Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Spurningin Tekur þú vítamín? Ólöf Guðmundsdóttir hótelstarfs- maður: Nei, engin. Margrét Ingadóttir nemi: Nei, aldrei. Ekki einu sinni lýsi. Guðfinna Hannesdóttir nemi: Nei, engin. Ingólfur B. Ingólfsson fulltrúi: Nei, ég geri það nú ekki. ^^^^gjpr Sæmundur Pálsson forstöðumað- ur: Nei, það geri ég ekki. Ragnhildur Ólafsdóttir nemi: Já, ég tek alltaf lýsi. Lesendur Kólnandi veöurfar á norðurhveli - fólk almennt ekki með á nótunum Jón Stefánsson skrifar: Við íslendingar erum háðari veð- urfari en flestir aðrar, a.m.k. á svæðinu norður við heimskauts- bauginn. Sumar aðrar þjóðir á þessu svæði, t.d. í Noregi, Finn- landi, Svíþjóð og jafnvel í Alaska, hafa vissu fyrir nokkuð góðum eða hlýjum sumrum vegna meginlands- veðráttu sem ríkir á þeim stöðum. Við á íslandi erum 1 sífelldum barn- ingi við veðursveiflur og aldrei á vísan að rða. Veðurfréttir eða öllu heldur veð- urspár hér á landi hafa heldur ekki verið upp á marga fiska. Nú er svo komið að veðurfréttir, t.d. í sjón- varpi (sem eru feikn góðar á mörg- um erlendum sjónvarpsstöðvum), eru nánast ekki lengur inni á skján- um hér. Svo vesælar era þær og marklitlar. Ég kenni engum eða engu um. Það er einfaldlega ekkert á neinu að byggja hér að því er lýt- ur að veðri. Eitt er þó nokkuð víst að allra færustu manna mati í vísindaheimi hálofta og veðurfars: Veðurfar fer kólnandi á norðurhveli jarðar. Og það snarkólnandi. Það er ekki nóg með að ósonlagið stækki hér norður frá heldur er Golfstraumurinn að taka stökkbreytingum sem ég kann ekki skil á. Skilst þó að hann sé að dreifa sér og verði ekki jafn-nota- drjúgur okkur og til þessa. Lítiö hefur verið um þetta rætt hér á landi einhverra hluta vegna. Oftast viljum við íslendingar lítið vita af hættum eða válegum tíðind- um þótt augljóst sé að slíkt dynji yfir okkur fyrr eða síðar. Dæmigerð er hættan af snjóflóðum í byggðum Er virkilega einhver hætta á fero? Og enginn segir neitt! dýpstu fjarða okkar. Þar er þraukað og vonað. Það láta menn gott heita. íbúar þessa lands virðast heldur ekki með á nótunum hvað varðar snöggkólnandi veðurfar. Það verður því sár biti að kyngja ef skyndilega verður svo komið hér að ekki verði við unað og fólk flýi fimbulkuldann. - Vilja ekki fjölmiðlar upplýsa land- ann lítið eitt? Er hægt að auðgast á gjaldþroti? Atli Hraunfjörð skrifar: Við heyrum stundum sagt frá því að hinn eða þessi hafi verið gerður gjaldþrota eða orðið gjaldþrota. For- sendurnar era ýmsar en stundum vill brenna við að aðfaramennirnir stefna einstaklingnum í þrot þótt sjá megi fram á að viðkomandi muni geta kraflað sig út úr vand- ræðunum með dugnaði og aðstoð á lengri tíma. En hvað verður svo um hinn gjaldþrota einstakling? Getur hann aftur horfið inn í þjóðfélagið, verið í vinnu, greitt sína skatta og önnur gjöld og þó lifað eðlilegu lífi? Séð sér farborða? Öðru nær. Hann má ekkert eiga eða vera skráður í vinnu, þá er allt hirt sem hirða má, og ef hann hefur skilið við maka sinn er hann bjarg- arlaus. Hann er sama sem dæmdur til skógar, eins og gert var hér áður fyrr. Við hinum gjaldþrota blasa þó þrír kostir að minnsta kosti. Að fara úr landi, vinna svart eða gerast undirverktaki og reyna að ná sem hæstu kaupi ásamt vsk. og stinga öllu í vasann, standa ekki skil á sköttum og opinberum gjöldum. Hirða allt. - Hann á ekkert og ekk- ert af honum að hafa ef einhverjum dettur í hug að krefja hann skila. Hafi hjónin hins vegar skilið í góðu má allt eins gera ráð fyrir að þau búi saman í óvígðri sambúð sem einstaklingar, með sitt heimil- isfangið hvort. Konan, hin fyrrver- andi eiginkona, nýtur alls af samfé- laginu sem snýr að einstæðum mæðrum sem ekki er vert að lasta. Þau hafa það gott - utanlandsferð, nýr bíll, fín föt og engar áhyggjur af skuldum eða aurabasli. Já, gjaldþrot og hjónaskilnaður er mikil blessun ef maður kann að nýta það. - En hvað getur þetta gengið lengi? Afram í Evróvisjón-keppninni Halldór Jónsson skrifar: Nú er skyndilega farið að ræða um að óljóst sé hvort við íslending- ar eigum að vera með í Eurovision- keppninni. Hvað skyldi hafa breyst? Þetta að Páll Óskar og kó vora ekki með sigurlagið? Höfum við ein- hvern tíma sigrað i þessari keppni? Er einhver verulegur munur á hvort við lendum í 16. sæti, því 21. eða 2. sæti? Ég sé ekki mikinn mun. Ég veit bara það að við eigum litla