Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 40
' Vmrun$[4tölur laugardaginn 26- 04^l 18 22 25 28 35 37 Vinningar vinninga Vinningóupphœð <■ 5 “t 5 6.818.630 2. 4 aís+^ 17 148.980 3- 4 “tS 421 10.370 4- 3 ats 14.892 680 HeUdarvlnningsupphœð 51.118.140 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREi SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá 1 síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Samningar á bláþræði Rétt áður en DV fór i prentun í gærkvöld voru rafiðnaðarmenn Pósts og síma ekki búnir að semja. Þá var talið að brugðið gæti til beggja vona í samningaviðræðunum. „Það hefur ekkert verið formlega lagt fram af þeirra hálfu um endan- lega röðun í launaflokka," sagði Helgi R. Gunnarsson, formaður samninganefndar rafiðnaðarmanna Pósts og síma en verkfall þeirra hef- ur staðið frá því á föstudag. Fundur rafiðnarmanna Pósts og síma og viðsemjenda þeirra hófst kl. 13 í gærdag. Að sögn Helga var búið að ganga frá öllum lausum endum nema röðun i launaflokka. Hann taldi í gærkvöld að ef ekki tækist að semja í hótt myndi slitna upp úr viðræðunum. -em Veður á Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig- á 12 tíma bili 14 c° mán. þri. miö. fim. fös. Vindhraði 12stig 1 10 8 NA k/ ASA N NA Á mán. þri. mið. fim. fös. UrkOma - a 12 tíma bili 18 mm 16 14 12 10 8 6 4 2 0 1 l l | f | B ■■ mán. þri. miö. fim. fös. Inga Jóna stefnir á 1. sæti D- listans í borginni: Sótt að Árna - Vilhjálmur Þ. sá eini sem gæti ógnaö Árna Sigfússyni í 1. sætiö Nokkur skjálfti er farinn að gera vart við sig í borgarstjómar- flokki sjálfstæðismanna í Reykja- vík og í gær lýsti Inga Jóna Þórð- ardóttir borgarfulltrúi því yflr að hún stefndi á fyrsta sæti D-listans fyrir borgarstjómarkosningamar að ári. Samkvæmt heimildum DV stefnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson einnig á fyrsta sætið, eins og fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur hann styrkt sig í sessi sem formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Ekki náðist í Vilhjálm í gærkvöld en hann er talinn sá eini í borgar- stjórnarflokknum sem ögrað gæti að einhverju marki sterkri stöðu Árna Sigfússonar. Gunnar Jóhann Birgisson borg- arfúlltrúi sagði í gær að ekki væri tímabært að lýsa yfir stuðningi við einstaka menn þar sem full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna í borginni hefði enn ekki ákveðið hvaða háttur yrði hafður á við uppröðun á lista fyrir kosningam- ar að ári en það yrði siðar i vor. Ámi Sigfússon, sem nú leiðir D- listann í borginni, á sér andstæö- inga innan flokksins sem hampa því gjaman að hann hafi tapað borginni í síðustu kosningum. Samherjar Áma benda hins vegar á að aðrir hafi verið búnir að tapa henni og koma fylgi Sjálfstæðis- flokksins niður í 30%, sem svo jókst í 47,3% eftir að hann var kallaður til að leiða listann síð- ustu vikurnar fyrir kosningamar. Það dugði þó ekki til að halda borginni. Nýleg skoðanakönnun á fylgi R- lista og D-lista í borginni sýnir að Árni Sigfússon nýtur langmests fylgis einstakra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Auk þess hef- ur hann mikið almennt fylgi fyrir framgöngu sína sem formaður FÍB og að hafa átt stærstan þátt í því að bifreiðatryggingar lækkuðu verulega á síðasta ári. DV ræddi við nokkra borgar- fulltrúa og varaborgarfulltrúa sjálfstæðismanna í gærkvöld og vildu þeir yfirleitt ekki tjá sig um stuðning við einstaka menn í ákveðin sæti á væntanlegum D- lista fyrir næstu borgarstjómar- kosningar en frá því vom tvær undantekningar, Hilmar Guð- laugsson borgarfulltrúi og Ólafur F. Magnússon varaborgarfulltrúi. Hilmar kvaðst myndu styðja Áma Sigfússon í fyrsta sætið, hann hefði stutt hann síðast og myndi gera það áfram. „Árni Sigfússon er eindreginn talsmaður réttlátrar fjölskyldustefhu og hagsmuna al- mennings. Hann er tvímælalaust líklegastur af núverandi borgar- fúlltrúum til að leiða Sjálfstæðis- flokkinn til sigurs yfir R-listanum. Ég vil sannarlega stuðla að því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem er fyrrverandi yfirlýstur sósíalisti, verði ekki borgarstjóri áfram eftir næstu kosningar," sagði Ólafur F. Magnússon, varaborgarfulltrúi D- lista. -SÁ Á leið í gæsluvarðhald Tveir menn voru í gærkvöld úrskuröaðir i gæsluvaröhaid í Héraösdómi Reykjavíkur vegna árásarinnar í Austurstræti í fyrrinótt. Hér sést annar þeirra, með breitt yfir höfuðiö, í fylgd rannsóknarlögreglumanna. DV-mynd S Bjarki þjálfar Aftureldingu Afturelding í Mosfellsbæ réð Bjarka Sigurðsson þjálfara í gær fyrir næsta keppnistímabil handknatt- leiksmanna. Kristján Ara- son skrifaði und- ir samning við FH um að þjálfa liðið á næsta keppnistimabili. Kristján þjálfaði síðast hjá Massenheim í Þýskalandi en Bjarki lék með Aftureldingu á nýafstöðnu keppu- istímabili. Umfjöllun um íþróttir helg- arinnar er á bls. 21-28. -SK Tískusýning á Mýrdalsjökli í nótt lagði stór hópur sjónvarps- fólks frá MTV-sjónvarpsstöðinni af stað á Mýrdalsjökul þar sem haldin verður íslensk tískusýning. Sýning- arfólk frá skóla Kolbrúnar Aðal- steinsdóttur, John Casablanca, mun sýna föt frá íslenskum framleiðend- um. Tískusýningin verður síðan sýnd í MTV. Til stendur að grafa bíla í fónn og vélsleðafólk mun leika listir sínar á jöklinum. -em f JAHÁ.EUARKI AÐ ÞJÁLFA \RASSABL0S6A! Veðriö á morgun: Rigning eða súld Á morgun verður suðaustlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning eða súld um mestallt land, þó síst norðanlands og á Vest- fjörðum. Hiti verður á bilinu 4-8 stig. Veöriö í dag er á bls. 44. Sjálfskipt NIS5AN Almera pi 'C.v-aw' kr. 1.498.000.- Ingvar Helgason hf. Sœvarliöfda 2 Sími 525 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.