Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sighvatur og Svavar Nokkur kraftur hefur færst í umræðuna um samstarf eða sameiningu stjórnmálaafla á vinstri vængnum að undanfómu, enda er nú einungis eitt ár til sveitar- stjórnarkosninga og kjörtímabil alþingismanna hálfnað. Ljóst er að þeir fjórir flokkar sem standa að R-listanum í Reykjavík hyggja á áframhaldandi samstarf með sameig- inlegu framboði vorið 1998 - þótt einn þessara flokka sé í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar er enn óleyst með hvaða hætti verður raðað á þennan framboðs- lista - það er hvort efnt verður til sameiginlegs prófkjörs eða raðað í sætin með gamla flokkslaginu. Viðræður eru einnig hafnar um sameiginleg framboð í sumum stærstu bæjarfélögum landsins. Þar virðist þó yf- irleitt vera um að ræða þrengra samstarf en í höfuðborg- inni, það er að segja á milli A-flokkanna tveggja, Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins. Enn sem komið er virð- ist óljóst um árangur af slíkum viðræðum í mörgum bæj- arfélögum, og eins óvíst hvort fleiri komi þar að málum. Samt stefnir ljóslega í að sums staðar verði um sameigin- lega lista A-flokkanna að ræða. Rétt er að vekja athygli á því að þessir tveir flokkar hafa stundum áður staðið saman að listum með misjöfn- um árangri. í sumum bæjarfélögum hefur hins vegar ver- ið veruleg gjá á milli A-flokkanna, ekki síst þar sem ann- ar flokkurinn er í meirihlutasamstarfi en hinn ekki. Á þeim stöðum verður ekki vandalaust að ná samkomulagi, og reyndar óvíst um árangur slíkra lista. Samstarf í einstökum bæjarfélögum er ekkert nýtt. Hins vegar þættu það veruleg tíðindi í landsmálapólitík- inni ef A-flokkarnir og hugsanlega Samtök um kvenna- lista líka stæðu að sameiginlegu framboði í öllum kjör- dæmum landsins. Ljóst er að innan þessara þriggja flokka eru hópar sem hafa mikinn áhuga á slíkri samvinnu, og hugsanlegri sameiningu í kjölfarið, en þar eru einnig margir efasemdamenn. Með þetta í huga er forvitnilegt að skoða ræður sem Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, og Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins, hafa flutt síðustu dagana, en þeir hafa löngum átt í hörðum deilum fyrir hönd flokka sinna. Báðir hvetja þeir nú til samstarfs, en áherslumar eru nokkuð ólíkar. Svavar kveðst vilja setja markið hátt og stefna að því að A-fLokkamir nái hreinum meirihluta í næstu alþingis- kosningum, hvorki meira né minna. En forvitnilegt er að líta á þá vamagla sem hann setur. „Við ætlum ekki að leggja niður þau málefni sem við stöndum fyrir Alþýðu- bandalagsmenn,“ segir hann og minnir á að oft hafi ver- ið lengra bil á milli A-flokkanna en allra annarra. Sighvatur Björgvinsson kynnti stefnumál sameinaðra jafnaðarmanna í tíu liðum á fundi á Akureyri á dögunum. Þar er að vísu tekið af skarið um að greiða eigi veiðileyfa- gjald fyrir kvótann, og leita eftir afstöðu almennings til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu með þjóðarat- kvæðagreiðslu. En að öðm leyti er yfirlýsingin safn fallegra orða sem vafalaust em nothæf til að breiða yfir ágreining í fjölmörgum málum þar til eftir kosningar. Með því er hins vegar ekki verið að brúa skoðanalegt bil heldur eins að pússa yfir sprungumar til bráðabirgða. Þess er að vænta að áhrifamenn á vinstri væng stjórn- málanna muni næstu mánuði leggja á það áherslu að hrista saman A-flokkalista í ýmsum bæjarfélögum. Sums staðar mun það takast. Útkoma slíkra framboða, og R-list- ans í höfuðborginni, mun ráða miklu um hvort gengið verður til samstarfs á landinu öllu. Elías Snæland Jónsson Fyrr en síðar kemur aö því að flokkarnir verða að horfast í augu við þau mál sem hafa skilið þá að, segir m.a. í geininni. Drög að samstöðu Á laugardaginn gerast tíðindi sem eru merkileg í sögu þeirra flokka sem nú eru í stjómarand- stöðu. En þá standa Alþýðubanda- lag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki fyrir sameiginlegri ráð- stefnu undir fyrirsögninni „ísland á næstu öld“. Hvað er svona merkilegt við þetta? Jú, það hefur mikið verið talað um samvinnu þessara flokka. Þeir sem eru ákaf- astir i þeirri umræðu hafa fullyrt að lítið sé að gerast í þeim málum, en á ráðstefnunni á laugardag ger- ist það í fyrsta skipti að stórar stofnanir innan flokkanna koma saman til að ræða málin. Innan Alþýðubandalagsins hef- ur verið kallað eftir innihaldi í samvinnu flokkanna. Ef vel tekst til getur þessi ráðstefna gefið af sér umræðugrundvöll um þetta innihald. í fyrrasumar sendi Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, forystumönn- um hinna stjórnarandstöðuflokk- anna bréf, þar sem óskað var eftir tilnefningu þeirra í nefnd sem ætl- að var að fjalla um samvinnu flokkanna í víðtækum skilningi. Þessi nefnd, sem oft hefur verið