Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 »orm Kýs ekki flokk- inn þrátt fyrir að vera félagi „Þrátt fyrir að vera félagi í Al- þýðuflokknum og varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna þá get ég alveg lýst því yfir að ég mun ekki vinna með þeim flokki einum og sér í næstu kosning- um.“ Þóra Arnórsdóttir, í Alþýðu- blaðinu. Ummæli Dagpeningar bankastjóra „Mér finnst það óeðlilegt úr því foreldrar bankastjóranna fá ekki dagpeninga heldur.“ Jóhannes Jónsson, kaupmað- ur í Bónusi, þegar hann var spurður hvort makar banka- stjóra ættu að fá dagpeninga, í Degi-Tímanum. Fluttum Alaska inn „Úr því þjóðin flutti ekki á sínum tíma búferlum til Alaska fluttum við Alaska inn í lúpínu- líki.“ Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Hátalarar geta veriö margbreyti- legir í útliti enda leggja sum fyr- irtæki mikiö í hönnun þeirra. Hátalarar Hátalari er eins konar orku- breytir, hann umbreytir orku úr einni mynd i aðra. Fyrst breytist raforkan í tónlistinni, sem kom- in er frá magnara, í vélræna orku, er breytist síðan í hljóð- orku. Undanfarin ár hafa rafseg- ulhátalarar með hreyfanlegri spólu verið langalgengastir á markaðinum. Fyrsta einkaleyfið Fyrsa einkaleyfi á hátalara með spólu er frá 19. öld. Ernest Weremer, starfsmaður hjá þýska fyrirtækinu Siemens, lagði inn lýsingu á slíkum grip i desember 1877. Oliver Lodge lagði fram lýs- ingu á hliðstæðum grip í apríl 1898. Á þeim tíma voru engir raf- knúnir hljómgjafar til og því ekki unnt að láta þennan húnað skila því sem honum var ætlað. Árið 1924 sóttu Chester W. Rice og Edward W. Kellog um einka- leyfi á líkani hátalara með hreyf- anlegri spólu og smíðuðu jafn- framt magnara sem skilað gat 1 W inn á kerflð. Blessuð veröldin Dolby Bandaríkjamaðurinn Ray Dol- by bjó til fyrsta búnaðinn sem eyddi suði og snarki úr hljóm- kerfum. Það var ætlað atvinnu- mönnum í starfinu og nefndist Dolby A. Nokkrum árum síðar sendi Dolby einfaldari útgáfu á markaðinn, var hún ætluð al- mennum neytendum og nefndist Doby B. Síðan hafa bættar útgáf- ur komið frá fyrirtæki sem kennt er við Dolby. A -------------------------- Skýjað um allt land Um 500 km súður af Reykjanesi er 980 mb lægð sem þokast austur en skilur eftir sig lægðardrag á Grænlandshafi. 1020 mb hæð er yfir Norðaustur-Grænlandi. í dag verð- Veðrið í dag ur austlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst víða norðan og austan til en heldur hægari suðvestanlands. Skýjað verður um allt land og sam- felld rigning víðast hvar austan til en súld eða rigning með köflum vestan til. Hiti verður yfirleitt á bil- inu 5-10 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi, skýjað og dálítil súld eða rigning með köflum, Hiti 6-9 stig. Sólarlag 1 Reykjavík: 21.43 Sólarupprás á morgun: 05.07 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.30 Árdegisflóð á morgun: 11.04 Veðrið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri alskýjaö 7 Akurnes alskýjaö 7 Bergstaöir alskýjaö 7 Bolungarvík alskýjaö 5 Egilsstaðir skýjað 10 Keflavíkurflugv. alskýjað 9 Kirkjubkl. rigning 7 Raufarhöfn þoka 2 Reykjavík skýjað 8 Stórhöföi rigning og súld 7 Helsinki alskýjað 9 Kaupmannah. skýjað 13 Ósló léttskýjað 11 Stokkhólmur skýjaö 12 Þórshöfn skýjaö 7 Amsterdam þokumóöa 13 Barcelona skýjað 18 Chicago alskýjaó 10 Frankfurt skýjaö 14 Glasgow súld á síð.klst. 10 Hamborg alskýjað 12 London skýjað 15 Lúxemborg skúr á síð. klst. 13 Malaga skýjað 22 Mallorca skýjaó 25 París skúr á síð. klst. 15 Róm þokumóóa 14 New York léttskýjaö 12 Orlando þokumóða 23 Nuuk alskýjaó -4 Vín skýjaö 17 Washington skýjaö 12 Winnipeg léttskýjaó 0 Guðmundur Bjarni Kristinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur: Mottóið er að vera skrefinu á undan öðrum DV, Suðurnesjum: „Þegar uppskeran er svona góð eftir tímabilið hvetur það mann til að halda áfram á sömu braut. Það er óhemjuvinna að standa í þessu. Ef vel á að gera, sem ég held að hafi tekist hjá okkur, þarf að vinna 2 tíma á dag að meðaltali yfir tímabilið. Þetta er allt gert af áhugamennsku. Ég borga síma- reikningana og bensínið sjálfur þegar ég er að eltast fyrir deildina eins og allir hinir góðu stjórnar- mennirnir sem ég starfa með í