Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Fréttir Hinsti dans Islands í Eurovison í bili Mikiö hefur veriö rætt um fram- lag íslands í Eurovision-keppninni í ár. Páll Óskar hafnaði í 20. sæti í Dyflinni sl. laugardagskvöld, eins og alþjóð er kunnugt, með lag sitt Minn hinsti dans. Það má segja með sanni aö þetta hafi veriö hinsti dans íslands í Eurovision í bili a.m.k. þvi við erum úr leik I keppninni á næsta ári. Sigrún Eva og Sigga Belntelns náðu 7. sæti í Eurovision áriö 1992. Ánæg&ur meö athyglina Páll Óskar hefur lýst því yfir að hann sé ánægður með frammistöö- una þrátt fyrir að stigin sem lagið - framlag íslands fékk misjafna dóma í erlendum fjölmiðlum Páll Óskar á sviöinu í Point Theatre. Minn hinsti dans hafnaöi í 20. sæti og ísland er þvi úr leik í Eurovislon f bili. fékk hafi aðeins ver- ið 18 talsins frá fjór- um þjóðum. Hann segist hafa vakið mikla athygli og sé í kjölfarið með plötu- samninga upp á vas- ann og það sé meira en segja megi um flesta aðra keppend- ur. Þaö er rétt hjá Páli Óskari að hann vakti mikla athygli á sviðinu í Point Theatre. Erlendar sjónvarpsstöðvar sem lýstu keppninni voru misánægðar með framlag hans eins og eflaust flestir íslendingar. Bretar og Frakkar voru allánægðir. Sjónvarpsþulur BBC sagöi að framlag íslands hefði veriö virkilega fLott og „töfi“. Þulurinn bætti því viö að keppnin yrði aldrei sú sama eftir og hlæjandi sagöist hann vona aö breskar húsmæöur hefðu ekki séð lagið. Bretar gáfu okkur 6 stig í gegnum símaval sem gefúr til kynna aö breskur almenn- ingur var mjög sáttur viö lagiö. Franskir fjölmiölar hrósuðu laginu og framkomu Páls Óskars og sögöu hana nýtískulega og nauðsynlega fyr- ir keppnina. Dóm- nefndin þar i landi var þó ekki á sama máli og gaf okkur ekki stig. Þjóðverjar óá- nægöir í Þýskalandi var framlag íslands gagnrýnt mjög í fjölmiðlum. Þýskir sjónvarps- og út- varpsþulir hafa margir gert stólpa- grín að laginu. Margir töldu það ósmekklegt og hreinlega hallæris- legt. Þetta hafi ver- ið lélegt diskólag meö fatafelluyfirbragði og á einni þýskri útvarpsstöö var sagt að ís- lendingar hlytu að vera á mjög lágu plani aö senda svona lag. Þetta væri slæm auglýsing fyrir landiö og þjóð. Kannski hafa Þjóðverjar verið svona öfundsjúkir og tapsárir. Þeir sendu gamaldags lag með ungri tán- ingsstelpu og gerðu sér miklar von- ir um góöan árangur. Raunin varð önnur því þýska lagið hafnaöi í botnbaráttunni, einu sæti fyrir ofan ísland, og þýska söngkonan fór grát- andi heim. íslendingar þurfa sem sagt ekki Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson sungu um Ninu í Róm. aö hafa áhyggjur af Eurovision- keppninni á næsta ári. Aödáendur keppninnar geta þó huggað sig við það að ísland á þó rétt á að taka aft- ur þátt í henni árið 1999. -RR Rósa Guömundsdóttir: „Hef aldrei þegiö dagpeninga Seölabankans." DV-mynd ÞÖK Hef aldrei þegið krónu - segir Rósa Guðmundsdóttir „Ég hef aldrei nokkru sinni þegið dagpeninga frá Seðlabankanum, vinnustaö eiginmanns míns, og aldrei þýðir aldrei," segir Rósa Guð- mimdsdóttir, eiginkona Bjarna Braga Jónssonar, fyrrverandi að- stoðarbankastjóra í Seðlabankanum. J ffétt DV þann 28. apríl af fríð- indum bankastjóra og aöstoöar- bankastjóra ríkisbankanna voru nefnd nöfn eiginkvenna nokkurra þeirra sem samkvæmt reglum bank- anna geta þegið dagpeninga á ferð- um erlendis, fylgi þær mökum sín- um á ferðalögum erlendis á vegum bankanna og var Rósa ein þessara kvenna. Rósa segir aö hún hafi aldr- ei notið neinna fríðinda af hálfu vinnustaðar manns síns, en fréttin