kölluð „Margrétarnefndin“ tók til starfa í nóvember. Nefndin hefur kosið að starfa utan kast- ljóss fjölmiölanna. En ráðstefnan á laugardag er haldin að frumkvæði „Mar- grétarnefndarinn- ar“. ísland á næstu öld Allt frá því nefnd- in hóf störf hefur hún einbeitt sér að málefnum framtíðarinnar og þá sérstaklega að þeim málum sem nefndarmenn telja að rík samstaða geti verið um innan flokkanna. Þess vegna er eðlilegt að ráðstefnan á laugardag fjalli um ísland á næstu öld, þar sem sérstaklega er horft til fjöl- skyldunnar, vel- ferðarkerfisins og menntunar og ný- sköpunar. AUt eru þetta mála- flokkar sem hafa verið ofarlega á stefnuskrám flokkanna sem standa að ráð- stefnunni. „Margrétar- nefndin" kaus að kalla til fólk sem þekkir til þessara mála, óháð öllum flokkslínum. En flokksmenn munu svo spyrja þetta fólk út úr og und- ir lok ráðstefnunnar fá ráðstefnu- gestir tækifæri til að spyrja for- ystumenn flokkanna út úr varð- andi þessi mál. Hvar slær hjartaö? Ráðstefnan er mikilvægt skref í átt til samvinnu og samstöðu flokkanna fjögurra sem mynda stjómarandstöðu í dag. Hún er ekki mikilvæg vegna þess að á henni verði til ályktun þar sem flokkarnir ákveða að bjóða fram sameiginlega fyrir næstu alþingis- kosningar, heldur vegna þess að í fyrsta sinn koma saman stórar stofnanir þessara flokka til að ræða málin. Það hefur verið undan því kvartað að umræðan um samvinnu, samfylk- ingu eða sameiningu flokkanna hafi ekki verið nógu víðfeðm og skipu- leg. Ungt fólk hefur sýnt málinu mikinn áhuga og hefur umræðan verið mest áberandi í röðum þess. Ættu menn að taka þessari ráðstefnu fagn- andi þvi hún getur leitt í ljós hvort hjarta hins al- menna flokksmanns í hreyfingunum fjórum slær í takt þegar horft er fram á veginn í stórum málum eins og velferðar- málunum. Með ráðstefn- unni er stigið mikilvægt skref. En næsta verkefni hlýtur að vera að kanna málefnagrundvöll mögulegs samstarfs flokkanna. Al- þýðubandalagið hefur kallað eftir þeirri umræðu. Flokkurinn hefur skýr stefnumál sem hann setur á forgangslista. Það sama á við um hina flokkana. Kvennalistinn t.d. hlýtur að sjálfsögðu að vilja tryggja hag kvenna í sem víð- tækustum skilningi og hinir flokk- arnir eiga sér sín hjartans mál. Fyrr en síðar kemur að því að flokkarnir verða að horfast í augu við þau mál sem hafa skilið þá að, en þá er líka mikilvægt að þeir hafi farið í gegnum umræðu um þau mál sem sameina þá. Þess vegna er ráðstefnan á laugardag mikilvæg og það er sérstaklega mikilvægt að félagsmenn í þessum hreyfingum sýni málinu áhuga með því að mæta. Brýnasta verkefni stjórnmál- anna í dag er að setja upp vegvísa inn í framtíðina og þá verður að byrja á spumingunni hvaða fram- tíð viljum við? Hvers konar samfé- lag vújum við á íslandi á næstu öld? Heimir Már Pétursson „Næsta verkefni hlýtur að vera að kanna málefnagrundvöll mögulegs samstarfs flokk- anna. Alþýðubandalagið hefur kallað eftir þeirri umræðu.“ Kjallarinn Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins Skoðanir annarra Hagnaður í sjávarútvegi „Ein ástæðan fyrir því að fjárfestar laðast að fyr- irtækjum í vexti er að hagnaður á sér náttúruleg efri mörk, það er, að hann getur aldrei orðið meiri en veltan. Sé tekið tillit til skatta lækka þessi mörk strax í um tvo þriðju af veltu, en öllum má ljóst vera, að fyrirtæki mala ekki gull ef engu er til kostað. Skoðun á 17 fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi og eru á verðbréfamarkaði leiðir i ljós að hlutfall hagnaðar af veltu hefur farið hækkandi á undan- förnum fimm árum.“ Úr forsíðugrein Vísbendingar, 17. tbl. 1997. Veiðileyfagjald - aukiö ráð- stöfunarfé „Forystumenn LÍÚ og sjávarútvegsráðherra standa frammi fyrir þvi, að 75% þjóðarinnar eru hlynnt veiðileyfagjaldi. Þeir gera nú tilraun til að snúa þeirri stöðu við með því að halda því að lands- byggðarfólki að með veiðileyfagjaldi sé raunverulega verið að auka skattbyrði landsbyggðarinnar. En með því hafa þeir sjálfir opnað umræður um, að hægt væri að lækka tekjuskatt verulega með því að taka upp veiðileyfagjald. Með því myndu launþegar al- mennt fá verulega aukið ráðstöfunarfé í sinn hlut. Þeir myndu ekki síður nota þá fjármuni í sinni heimabyggð en annars staðar." Úr forystugrein Mbl. 6. maí. Hvalur - nægur markaður „Verum minnug yfirlýsinga sjávarútvegsráðherra eftir fund hans með japönskum embættismönnum seint á síðasta ári þegar hann sagði að ef íslending- ar gengju í Alþjóða hvalveiðiráðið væri ekkert til fyrirstöðu af þeirra hálfu að kaupa af okkur hvalaaf- urðir. Aðalatriði málsins er þaö að nægur markaður er fyrir hvalaafurðir í heiminum og því er það ein- göngu tæknilegt atriði að koma vörunni á markað." Jón Gunnarsson í Mbl. 7. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.