deildinni,“ sagði Guðmundur Bjarni Kristinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, en hann er að byrja fjórða ár sitt í röð sem formaður deildarinnar en sat áður í stjóm í eitt ár. Guð- Maður dagsins mundur er Eskfirðingur en fluttist til Keflavíkur 18 ára og er búinn að vera þar í 19 ár. Á Eskifirði stundaði hann handbolta og var mikið i sundi og setti nokkur Austurlandsmet. „Körfubolti var í mínum huga hundleiðinlegur og þegar ég kem til Keflavíkur var spilaður körfubolti á þessu svæði. Ég sem er íþróttasjúklingur fór þá Guðmundur Bjarni Kristinsson. að fylgjast með velgengninni og þá leiddist ég óneitanlega út i þetta og ánetjaðist körfuboltanum alltaf meira og meira og svo er ég kom- inn þangað sem ég er í dag.“ Eins og flestum landsmönnum er kunnugt vann Keflavik alla fimm titlana sem í boði voru i meistaraflokki og var tvímæla- laust með besta og skemmtilegasta liðið. Þetta var sannkallað ár Kefl- víkinga í körfunni. Þá stóð kvennaliðið sig mjög vel þrátt fyr- ir að það ynni ekki íslandsmótið en það varð bikar- og deildar- meistarar. Keflvíkingar voru með nokkrar uppákomur í úrslita- keppninni og meðal annars mikla ljósasýningu. „Við erum með besta liðið í dag og viljum hafa það flottasta í kringum okkur. Mottóið hjá okkur er aö vera skrefmu á undan öðrum liðum. Það eru margir velviljaðir í deildinni og hafa stutt okkur vel og sumir vilja ekki láta nafns síns getið. Þeir eiga skildar þakkir fyrir og þetta væri ekki hægt án þeirra en deildin er að velta miklum pening- um.“ En á Guðmundur Bjarni önnur áhugamál en körfubolta? „Á meðan ég er í körfuboltanum er ekki hægt að sinna öðru. Þann tíma sem ég á aflögu reyni ég að vera með fjölskyldunni. Hins veg- ar hef ég gaman af að skoða land- ið.“ Eiginkona Guðmundar Bjarna er Hrafnhildur Atladóttir og eiga þau tvö börn saman, Kristin, 13 ára, og Karen, 6 ára. Fyrir átti Hrafnhildur Kittýju, 19 ára, og Guðmundur Bjarni Högna Þór, 17 ára. -ÆMK Myndgátan Stúlka með krosslagða fætur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Mikil átök eiga sér stað meðal persónanna, bæði andleg og lík- amleg. Leitt hún skyldi vera skækja Nú fer sýningum að fækka á Leitt hún skyldi vera skækja, en leikrit þetta hefur gengið fyrir fullu húsi frá því í haust. Næsta sýning er annað kvöld. Leiksýn- ingum verður að ljúka í apríl þar sem leikhópnum hefur verið boðið á norræna listahátíð í Stokkhólmi í maí. Leitt hún skyldi vera skækja er skrifað af John Ford í kring- um 1630 og segir frá forboðinni ást ungra systkina og örlögum þeirra. Hispurslaust en jafn- framt rómantískt verk, erótískt og hryllilegt í senn. Þetta er sígilt leikrit og hefur alla tíð ver- ið umdeilt. Leikhús Leikarar eru Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálms- dóttir, Steinn Ármann Magnús- son, Edda Arnljótsdóttir, Stefán Jónsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Kristján Franklín Magn- ús og Erlingur Gislason. Leik- stjóri er Baltasar Kormákur. Tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Bridge Bretinn Brian Senior fékk hrein- an topp í tvímenningi fyrir úrspilið í þremur gröndum í þessu spili. Bri- an Senior er einn þeirra sem leggja enga sérstaka áherslu á að innkoma á lit lofi háspilum í litnum. Sagnir gengu þannig, austur gjafari, NS á hættu og Senior sat í suður: ♦ D95 ** G108 ♦ G85 ♦ 10752 ♦ K6 * K7532 f 102 4 ÁDG3 N V A S ♦ Á107 «4 Á4 ♦ K9643 4 964 4 G8432 *4 D96 ♦ ÁD7 4 K8 Austur Suður Vestur Norður 1 f 14 pass 2 «4 pass 2 grönd pass 3 grönd Vestur spilaði út laufatvisti í þessum samningi sem Senior drap á gosa í blindum. Hann spilaði nú hjarta á drottningu og síðan litlu hjarta frá báðum höndum. Austur fékk slaginn á ásinn, spilaði tígli og Senior svínaði tíguldrottningu. Hann tók nú laufkóng og síðan slagi á lauf og hjarta. Vestur var ekki nægilega vakandi í vörninni og gerði mistök með því að henda tígli. í síðasta hjarta blinds varð austur að fara niður á spaðaásinn blankan til þess að passa K9 í tígli. Senior hafði fylgst vel með afköstum vam- arinnar, henti tígli heima og spilaði lágum spaða úr blindum frá kóngn- um. Að fá 11 slagi í grandsamningi verðskuldaði toppskorið í NS. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.