Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 29 íslenska ása trúarfálagið Ásatrú er einhvern veginn ekki eitt af þvi sem maður teng- ir við nýjustu tækni. En þeir eru engu að síður með heima- síðu sem er á http: // www.saga.is/asatru. Allt um flugur AUt sem þú vilt hugsanlega vita um flugur en hefur ekki getað komist að enn þá getur þú nú fundið á http://www.ex.ac.uk/-gjlra- mel/diptera.html. Jerry Seinfeld Það þykir enginn sjónvarps- þáttur vera samkeppnisfær nú- orðið nema að vera með heima- síðu. Jerry Seinfeld er að sjáif- sögðu enginn eftirbátur og síð- an hans er á http://www.nbc.com/entertain- ment/shows/seinfeld/biosein- feld.html. Devils Own Kvikmyndin Devil’s Own hefur verið sýnd undanfarið við miklar vinsældir. Heima- síða þeirrar kvikmyndar er http: / / www.spe.sony.com/movies/f eatures/devilsown.html. Curling Hin stórskemmtilega en jafn- framt stórfurðulega íþrótt, curl- ing, er ekki vel þekkt á íslandi, nema þá helst þegar menn leita að fáránlegum íþróttum. En til eru menn sem stunda þetta af miklum áhuga og einn þeirra hefur gert myndarlega curling- heimasíðu, http: //www.tsn.ca/broadcast- booth/curling/curling.html. Ofnæmi og asma Ofnæmi og asma eru algeng- ir kvillar hérlendis. Hægt er að fræðast um margt tengt þessum miður skemmtilega gesti á http: // www.allemet.com. tS Breskir grínarar Margir kunna vel að meta breskan húmor. Hægt er að fá ýmis sýnishom af honum á http: //www.comedyweb.co.uk. Henrik Ibsen í bók- menntirnar. Það era margir höf- undarnir sem eiga sína heima- síðu þótt þeir hafi ekki verið í ______________ tölu lifenda lengi. Einn þeirra er Henrik Ibsen en heimasíðu hans er að finna á http://www.hd.uib.no/ibs- ■ ■ Ráðstefna um rafsilfur og greiðslukortaviðskipti á netinu: Oryggi mun stóraukast á næstu árum Skýrslutæknifélag Islands stóð í síðustu viku fyrir ráðstefnu sem bar heitið Rafsilfur - verslun og við- skipti á Intemetinu. Sex fyrirles- arar, fjórir íslenskir og tveir erlend- ir, ræddu hvaða nýjungar væru í gangi á sviði öryggismála i verslun- um á netinu. Var þar rætt um tvenns konar greiðslumiðla: greiðslukortin, sem era notuð í yfir 80% af þeim viðskiptum sem fara fram á netinu, og rafsilfur (e. e- cash) sem virkar að langmestu leyti eins og hefðbundin peningavið- skipti, nema peningarnir eru ekki í prentuðu formi heldur tölvutæku. Haukur Oddsson, formaður Skýrslutæknifélagsins, setti ráð- stefnuna. í máli hans kom m.a. fram að velta rafrænnar verslunar á net- inu var aðeins 500 milljónir Banda- ríkjadala (u.þ.b. 35 milljarðar króna) á síðasta ári, sem er t.d. þrisvar sinnum meira en velta Hag- kaups. 2,7 milljónir notenda fram- kvæmdu einhverjar aðgerðir í þess- um verslunum. Það sem aðallega var keypt var hugbúnaður og vara- hlutir í hljómtæki og tölvur. Að sögn Hauks er þvi hins vegar spáð að eftir 4-5 ár verði velta verslunar á netinu 10 milljarðar Bandaríkja- dala. Greiðslukortaviðskipti Fyrsti ræðumaður á ráðstefnunni sjálfri var Júlíus Óskarsson, for- stöðumaður tæknisviðs Visa- ís- land. Hann rakti fyrst sögu net- verslunar þar sem menn sendu fyrst greiðslukortanúmer sín óbrengluð til verslunarinnar, með öllu því óöryggi sem fylgdi, bæði fyrir korthafann og verslunina. Þannig voru dæmi um að freistandi tilboð kom á netið og þegar til kom reyndist ekkert vera á bak við það og korthafinn tapaði peningunum. Einnig gat það gerst að maöur gat pantað vörur á kortnúmer annars Forrit sem reiknar út námslán Samtök íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hafa nú látið gera forrit þar sem reiknað er út hversu mikil námslán námsmað- ur á kost á. Hægt er að komast í forritið frá heimasíðu SÍNE, http://www.