Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Afmæli Eiríkur Á.S. Sæland Eiríkur Ágúst Stígsson Sæland garðyrkjubóndi, Espiflöt, Biskups- tungum, Ámessýslu, er sjötíu og fimm ára i dag. Fjölskylda Eiríkur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann var í bamaskóla í Hafnarfirði, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnar- firði, stundaði vélstjóranám hjá Fiskifélaginu og öðlaðist vélstjóra- réttindi 1940, stundaði nám við Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk þaðan prófum 1943. Eiríkur var vélstjóri á Bofla frá Akranesi 1941, Guðbjörgu frá Hafn- arfirði 1943^14 og á Hvalfjarðarsíld- inni 1947-48. Eiríkur stundaði garðyrkju í Hafnarfirði og síðan að Nesjavöfl- um 1945-46, keypti hluta úr jörð í Biskupstungum og hefur verið bú- settur að Espiflöt og stundað þar garðyrkju frá 1948, nú síðustu árin hjá syni sínum sem einnig er garð- yrkjufræðingur og hefur tekið við rekstrinum. Eiríkur var formaður Ungmennafélags Bisk- upstungna í þrjú ár, var bókasafnsvörður í mörg ár, sat í stjórn Garð- yrkjufélags uppsveita Ár- nessýslu 1962-72, þar af formaður í fimm ár og var formaður Sambands garðyrkjubænda 1967-68 og 1969. Hann er heiðurs- félagi Ungmennafélags Biskupstungna. Starfsferill Eiríkur kvæntist 12.8.1944 Huldu Gústavsdóttur Sæland, f. 24.12. 1926, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Gústav Sigurbjarnarson, f. 28.7. 1901, d. 25.10.1971, birgðavörð- ur og símamaður í Reykjavík, og Klara Ólafía Benediktsdóttir, f. 31.7. 1905, d. 25.6. 1934, verkakona. Böm Eiríks og Huldu: Sigríður Sæland, f. 27.5. 1944, íþróttakennari á Selfossi, gift Árna Erlingssyni, byggingameistari og kennari, þau eiga tvær dætur; Gústaf Sæland, f. 7.12. 1945, garðyrkju- bóndi á Sólveigarstöðum í Biskupstungum, kvæntur Elínu Ástu Skúladóttur verslunar- stjóra og þau eiga fjögur börn; Stigur Sæland, f. 19.8. 1949, garðyrkju- bóndi á Stórafljóti í Biskupstungum en sam- býliskona hans er Ragn- hildur Kristinsdóttir og á hann þrjá syni en hún á fimm börn; Klara Sæland, f. 3.4. 1951, bað- vörður við Sundlaug Selfoss, gift Haraldi Birgi Arngrimssyni, fanga- verði á Litla-Hrauni og á tvo syni; Sveinn Auðunn Sæland, f. 29.10. 1954, garðyrkjufræðingur og garð- yrkjubóndi á Espiflöt, kvæntur Ás- laugu Sveinbjarnardóttur garð- yrkjufræðingi og eiga þau þrjú börn; Eiríkur Ómar Sæland, f. 11.11. 1958, kaupmaður, rekur blómaverslun í Vestmannaeyjum, kvæntur Margréti Kolbeinsdóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Eiríks: Auður Helga, f. 13.6.1917, kaupmaður í Tjæreborg í Danmörku, gift Harry Otto August Herlufsen, rakarameistara og hljómlistarmanni, og eiga þau sjö böm; Sólveig Guðfinna Sæland, f. 26.8. 1928, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Einari Ingvarssyni, fyrrv. starfsmanni hjá álverinu í Straumsvík og eiga þau sjö börn. Foreldrar Eiríks voru Stígur Sveinsson Sæland, f. 30.11. 1890, d. 21.4. 1974, lögregluþjónn i Hafnar- firði, og k.h., Sigríður Eiríksdóttir Sæland, f. 12.8. 1889, d. 8.10. 1970, ljósmóðir, en þau bjuggu í Hafnar- firði. Ætt Stígur var sonur Sveins Auðuns- sonar, verkamanns, verkalýðsleið- toga og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, og k.h., Vigdísar Jónsdóttur. Sigríður var dóttir Eiríks Jóns- sonar, sjómanns við Sjónarhól í Hafnarfirði, og Sólveigar Guðfmnu Benjamínsdóttur. Eiríkur er að heiman. Eiríkur Á.S. Sæland. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Reykjaæö I, endurnýjun 1997-98.“ Verkiö felst í að leggja nýja aðveituæð fyrir hita- veitu frá Dælustöðvarvegi í Mosfellsbæ að tengihúsi Hitaveitu Reykjavikur viö Vesturlandsveg hjá Grafarholti. Æöin er DN 700 stálpípa í DN 900 plastkápu. Á hluta leiðarinnar þarf að fjarlægja núverandi Reykjaæö I sem er tvær stálpípur DN 350 í steyptum stokki. Einnig skal byggja tvö lokahús og stálbitabrú fyrir pípu yfir Úlfarsá. Helstu magntölur eru: Lengd aðveituæðar 6.500 m Gröftur30.000 m3 Fylling 30.000 m3 Steinsteypa 270 m3 Reykjaæö I fjarlægð 2.400 m Stálbitabrú 30 m Skiladagar verksins eru þessir: Fyrsta áfanga verksins, sem er frá tengi- húsi við Grafarholt að bæjarmörkum Mosfellsbæjar og er um 2400 m að lengd, skal lokið þann 1. nóvember 1997. Pípulögn skal að fullu lokið þann 15. september 1998. Verklok eru þann 15. júní 1999. Útboösgögn fást á skrifstofu vorri frá og meö þriðjudeginum 29. apríl nk. gegn 25.