Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Fréttir DV með bresku köfurunum um borð 1 Óðni: Kafarar telja sig vita um annað líkið - á fimmta tug manna vinnur að köfun í Æsu DV, Bíldudal: Bresku kafararnir um borð í varð- skipinu Óðni fóru niður að flaki kúfiskbátsins Æsu á fallaskipt- um upp úr klukkan 14 i gærdag. Vegna mikils straums geta þeir aðeins kafað tvisvar á sólar- hring og þá í hálftíma í senn. Þegar niður kom unnu þeir und- irbúningsvinnu að því að fara niður og inn í skipið til að ná líkum skipverjanna tveggja sem fórust með skipinu. Þeir náðu að hreinsa víra og annað frá inn- gangi í skipið á þeim hálftima sem þeir geta verið í kafi í senn. DV var um borð í varðskipinu Óðni frá því skipið kom i Amar- fjörð á miðvikudag og þar til í gær og fylgdist með framvindu mála. Erfiðleikar Kafararnir lentu í erfiðleikum eft- ir að niður kom og misstu straum af ljósum sem þeir höfðu í hjálmum sínum og voru því í myrkri neðan- sjávar. Þá var slakað niður til þeirra ljóskösturum úr eigu Gæsl- unnar sem virkuðu ekki heldur. Þrátt fyrir erfiðleikana tókst þeim að ljúka ætlunarverki sínu og festa líflínu milli Óðins og flaksins. Hálf- tíma eftir að þeir fóru niöur var byrjað að hífa þá aftur. Mikil spenna var í loftinu þegar þeir komu upp á yfirborðið því þá hafa þeir aðeins þrjár mínútur til að komast í afþrýstihylki sem staðsett er í þyrluskýli Óðins. Takist þeim ekki að komast á þeim tíma er hætt við að þeir fái köfunarveiki með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Eftir að bresku kafararnir fóru niðrn- á það 76 metra dýpi sem Æsan er á, var ætlunin að kafa aftur á fallaskiptum í gær- kvöld með það fyrir augum að ná líkum annars eða beggja mannanna. Töldu kafararnir liklegt að í þeirri ferð yrði mögulegt að kanna bæði brú skips- ins og káetu stýrimannsins. I gær- kvöld hafði síðan aúkið vind og þá var ákveðið aö fresta köfun þar til í dag. Einn kafaranna hafði á orði við Hér má sjá Kristin Ingólfsson aögeröastjóra fara yfir öryggisatriöi meö skipverjum Óöins í Arnarfirði. Hér má sjá breska kafarann Alan House eftir aö hann kom úr kafi í gær. Bresku kafararnir fóru þá i fyrsta sinn niöur aö Æsu og geröu klárt til aö geta fariö inn í næstu köfun. Mikiö var um aö vera þegara kafararnir komu upp. Ekkert má út af bera og menn hafa aöeins 3 minútur til aö koma köfurunum i afþrýstitanka. Ef þaö dregst er hætta á köfun- arveiki. DV-myndir Hilmar Þór j rödd Já f OLKSINS 904 1600 Er sameining jafnaðarmanna tímabær? DV að þeir teldu sig vita hvar lík annars mannsins er eftir að hafa skoðað myndbandsupptöku sem ís- lenska köfunarfyrirtækið Djúp- mynd gerði eftir að hafa skoðað flakið. Mikil leynd hvílir yfir aðgerðum um borð i Óðni og eru aðeins örfáir sem samráð hafa um framkvæmd aðgerðar á hinum ýmsu stigum. Þegar köfun hófst í gær voru allir beðnir að víkja af þilfari og strang- ar reglur giltu um það hverjir mættu koma þar nærri. Tafir Tafir höfðu orðið á leiðangrinum Bresku kafararnir leggja gífuriega áherslu á aö búnaður þeirra sé f full- komnu iagi enda má ekkert út af bera þegar kafað er niöur á þaö dýpi sem Æsan er á. Allt er yfirfariö og þrautreynt áöur en kafaö er. vegna bilunar í búnaði og kom varð- skipið Óðinn ekki á slysstaðinn fýrr en sólarhring síðar en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar þangað kom fór nokkur tími í að staðsetja varð- skipið yfir flaki Æsu en til þess að hægt væri að nota hinn flókna bún- að kafaranna varð að fastsetja skip- ið. Það var gert með tveimur 4 tonna steinhnullungum og ankerum skipsins. Búnaður kafaranna var þrautreyndur meðan þetta stóð yfir. Það tók um 6 klukkustundir að koma skipinu þannig fyrir að það ins telur 19 menn. Alls eru á fimmta tug manna við aðgerðina sem gagn- rýnd hefur verið af íslenskum köf- urum sem segjast geta náð skipinu á þurrt fyrir svipaða upphæð og lögð er í yfirstandandi aðgerð. Gert er ráð fyrir að aðgerðum ljúki irni eða eftir helgi og í fram- haldinu verði unnið úr þeim gögn- um sem fýrir liggja. -rt Stuttar fréttir Hér skoöa skipherra og yfirstýri- maöur Óöins lóöningu á dýptarmæli skipsins sem sýnir glöggt flak Æsu á 76 metra dýpi. væri beint yfir flakinu og þegar því var lokið voru menn orðnir þreyttir og ákveðið var að gera hlé á aðgerð- um svo menn gætu sofið og náð upp þreki. í gærmorgun var búri því sem kafararnir eru í við köfun slakað til botns til að kanna hvort nokkuð væri að. Mikil áhersla var lögð á ör- yggisatriði þar sem ekkert má út af bera við sjálfa köfunina án þess að stórhætta hlytist af. Múgur manns Fjöldi manns frá rannsóknaraðil- um kemur að þessari umfangsmiklu aðgerð. Sjóslysanefnd er með sinn fulltrúa á vettvangi og Siglinga- stofnun með tvo, annar stjómar að- gerðum og hinn er íslenskur kafari sem annast samskipti við bresku kafarana. Þá voru tveir menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins og þrír lögregluþjónar frá Patreksfirði. Einn fulltrúi ættingja þeirra sem fórust fylgist með framvindu mála. Loks má nefna að áhöfn varðskips- 80 alvarlegar árásir Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr rannsakað 80 alvarleg lík- amsárásarmál frá 1993 til 1997. Alvarlegar árásir teljast þær þegar meiðsli fómarlamba verða mikil og árásarmenn nota gjarn- an verkfæri. RÚV sagði frá. Keflavíkurstöö óbreytt Yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins segir að engar breytingar séu fyrirhugaðar á rekstri herstöðvarinnar í Kefla- vlk í náinni framtíö. Stöð 2 sagði frá. PCB í hvalkjötinu Mikið af þrávirkum efnum, eins og PCB, er í blóði Græn- lendinga og talið að þeir fái það I sig úr hval- og selkjöti sem þeir borða mikið af. RÚV sagði frá. 1200 tonn af síld Júpíter ÞH landaði 1200 tonn- um af síld á Vopnafiröi í nótt sem skipið fékk í tveimur köst- um nyrst í Sildarsmugunni. Áður hefúr Sunnuberg landað á staðnum en þangað hafa borist 2000 tonn af síld á vertíðinni. RÚV sagði frá. 300 hjúkrunarrými vantar Á þriðja hundrað hjúkrunar- rými fyrir aldraða vantar í Reykjavík og biðlistar lengjast stöðugt og er ástandið orðið al- varlegt víða, að sögn formanns Félags eldri borgara á Stöð 2. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.