Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Spurningin Hefur þú séö gamanþættina Fornbókabúðina á Stöð 2? Lilja Steindórsdóttir nemi: Nei. Ragnheiður Júlia Ragnarsdóttir nemi: Nei. Særún Sigurðardóttir, vinnur í Grillhúsi Guðmundar: Já, mér finnst þeir alveg frábærir. Hulda Þórarinsdóttir: Já, mér finnst þeir leiðinlegir. Hákon Stefánsson nemi: Já, ég hef séð þá og finnst þeir fínir. Birgir Örn Jónsson nemi: Já. Mér finnst þeir ágætir. Lesendur Landvernd og gróöur- fíkn á köldum klaka - upphlaup en engar úrbætur Sigrún Guðmundsd. skrifar: Það er engum ofsögum sagt af áhuga fólks á ýmsu því sem flokka má undir æviverkefni og fyrirséð að engan endi tekur. Þar sem eðlileg og heilbrigð víxláhrif eiga sér stað milli einstaklinga og þjóðfélags, er látlaus viðleitni á báðar hliðar til að komast að viðunandi málamiðlun. Það hefur orðið eins konar mála- miðlun milli þeirra einstaklinga sem mest sækja í að gróðurvæða landið milli fjalls og fjöru og hinna sem láta sig litlu skipta hvernig landið lítur út, að veita þeim fyrr- nefndu nokkum aðlögunartíma til að sinna gróðurfikn sinni undir for- merkjum landvemdar. Þetta kostar skattborgarana talsvert fé, en látið afskiptalaust að mestu, þar sem um nokkuð skaðlausa starfsemi er að ræða, og mikið um sjálfboðavinnu. Fáum blandast þó hugur um að hér verður engu um þokað, landið fýkur burt að meira eða minna leyti ár hvert. Upphlaup gegn skyndi- skemmdum á jarðvegi eða upp- blæstri sem er kominn vel á veg vegna ofbeitar eða jarðrasks af mannavöldum dugar lítt þegar þess er gætt að þama er þegar komið drep í jarðveginn, og verður ekki læknað með skyndiplástmn. I raun og vera veröur engin jarðvegs- skemmd bætt nema þar sem ýtrasta skjóls nýtur og jarðvegur er mót- tækilegur. Jarðvegur hér er hins vegar gjörólíkur því sem gerist í flestum löndum sem við þekkjum til. Hér er mold án þess að vera gróðurmold og aur en ekki leir. Afsökun fyrir áframhaldandi jarðvegsbótum og gróðurvernd er þó ávallt sett á oddinn. Ávallt í formi ásökunar. Ásökun á hina og þessa. Ýmist sauðféð eða bændur, ferðamenn eða farartæki. - „í sér- hverri afsökun ásökun var/sem ísland er ekki meira óaölaöandi með berangur og óhefta fjallasýn en væri það þakiö skógi milli fjalls og fjöru, segir hér m.a. eitri í bikarinn bætt“, segir Stephan G. Stephanson á einum stað. Þetta á einkar vel við um þá „landvernd" og gróðurfikn, sem hér er háð á köldum klaka, án nokkurs verulegs árangurs. Meiri og hærri fjárfúlgur úr rík- issjóði munu engu breyta. Landið mun halda sínum einkennum og taka þeim breytingum sem náttúran sjálf segir til um vegna hinnar óheppilegu hnattstöðu þess. ísland er ekki meira óaðlaðandi vegna ber- angurs síns og óheftrar íjaUasýnar en væri það þakið skógi milli fjalls og fjöru. Það bjóða óteljandi lönd upp á, og þangað fara ferðamenn sem það vilja sjá. Lönd sem engan skóg hafa, jafnvel engan gróður eða sáralítinn, hafa sitt aðdráttarafl. Lönd eins og Túnis og Marrokkó, ísrael og Egyptaland eru fremur gróðurvana, en hafa þó aðdráttarafl. Ferðamenn koma ekki til íslands tU aö skoða skóga eða skrúðugan jarð- argróður, en koma samt. Reykjavíkurflugvöllur ónothæfur Flugmaður skrifar: Skyldu íslensk flugmálayfirvöld draga lærdóm af flugslysinu við enda Suöurgötu sl. þriðjudag? Hvers vegna var bilaðri flugvél beint til Reykjavíkur? Þar er í raun engin aðstaða eða þjáifaður mann- skapur til að taka á móti laskaðri flugvél tU lendingar. Á Keflavíkur- flugvelli er aUt tU reiðu, heimsfrægt flugvaUarslökkvilið með fullkomn- ustu tæki og þrautþjálfaðan mann- skap. Og til að kóróna aUt, þá kemur í ljós að ekkert - alls ekkert - hefur verið gert í öryggismálum á þessu svæði flugvaUarins frá siðasta óhappi þarna, árið 1986! Bíða menn eftir stórslysi yfir sjálfum miðbæn- um? Vilja flugmálayfirvöld ekki vita að Reykjavíkurflugvöllur er ónothæfur og stenst ekki alþjóðleg- ar öryggiskröfur? Ferðahvetjandi siðleysi í stjórnsýslunni Ferðalög og dagpeningar í fyrirrúmi hjá hinu opinbera? Kristján Sigurðsson skrifar: Kannski hefur hist svona ein- kennUega á, að ég var nýbúinn að lesa kjaUaragrein í DV eftir konu, stjómmálafræðing, sem skrifaði prýðilega og tímabæra grein um óheyrilega eyðslu hins opinbera í ferðakostnað starfsmanna, þegar út- varps-og sjónvarpsfréttir greindu frá svari viðskiptaráðherra til Jó- hönnu