Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Fréttir Eiginkonur bankastjóra á dagpeningum: Forréttindaaðall - segir Ögmundur Jónasson, alþingismaöur og formaður BSRB „Þetta er aldeilis fráleitt og greinilegt að bankarnir hafa komið sér upp forréttindaaðli og það orð sem lýsir þessu best er spilling og dæmi um hvað gerist þegar sjálftak- an er alger,“ sagði Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formað- ur BSRB, þegar DV bar undir hann þá staðreynd að Landsbankinn og Seðlabankinn greiða allan ferða- kostnað eiginkvenna bankastjó- ranna sem fara í utanlandsferðir með mönnum sínum, auk þess að greiða þeim dagpeninga. „Hvar er eftirlit bankaráðanna sem í sitja m.a. fulltrúar almennings?" spyr Ögmundur enn fremur. Ferðakostnaður bankastjóranna hjá Seðlabankanum, Landsbankan- um og Búnaðarbankanum í utan- landsferðum nam á árunum 1994, 1995 og 1996 samtals 78,5 milljónum króna en inni í þeirri tölu eru far- gjöld, gistikostnaður og dagpeningar. Hjá Landsbankanum fá eiginkon- ur bankasljóranna og aðstoðar- bankastjóranna allan ferðakostnað greiddan og hálfa dagpeninga á við eiginmennina að auki og einnig hjá Seðlabankanum en þar mega banka- stjóramir taka konur sínar með sér í tvær utanlandsferðir á ári á þess- um kjörum og oftar ef sérstaklega stendur á. Þessar konur sem þannig geta þegið þessa dagpeninga Lands- bankans heita Gréta Lind Kristjáns- dóttir, eiginkona Sverris Hermanns- Rósa Guðmundsdóttir, eiginkona Bjarna Braga Jónssonar Seðla- bankastjóra. sonar, Steinunn Brynjúlfsdóttir, eig- inkona Halldórs Guðbjarnasonar, Sólveig Guðmundsdóttir, eiginkona Bjöms Líndals, og Bryndís Alda Einarsdóttir, eiginkona Stefáns Pét- urssonar. Hjá Seðlabankanum em þær sem geta þegið dagpeninga frá bankanum Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermanns- sonar, Sonja Bachmann, eiginkona Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar Seðla- bankastjóra. Birgis ísleifs Gunnarssonar, Þor- gerður Guðfinnsdóttir, eiginkona Eiríks Guðnasonar, og Rósa Guð- mundsdóttir, eiginkona Bjarna Braga Jónssonar. Hjá Landsbankanum hefur kostn- aður vegna utanlandsferða banka- stjóranna verið að meðaltali rúmar 12 milljónir á ári og hjá Seðlabank- anum um 8,5 milljónir á ári á fyrr- Gréta Lind Kristjánsdóttir eiginkona Sverris Hermannssonar Lands- bankastjóra. nefndu tímabili. Dagpeningar bankastjóranna eru þeir sömu og ráðherrar fá á ferðalögum erlendis en að jafhaði er gert ráð fyrir því að dagpeningamir vegi um þriðjung í heildarferðakostnaðinum. Þar sem dagpeningarnir eru hreinn launaauki vegna þess að all- ur ferðakostnaður og risna er greidd af viðkomandi bönkum má Sólveig Guðmundsdóttir eiginkona Björns Líndals, aðstoðarbanka- stjóra Landsbankans. gera ráö fyrir þvi að bankastjóram- ir i Landsbankanum og eiginkonur þeirra hafl skipt með sér dagpen- ingaaukatekjum upp á fjórar millj- ónir á ári að meðaltali og banka- stjóramir í Seðlabankanum 2,8 milljónum króna. -SÁ Lýðræðisleg kosning - segir Ögmundur Jónasson um ummæli Bjargar Bjarnadóttur „Þetta var lýðræðisleg kosning," segir Ögmundur Jónasson, nýend- urkjörinn formaður BSRB, um um- mæli Bjargar Bjarnadóttur, for- manns Starfsmcmnafélags leikskóla- kennara, sem beið ósigur í kjöri varaformanns á þingi BSRB í gær. Björg heldur því fram að meö sigri Sjafnar Ingólfsdóttur, for- manns Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, hafi fagfélögin orðið undir i baráttunni við blönduðu fé- lögin. „Mér finnst að menn þurfi að gæta sín á þvi að alhæfa ekki um of varðandi vægi fagstéttarfélaga og blandaðra stéttarfélaga innan sfjórnar BSRB eftir þetta kjör. í stjóminni eru fulltrúar margra fag- stéttarfélaga. Aö auki má ekki gleyma því aö