reykjavík 1977-79, í Feröa- málaráði íslands 1984-90, i fram- kvæmdastjóm Ferðamálaráðs ís- lands 1984-89, í stjórn Amarflugs innanlands hf. 1987-89, í stjórn Upp- lýsingamiðstöðvar ferðamála 1987-89, í stjóm Útflutningsráðs ís- lands 1991-93, formaður fram- kvæmdastjómar Nordic Travel Mart 1990-91, í framkvæmdanefnd HM 95 1993-95 og formaður þar 1993-94. Magnús er nú stjómar- formaður Ráðstefnuskrif- stofu Islands, situr í stjóm Scandinavian Tourism Inc. í Bandaríkj- unum, í skólanefnd Leið- söguskóla íslands, í stjóm ferðamálanefndar Vestur-Norðurlanda, í stjóm ferðamálaráðs Norðurlanda og í stjóm Náttúruvemdar ríkisins. Hann hefúr setið í fjölda opinberra nefnda og starfshópa, m.a. formað- ur nefndar samgönguráðuneytisins um stefhumörkum i ferðaþjónustu. Þá hefur hann skrifað greinar um ferðamál í blöð og tímarit, m.a. pistla í Morgunblaðið undir heitinu Ferðamál á föstudegi 1992-95. Fjölskylda Magnús kvæntist 30.8. 1969 Ingi- björgu Kristinsdóttur, f. 20.3. 1946, lyfjatækni. Hún er dóttir Kristins Gíslasonar, verkamanns í Reykja- vík, og k.h., Ólafíu Laufeyjar Ólafs- dóttur húsmóður. Sonur Magnúsar og Ingibjargar er Magnús Ingi, f. 8.2. 1985. Systur Magnúsar em Svanborg Vigdls Oddsdóttir, f. 12.5. 1948, búsett á Eyrarbakka og á hún þrjú böm; Þór- unn Drífa Oddsdóttir, f. 13.6. 1951, búsett í Stein- grímsstöð og á hún þrjú böm; Rún Elfa Oddsdótt- ir, f. 13.6. 1951, búsett á Akranesi og á hún þijú böm á lífi en missti eina dóttur; Gerður Ósk Odds- dóttir, f. 16.1. 1960, búsett á Reyðarfirði og á hún fjögur böm á lífí en missti son. Foreldrar Magnúsar voru Oddur Óskar Magnússon, f. 28.6. 1907, d. 14.6. 1967, verkamaður á Akranesi, og k.h., Vigdís Þorgerður Runólfs- dóttir, f. 23.9. 1920, d. 12.4. 1985, hús- móðir. Ætt Oddur var sonur Magnúsar, b. í Grafarkoti í Stafholtstungum, bróð- ur Ingiríðar, móður Núma Þor- bergssonar, textahöfundar og dans- stjóra. Magnús var sonur Guðjóns, b. á Uppsölum í Norðurárdal, Jóns- sonar, b. í Múlakoti í Lundareykj- ardal, Sigurðssonar. Móðir Guöjóns var Guðríður Jónsdóttir, b. í Höll í Þverárhlíð, og Halldóru Auðuns- dóttur, systur Bjöms, ættfóður Blöndalsættarinnar. Móðir Magnús- ar var Kristín Magnúsdóttir, b. á Litlakroppi í Flókadal, Magnússon- ar, og Ingiríðar Finnsdóttur. Móðir Odds Óskars var Svanborg Oddsdóttir, b. á Giljalandi í Haukad- al, Sólmundssonar, b. á Mjóabóli, Jónssonar. Móðir Odds var Svan- borg Jónsdóttir. Móðir Svanborgar Oddsdóttur var Dagbjört Jóhannes- dóttir, b. í Blönduhlíð, Grímssonar. Vigdis Þorgerður var dóttir Run- ólfs, b. í Gröf í Skilmannahreppi, Guðmundssonar, b. á Neðraskarði, bróður Jóns á Varmá, langafa Þóris Ólafssonar, rektors KHÍ, og langafa Kristínar, móður Jóns Sveinssonar, stjómarformanns íslenska járn- blendifélagsins. Guðmundur var sonur Áma, b. í Miðdal í Kjós, Jóns- sonar, b. á Norðurreykjum, Vil- hjálmssonar. Móðir Guömundar var Málfríður Magnúsdóttir, b. í Hvammi i Kjós, Runólfssonar. Móð- ir Runólfs í Gröf var Vigdís Vigfús- dóttir, b. í Lækjarkoti, Hanssonar og Guðfinnu Einarsdóttur. Móðir Vigdísar Þorgerðar var Þórunn Markúsdóttir, b. í Aust- mannaseli í Amarfirði, Þórðarson- ar og Þórunnar Jónsdóttur. Magnús Oddsson. Guðrún Jóhannsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir, Stekkholti 12, Selfossi, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Haugasundi í Noregi en ólst upp á Akureyri frá eins árs aldri. Hún lauk gagnfræöa- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri 1964. Guðrún bjó á Akureyri til 1980. Hún flutti þá til Vestmannaeyja þar sem hún átti heima til 1988. Þá flutti hún á Selfoss og hefur átt þar heima síðan. Auk húsmóðurstarfa hefur Guð- rún gegnt ýmsum störfum utan heimilis. Hún starfaði hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga á Akureyri verslun- arstörf. í Vestmannaeyjum vann hún á bamaheimili og við verslun- arstörf hjá Kaupfélagi Vestmanna- eyja, en eftir að hún flutti á Selfoss hefur hún starfað við Selfoss-Apó- tek. Fjölskylda Guðrún giftist 22.4. 1965 Guð- mundi Búasyni, f. 13.4. 1946, fiár- málastjóra hjá KÁ. Hann er sonur Búa Guðmundssonar, f. 11.5.1908, d. 10.10. 