Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1997, Blaðsíða 1
21 sjá atlt um ensku knattspyrnuna á bls Dieter Höness við DV: „Reynsla Eyjólfs er Herthu mjög mikilvæg" DV; Berlín: Eftir leik íslendingaliðanna Herthu Berlin og Mannheim í þýsku knattspymunni á föstudagskvöldið ræddi DV við Dieter Höness, framkvæmdastjóra Herthu, og spurði hann um Eyjólf Sverrisson. „Eyjólfur er mjög mikilvægur fyrir liðið, enda er hann varafyrir- liði þess. Reynslan sem hann fékk þegar hann spilaði með Stuttgart á sínum tíma er Herthu mjög mikilvæg. Eyjólfi hefur farið mikið fram, hann er mun sterkari en þegar hann lék með Stuttgart og með mun meiri reynslu," sagði Höness, sem starfaði einmitt hjá Stuttgart þegar Eyjólfur lék þar. Leikur Herthu og Mannheim endaði 2-2 og nánar fjallað um hann á bls. 28. -bjb/VS Guðmundur Bragason leikur áfram í Þýskalandi á næsta tímabili. Körfuknattleikur: Guðmund- ur áfram í Hamborg Guðmundur Bragason, landsliðsmað- ur í körfuknattleik, hefur framlengt samning sinn við þýska 2. deildar liðið BCJ Hamburg um eitt ár. Guðmundur lék með þýska liðinu við góðan orðstir í vetur og komst liðið meðal annars í úr- slitakeppnina um sæti 1 1. deild. Þar gekk liðinu ekki nógu vel en mikill hug- ur er hjá félaginu fyrir næsta tímabil. Guðmundur er væntanlegur til lands- ins í dag en hann leikur með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum sem hefjast hér á landi í byrjun júní. -JKS Jón rauf einveldi Guðmundar - kastaði sleggjunni 66,30 metra á móti í Bandaríkjunum á laugardaginn Jón Auðun Sigurjónsson úr FH setti á laugar- daginn nýtt íslandsmet í sleggjukasti þegar hann þeytti sleggjunni 66,30 metra á móti 1 Athens í Georgíufylki. Tæpt var það því gamla metið, sem Guðmund- ur Karlsson úr FH átti, var 66,28 metrar, aðeins tveimur sentímetrum styttra. Hér er þó um sögulegan árangur að ræða. því Guðmundur var búinn að halda íslandsmetinu í tiu ár og bæta það jafnt og þétt á þeim tíma. Metinu náði Guðmundur af Erlendi Valdi- marssyni úr ÍR en Erlendur kastaði lengst 60,74 metra á sínum tíma. -VS Arnar á leið til Mannheim? DV, Berlín: Ekki er ólík- legt að tví- burarnir Arn- ar og Bjarki Gunnlaugssyn- ir leiki báðir með Mann- heim í þýsku knattspym- unni næsta vetur, eins og áður hefur komið fram í DV. Bjarki leikur með Mannheim en Arnar með Sochaux í Frakklandi. „Þjálfari Mannheim hefur mikinn áhuga á Arnari og það em viðræður í gangi. Þetta bygg- ist þó á því að við höldum sæti okkar í 2. deild,“ sagði Bjarki við DV. -bjb/VS Zola bestur hjá fréttamönnum Gianfranco Zola, ítalinn snjalli hjá Chelsea, var útnefndur knattspymu- maður ársins í Englandi um helgina af þar- lendum íþróttafréttamönnum. Juninho hjá Middlesbrough varð annar og Mark Hughes hjá Chel- sea þriðji. Zola er þriðji útlend- ingurinn í röð sem hlýtur þenn- an titil. Á undan honum voru það Eric Cantona og Júrgen Klinsmann. -VS Júlíus hirti allan pottinn DV, Madríd: íslensku landsliðs- mennimir í handknattleik fylgdust að sjálfsögðu með Eurovison söngvakeppn- inni á laugar- dagskvöldið. Þeir settu upp veð- banka en spáð var fyrir um hvaða lag myndi bera sigur úr býtum og í hvaða sæti íslenska lagið lenti. Eftir keppnina kom f ljós að Júlíus Jónasson hafði borið sigur úr býtum. Kappinn tippaði á breska lagið og að Páll Óskar lenti í 20. sæti og fyrir vikið varð hann 30 þúsund krón- um ríkari. -GH Klinsmann til Tottenham á ný? Ensku dag- blöðin The Mirror og News of the World skýrðu frá þvl í gær að nær öruggt væri að Þjóð- veijinn Júrgen Klinsmaim kæmi á ný til Tottenham í sumar. Klinsmann lék með enska liðinu veturinn 1994-95 við miklar vinsældir. Síðamefnda blaðið hefur eftir Klinsmann að málin skýrist fljótlega, enska knattspyrnan heilli sig mjög og það væri ekk- ert í vegi fyrir því að fara aftur til Tottenham. Hann átti í úti- stöðum við Alan Sugar, stjóm- arformann Tottenham, þegar hann fór frá félaginu á sínum tíma. Klinsmann ætlar að hætta hjá Bayern Múnchen í vor. -VS Lottó: 1 16 19 21 33 B: 8 Enski boltinn: 121 lxx 211 12x1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.