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: þriöjudaginn 13. maf 1997, kl. 11, á sama stað. hvr 66/7 F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í viögeröir og málun Ver- búöa í Vesturhöfn. Helstu magntölur eru: Háþrýstiþvottur og málun: Endursteypa: 825 m Ryðviðgerðir á járnum: Viðgerðir á ryðpunktum: Viðgerð á þenslufúgu: Verkið skal unniö í tveimur áföngum: Fyrri verklok eru 15. ágúst 1997 Síðari 15. júlí 1998 Útboösgögn fást á skrifst. vorri frá þriöjud. 29. apríl nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriöjudaginn 13. maí 1997, kl. 14, á sama stað. rvh 67/7 825 m 825 m 180 m 4.000 m2 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavtk er óskað eftir tilboðum í gerö 30 km hverfis f Hlíöum, úrbótum á göngu- og hjólaleiöum viö gatnamót og frágangi á biöstööum SVR. Verkiö nefnist: „Ýmsar framkvæmdir - 1,1997.“ Helstu magntölur eru: Stein- og hellulagðir fletir 3.550 m2 Steyptir fletir 650 m2 Malbikun 250 m2 Steyptur kantsteinn 450 m Grásteinskantur 450 m Lokaskiladagur verksins er 1. október 1997 Útboðsgögn fást á skrifst. vorri frá þriöjud. 29. apríl nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miövikudaginn 7. maí 1997, kl. 15, á sama staö. gat 68/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskaö eftir tilboðum í viö- hald pípulagna í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá kl. 12 þriöjudaginn 29. apríl nk. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miövikudaginn 14. maí 1997, kl. 14, á sama stað. bgd 69/7 INNKA URASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Fréttir Nokkrir gestir á árshátíö Kaupfélags Skagfiröinga sem haldin var fyrir skömmu. DV-mynd Örn Kaupfélag Skagfirðinga: Hagnaður 21,1 milljón 1996 DV, Fljótum: Hagnaður á rekstri Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári nam samtals 21,1 milljón króna. Það er einnar milljónar meiri hagnaður en 1995. Ekki liggur enn fyrir af- koma dótturfyrirtækja KS, Fiskiðj- unnar Skagfirðings, RKS skynjara- tækni og landflutningafyrirtækis sem stofnað var 1996. Alls velti KS liðlega 2,8 milljörð- um 1996 sem er nánast sama tala og 1995. Afkoma kaupfélagsins og starf- semi hefur verið kynnt á deilda- fundum í héraðinu undanfarið. Fjárfestingar fyrirtækisins námu 85 mifljónum á árinu. Þær um- fangsmestu voru í mjólkursamlagi. Einnig var byrjað á byggingu fóð- urblöndunarstöðvar við gras- kögglaverksmiðju í Vallhólma sem áætlað er að taka í notkun í ár. Alls greiddi félagið bændum 165 milljónir króna fyrir afurðir hrossa, kinda og nautgripa 1996. Innvegið mjólkurmagn jókst frá ár- inu á undan en færra sauðfé kom til slátrunar. Útflutningsskylda fé- lagsins á kindakjöti nam um 60 tonnum og er mest af því farið til kaupenda í Færeyjum. Aðalfundur KS verður væntanlega haldinn í lok þessa mánaðar. -ÖÞ Til hamingju með afmælið 28. apríl 85 ára Þóra I. Timmermann, Efstaleiti 14, Reykjavík. Sveinn Guðmundsson, Víðigrund 45, Kópavogi. 80 ára Sigursteinn Kristjánsson, Hjallalundi 3B, Akureyri. 75 ára Sigrún Lovísa Sigurðardótt- ir, Kleppsvegi 134, Reykjavík. 70 ára Benjamín Þórðarson, Lágholti 2, Stykkishólmi. Þuríður Jóhanna Kristjáns- dóttir, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Ólöf Gisladóttir, Kjalarlandi 28, Reykjavík. 60 ára Sigurður Hjörtur Sigurðs- son, Dalbakka 5, Seyðisfirði. Ingibjörg Þorgilsdóttir, Stóragerði 2, Hvolsvelli. Emil Hólm Frímannsson, Búðarstíg 5, Eyrarbakka. 50 ára Guðbrandur Guðbrandsson, Staöarhrauni, Borgarbyggð. Jón Jakobsson, Dagverðamesi, Skorradals- hreppi. Smári Björnsson, Flötum 16, Vestmannaeyjum. Jóhann Reynir Arason, Hraunholti 8, Garði. Kristján Helgason, Fljótaseli 21, Reykjavík. Aðalheiður Ingvadóttir, Daltúni 17, Kópavogi. Olga Hafberg, Hörðalandi 18, Reykjavík. 40 ára Gunnlaugur Kristjánsson, Austurbrún 2, Reykjavík. Guðlaug Ragnarsdóttir. Laugarnesvegi 43, Reykjavík. Þorbjörg Valgarðsdóttir, Heiðarbraut 37, Akranesi. Guðmundur Gylfi Guð- mundsson, Skeiðarvogi 5, Reykjavik. Kristín Guðrún Gísladóttir, Bíldsfelli II, Grafningshreppi. Á N/ESTA S0LUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.