Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Fréttir Ný kirkja að rísa á Þórshöfn: Sálir sókn- arbarnanna veðsettar annars fram í öflugum kirkjukór. „Það er ágæt kirkjusókn á staðn- um og trúarlífið með ágætum. Út- lendingar hér eru margir og þeir hafa ekki blandast söfnuðinum mik- ið,“ segir Ingimar. Ingimar vildi ekkert tjá sig um væntanlegt biskupskjör og þann slag sem er um stól biskups. Hann var aftur á móti fús til að tjá sig um viðbrögð kirkjunnar vegna um- deilds Spaugstofuþáttar um pásk- ana. „Mér finnst þessir Spaugstofu- drengir alveg ljómandi góðir, list- rænir og fljótir að hugsa og gera vandaðar senur. Það er aRtof langt gengið að setja þá í farbann vegna málsins. Það eina sem ég sá athuga- vert við páskaþátt þeirra var altar- isgangan en þar fannst mér of langt gengið. Ég dáðist aftur á móti að þættinum sem byggður var á Sál- inni hans Jóns míns. Mér finnast þessar aðgerðir gegn þeim rangar og það hefði átt að nægja að láta þá vita af óánægjunni og engin ástæða til að dæma þá. Kirkjan þarf að vera frjálslynd,” segir Ingimar. -rt Ingimar Ingimarsson, sóknarprestur á Þórshöfn, fyrir framan nýju kirkjuna sem áætlaö er að veröi tekin í notkun eftir tvö ár. Hann segir aö trúarlíf Þórs- hafnarbúa sé meö miklum ágætum og kirkjusókn góð. DV-mynd GVA „Það var ákveðið í upphafi að kirkjan yrði byggð í hefðbundnum stíl. Það kom fram hjá fólki sem gef- ur til væntanlegrar kirkjubyggingar að hún yrði í hefðbundnum stíl en ekki minnisvarði einhvers arki- tekts,“ segir Ingimar Ingimarsson, sóknarprestur á Þórshöfn, um hina nýju kirkju á staðnum sem er að rísa í hjarta þorpsins. Kirkjan er byggð í hefðbundnum stíl en ekki með þeim tilþrifum sem sjá má víða um land þar sem erfítt er að átta sig á því hvort um er að ræða guðshús. Ingimar segir að kirkjan, sem taka mun um 200 manns í sæti, muni kosta, ef áætlanir standast, um 46 milljónir króna. Kirkjan er fokheld í dag en Ingimar segir von- ir standa til að hún verði komin í gagnið árið 1999. Hann segir ljóst að grípa verði til lántöku til að ljúka byggingunni. „Kirkjur munu ekki vera veðhæf- ar þannig að veðin eru í sálum sóknarbarnanna, “ segir Ingimar. Hann segir trúarlíf á Þórshöfn vera gott og sóknarbömin virk í kirkjulegu starfl og það komi meðal Verkföll standa enn á Vestfjörðum: Nýjar tillögur til vinnuveitenda Verkföll standa enn á Vestfjörð- um í flestum verklýðsfélögum. í gær voru sendar nýjar tillögur til vinnu- veitenda og að sögn Péturs Sigurðs- sonar, formanns Alþýðusambands Vestfjarða, er vonast eftir svari í dag. „Við erum að þreifa okkur áfram í myrkrinu. Þessar tillögur okkar gefa þeim vonandi tilefni til þess að tala við okkur. Ef ekki verðum við að taka því,“ segir Pétur. Að sögn Péturs ber mikið á milli og ber þar launaliðinn hæst. Ýmis atriði og breytingar í samningnum eru félögin ekki dús við og eitt hundrað þúsund króna krafan er enn þá á borðinu. Meirihluti verkalýðsfélaga á Vest- fjörðum á eftir að semja. Búið er að semja í Bolungarvík og á Bíldudal. Verkalýðsfélögin sem standa enn í karpi við vinnuveitendur eru: Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps á Drangsnesi, Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Álftfrrðinga í Súðavík, Verkalýðsfélagið Baldur ísafirði, Verkalýðs- og sjómannafélagið Súg- andi, Suðureyri, Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flateyri, og Verkalýðsfélag Patreksfrarðar. -em Hundur fannst bundinn við ruslagám Hjón á Eyrarbakka fundu illa haldinn hund tjóðraðan við rusla- gám þar í bæ í gær. Hjónin vilja ekki láta nafns síns getið þar sem þau þekkja eiganda hundsins og hafa hann grunaðan um slæma meðferð á dýrinu. „Maðurinn