Sigurðardóttur alþm. sem spurðist fyrir um ferðakostnað bankastjóra rikisbankanna. í svar- inu kom fram ótrúlegt sukk í greiðslum tU yfirmanna ríkisbank- anna og maka þeirra vegna utan- landsferða. Var það tilviljun, að þingmaður spurðist fyrir um þetta á þingi, og að svar var veitt daginn eftir að greinin um ferðalögin og dagpening- ana birtist í DV? Eða er Alþingi að breiða yfir umræðuna um ferða- kostnað og dagpeninga þingmanna með því að beina henni að banka- stjórum ríkisbankanna sérstaklega? Almenningur er sleginn yfir upp- lýsingum sem ráðherra gefur um ferðakostnað stjórnenda ríkisban- kanna, oft ásamt mökum sem eru hálfdrættingar á við menn sína hvað varðar dagpeninga, sem hægt er að stinga í eigin vasa eftir að ferð og gisting hefur verið greidd. Geta þá hjónin komið heim sameinuð með drjúgan skUding í veskinu eftir svo sem vikudvöl erlendis. í áðumefndri grein í DV var sett fram dæmi um þingmann sem hefði komið heim með miUi 60 og 70 þús- und krónur í vasanum eftir vikuferð erlendis á vegum hins opinbera! Hér er um mál að ræða, sem ekki þolir að bíða rannsóknar. Siðleysið verður að uppræta. Almennir skatt- greiöendur era löngu hættir að taka því með þegjandi þögninni þegar sukk og subbuskapur, eins og Jó- hanna Sigurðardóttir alþm. orðar þetta sjálf, kemur upp á yfirborðið. Að ferðalög og dagpeningagreiðslur tU opinberra starfsmanna séu orðn- ar slíkur búhnykkur hjá þeim að hann er beinlínis í fyrirrúmi, er óþolandi. DV Röng mynd- birting Umsjónarmaður lesendasíðu viU taka fram að mynd með les- endabréfi, efst á síðunni, mið- vikudaginn 23. aprU átti ekkert skylt við efni bréfsins sem fjaU- aði um „Bamið bitbein í forsjár- deUum“. Myndin birtist vegna mistaka í frumvinnslu og frá- gangi og era viðkomandi aðilar á myndinni beðnir afsökimar. Lítið tímaskyn þingmanna Ólöf hringdi: Mér þykir þingmenn hafa lítið tímaskyn, eða þá að þeir eru svona kæralausir, að mæta ekki á réttum tíma til að sinna at- kvæðagreiðslu. Þannig hefur þurft að fresta atkvæðagreiðslu á stjórnarframvörpum vegna vanmætingar þmgmanna, meira að segja stjómarþingmanna. Það er ömurlegt tU þess að vita að ekki mæti helmingur hinna 63 þingmanna, svo að tilskUinn meirihluti sé í þinginu tU að ná máli í gegnum atkvæðagreiðslu. Mér finnst það hið alvarlegasta mál þegar sjálfur löggjafinn ber ekki meiri virðingu fyrir reglun- um en þetta. Erlendur virðis- aukaskattur endurgreiddur - vantar nánari skýringar Guðm. Árnason hringdi: Ég sá og heyrði frétt um að samningur hefði verið undirrit- aður mUli Landsbankans og Europe Tax-free Shopping - ETS um að frá 1. maí geta íslenskir ferðamenn sem fá endurgreidd- an virðisaukaskatt vegna vöra- kaupa erlendis, skipt ávisunum sínum i Landsbankanum á KeflavíkurflugveUi. Flestir era litlu nær. Ég fæ engar ávísanir í verslunum erlendis. Það láðist að geta þess hvar þær fengjust. Ef leita þarf að einni eða annarri skrifstofu á flugvöUum í Evrópu tU að fá uppáskrift og ávísanfr, þá er rétt eins gott að nota gamla lagið og fá þetta borgað út ytra og leggja svo bara upphæðina ásamt hugsanlegum afgangi dag- peninganna inn á sinn erlenda reikning í viðkomandi landi. Heilbrigðisráð- herra í Kína Magnús skrifar: Mér datt í hug að einhver ís- lensku ráðherranna ætti eftir að fara til Kína. Það var ekki seinna vænna að heilbrigðisráð- herrann færi núna áður en áhrif tUlögu Norðurlandanna, þ.á.m. íslands, um fordæmingu á mann- réttindabrotum Kínverja fer að gæta að ráði. En hvað getur heU- brigðisráðherra íslands sótt til Kína, jafnvel þótt með honum í för séu aðstoðarmaður hans, einn ráðuneytisstjóri og einn deildarstjóri, ásamt mökum, hugsanlega? Ef ferðin er tU að endurgjalda einhverja fyrri heimsókn frá Kína, er þetta nátt- úrlega hlægUegt. Rétt eins þótt ráðherrann verði viðstaddur undirritun lýsissölusamnings. Já, hlægilegt í hæsta máta. Fádæma lélegt lag Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með íslenska lagið sem varð fyrir valinu i Söngvakeppni Evr- ópustöðva. Mér frnnst lagið svo lé- legt að ég sem íslendingur gæti ekki með nokkru móti gefið því stig, og ég held raunar að það fái ekkert stig. Furðulegt að jafn góð- ur listamaður og PáU Óskar er, skuli ekki hafa komið með neitt skárra. Mér finnst lögin frá A- Evrópu einna skást að þessu sinni. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.