1977, bónda á Myrkárbakka í Hörgárdal, og Árdísar Ámianns- dóttur, f. 12.10. 1919, d. 18.9. 1994, húsfreyju á Myrkárbakka. Böm Guðrúnar og Guðmundar em Ásta, f. 11.12. 1964, húsmóðir á Akureyri, gift Heiðari Ámasyni trésmið og em böm þeirra þrjú; Búi, f. 18.1. 1968, trésmiður í Reykjavík, en sambýlis- kona hans er Steinunn Björk Siguijónsdóttir og eiga þau eina dóttur; Arnar, f. 22.1. 1972, nemi við Hl, en sambýliskona hans er Ingibjörg Anna Johnnys- dóttir og eiga þau eina dóttur. Guðrún á einn bróður. Sá er Jóhann, f. 30.7. 1949, bankafulltrúi á Akureyri. Foreldrar Guðrúnar: Jó- hann Rossebö Karlsson frá Haugasundi í Noregi, f. 11.10. 1921, d. 26.3. 1991, ketil- og plötusmiður á Akureyri, og Ásta Eben- harðsdóttir frá Akureyri, f. 26.7. 1923. Guðrún og Guðmundur taka á móti gestum í Odd- fellowhúsinu á Selfossi milli kl. 20.00 og 22.00 í kvöld. Guðrún Jóhanns- dóttir. Fréttir Unglingarnir og fikniefnavandinn: Skora á fólk í baráttunni að þiggja liðveislu okkar - segir Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands DV, Akureyri: Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, sagði á ráðstefnu um áfengis- og vímu- efnanotkun unglinga á Akureyri að það sem hann teldi áhrifamest og farsælast til árangurs í barátt- unni væri að glæða áhuga æsku- fólks á tómstundastarfi, kenna unglingum að fylla líf sitt af áhugamálum og viðfangsefnum og íþróttirnir væm í sjálfu sér ekkert annað en eitt form tómstundaiðju. „Ég held að það blandist engum hugur um að íþróttir séu að minnsta kosti ekki verri kostur til tómstundaiðju en hver önnur af- þreying og hér erum við komin að kjarna málsins. íþróttir vekja áhuga og athafnir og eru útrás fýr- ir orku og einbeitingu. íþróttaiðk- un er sömuleiðis svar við því hreyfingarleysi sem einkennir nú- tímalif fyrir framan skjái og sjón- vörp og akstur til og frá. Gagnvart hinni miklu vá vímu- efnanna og í Ijósi þeirrar ágætu viðleitni sem fiöldi fólks og sam- taka vill nú sameinast um til að bægja þessari hættu frá hefur hin frjálsa íþróttahreyfing áhuga- manna og kvenna í þjóðfélaginu boðið fram krafta sína til að taka höndum saman með stjórnvöldum og öörum áhugasamtökum til varnar fíkniefnaneyslu til að efla vamir og baráttu gegn þessum vá- gesti. Við trúum því að með efl- ingu íþróttalífs í landinu, meö skipulögðu átaki allra og með því að auka og stækka þann hóp æskufólks sem stundar íþróttir megi draga umtalsvert úr fiölda þeirra sem ánetjast vimuefnum. Við bjóðum fram krafta okkar og ég skora á þá sem nú hafa stig- ið fram og vilja taka þátt í barátt- unni gegn fíkniefnum að þiggja boð okkar um liðveislu," sagði Ell- ert. -gk DV Tll hamingju með afmælið 4. apríl 85 ára Hannes Gíslason, Engihlíð 16, Reykjavík. 75 ára Viggó Einar Maack, Þorragötu 7, Reykjavík. 70 ára Eric James Steinsson lögreglumað- ur, Miðleiti 1, Reykjavík. Eiginkona hans er Sig- ríður Odd- geirsdóttir húsmóðir. Þau eru erlendis þessa dag- ana. Jórunn Jónsdóttir, Háholti 10, Akranesi. 60 ára Margrét Jónsdóttir, Hraunteigi 11, Reykjavík. Hreiðar Bragi Eggertsson, Arnarsmára 22, Kópavogi. Sveinn Valtýsson, Tunguvegi 7, Hafnarfírði. Sveinn Jóhannesson, Hóli, Grýtubakkahreppi. 50 ára Lilja Líndal Gísladóttir, Suðurgötu 46, Akranesi. Jón Kristján Sigursteins- son, Sólbrekku 5, Húsavík. Bergvin Jóhannsson, Áshóli II, Grýtubakkahreppi. Guðfinnur Gísli Þórðarson, Traðarstíg 2, Bolungarvík. Steinar Guðmundsson, Njálsgötu 48A, Reykjavik. Sigurborg Pétursdóttir, Starmóa 12, Njarðvík. 40 ára Jón Rúnar Halldórsson, Brekkustíg 35C, Njarðvík. Bjöm Þórðarson, Nýlendugötu 6, Reykjavík. Eyrún Ósk Sæmundsdóttir, Króktúni 19, Hvolsvelli. Rósa Adolfsdóttir, Grundarstíg 10, Sauðárkróki. Guðlaugur Óskar Jónsson, Básahrauni 23, Þorlákshöfn. Steinar Friðgeirsson, Strandgötu 35, Akureyri. María Baldursdóttir, Engihjalla 7, Kópavogi. Karl Sævar Bragason, Ránargötu 23, Akureyri. Aðalheiður L. Svanbergs- dóttir, Víðigrund 2, Akranesi. Rut Guðmundsdóttir, Hofteigi 18, Reykjavík. Brynja Bjamadóttir, Háholti 7, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.