minn heyrði ámátlegt ýlfur og urr. Þá sá hann hvar hund- ur var tjóðraður við ruslagám. Hann gat ekki hreyft sig og var orðinn mjög kaldur eins og hann hefði ver- ið þarna alla nóttina," segir konan. Hundurinn fór urrandi á móti manninum hennar en hún tók af honum meðfylgjandi myndir áður en þau slepptu hundinum sem var frelsinu feginn. „Mér flnnst þetta mjög illa farið með skepnuna,“ segir konan. DV hafði samband við eiganda hunds- ins og bar undir hana atburðinn. Hún vildi ekki ræða málið og skellti á. -em Akureyri: Þrír sviptir ökuleyfi DV, Akureyri: Ökumenn á Akureyri voru sumir nokkuð þungstígir á bens- íngjöfinni um helgina og voru þrír þeirra sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs innanbæjar. Tveir þeirra voru teknir á 104 km hraða þar sem leyfilegur há- markshraði er 50 km og einn var á 120 km hraða. Þá voru nokkrir aðrir stöövaöir á óleyfilegum hraða en óku þó hægar en hinir þrír fyrrnefndu. Að sögn lögreglu var nokkur erill í bænum vegna ölvunar og eitthvert „hnoð“ á milli manna eins og gengur og gerist en engin stórslys hlutust af því. -gk Hundurinn var mjög illa haldinn þegar hann fannst tjóöraöur viö ruslagám inn í gær. Sandkorn i»-v Leiðinleg stöð Sögur af krökkum eru oft með því skemmtilegasta sem maður heyrfr, enda með ólíkindum hvað getm- dottið upp úr þeim. Sagan nú segir af lítilli hnátu norður á Akureyri sem kom i heimsókn til ömmu sinn- ar á sjúkra- húsið þar. Gamla kon- an var tengd við einhver tæki, og skjáir fyrir ofan rúmið svo hægt væri að fylgjast með líð- an hennar. Litlu stúlkunni, sem er sennilega vanari því að horfa á barnatíma sjónvarpsstöðvanna, var nokkuð starsýnt á skjá þar sem eitthvert línurit birtist aftur og aftur, og eftir að hafa horft á þetta um stund sagði sú stutta: „Amma, er ekki hægt að skipta yfir á aðra stöð?“ Ekkií útsendingu í blaðinu Múla á Ólafsfirði halda áfram að birtast skemmti- sögur af Ólafsfirðingnum Jónasi. Sú nýjasta segir frá þvi er Jónas lagði leið sina á fund gleðikonu í stórborg í Evrópu og hversu undrandi hann varð þegar hann sjálfúr fékk borgaðar 10 þúsund krónur þeg- ar gleðinni lauk en þurfti ekki að borga sjálfur. Hann sá sér þvi fljótlega leik á borði að endurtaka þetta og fékk þá greidd- ar 20 þúsund krónur. í þriðja skipti fór hann og þá loksins var hann rukkaður, um 5 þúsund krónur. Okkar maður reyndi að malda i móinn og vildi fa að vita af hverju hann ætti að borga eftir að hafa fengið borgað í hin skipt- in. „Sko,“ sagði þá maddaman, „þú varst ekki í kapalsjónvarpinu í dag.“ Lítið vatn í Víkurblaöinu á Húsavik var sagt frá fundi landbúnaðarráð- herra með bændum en fundurinn var haldinn í Ýdölum í Aðaldal. Það vakti at- hygli manná þegarfúnd- arstjóri bar vatnskönnu fyrir ráð- herrann í upphafi fundar að svo til ekk- ert vatn var í könnunni. Fundar- menn fóru að pískra um þetta úti í sal og komust þeir að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að þetta væri helvíti gott hjá fund- arstjóra, að setja vatnskvóta á ráö- herrann og skera vatnsskammtinn niöur í réttu hlutfalli við það hvað búið er skera niður hjá bændum. Bara fram- sóknarmaður Sigriður Dóra Sverrisdóttir, menningarfrömuður á Vopnafirði, þykir vera með ákveðnari konum í héraði og þó víöar væri leitað. í síðustu viku áttu DV- menn leið um Vopna- fjörð og ræddu þar m.a. við hana um byggðaþró- un. Víða á landsbyggð- inni er fólksfækkun og veldur það Siggu Dóru áhyggjum. Hún sagði þó að Vopnafrörður byggi við stöðugleika í þessum efiium en þó hefði fækkað um einn þar í fyrra. Það gerði þó ekkert til þar sem það hefði verið framsóknar- maður sem fór. Umsjón: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.