Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Full bama- deild „Bamadeildin er full hjá okk- ur og 10-15 böm, smituð af vei- runni, hafa verið í einangrun á deildinni nú undanfarinn mán- uð.“ Pórólfur Guönason um RS-veiruna í DV Ófyndni alvarleg „Af mönnum sem gefa sig út fyrir að vera spaugarar og skemmtikraftar hlýtur það að vera stóralvarlegur hlutur að bjóöa upp á efni sem er ekki hið minnsta íyndið." Herra Ólafur Skúlason f Degi-Tíman- um. Skammast sín „Sumir segjast hreinlega skammast sín fyrir að vera Tyrkir því að þeim finnst svo hræðilegt hvemig búið er að koma fram við bömin og mig.“ Sophia Hansen f Morgunblaöinu. Ummæli Kararstefnan „Ég er lengi búinn að vera í andstöðu við kararstefnuna sem ríkt hefur gagnvart öldruðu fólki, menn eru reknir í körina 70 ára þó þeir hafi meiri þekk- ingu en þeir sem yngri eru og geti unnið áfram.“ Hafsteinn Stefánsson í Morgunbiaöinu. Samningur felldur „Ég mun leggja til á fundi Iðjufélaga hér á Húsavík að þessi samningur verði felldur og von- andi verður það gert, bæði hér og annars staðar." Aöalsteinn Baldursson á Húsavfk f DV. Hlustað á fréttir árið 2000 eins og menn gerðu sér í hugarlund fyrir réttri öld. Utvarps- lampi Árið 1907 fann Lee De Forest (1873-1961) upp fyrsta útvarps- lampann sem hann nefndi audion. Þarna hafði útvarpstæk- ið seint og um síðir fengið búnað sem var ákaflega næmur. Nú var hægt að stilla og styrkja boðsendingar af mikiili ná- kvæmni og ná þannig fram blæ- brigðum í töluðu máli, tónlist og öðmm hljóðum. Blessuð veröldin Vasasjónvörp Japönsku fyrirtækin þrjú, Sony, Seiko og Casio, kynntu fyrstu vasasjónvarpstækin á markaðnum 1984. Það vom Watchman-tæki Sonys (með 5,08 cm myndskjá), armbandsúr Seikos (2,04 cm myndskjár) og smátæki Casios (6,35 cm mynd- skjár). Slydda eða snjókoma Yfir NA-Grænlandi er 1031 mb hæð sem þokast austur. Um 500 km austur af Hvarfi er 996 mb lægð á leið austnorðaustur. Veðrið í dag Veðurhorfur fyrir landið næsta sólarhringinn gera ráð fyrir all- hvassri eða hvassri austanátt í dag, slyddu eða snjókomu og síðan rign- ingu og hita nálægt frostmarki um landið sunnanvert. Norðan til verð- ur austan- eða norðaustan stinning- skaldi eða allhvasst, skýjað, litils háttar él og frost 1 til 4 stig. Síðdeg- is verður vindur norðaustlægari og þá dregur úr úrkomunni suðvestan til. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir allhvassri eða hvassri austanátt með slydduéljum. Norð- austlægari, skýjað en að mestu þurrt síðdegis. Hiti nálægt frost- marki. Sólarlag 1 Reykjavík: 20.28 Sólarupprás á morgun: 06.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.17 Árdegisflóð á morgun: 04.40 * * * o°* f-.y/. *\. Veðrið kl. 6 í morgun Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö -7 Akurnes snjókoma -1 Bergstaóir skýjaö -8 Bolungarvík skafrenningur -5 Egilsstaóir alskýjaö -7 Keflavíkurflugv. alskýjað 0 Kirkjubkl. snjókoma 0 Raufarhöfn úrkoma í grennd -6 Reykjavíit alskýjaö -1 Stórhöföi rigning og súld 1 Helsinki skýjað -1 Kaupmannah. léttskýjaó 3 Ósló léttskýjaö 3 Stokkhólmur skýjað 1 Þórshöfn skýjaó -1 Amsterdam léttskýjað 5 Barcelona léttskýjaó 12 Chicago þokumóða 12 Frankfurt úrkoma í grennd 6 Glasgow skýjað 0 Hamborg snjóél á síð.kls. 2 London léttskýjaö 4 Lúxemborg skúr 3 Malaga léttskýjaó 11 Mallorca lágþokublettir 6 París léttskýjaö 6 Róm þokumóöa 4 New York alskýjað 17 Orlando heiöskírt 15 Nuuk Vín alskýjaó 6 Washington rign. á síð.kls. 13 Winnipeg hálfskýjaö 3 Daníel Jakobsson fjórfaldur íslandsmeistari í skíðagöngu: Ætlar í viðskiptafræði DV, Olafs&rði: Daníel Jakobsson sem sýndi ótrúlega yfirburði í skíðagöngu karla á landsmótinu er nú á leið í langþráð frí á Spáni ásamt unn- ustu sinni, Hólmfríði Völu Svav- arsdóttur frá Ólafsfirði. Daníel hefur æft í Svíþjóð undanfarin sjö ár og nánast lifað sem atvinnu- maður í greininni. En nú er kom- ið að tímamótum hjá þessum