Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Fréttir I Kvennalistinn leitar framhaldslífs: Glæpsamlegt að breyta forsendum eftir á - segir Kristín Ástgeirsdóttir um kröfu Steinunnar V. Óskarsdóttur Er húsiö með flötu þaki? Þú gerir það vatnshelt með einni yfirferð af ROOFKOTE. Efniðsem límist við næstum öll þakefni, t.d. tjöru og asfalt. Auðvelt í notkun og endist 10 sinnum lengur en tjara og asfalt. Taktu á málinu og kynntu þér möguleikana á viðgerð- um með ROOF KOTE, TUFF KOTE og TUFFGLASS viðgerðarefnun- um. Efnin voru þróuð 1954 og hafa staðist tímans raun. Heildsala: G.K. Vilhjálmsson Smyrlahrauni 60 - S. 565 1297 Kristin Ástgeirsdóttir segir kröfu Steinunnar V. Óskarsdóttur borgar- fulltrúa fráleita, um að unnið verði úr viðhorfskönnun sem gerð var meðal Kvennalistakvenna um fram- tíð Kvennalistans. „Það væri óheið- arlegt, jafnvel glæpsamlegt að breyta forsendum könnunarinnar eftir á. Þegar könnunin var send út til 700 kvenna var skýrt tekið fram að ef ekki næðist 50% þátttaka, yrði ekki unnið úr henni," segir Kristín Ástgeirsdóttir, alþingiskona Kvennalistans, í samtali við DV. Rúmlega 190 svör bárust. Kristín segir að meðal Kvenna- listakvenna sé mikill vilji til að halda áfram á framboðsleiðinni en ómótuð sé stefna um hvernig það verði gert. „Við erum enn í umræð- um um hvernig beri að halda áfram. Það er fyrst og fremst samstarf við núverandi stjórnarandstöðuflokka sem er til umræðu, en það er viða tregða, bæði innan Kvennalistans og Álþýðubandalagsins. Þá hefur Framsóknarflokkurinn ekkert ljáð máls á því að fara inn í einhvers konar kosningabandalag." Kristín var spurð um undirtektir annarra stjórnarandstöðuflokka við hugsanlegu framboðssamstarfi við Kvennalista í ljósi þingstyrks flokksins og fylgis í skoðanakönn- unum. Hún sagði áhuga þeirra vera fyrir hendi enda væri innan Bónus: M&IVI sælgætið kláraðist „Við áttum rúmlega 100 kassa af M&M og það kláraðist allt á ör- skömmum tíma. Þetta féll I góðan jarðveg hjá viðskiptavinum okkar. Við munum skoða hvert framhaldið verður og hvort við pöntum meiri birgðir af sælgætinu," segir Guð- mundur Marteinsson, rekstrarstjóri hjá Bónus. „Síðan 1988 hefur verið bannað að selja M&M hér vegna þriggja litar- efna sem eru í sælgætinu. Það er að koma nýr aukaefnalisti til okkar og ég býst við að þessi þrjú litarefni verði leyfð á honum. Hins vegar er ljóst að það verður að framfylgja þeim reglum sem eru i gangi. Þegar við komum að athuga málið í versl- unum Bónuss var búið að selja þetta M&M sælgæti. Ég býst ekki við að við munum gera neitt stór- mál úr þessu," segir Rögnvaldur Ingólfsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. -RR Meö vikugamalt bílpróf: Köstuðust út eftir veltu Bill valt á Sauðárkróki á þriðju- dag. Tveir voru í bílnum. Þeir voru ekki í bílbeltum og köstuðust báðir út. Miðað við það er óhætt að full- yrða að þeir hafi sloppið vel. Annar piltanna var lagður inn á sjukrahús- ið á Sauðárkróki vegna verkja í baki. Ökumaðurinn, sem aðeins haföi vikugamalt bílpróf, gaf þá skýringu að hann hefði verið að taka fram úr og misst vald á bílnum í lausamöl. -sv Kvennalistans stór hópur kvenna sem byggju yfir mikilli srjórnmála- reynslu, sem gömlu flokkana hrein- lega vantaði, ekki síst Alþýðuflokk- inn. „Okkar fylgi hefur vissulega sveiflast, en þær hugmyndir sem við höfum sett fram höfða til ákveð- ins hóps fólks og það gefur framboð- um breiðari skírskotun ef þar eru Kvennalistakonur innanborðs," seg- ir Kristín Ástgeirsdóttir. -SÁ sunnudaginn 11. maí 1997 Ræktun af skorinna blóma á íslandi þykir mjög frambærileg og jafnast hiklaust á við það sem best gerist 1 heiminum. I blómaverslunum á Islandi starfar þaulreynt og menntað blómaskreytingafólk sem ávaílt leggur fagmennsku og metnað í vinnu sína. ¦- Vv ...Látið blómin tala Blómaverslanirnar - fagmennska ífyrirrúmi L ÍSLENSK GARÐYRKjA okkar allra vegna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.