Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Page 9
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 9 Utlönd Aðskilnaöarsinnar hertóku turn á Markúsartorgi í Feneyjum: Teknir í klukkuturninum Lögregla í Feneyjum lét til skarar skríða I morgun gegn aðskilnaðar- sinnum sem höfðu hertekið klukku- tuminn á hinu fræga Markúsar- torgi í nótt og krafist sjálfstæðis norðausturhluta Ítalíu. Átta að- skilnaðarsinnar voru handteknir. Grímuklæddir menn úr Carabini- eri, sérsveitum ítölsku lögreglunn- ar, klifruðu upp á svalir á 99 metra háum turninum og komust þannig inn í hann. Fréttamenn sáu vopnaða lög- regluþjónana draga átta aðskilnaö- arsinna, sem voru allir á þrítugs- og fertugsaldri, á brott. Sumir voru handteknir inni í tuminum en aðr- ir á torginu fyrir neðan, í heima- gerðum brynvörðum bíl, svörtum og grænum, og sendibíl. Nokkrir þeirra vora klæddir í hermannaföt. Einn hinna handteknu hrópaði: „Lengi lifi heilagur Markús!“ með feneyskum hreim þegar hann var leiddur í burtu. Áhorfendur hróp- uðu ókvæðisorð að hópnum: „Skammist ykkar,“ sagði einn, og „það ætti að kasta ykkur í lónið,“ hrópaði annar. Um þrjátíu sérþjálfaðir lögreglu- menn tóku þátt í aðgeröunum í morgun, um fimm klukkustundum eftir að aðskilnaðarsinnamir hert- óku turninn. Lögreglan sagöi að hópurinn hefði tekið farþegaferju traustataki skömmu eftir miðnætti og neytt áhöfhina til að sigla með sig niður Stórasíki að Markúsar- torgi, einhveijum vinsælasta feröa- mannastað í heimi. Ekki er Ijóst hvort tumtöku- mennimir voru vopnaöir. Ekki heyrðust neinir skothvellir í aðgerö- um lögreglunnar. „Flestir þeirra veittu enga mót- spymu þegar þeir áttuðu sig á að þetta var vonlaust," sagði háttsettur lögreglumaður í Feneyjum. „Deild úr Feneyjaher hefur í kvöld frelsað Markúsartorg, eftir tvö hundruð ár. Lýðveldi Feneyja hefur endurfæðst í dag. Lengi lifi heilagur Markús,“ sagði í yfirlýs- ingu sem aðskilnaðarsinnarnir sendu frá sér. Feneyjar vom um aldir sjálfstætt ríki, með lendur suður eftir allri Adríahafsströndinni og í Mið-Aust- urlöndum. Lýðveldiö féll 12. maí 1797 þegar hersveitir Napóleons lögðu borgina undir sig. Tumtökumennirnir em taldir tengjast hulduhópi sem hefur verið að trufla fréttasendingar sjónvarps- stöðva á Feneyjasvæðinu undan- fama tvo mánuði með kröfum um stofnun sjálfstæðs Feneyjarikis. Reuter Tugir fórust í flugslysi í Kina Að minnsta kosti 35 fórust þegar Boeing 737 þota kínversks flugfélags fórst í lendingu í borg- inni Shenzhen í suðurhluta Kína í morgun. Þrumuveður var þeg- ar slysið átti sér stað. Þetta er fyrsta alvarlega fiugslysið í Kína í næstum þrjú ár. Reuter önduð og örugg leiktæki sem henta jafnt í heimagarða sem leikskóla bahnaGaMan Smiðjuvegi 5 • Sími 544 5700 Freistingar eru (il |x'ss að falla fvrir heiiii. Hundruö óbreyttra mexíkóskra lögregluþjóna köstuóu grjóti og flöskum f fé- laga sfna í óeiröalöggunni f miklum átökum milli þeirra f Mexfkóborg f gær. Tugir slösuöust og margir voru handteknir. Löggurnar voru aö mótmæla áformum um aö þær fengju herþjálfun. Sfmamynd Reuter \ AGUM RENAULT FER A KOSTUM ÁRMULA 13. REYKJAVÍK, SÍMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236 Mobutu hyggst snúa heim í dag Embættismenn í Gabon, þar sem Mobutu Saírforseti sat fund með leiðtogum ýmissa Afríku- rikja, segja að forsetinn hafi í hyggju að snúa heim til Kins- hasa, höfuðborgar Saír, í dag. Leiðtogamir fögnuðu í gær þeirri yfirlýsingu Mobutus að sækjast ekki eftir endurkjöri af heilsufarsástæðum. Kváðu þeir ákvörðun forsetans greiða leið- ina fyrir friðsamlegri lausn á borgarastyrjöldinni í Saír. Suöur-afrískir samningamenn segja að nýjar viðræður milli uppreisnarforingjans Kabila og Mobutu séu ráðgerðar á mið- vikudaginn. Ekki er búið að greina frá fundarstað. Sveitir Kabila eru enn í um 200 km fjarlægð frá Kinshasa. Banda- rísk yfirvöld hafa lagt að Kabila að forðast blóöbað. Reuter STOPP V LAGERHREINSUN vegna flutninga hófst í morgun kl. 10, að Laugavegi 81. STOPP ^ j Ótrúlegt verð! YERO DfíLOÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.