margfalda íslandsmeistara. „Já, það eru tímamót hjá mér núna. Ég fer ekki aftur til Svíþjóð- ar, þar sem ég er búinn að vera síöan ég var 17 ára. Það er afráðið að ég er hættur að æfa af þeim krafti sem verið hefur. Ætli ég Maður dagsins verði ekki bara aftur venjulegur. Þetta er orðið ágætt, kannski of mikið. Ég fæ aldrei frí og maður sér varla nánustu ættingja. maður er líka kominn á þann aldur að hugsa um framtíðina". Hvað ætlar Daníel að gera? „Ætli ég fari ekki í viðskipa- fræði, eins og allir hinir,“ segir Daníel Jakobsson. Daníel hlæjandi. „Ég byrja í há- skólanum í haust." Daníel er þó ekki hættur að æfa eða keppa; hann er fráleitt hættur. „En ég verð rólegri hér eftir og tek keppnina ekki eins alvarlega og áður. Reyndar er ég búinn að vera í toppformi að undaníornu og er ánægður með árangurinn á lands- mótinu. Ég bjóst alveg eins við að vinna allar mínar greinar, þar sem hinir hafa ekki æft alveg eins mikið. Ætli ég hafi ekki verið sá eini sem var nánast atvinnumaður í þessu.“ Hann segist ætla að hlaupa í sumar og taka þátt í hálf-maraþon- inu, þó ekki sem harður keppnis- maður, heldur fyrst og fremst til að bæta hollustuna. „Og ég mun keppa á næsta landsmóti,“ segir hann ákveðinn, „en það verður á öðrum forsendum en ég hef gert hingað til.“ Daníel segir að vel hafi gengið hjá honum í allan vetur nema á sænska meistaramótinu en þá var hann veikur; síðan fór hann nán- ast óæfður á heimsmeistaramótið þar sem hann lenti í 72. sæti. Síð- an kom hann heim og skyldi aðra eftir í ryki. Hólmfríður Vala, unnusta Daní- els stundar nú nám við Myndlist- arskóla Reykjavíkur en hefur hug á að þreyta inntökupróf viö Mynd- lista- og handíðaskólann í vor. -HJ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1773: Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. Hvað gera Duranona og félagar á sunnudag i Mosfellsbænum? Mikið að gerast Úrslitakeppnin í blakinu stendur nú sem hæst. Þróttur í Reykjavík og Þróttur á Neskaup- stað eigast við eystra í karla- flokki í kvöld kl. 19.30 og ÍS og Víkingur mætast í Víkinni í kvennaflokki kl. 20. íþróttir Á morgun eigast Þróttur í Reykjavík og Stjaman við í bik- arkeppninni kl. 13 í Austurbergi og kl. 16 mætast Stjarnan og Haukar í handknattleik kvenna. Á sunnudag fer íslandsmótið í fimleikum fram. Þá verður leik- ið í úrslitakeppninni í blakinu, Keflavík og Grindavík eigast við í körfuboltanum og Afturelding og KA mætast i fyrsta leik lið- anna í úrslitakeppninni í hand- knattleik. Leikurinn hefst kl. 16 i Mosfellsbænum. Bridge Segja má að úrslit Landsbanka- mótsins í sveitakeppni hafi ráðist í 8. umferð þegar sveit Búlka vann stórsigur, 25-4, á sveit Landsbréfa. Fyrir þá umferð hafði sveit Lands- bréfa 18 stiga forystu á sveit Antons Haraldssonar. Sveit Antons náði hins vegar tveggja stiga forystu á sveit Landsbréfa í 8. umferðinni (með 24-6 sigri í sínum leik). Fyrsta spilið í síðari hálfleik í leik Búlka og Landsbréfa var fjörugt þó að það hafi fallið í samanburðinum. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafari og allir á hættu: * K104 * K1062 * Á2 * ÁK63 * 9872 V D 4 D964 * D972 * ÁG65 * ÁG98743 4 -- * 108 Norður Austur Suður Vestur Jón B. Sigtr. Sævar Bragi 1 * 3 4 3» 5 4 5 * pass 5 * pass 7 * p/h Jón Baldursson og Sævar Þor- bjömsson sóttu spilið alla leið upp í 7 hjörtu, enda á það góða möguleika á að standa. Sævar drap tígulútspil vesturs á ás og henti spaða heima. Hann trompaði strax tígul, lagði niður hjartaás og spilaði síðan hjarta á kónginn. Enn kom hjarta á áttuna heima og síðan ÁK í laufi og lauf trompað heima. Nú var hjarta- níunni spilað á tíuna í blindum, sið- asta laufið trompað og Sævar sá að austur ætti sennilega 2-1-7-3 skipt- ingu (frekar en 1-1-8-3). Vestur var líklegri til að eiga spaðadrottning- una og því var spaðaás lagður niður og spaðatíunni svínað. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.