Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Fréttir Námskeið í skráningu fornminja: Munum virkja sjálf- boðaliða betur - sagði Þórður Tómasson í Skógum DVVík: „Það er orðin brýn þörf á að skrá fomminjar áður en sú þekking hverfúr sem er til staðar hjá heima- mönnum, bændunum sem þekkja landið best,“ sagði Bjami F. Einars- son, fornleifafræðingur á Þjóð- minjasafni íslands, við DV. Á vegum þjóðminjasafnsins var nýlega haldið námskeið í skráningu fomminja í Skógum. „Það voru þátttakendur úr Rangárvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu á námskeiðinu sem sam- anstóð af fyrirlestrum, þar sem far- ið var meðal annars í heimspekina og hlutina á bak við þetta, löggjöf- ina og hvers vegna við þurfum að skrá fornminjar. Þá fjölluðum við um hverjir koma til með að hafa gagn af skránni og hvaða upplýs- ingar em fólgnar í rústunum. Síð- ari dagarnir tveir fóra svo í vett- vangskönnun þar sem fomleifa- skráning var æfð,“ sagði Bjarni. Hann sagði að áherslan hefði ver- ið lögð á sem flest - allar fornleifar skráðar. Þær ekki dregnar í dilka við skráningu en það sem nú væri verið að fást við væri allt frá gamla bændasamfélaginu - torfhúsatíma- bilinu. í tengslum við það væru jafhmerkir þeir hlutir sem tengdir eru þjóðtrú sem mannanna verk- um. Þórður Tómasson, safnvörður 1 Skógum, sagði að fólkið hefði sýnt mikinn áhuga og unnið vel. Það hefði sett sig vel inn í hvemig á að standa að svona málum. Hann sagði að safnið stefndi að því að virkja sjálfboðaliða meir í framtíð- inni til svona verka og þetta væri hluti af því sem lyti að starfsemi byggðasafna. -NH Bjarni Einarsson ásamt nemum, DV-mynd Njöröur mpT' 1 % ' 1 i PSR. .V V r -1 , ■ Nokkrir þeirra sem viöurkenningu hlutu. Frá vinstri hjónin Bjarney Bjarnadóttir og Kristján Gissurarson, þá Eysteinn Einarsson og kona hans, Magnea Jónsdóttir, Bryndís Snjólfsdóttir og Helgi Arngrímsson, Kristín Axelsdóttir og Árni ísleifsson. DV-mynd Sigrún fíukobloð um Mibvikudaginn 7. maí mun auka blab um hús og garba fylgja DV. Mebal efnis: • Klippingar • Áburðargjöf • Gróbursetning • Nýjungar ó gróörastöövunum • Sjúkdómar í trjóm Þeir sem hafa óhuga ó áb auglýsa í þessu auka blaöi vinsamlega hafi samband viö Guöna Geir Einarsson í síma 550-5722 hiö fyrsta. Vinsamlega athugiö að síöasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 2. maí. DV Auglýsingar Sími 550-5000-bréfsími 550-5727 Þau láta verkin tala DV, Egilsstöðum: Nýlega veitti Framfarafélag Pjóts- dalshéraðs 10 viðurkenningar í formi heiðursskjals, fólki sem skarað hefur fram úr á ýmsum sviðum á Héraði og Borgarfirði. Afhending fór fram um leið og keppt var um afmælislag Egils- staðabæjar. Þessir hlutu viðurkenningu: Kristj- án Gissurarson fyrir tónlistarstörf, Ámi ísleifsson fyrir tónlistarstörf , Kristrún Jónsdóttir fyrir leiklist, Helgi Amgrímsson og Bryndís Snjólfs- dóttir fyrir steiniðjuna Álfastein, Hlynur Halldórsson og Edda Bjöms- dóttir fyrir listiðnað, Sveinn Jónsson fyrir atvinnusköpun, Eysteinn Einars- son fyrir umhverfismál, Jón Hall- grímsson fyrir uppgræðslu , Vem- harður Vilhjálmsson og Anna Bima Snæþórsdóttir fyrir aðstoð við ferða- menn á Möðrudalsöræfum og Ey- mundur Magnússon og Kristbjörg Kristmundsdóttir fyrir nýjungar í landbúnaði. Framfarafélag Fljótsdalshéraðs varð 10 ára í fyrra og hefúr beitt sér fyrir mörgum þjóðþrifamálum. -SB Ómar I. Jóhannesson og Kristín Benediktsdóttir viö eina af elstu vélunum í prentsmiöjunni í Stykkishólmi. DV-mynd Birgitta Stykkishólmur: Nýir eigendur prentsmiðjunnar DV, Stykldshólmi: Fyrirtækið Ó&K í Stykkishólmi hefur keypt prentsmiðjuna þar í bæ en hjónin Ómar I. Jóhannesson og Kristín Benediktsdóttir stofnuðu það fyrirtæki fyrir sex árum. í fyrstu var þar boðið upp á tölvu- vinnslu af ýmsu tagi. 1996 tóku þau bæjarblaðið, Stykkishólmspóstinn, á leigu af hlutafélagi prentsmiðj- unnar og hafa því nú keypt bæði blaö og prentsmiðju. Prentsmiðjan i Stykkishólmi var stofnuð 1955 og var í eigu kaþólsku kirkjunnar. Ein systranna í St. Franciskureglunni í Stykkishólmi, systir Rosa Sterck, sá þá um rekst- urinn. Fyrir fjóram áram var stofn- aö hlutafélag til að taka yfir rekst- urinn af systrunum en lítil starf- semi hefur farið fram í prentsmiðj- unni um nokkurt skeið. En nú era hjólin sem sagt farin að snúast á ný og Ómar og Kristín þegar komin í verkefni af ýmsu tagi. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.