Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Síða 11
FOSTUDAGUR 9. MAI1997 íenmng u Orðabókarævintýri Ný orðabók sver sig í ætt við reyfara eins og þeir vita sem hafa gaman af ævintýralegu ferðalagi orða og merkinga um heiminn. Notkun og lestri fylgir spenna: hvemig skyldi nú fara fyrir hetjunni - hvað verður um orðin? Verður þeim sýndur fúllur sómi og hugkvæmni sem leyfir að þau haldi reisn sinni á vettvangi nýrrar tungu? Eða koðna þau niður í eymd og klaufaskap og týnast kannski með öllu? Engin orðabók er gallalaus, sá sem hana notar rekst fyrr og síðar á sitthvað sem hon- um finnst vanta eða er honum ekki að skapi. Ég segi fyrir mína parta, eftir að hafa um stund notað fyrstu rússnesk-íslensku orðabókina sem út kemur, að slík von- brigði eru mjög lítilfjörleg. Þetta er vönduð bók. Hún er stór, geymir um 50 þúsund uppflettiorð. Það er þriflegt hold á hennar beinum: notkunardæmi eru óvenjumörg, orðasamböndum, orðtökum og málsháttum er sýndur mikill sómi. Bókin er rík af upplýsingum - m.a. er þar að finna fjölda af nöfnum og hugtökum úr rússneskri sögu og bókmenntum, í við- aukum segir ítarlega frá sfjómskipan Rússlands nú og Sovétríkjanna áður, embættakerfi keisaratímans og fleiru. Lesið er úr fjölda skammstafana og veitir ekki af, svo mjög sem þær hafa verið í tísku í Rúss- landi á okkar öld. Sú dirfska er höfð við gerð bókar, að með eru tekin bannorð sem mikið fer fyrir í daglegu máli rúss- nesku, en hafa þótt Helgi Haraldsson: Miklu eljuverki lokið. svo gróf að þau hafa yfirleitt ekki verið sett á prent fyrr en á alira síðustu árum. Til að spara pláss um leið og upplýsingar um málfræði og merkingar verði sem ítar- legastar notar Helgi Haraldsson mikið kerfi talna og tákna, sem vísa í beyging- artöflur og málfræðiágrip. Þetta kerfi sýn- ist óaðgengilegt í fyrstu, en það nýtist æ betur eftir því sem notandi flettir sig leng- ur inn í bókina. Kerfi þessi eru og partur af merkilegri sérstöðu þessarar orðabók- Bókmenntir Árni Bergmann ar. Hún er tvíbent - hún segir íslending- um hvemig rússnesk orð beygjast og um leið Rússum hvernig íslensk orð haga sér. Helgi Haraldsson er prófessor við Ósló- arháskóla. Hann hefur um 20 ára skeið þokað þessu mikla verki áfram öllum stund- um, breytt og bætt, spurt ráða, komið handriti gegnum tölvubyltingar og þjóðfélagsbyltingar (en orðabókarfyrirtækið rússneska sem ætl- aði fyrst að gefa bókina út hvarf í pólitísku umróti seinni ára). Nú er lokið miklu elju- verki og góöur sigur unninn. Bæði persónu- legur sigur ágæts fræðimanns og svo sá menningarsigur sem hver ný orðabók er okk- ur íslendingum. Það er auðvitað ódýrara fyr- ir þá sem vilja leggja stund á rússnesku (eða ítölsku eða grísku) að nota enskar orðabækur, en í hvert sinn sem slíkur milliliöur verður óþarfur höfum við staðið við þann ágæta metnað aö nota íslensku til allra þarfra og skemmtilegra verka. DV-mynd Pjetur Helgi Haraldsson: Rússnesk- ís- lensk orðabók Nesútgáfan 1996. Þegar nei þýðir já Ari Jósefsson (1939-1964) var einungis tuttugu og eins árs þegar fyrsta og eina ljóðabók hans, Nei, kom út árið 1961. Höfundur lést fáum árum síðar, en þessi glæsilega frumsmíð hefur haldið nafni hans á lofti æ síðan, þótt bókin hafi verið ófáanleg um langt skeið. Nú hefúr hún verið endurútgefin með eftirmála eftir Sifju Aðalsteinsdóttm- um skáld- ið og verkið. Sá sem hér skrifar kynntist bókinni um miðbik níunda áratugarins og hreifst mjög af ljóðum eins og „Orðsendíng“ og „Stríð“, sem vitnuðu um gagnrýna þjóðfélagssýn og mannhyggju, og fannst mikið til um hvernig skáldið setti fram hugsanir sínar á frumlegan og smellinn hátt í þessum ljóðum, en jafnframt á einföldu og eðlilegu máli. Nei er, eins og oft á við um fyrstu bók ungs skálds, safn býsna ólíkra ljóða, nokkurs konar úrval úr því sem skáld- ið hefúr ort fram til þessa. Talsvert ber á ljóðum sem byggjast á myndræmun sviðsetningum. Efni þeirra eru martraðarkenndar sýnir. Þau sækja oft myndmál til draugasagna og skáldið leitast við að vekja óhugnað með lesandanum. Sum þessara ljóða má skilja sem lýsingar á hlutskipti nútímamannsins en önnur, sem tjá feigðarhroll og trylling, virðast fyrst og fremst vísa til