hafi orðið henni til ýmissa óþæg- inda í starfi hennar sem kennari. „Kennarar eru afar viðkvæm stétt og illa launuð og niðurlæging mín í þeirra hópi stafar af því,“ segir Rósa. Hún segir að hún hafi orðið vör við breytt viðmót af hálfu ýmissa sam- starfsmanna sinna eftir aö frétt DV birtist og þurft ítrekað að sitja undir glósum um sitt ljúfa líf í skjóli Seöla- bankans. Þeir sem þannig hefðu tek- ið sig fram um aö misbjóöa sómatil- finningu hennar og virðingu á þenn- an hátt hafi síöan ekki viljað hlusta á, hvað þá trúa því, að hún hefði aldrei nokkru sinni ferðast á kostnaö annarra en sjálfrar sín. -SÁ Ferðamálafulltrúi um Bláa lónið: Víti til varnaðar „Ég veit ekki hvort slys í lóninu hefur áhrif á straum ferðamanna en vonandi hefur þetta einhver áhrif á óboðna gesti aö lóninu. Slys á þess- um staö er eins og slys á fjöllum eða jöklum. Þaö vekur fólk til umhugs- unar en fælir það varla frá,“ segir Jóhann D. Jónsson, feröamálafull- trúi Suöumesja. Jóhann var í Bláa lóninu á sunnudagsmorgun þegar Jóna Sjöfn Ægisdóttir fannst þar látin, kom reyndar að henni fyrstur. Hann seg- ir að menn verði aö líta á lónið sem sérstakt mannvirki og aö ekki sé hægt að bera það saman viö venju- lega sundlaug. „Miöaö við umfang og gerð lóns- ins tel ég slysavömum ekki endi- lega vera ábótavant á staðnum. Þetta er mikið flæmi og þama er mikil gufa. Aöstæður eru því erfiö- ar. Vítin em til að varast þau og ég held að ekki sé ástæða til þess aö gera of mikið úr þætti girðingarinn- ar umhverfis lónið. Það hefur marg- sýnt sig að girðingar halda fólki ekki fyrir utan ef það ætlar sér á annaö borð yfir. Áfengi á klárlega ekki að hafa um hönd í lóninu," seg- ir Jóhann D. Jónsson. Hann segir lónið verða fært og með því að hanna það á nýjum staö gefist vissu- lega möguleikar á að byggja upp meö slysavamir í huga. -sv Þessi tveggja ára herramaöur, aö nafni ísak Freyr Hjaltested, var býsna ónægöur meö aflann en hann var nýbúinn aö veiöa sinn fyrsta lax viö Vatns- enda. DV-mynd E.ÓI. Þórshöfn: próf tefjast vegna Æsu Framhaldssjópróf vegna Dísar- fellsslyssins verða að líkindum haldin í næstu eða þarnæstu viku, samkvæmt upplýsingum Héraðsdóms Reykjavíkur I gær. Rannsóknamefnd sjóslysa hef- ur undanfarið unnið að því að afla nýrra gagna. Óljóst er hins vegar hvenær nefndin verður reiðubúin til aö taka frekari skýrslur af málsaðilum i Dísar- fellsmálinu. Fi'amkvæmdastjóri nefndarinnar hefur veriö önnum kafinn í vikunni vegna aðgerða við köfún niður aö flaki Æsu í Amarfirði. -ótt Hagnaður HÞ 126,5 milljónir DV, Akuieyri: Hagnaður fyrir afskriftir af reglulegri starfsemi Hraðfrysti- stöövar Þórshafnar á síðasta ári nam 271,3 milljónum króna. Af- skriftir og fjármagnsgjöld umfram tekjur námu um 136 mifijónum króna þannig að hagnaöur ársins var 136,5 milljónir króna. Til sam- anburðar má geta þess aö hagnaður fyrirtækisins árið 1995 nam 134 milljónum króna. Rekstrartekjur síðasta árs námu tæpum 1,7 milljarði og jukust um ríflega 430 milljónir á milli ára, en rekstrargjöld, sem námu 1,4 millj- örðum, jukust um 295 milljónir. Eig- ið fé félagsins var í árslok 302,4 milljónir og eiginfjárhlutfall 24%. Aðalfúndur félagsins verður hald- inn 16. maí. Stjómin gerir tillögu um útgáfu jöfnunarhlutabréfa að upphæð 75 milljónir króna eða 25%, þannig að hlutafé verði 375 milljón- ir króna. Þá óskar stjómin eftir heimild til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta, og gerð er tillaga fyrir aðalfund um greiðslu á 7% arði til hluthafa. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.