- centrum.is/sine. Þegar í forritið er komiö er spurt um ýmislegt sem notað er þegar reikna á út námslán, s.s.fjölskylduaðstæður, tekjur námsmanns og maka hans, tímabil sem lánið er sótt um fyrir, hvernig nám um sé að ræða o.fl. Þegar búið er að gefa allar þessar upplýsingar eru þær sendar i for- ritið sem reiknar út hversu há lánin verða samkvæmt gefnum forsendum. Reikna má með að námsmenn muni grípa þetta tækifæri fegins hendi, því með þessu geta þeir gert nákvæmari áætlun en áður um hverjar tekjur þeirra verða á námstímanum. í sumar er ætlunin að setja á vefsíðu SÍNE annað forrit sem reiknar þá út greiðslubyrði lán- anna þegar kemur að því að borga þau til baka. Tribh A.S. Grewal hjá Verifone kynnir DV-mynd E.ÓI. manns, með tilheyrandi óþægind- um fyrir verslunina og korthafann. Júlíus kynnti í ræðu sinni staðal sem kallast SET (secure electronic transaction) en tvö stærstu korta- fyrirtæki heimsins, VISA og Mastercard, sameinuðust um þenn- an staðal. í honum eru notaðir tveir lyklar, einkalykill, sem aðeins einn notandi hefur, og dreifilykill sem allir hafa. Skilaboð sem brengluð eru með dreifilykli er aðeins hægt að afbrengla með einkalykli við- komandi notanda og öfugt. Einnig kynnti Júlíus svokallaða stafræna undirskrift sem er notuð til að stað- festa færslu. Allt þetta er til þess fallið að auka öryggi kortaviðskipta á netinu. Hann spáði því, eins og reyndar fleiri sem töluðu á þessari ráðstefnu, að öryggi í netverslun muni stóraukast á næstu áram. hugbúnaöinn fyrir verslun á netinu. Stefán Hrafnkelsson, fram- kvæmdastjóri Margmiðlunar, taldi í sínum fyrirlestri að SET-staðallinn gæfi miklar vonir um öryggi á net- inu. Hann taldi að þessi staðall yrði notaður samhliða svokölluðum smartkortum sem er stungið í tölv- una og þannig yrði hægt að sann- reyna að um réttan einstakling væri að ræða. Þar að auki fengi verslunin aldrei kortanúmerið held- ur færi það beint í bankann og hann kannaði hversu heiðarleg verslunin væri. Hugbúnaður sem notar SET Næsti fyrirlesari var Tribh A.S. Grewal sem starfar hjá Verifone. Þetta fyrirtæki hefur m.a. framleitt um 93% af öllum þeim greiðslu- kortaposum sem eru notaðir í versl- unum hér. Grewal kynnti hugbúnað sem ber nafnið Internet Consummer og er sérstaklega ætlaður til nota í versl- unum. Hugbúnaður þess er tengdur vafranum (plugin for browser). Hann virkar þannig að þegar búið er að ákveða hvað á að kaupa birt- ist „veski“ þar sem valinn er greiðslumiðill. Þetta virtist mjög þægilegt í notkun þegar hann sýndi þetta og það verður gaman að sjá þetta þegar það kemst í almenna notkun. Á næstu tölvusíðum verður fjall- að um hinn greiðslumiðilinn sem rætt var um á ráðstefnunni, þ.e. raf- silfrið. Síða um Guðmundar- og Geirfinnsmálin Komin er á vefmn heimasíða þar sem Guðmundar- og Geirfmnsmálun- um eru gerð ítarleg skil og þau skoð- uð frá ýmsum hliðum. Maðurinn á bak við þessa síðu er Tryggvi Húbner tónlistarmaður, en hann hef- ur lengi haft mikinn áhuga á þessum máli. Meðal þess sem fmna má á síð- unni eru blaðagreinar sem skrifaðar hafa verið um máhð síðustu fimm árin, 22. kafli laga um meðferð opin- berra mála og tengingar við sam- bærileg mál erlendis. Einnig gefst þeim sem skoða síðuna tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á ffamfæri og sjá skoðanir annarra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru umfangsmestu sakamál í réttar- sögu íslands og því er líklegt að margir verði nokkurs vísari af því að skoða þennan vef Tryggva. Slóðin er http://www.this.is/mal214, en nafnið kemur til af því að þetta sakamál var mál nr. 214 i hæstarétti árið 1978. -m MANUDAGS -g spi all ídag s J hittumst IHVERFINU GRAFARVOGUR Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík eru með viðtalstíma í hverfum borgarinnar á mánudögum. * I dag verða DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra & ÁRNI SIGFÚSSON borgarfulltrúi Hverafold 1-3 (Apótéksmegin) kl. 17-19 Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga að ræða málin og skiptast á skoðunum við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu skoðanir þínar heyrast , SJALFSTÆÐISFLOKKURINN Nánari upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins http://www.centrum.is/x-d VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAG ANN A í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.