innan blandaðra fag- stéttarfélaga er að finna margar fag- stéttir," segir Ögmundur Jónasson, nýendurkjörinn formaður BSRB. Hann segir að það sem staðið hafi upp úr væri hversu málefnalegt og kröftugt þingið hafi verið. Þó menn greini á um stjómarkjör og hafi ólíkar meiningar í þeim efnum má ekki láta það koma í veg fyrir að stóru og breiðu málin sjáist. -em Sjöfn Ingóifsdóttir nýkjörinn vara- formaður BSRB. Dagfari Jóhanna öfundar bankastjórana Jóhanna Siguröardóttir alþingis- maður og fyrmm ráðherra hefur verið að spyrjast fyrir um sporslur þær sem bankastjórar ríkisbank- anna hafa í störfum sínum. Nú síð- ast var hún að spyrja um ferða- kostnað þeirra til útlanda, um risnufé og dagpeninga og svo fram- vegis. í svörunum kemur fram að ferðalög bankastjóra ríkisbank- anna þriggja á árunum 1994 til 1996 hafi numið samtals kr. 78,5 millj. Fyrir utan fargjald og gistingu, sem er greitt að fullu fyrir banka- stjóra og maka hans, fá bankastjór- amir að auki fulla dagpeninga og maki hálfa dagpeninga. Er hér ekki meðtalinn kostnaður vegna sím- tala sem hlýtur að vera umtals- verður hjá jafn- ábyrgðarmiklum og önnum köfnum mönnum. Seðlabankinn hefur þó takmark- að þessar ferðir hvað varðar maka bankastjóranna við tvær ferðir á ári en heimilar þó undantekningu frá þeirri reglu þegar mikið liggur við, en þá fær makinn heldur ekki neina dagpeninga. Ekki má heldur gleyma því að bankastjórar hafa laun fyrir setu í ýmsum ráðum og stjómum á veg- um bankanna enda þótt þau nefnd- arstörf séu unnin í vinnutíma bankastjóranna. Er áætlað að sú viöbót geti numið 2 til 3 milljónum króna á ári pr. bankastjóra. Auðvitað er það óþægilegt fyrir bankastjórana þegar verið er að spyrja um þessi starfskjör vegna þess að dæmið lítur kannski þannig út að þeir séu að fá greitt ofan á launin og séu beinlínis að leika sér í útlöndum til að ná sér í dagpeninga en dagpeningarnir munu vera um 25 þús. kr. á dag, sem er jú viðunandi upphæð miðað viö að þeir fá gistinguna, risnuna og auðvitað fargjaldið greitt að fullu. En ekki er allt sem sýnist og bankastjórar eru verðugir þessara launa. Ábyrgð þeirra er gífurleg og álagið eftir því og við megum eigin- lega þakka fyrir að þeir skuli ekki fara í verkfall eins og flugstjóram- ir til að fá vaktaálag greitt. Hvenær sem er í dagvinnutíma þeirra geta þeir átt von á þvi að vera kallaðir á fund og sú óvissa er aukaálag sem kallar á sérstakar greiðslur. Að því er varðar utanferöirnar getur enginn sanngjam maður ætl- ast til að bankastjórar fari einir. Þeir verða aö taka konur sinar með vegna þess að stundum er þeim boðið í kvöldverð eða sam- kvæmi og þá geta þeir ekki verið konulausir að flækjast einir og sér. Konur bankastjóranna gegna þannig stóru hlutverki og ekkert óeölilegt við það aö skattborgar- arnir greiði ferðakostnað þeirra, svo ekki sé talað um dagpeninganá til makanna. Fólk verður að hafa efni á að klæða sig almennilega og bera sig rausnarlega innan um er- lenda bankastjóra og maka þeirra. Það er með vísan til allrar þess- arar nauðsynjar og augljósu hags- muna íslenskra skattborgara af því að bankastjóramir komist til út- landa með mökum sínum sem það verður að teljast hreinn dónaskap- ur af hálfu Jóhönnu Sigurðardótt- ur að vera að hnýsast í þessi mál og gera þau tortryggileg. Þetta er ekkert annað en öfund í Jóhönnu. Hana langar sjálfa til að vera bankastjóri. Eða þá maki banka- stjóra. Jóhanna verður bara að skilja það að hún er ekki nógu finn papp- ír til að vera bankastjóri eða maki bankastjóra. Og hún verður líka að skilja að starfskjör bankastjóra em hafin yfir umræðu og em almenn- ingi og henni sjálfri algjörlega óviðkomandi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.