hugarheims skáldsins. Það vekur athygli að þótt feigðar- og bölsýnisljóð séu mörg má í raun skilja upp- hafslínur hins langa og máttuga ljóðs „Orðsendíng" sem nokkurs konar uppgjör við þess háttar skáldskap. Nú höfum við ekki tima aflögu til að gœla við dauðanrt Allt er betra en að velta sér i feigðarhrolli Við getum til dœmis reynt að frelsa heiminn Þótt Ijóð á borð við „Orðsendingu" og „Stríð“ séu ort af komungum manni era þau fullmótuð listaverk. Þau sýna í senn skarpa hugsun og einstakt vald á talmálskenndum ljóöstíl. í Nei vísar þ'óðmælandinn oft til sjálfs sín sem hluta af heild. Tíð notkun Ara á orðinu „við“ gerir það að verkum að hann má kallast skáld fyrstu persónu fleirtölu. Ljóð hans Bókmenntir Kristján Þdrður Hrafnsson miðla tilfinningu fyrir samkennd í stað þess að sýna ein- staklinginn sem einangraðan. í Nei lætin- Ari sig dreyma mn nýjan og betri heim. Þjóð- félagsgagnrýni hans og draumar eru arfúr frá sósíalisma eldri skálda. Margt í skáldskap hans má skilja sem hvatn- ingu til þjóðfélagslegrar baráttu og hann bindur miklar vonir við hið góða í manninum. Þó að mörg ljóðin dragi upp dökkar myndir af stöðu mannsins í heiminum miðlar þetta verk jákvæðri sýn á manninn sjálfan. Bókin heitir vissulega „Nei“ en um leið og Ari hafnar valdi og ofbeldi upphefur hann góðvild og frið- semi - eiginleika sem hann trúir á. Gunnar var númer eitt Á aöalfundi Rithöfundasambands íslands 26. apríl var tilkynnt að Reykjavíkurborg myndi aflienda sambandinu hús Gunnars Gunnarssonar skálds að Dyngjuvegi 8 í júní í sumar. Húsið var byggt á áranum 1950- 1952 og þykir ein af merkustu byggingum 6. áratugarins á landinu. Höfúndur þess er Hannes Kr. Davíðsson arkitekt. Það er einkar viöeigandi að Rithöfunda- sambandið eignist hús Gunnars, því hann var éinn helsti hvatamað- ur að sameiningu rit- höfundafélaganna tveggja og stofnun sambandsins. Hann vildi að listamenn sameinuðust í öflugu sambandi og á rithöf- undaþingi í maí 1974 hélt hann ávarp og sótti um aðild að Rit- höfundasambandi ís- lands þó að það yrði ekki formlega til fyrr en daginn eftir. „Hann er því fyrsti félaginn í Rithöfundasambandi íslands," segir Ingi- björg Haraldsdóttir nú- verandi formaður. Rithöfundasambandið ætlar að selja hús- eign sína í Hafnarstræti og flytja alla starf- semina upp á Dyngjuveg. „Og við verðum rosalega fegin að losna við Haf'narkrána," sagði Ingibjörg. Á efri hæðinni þar sem stór skrifstofa skáldsins var og þrjú minni her- bergi verða skrifstofur sambandsins. Neðri hæðin var sérhönnuð fyrir þarfir Gunnars og Franzisku konu hans, mjög opin og með sérstakri blómastofu. „Þetta er einstaklega fallegt hús sem verður gaman að nýta, og við erum með margar hugmyndir,“ segir Ingibjörg og hlakkar til að flyfja þegar búið verður að ganga frá innanhúss. Ari Jósefsson: Nei Fyrsta útgáfa Helgafell 1961 Endurútgáfa Mál og menning 1997 „Óaðfinnanlegur" Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari hef- ur verið að syngja hlutverk Tamino í Töfraflautunni eftir Mozart í óperunni í Toulouse í Frakklandi. Sýningin fær mis- jafna dóma í heild en Gunnar fær eintómt hrós. „Óaðfinnanlegur" segir einn gagnrýn- andi, „hlédrægur á sviðinu en röddin laðar fram kosti tónlistarinnar, þjál, björt og músíkölsk,“ segir annar. „Hann gleöur áheyrendur með glæsilegum hljómi raddar- innar,“ segir sá þriðji. Á myndinni má sjá hann í þessu hlutverki, umkringdan töfr- andi meyjum. Núna í maí, 18., 20. og 29., syngur Gunn- ar hlutverk Rodolfos í La Bohéme en í júní syngur hann í Elektra í Rómversku leik- húsi í hæðinni ofan við Lyon. Þær sýning- ar verða 14., 17. og 20. júní. Síðan syngur hann á þrennum tónleikum með Sinfóníu- hljómsveitinni í Savoi héraði „Serenade for tenor and hom“ eftir Benjamin Britten. Tónleikamir eru 24. júní í Taminges, 26. júní í Montsapey og 30. júní í Clermont. Frátekið borð í Kjallaranum Mánudagsviðburður Listaklúbbs Leik- húskjallarans er sýning á leikriti Jónínu Leósdóttur, Frátekið borð. Leikendur eru Saga Jónsdóttir Barfluga, Soffia Jakobsdótt- ir og Þórey Sigþórsdóttir. Leikstjóri er Ás- dís Skúladóttir. Sýningin hefst kl. 21 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.