Sii©^ þjónusta allan sólarhringíi 39,90 raínútan - eða hringid í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Páll Óskar Hjálmtýsson - sífellt glaöur og jákvæður. Því á hann hug og hjörtu landsmanna. - Þaö er þetta sem gerir gæfumuninn. möguleika á að sigra, rétt eins og aðrar þjóðir sem sífellt era með þótt þær ekki sigri. Það eru ákveðnar þjóðir sem hafa miklu meiri möguleika á að ná til fólks á þessu sviði. Þar á ég fyrst og fremst við engilsaxnesku löndin, England og írland, svo þau frönsku- mælandi og síðan Svíþjóð og Noreg. Öll þessi lönd eiga „lýrískt" tungu- mál og þau njóta þess. Hin löndin koma ekki síður fram með ágæt lög. Ég nefni Tyrki, Grikki, slóvensku löndin og Þýskaland, ítalíu og meira að segja okkur íslendinga. Að tala núna um að hvíla megi keppn- ina af okkar hálfu? Þetta er bara geðvonskuragl. Allir virðast ánægð- ir með Pál Óskar og framgöngu hans þótt hann hafi ekki sigrað. Það er framkoma Páls sem gerir gæfumuninn. Hann er glaður, kátur og jákvæður. Kemur heim með bros á vör og á hug og hjörtu lands- manna. Það er þetta sem gerir gæfumuninn. Þeir sem hafa upp- örvandi framkomu njóta vafans, ef svo má orða það. Eg mæli með áframhaldi í Eurovision, hvernig sem allt fer. Látum ekki úrtölu- menn tala okkur aftur á bak. Þetta er einu sinni skemmtun, ekki spurning um líf eða dauða. Hrefnu á mat- seðilinn Guðbjörg skrifar: Ég vil taka undir með forsætis- ráðherra sem skorar á menn að segja skýrt og klárt hvað þeir vilja í hvalamálinu. Hvort hval eigi bara að veiða til að vera á matseðli landsmanna eða til sölu á heimsmarkaði. Ég vil eindregið að við tökum upp hvalveiðar, sér- staklega á hrefnunni, til að hafa á matseðlinum, og það hjá sem flestum veitingahúsum hér á landi. Þetta er líka aðdráttarafi veitingahúsa fyrir marga erlenda ferðamenn sem ekki eiga þess kost að bragða á hvalkjöti í heimalandinu. Lífeyrisfrum- varpið G.K.Á. hringdi: Nú hefur að mér virðist komið fram viðræðugrandvöllur og ásættanleg lausn á lífeyrisfrum- varpinu sem var orðið hita- og hræðslumál á þingi. Vilhjálmur Egilsson hefur sett fram þá tillögu að allir lífeyrissjóðir fái heimild til að reka séreignardeildir, auk þess sem séreignarsjóðirnir fái heimild til að stofna og reka sam- tryggingardeildir. Þetta virðist prýðileg lausn. En mér er nær að halda að þetta verði kveðið i kút- inn. Verkalýðsrekendur telji þetta ekki ásættanlegt og þar sem ráð- herrar liggja yfirleitt flatir fyrir þeim þrýstingi þá verður frum- varpið frekar saltað en að láta kjósa um lausnina. Bætt biórmenning Vilhenn hringdi: Loks kemur að því sem ég hef lengi beðið eftir - að geta skotist inn í verslun og keypt mér eina eða tvær dósir af ísköldum bjór. Þetta er bætt bjórmenning. En því miður er víst aðeins hægt að kæla bjórinn í Kópavogi. Annars stað- ar þar sem ÁTVR er með útsölur á ekki að kæla bjór. Þar þykir lík- lega nógu gott í landann að lepja volgan bjórinn. Það verður hins vegar ekki amalegt að sitja í brekkum Kópavogs á heitum degi og geta skokkað eftir köldum bjór í verslun í nágrenninu. Launabilið eykst sífellt Unnur Jónsdótlir skrifar: Ýmis félög hafa verið að semja um launahækkanir svo að ekki komi til verkfalla. Samið er um 70 þús. króna lágmarkslaun, í pró- sentvís, eins og venjulega. Þannig eykst launabilið jafht og þétt. Það nýjasta í þessum málum hér er að nú er farið að tala um „fátæk- linga" kinnroðalaust eins og það sé bara sjálfsagt mál að þeir byggi þetta land. Upphaflega var þetta fólk nefht „láglaunahópar". Fátæk- lingar á íslandi eru atvinnulausir, öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á lægstu launatöxtunum. Þá koma múltimillar til þess að ekki komi slagsíða á meðaltalstölur hjá Þjóð- hagsstofhun. Þeir eru með þetta 4 til 6 milljónir í árstekjur, plús laun fyrir stjórnar- og nefhdafundi (í vinnutímanum), risnu, bíla- styrk.ferðakostnað og dagpeninga. Með þessu fara árstekjur upp í 10-12 milljónir. Þannig lifir fólk á íslandi hlutfallslega við „mjög við- unandi kjör". Vakt við Bláa lónið Grindvíkingur hringdi: Það er hárrétt að Bláa lónið er afar hættulegur staður og ekki annað verjandi en að þar sé varsla allan sólarhringinn, varsla við lón- ið sjálft og allt svæðið vel upplýst. Það er ekki hægt að líða að óvið- komandi fari inn á sundsvæðið þegar það er lokað eða að nóttu til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.